Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Side 38
70 ára á laugardag Guðmundur Magnússon fyrrv. fræðslustjóri Austurlandsumdæmis Guðmundur fæddist á Reyðarfirði og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Héraðsskólanum á Laugar- vatni 1946, kennaraprófi frá Kennara- skóla Íslands 1948, stundaði nám við San Diego State College í Kaliforníu og fleiri skóla í Bandaríkjunum 1963– 64 og fór náms- og kynnisferðir til Sví- þjóðar 1967 og 1976, Danmerkur og Englands 1971 og til Skotlands 1982. Guðmundur var skólastjóri Barna- og unglingaskóla Reyðarfjarðar 1948– 49, kennari við Laugarnesskóla í Reykjavík 1949–61, skólastjóri Lauga- lækjarskóla 1961–69, skólastjóri Breiðholtsskóla 1969–77 og fræðslu- stjóri Austurlandsumdæmis frá 1977 og þar til hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir 1996. Guðmundur sat í stjórn Kenn- arafélags Laugarnesskóla 1954–56, sat í stjórn Stéttarfélags barnakenn- ara í Reykjavík 1955–58, í stjórn Fé- lags barna- og gagnfræðaskólastjóra í Reykjavík 1965–72, var varaformað- ur Ríkisútgáfu námsbóka 1964–72, sat í Barnaverndarráði Íslands 1964– 77, var varafulltrúi Alþýðuflokksins í borgarstjórn 1974–77, aðalfulltrúi í fé- lagsmálaráði og fiski- og veiðiræktar- ráði 1974–77, varamaður í heilbrigð- isráði 1974–77, í stjórn Þroskahjálpar á Austurlandi frá 1977, í svæðisstjórn um málefni fatlaðra frá 1977 og for- maður 1979–83, varamaður í hrepps- nefnd Reyðarfjarðarhrepps 1978–82, formaður byggðasögunefndar Reyð- arfjarðarhrepps frá 1978, kirkjuþings- maður 1986–97, og sat í Kirkjuráði 1990–97. Guðmundur hefur skrifað rit um skólahald á Austurlandi, skrifaði Skólasögu Reyðarfjarðar, útg. 1998, og Sögu Reyðarfjarðar, útg. af Fjarða- byggð 2003. Þá hefur hann samið bókarkafla í afmælisrit og greinar í blöð og tímarit. Hann er heiðursfélagi ungmennafélagsins Vals á Reyðarfirði frá 1949 og heiðursfélagi Átthagafé- lags Breiðholtsskóla frá stofnun þess. Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Anna Arn- björg Frímannsdóttir, f. 15.1. 1930, fyrrv. fulltrúi við Fræðsluskrifstofu Austurlands. Hún er dóttir Jóhanns Frímanns Jónssonar, f. 2.6. 1898, d. 23.8. 1960, rafstöðvarstjóra á Reyð- arfirði, og Sigríðar Einínu Þorsteins- dóttur, f. 9.7. 1901, d. 24.8. 1974, hús- móður. Börn Guðmundar og Önnu Arn- bjargar: meybarn, f. 26.11. 1949, d. s. d.; Sigríður, f. 26.10. 1950, líffræðingur að Keldum, búsett í Kópavogi en mað- ur hennar er Hermann Hermanns- son, tæknifræðingur hjá Flugstoð- um og eru börn þeirra Anna Guðný og Lárus Árni; Magnús, f. 5.11. 1952, tölvunarfræðingur og deildarstjóri hjá Tölvumiðlun, búsettur í Reykjavík en kona hans er Anna Dóra Árnadótt- ir húsmóðir og eru börn þeirra Guð- mundur og Erla Rut; Rósa Hrund, f. 3.2. 1954, fiðluleikari í Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, búsett í Reykjavík en maður hennar er Jóhann Guðnason, löggiltur skjalaþýðandi og er sonur þeirra Helgi; Guðmundur Frímann, f. 25.12. 1962, vélvirki og verkstjóri hjá Alcoa Fjarðaáli, búsettur á Reyðarfirði en kona hans er Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir garðyrkjufræðingur og eru börn þeirra Gylfi, Laufey og Arn- björg Bára; Arnbjörg, f. 29.12. 1965, sjúkraþjálfari við Reykjalund, búsett í Reykjavík en maður hennar er Leó Geir Arnarsson tamningamaður og eru börn þeirra Atli Jóhann og Bogey Ragnheiður. Barnabörn Guðmundar eru því tíu talsins og langafabörnin tíu. Systkini Guðmundar: Aagot, f. 12.8. 1919, d. 28.3. 1983, húsmóðir í Reykjavík; Emil Jóhann, f. 25.7. 1921, d. 8.2. 2001, var kaupmaður í Grund- arfirði; Torfhildur Rannveig, f. 11.10. 1922, d. 12.2. 2002, fyrrv. símstöðv- arstjóri á Eskifirði; Aðalbjörg, f. 17.12. 1923, húsmóðir í Reykjavík; Stefanía, f. 17.11. 1924, d. 11.9. 2007, var hús- móðir í Reykjavík; Guðný Ragnheið- ur, f. 16.5. 1927, fyrrv. bankagjaldkeri, búsett í Bandaríkjunum; Sigurður, f. 2.6. 1928, fyrrv. framkvæmdastjóri hjá ÍSÍ. Foreldrar Guðmundar voru Magnús Guðmundsson, f. 23.4. 1893, d. 28.3. 1972, verslunarmaður á Reyð- arfirði, og Rósa Jónína Sigurðardóttir, f. 6.11. 1898, d. 21.5. 1939, húsmóðir. Ætt Bróðir Magnúsar var Björn, faðir Em- ils, prests og fréttastjóra. Magnús er sonur Guðmundar, b. á Felli í Breið- dal Árnasonar, og Guðnýjar Rögn- valdsdóttur, á Eiði á Langanesi Rögn- valdssonar. Rósa var dóttir Sigurðar Péturs, trésmiðs á Seyðisfirði Jónassonar, b. á Barkarstöðum í Svartárdal Krist- jánssonar. Móðir Rósu var Munn- veig Andrésdóttir, b. í Miðbæ neðra í Norðfirði Guðmundssonar. Guðmundur ver deginum með fjölskyldu sinni. 85 ára á sunnudag Héðinn Kristinn er fæddur og upp- alinn í foreldrahúsum að Ytri-Á í Ólafsfirði. Að loknu gagnfræða- prófi á Ólafsfirði stundaði Kristinn nám við Iðnskólann í Ólafsfirði og við Iðnskólann á Akureyri. Hann lærði rafvirkjun hjá Magnúsi Stef- ánssyni, lauk sveinsprófi í rafvirkj- un 1966 og öðlaðist síðan meist- araréttindi í iðngreininni 1969. Kristinn starfaði fyrst hjá Raf- tækjavinnustofu Magnúsar Stef- ánssonar, síðan hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins á Siglufirði en hefur lengst af starfað við rafvirkj- un hjá Raforku á Akureyri. Fjölskylda Eiginkona Kristins er María Sigur- laug Ásgrímsdóttir, f. á Siglufirði 20.8. 1939, fyrrv. læknaritari. Hún er dóttir Ásgríms Sigurðssonar, f. að Vatnsenda í Héðinsfirði 19.4. 1909, d. 21.6. 1988, skipstjóra á Siglufirði, og k.h., Þorgerðar Gróu Pálsdóttur, f. í Ólafsvík 7.1. 1908, d. 14.11. 1982, húsmóður. Börn Kristins og Maríu eru tveir drengir, f. 11.10. 1966, d. sama dag; Þorgerður Kristinsdóttir, f. 12.11. 1967, húsmóðir og bókari, búsett á Álftanesi, en maður hennar er Bjarni Ragnarsson, f. 5.5. 1966 tölv- unarfræðingur og eiga þau þrjú börn, Halldóru Margréti, Kristin Má og Guðmund Inga; Mundína Ásdís Kristinsdóttir, f. 30.11. 1972, sjúkraþjálfari, búsett í Kópavogi; Anna María Kristinsdóttir, f. 22.5. 1974, rekstrarfræðingur, búsett á Akureyri en maður hennar er Friðrik Kjartansson, f. 22.10. 1975, húsasmiður og tamningamaður og eru börn þeirra María Björk og Kjartan Ingi. Kristinn er þriðji yngstur tut- tugu systkina. Foreldrar Kristins voru Sigur- björn Finnur Björnsson, útvegs- bóndi, f. að Ytri-Á 16.9. 1895, d. 29.5. 1986, og k.h., Mundína Frey- dís Þorláksdóttir, f. að Lóni í Ólafs- firði 8.4. 1899, d. 5.12. 1985, hús- freyja. Kristinn Finnsson rafvirkjameistari á Akureyri 30 ára á föstudag Nellý fæddist á Akranesi en ólst upp á Sveinsstöðum á Mýrum. Hún var í barnaskóla að Varma- landi í Borgarfirði og í Grunnskóla Borgarness, stundaði nám við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi og lauk þaðan stúdentsprófi, stundaði síðan nám við Tæknihá- skóla Íslands og lauk þaðan B.Sc.- prófi í geislafræði árið 2006. Nellý ólst upp við öll almenn sveitastörf á æsku- og unglings- árum, starfaði hjá Vegagerðinni í Borgarnesi og starfaði í Hyrnunni í Borgarnesi um skeið, vann hjá Domus Medica á háskólaárunum og hefur starfað á röntgendeild Landspítalans í Fossvogi frá 2006. Nellý söng með Samkór Mýra- manna um árabil og situr í stjórn Félags geislafræðinga. Fjölskylda Systkini Nellýjar eru Einar Páll Pétursson, f. 16.10. 1968, bifreiða- stjóri og atvinnurekandi, búsettur í Borgarnesi; Svanhvít Pétursdótt- ir, f. 21.3. 1982, bifreiða- og vinnu- vélastjóri, búsett í Borgarnesi; Helga Pétursdóttir, f. 9.11. 1984, nemi og starfsmaður við skólasel, búsett á Sveinsstöðum. Foreldrar Nellýjar eru Pétur Valberg Jónsson, f. 4.5. 1933, bóndi og vinnuvélastjóri á Sveinsstöðum, og Erna Pálsdóttir, f. 22.10. 1943, bóndi á Sveinsstöðum. Nellý Pétursdóttir geislafræðingur 30 ára á föstudag Fjölnir fæddist í Neskaupstað en ólst upp á Eskifirði. Hann var í Grunnskóla Eskifjarðar, stundaði nám við Menntaskólann á Akur- eyri og lauk þaðan stúdentsprófi og er nú að ljúka námi í læknis- fræði við Háskóla Íslands. Fjölnir vann við frystihús- ið á Eskifirði og við rækjuvinnslu á unglingsárunum, starfaði hjá Ferró zink í þrjú sumur, starfaði við geðdeild Landspítalans í Reykjavík og hefur verið afleysingalæknir í Borgarnesi og í Fjarðabyggð. Fjölnir sat í Stúdentaráði og í stjórn Stúdentaráðs fyrir Háskóla- listann. Fjölskylda Systkini Fjölnis eru Pétur Steinn Guðmannsson, f. 11.11. 1986, raf- virki hjá Alcoa Fjarðaáli; Herdís Hulda Guðmannsdóttir, f. 8.11. 1988, skrifstofumaður hjá Alcoa Fjarðabyggð. Foreldrar Fjölnis eru Guðmann Þorvaldsson, f. 6.5. 1955, kennari á Eskifirði, og Sólveig Eiríksdóttir, f. 23.2. 1960, starfsmaður hjá Virtus. Fjölnir Guðmannsson nemi Ólína Margrét Ólafsdóttir starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar í Sandgerði Ólína Margrét fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún var í barna- og gagnfræðaskóla í Reykjavík og lauk þar gagnfræðaprófi frá Hólabrekku- skóla. Ólína Margrét flutti í Sandgerði 1977 og hefur átt þar heima síðan. Hún starfaði um skeið hjá Miðnesi í Sandgerði og hefur einnig starfað hjá Kaupfélagi Suðurnesja. Hún hóf störf hjá Íþróttamiðstöðinni í Sand- gerði 1992 og hefur starfað þar síðan. Fjölskylda Ólína Margrét giftist 9.12. 1978 Ás- geiri Þorkelssyni, f. 20.6. 1959, verk- stjóra. Hann er sonur Þorkels Aðal- steinssonar verkamanns, og Ólafíu Guðmundsdóttur, húsmóður í Sand- gerði, en þau eru bæði látin. Börn Ólínu Margrétar og Ásgeirs eru Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, f. 12.10. 1978, stjórnsýslufræðingur hjá Reykjavíkurborg, búsett í Mosfells- bæ en maður hennar er Bogi Guð- mundsson lögfræðingur og er dótt- ir þeirra Bryndís Bogadóttir, f. 22.8. 2008; Iðunn Ýr Ásgeirsdóttir, f. 1.4. 1984, ferðamálafræðingur, búsett að Forsæti I í Flóahreppi en maður hennar er Þórbergur Hrafn Ólafsson húsasmiður og er dóttir þeirra Kar- ólína Þórbergsdóttir, f. 2.11. 2009; Ásgeir Þór Ásgeirsson, f. 11.2. 1991, nemi við Framhaldsskólann á Laug- um í Suður-Þingeyjarsýslu. Systkini Ólínu Margrétar eru Kristín Þ. Ólafsdóttir, f. 13.5. 1959, húsmóðir og matráðskona að Ferju- nesi III í Villingaholtshreppi í Árnes- sýslu en maður hennar er Ingjald- ur Ásmundsson og eiga þau fjögur börn; Torfi J. Ólafsson, f. 13.4. 1965, starfsmaður við sambýli, búsettur á Akureyri en kona hans er Ásdís Stef- ánsdóttir og eiga þau fjögur börn. Hálfsystir Ólínu Margrétar, sam- mæðra, er Ragnheiður Þórarinsdótt- ir, f. 7.4. 1956, húsmóðir og sjúkraliði við dvalarheimili, búsett á Eyrar- bakka, en maður hennar er Þórarinn Ólafsson og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Ólínu Margrétar eru Ól- afur H. Torfason, f. 28.7. 1936, vega- eftirlitsmaður, búsettur í Reykjavík, og Margrét Sæmundsdóttir, f. 28.1. 1926, húsmóðir og saumakona. 50 ára á laugardag 38 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 7.–9. janúar 2011 Helgarblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.