Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2011, Blaðsíða 38
70 ára á laugardag Guðmundur Magnússon fyrrv. fræðslustjóri Austurlandsumdæmis Guðmundur fæddist á Reyðarfirði og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Héraðsskólanum á Laugar- vatni 1946, kennaraprófi frá Kennara- skóla Íslands 1948, stundaði nám við San Diego State College í Kaliforníu og fleiri skóla í Bandaríkjunum 1963– 64 og fór náms- og kynnisferðir til Sví- þjóðar 1967 og 1976, Danmerkur og Englands 1971 og til Skotlands 1982. Guðmundur var skólastjóri Barna- og unglingaskóla Reyðarfjarðar 1948– 49, kennari við Laugarnesskóla í Reykjavík 1949–61, skólastjóri Lauga- lækjarskóla 1961–69, skólastjóri Breiðholtsskóla 1969–77 og fræðslu- stjóri Austurlandsumdæmis frá 1977 og þar til hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir 1996. Guðmundur sat í stjórn Kenn- arafélags Laugarnesskóla 1954–56, sat í stjórn Stéttarfélags barnakenn- ara í Reykjavík 1955–58, í stjórn Fé- lags barna- og gagnfræðaskólastjóra í Reykjavík 1965–72, var varaformað- ur Ríkisútgáfu námsbóka 1964–72, sat í Barnaverndarráði Íslands 1964– 77, var varafulltrúi Alþýðuflokksins í borgarstjórn 1974–77, aðalfulltrúi í fé- lagsmálaráði og fiski- og veiðiræktar- ráði 1974–77, varamaður í heilbrigð- isráði 1974–77, í stjórn Þroskahjálpar á Austurlandi frá 1977, í svæðisstjórn um málefni fatlaðra frá 1977 og for- maður 1979–83, varamaður í hrepps- nefnd Reyðarfjarðarhrepps 1978–82, formaður byggðasögunefndar Reyð- arfjarðarhrepps frá 1978, kirkjuþings- maður 1986–97, og sat í Kirkjuráði 1990–97. Guðmundur hefur skrifað rit um skólahald á Austurlandi, skrifaði Skólasögu Reyðarfjarðar, útg. 1998, og Sögu Reyðarfjarðar, útg. af Fjarða- byggð 2003. Þá hefur hann samið bókarkafla í afmælisrit og greinar í blöð og tímarit. Hann er heiðursfélagi ungmennafélagsins Vals á Reyðarfirði frá 1949 og heiðursfélagi Átthagafé- lags Breiðholtsskóla frá stofnun þess. Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Anna Arn- björg Frímannsdóttir, f. 15.1. 1930, fyrrv. fulltrúi við Fræðsluskrifstofu Austurlands. Hún er dóttir Jóhanns Frímanns Jónssonar, f. 2.6. 1898, d. 23.8. 1960, rafstöðvarstjóra á Reyð- arfirði, og Sigríðar Einínu Þorsteins- dóttur, f. 9.7. 1901, d. 24.8. 1974, hús- móður. Börn Guðmundar og Önnu Arn- bjargar: meybarn, f. 26.11. 1949, d. s. d.; Sigríður, f. 26.10. 1950, líffræðingur að Keldum, búsett í Kópavogi en mað- ur hennar er Hermann Hermanns- son, tæknifræðingur hjá Flugstoð- um og eru börn þeirra Anna Guðný og Lárus Árni; Magnús, f. 5.11. 1952, tölvunarfræðingur og deildarstjóri hjá Tölvumiðlun, búsettur í Reykjavík en kona hans er Anna Dóra Árnadótt- ir húsmóðir og eru börn þeirra Guð- mundur og Erla Rut; Rósa Hrund, f. 3.2. 1954, fiðluleikari í Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, búsett í Reykjavík en maður hennar er Jóhann Guðnason, löggiltur skjalaþýðandi og er sonur þeirra Helgi; Guðmundur Frímann, f. 25.12. 1962, vélvirki og verkstjóri hjá Alcoa Fjarðaáli, búsettur á Reyðarfirði en kona hans er Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir garðyrkjufræðingur og eru börn þeirra Gylfi, Laufey og Arn- björg Bára; Arnbjörg, f. 29.12. 1965, sjúkraþjálfari við Reykjalund, búsett í Reykjavík en maður hennar er Leó Geir Arnarsson tamningamaður og eru börn þeirra Atli Jóhann og Bogey Ragnheiður. Barnabörn Guðmundar eru því tíu talsins og langafabörnin tíu. Systkini Guðmundar: Aagot, f. 12.8. 1919, d. 28.3. 1983, húsmóðir í Reykjavík; Emil Jóhann, f. 25.7. 1921, d. 8.2. 2001, var kaupmaður í Grund- arfirði; Torfhildur Rannveig, f. 11.10. 1922, d. 12.2. 2002, fyrrv. símstöðv- arstjóri á Eskifirði; Aðalbjörg, f. 17.12. 1923, húsmóðir í Reykjavík; Stefanía, f. 17.11. 1924, d. 11.9. 2007, var hús- móðir í Reykjavík; Guðný Ragnheið- ur, f. 16.5. 1927, fyrrv. bankagjaldkeri, búsett í Bandaríkjunum; Sigurður, f. 2.6. 1928, fyrrv. framkvæmdastjóri hjá ÍSÍ. Foreldrar Guðmundar voru Magnús Guðmundsson, f. 23.4. 1893, d. 28.3. 1972, verslunarmaður á Reyð- arfirði, og Rósa Jónína Sigurðardóttir, f. 6.11. 1898, d. 21.5. 1939, húsmóðir. Ætt Bróðir Magnúsar var Björn, faðir Em- ils, prests og fréttastjóra. Magnús er sonur Guðmundar, b. á Felli í Breið- dal Árnasonar, og Guðnýjar Rögn- valdsdóttur, á Eiði á Langanesi Rögn- valdssonar. Rósa var dóttir Sigurðar Péturs, trésmiðs á Seyðisfirði Jónassonar, b. á Barkarstöðum í Svartárdal Krist- jánssonar. Móðir Rósu var Munn- veig Andrésdóttir, b. í Miðbæ neðra í Norðfirði Guðmundssonar. Guðmundur ver deginum með fjölskyldu sinni. 85 ára á sunnudag Héðinn Kristinn er fæddur og upp- alinn í foreldrahúsum að Ytri-Á í Ólafsfirði. Að loknu gagnfræða- prófi á Ólafsfirði stundaði Kristinn nám við Iðnskólann í Ólafsfirði og við Iðnskólann á Akureyri. Hann lærði rafvirkjun hjá Magnúsi Stef- ánssyni, lauk sveinsprófi í rafvirkj- un 1966 og öðlaðist síðan meist- araréttindi í iðngreininni 1969. Kristinn starfaði fyrst hjá Raf- tækjavinnustofu Magnúsar Stef- ánssonar, síðan hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins á Siglufirði en hefur lengst af starfað við rafvirkj- un hjá Raforku á Akureyri. Fjölskylda Eiginkona Kristins er María Sigur- laug Ásgrímsdóttir, f. á Siglufirði 20.8. 1939, fyrrv. læknaritari. Hún er dóttir Ásgríms Sigurðssonar, f. að Vatnsenda í Héðinsfirði 19.4. 1909, d. 21.6. 1988, skipstjóra á Siglufirði, og k.h., Þorgerðar Gróu Pálsdóttur, f. í Ólafsvík 7.1. 1908, d. 14.11. 1982, húsmóður. Börn Kristins og Maríu eru tveir drengir, f. 11.10. 1966, d. sama dag; Þorgerður Kristinsdóttir, f. 12.11. 1967, húsmóðir og bókari, búsett á Álftanesi, en maður hennar er Bjarni Ragnarsson, f. 5.5. 1966 tölv- unarfræðingur og eiga þau þrjú börn, Halldóru Margréti, Kristin Má og Guðmund Inga; Mundína Ásdís Kristinsdóttir, f. 30.11. 1972, sjúkraþjálfari, búsett í Kópavogi; Anna María Kristinsdóttir, f. 22.5. 1974, rekstrarfræðingur, búsett á Akureyri en maður hennar er Friðrik Kjartansson, f. 22.10. 1975, húsasmiður og tamningamaður og eru börn þeirra María Björk og Kjartan Ingi. Kristinn er þriðji yngstur tut- tugu systkina. Foreldrar Kristins voru Sigur- björn Finnur Björnsson, útvegs- bóndi, f. að Ytri-Á 16.9. 1895, d. 29.5. 1986, og k.h., Mundína Frey- dís Þorláksdóttir, f. að Lóni í Ólafs- firði 8.4. 1899, d. 5.12. 1985, hús- freyja. Kristinn Finnsson rafvirkjameistari á Akureyri 30 ára á föstudag Nellý fæddist á Akranesi en ólst upp á Sveinsstöðum á Mýrum. Hún var í barnaskóla að Varma- landi í Borgarfirði og í Grunnskóla Borgarness, stundaði nám við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi og lauk þaðan stúdentsprófi, stundaði síðan nám við Tæknihá- skóla Íslands og lauk þaðan B.Sc.- prófi í geislafræði árið 2006. Nellý ólst upp við öll almenn sveitastörf á æsku- og unglings- árum, starfaði hjá Vegagerðinni í Borgarnesi og starfaði í Hyrnunni í Borgarnesi um skeið, vann hjá Domus Medica á háskólaárunum og hefur starfað á röntgendeild Landspítalans í Fossvogi frá 2006. Nellý söng með Samkór Mýra- manna um árabil og situr í stjórn Félags geislafræðinga. Fjölskylda Systkini Nellýjar eru Einar Páll Pétursson, f. 16.10. 1968, bifreiða- stjóri og atvinnurekandi, búsettur í Borgarnesi; Svanhvít Pétursdótt- ir, f. 21.3. 1982, bifreiða- og vinnu- vélastjóri, búsett í Borgarnesi; Helga Pétursdóttir, f. 9.11. 1984, nemi og starfsmaður við skólasel, búsett á Sveinsstöðum. Foreldrar Nellýjar eru Pétur Valberg Jónsson, f. 4.5. 1933, bóndi og vinnuvélastjóri á Sveinsstöðum, og Erna Pálsdóttir, f. 22.10. 1943, bóndi á Sveinsstöðum. Nellý Pétursdóttir geislafræðingur 30 ára á föstudag Fjölnir fæddist í Neskaupstað en ólst upp á Eskifirði. Hann var í Grunnskóla Eskifjarðar, stundaði nám við Menntaskólann á Akur- eyri og lauk þaðan stúdentsprófi og er nú að ljúka námi í læknis- fræði við Háskóla Íslands. Fjölnir vann við frystihús- ið á Eskifirði og við rækjuvinnslu á unglingsárunum, starfaði hjá Ferró zink í þrjú sumur, starfaði við geðdeild Landspítalans í Reykjavík og hefur verið afleysingalæknir í Borgarnesi og í Fjarðabyggð. Fjölnir sat í Stúdentaráði og í stjórn Stúdentaráðs fyrir Háskóla- listann. Fjölskylda Systkini Fjölnis eru Pétur Steinn Guðmannsson, f. 11.11. 1986, raf- virki hjá Alcoa Fjarðaáli; Herdís Hulda Guðmannsdóttir, f. 8.11. 1988, skrifstofumaður hjá Alcoa Fjarðabyggð. Foreldrar Fjölnis eru Guðmann Þorvaldsson, f. 6.5. 1955, kennari á Eskifirði, og Sólveig Eiríksdóttir, f. 23.2. 1960, starfsmaður hjá Virtus. Fjölnir Guðmannsson nemi Ólína Margrét Ólafsdóttir starfsmaður Íþróttamiðstöðvarinnar í Sandgerði Ólína Margrét fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún var í barna- og gagnfræðaskóla í Reykjavík og lauk þar gagnfræðaprófi frá Hólabrekku- skóla. Ólína Margrét flutti í Sandgerði 1977 og hefur átt þar heima síðan. Hún starfaði um skeið hjá Miðnesi í Sandgerði og hefur einnig starfað hjá Kaupfélagi Suðurnesja. Hún hóf störf hjá Íþróttamiðstöðinni í Sand- gerði 1992 og hefur starfað þar síðan. Fjölskylda Ólína Margrét giftist 9.12. 1978 Ás- geiri Þorkelssyni, f. 20.6. 1959, verk- stjóra. Hann er sonur Þorkels Aðal- steinssonar verkamanns, og Ólafíu Guðmundsdóttur, húsmóður í Sand- gerði, en þau eru bæði látin. Börn Ólínu Margrétar og Ásgeirs eru Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, f. 12.10. 1978, stjórnsýslufræðingur hjá Reykjavíkurborg, búsett í Mosfells- bæ en maður hennar er Bogi Guð- mundsson lögfræðingur og er dótt- ir þeirra Bryndís Bogadóttir, f. 22.8. 2008; Iðunn Ýr Ásgeirsdóttir, f. 1.4. 1984, ferðamálafræðingur, búsett að Forsæti I í Flóahreppi en maður hennar er Þórbergur Hrafn Ólafsson húsasmiður og er dóttir þeirra Kar- ólína Þórbergsdóttir, f. 2.11. 2009; Ásgeir Þór Ásgeirsson, f. 11.2. 1991, nemi við Framhaldsskólann á Laug- um í Suður-Þingeyjarsýslu. Systkini Ólínu Margrétar eru Kristín Þ. Ólafsdóttir, f. 13.5. 1959, húsmóðir og matráðskona að Ferju- nesi III í Villingaholtshreppi í Árnes- sýslu en maður hennar er Ingjald- ur Ásmundsson og eiga þau fjögur börn; Torfi J. Ólafsson, f. 13.4. 1965, starfsmaður við sambýli, búsettur á Akureyri en kona hans er Ásdís Stef- ánsdóttir og eiga þau fjögur börn. Hálfsystir Ólínu Margrétar, sam- mæðra, er Ragnheiður Þórarinsdótt- ir, f. 7.4. 1956, húsmóðir og sjúkraliði við dvalarheimili, búsett á Eyrar- bakka, en maður hennar er Þórarinn Ólafsson og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Ólínu Margrétar eru Ól- afur H. Torfason, f. 28.7. 1936, vega- eftirlitsmaður, búsettur í Reykjavík, og Margrét Sæmundsdóttir, f. 28.1. 1926, húsmóðir og saumakona. 50 ára á laugardag 38 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 7.–9. janúar 2011 Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.