Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2011, Síða 2
2 | Fréttir 17. janúar 2011 Mánudagur
n Sérstakur saksóknari rannsakar lánveitingu til bróður yfirmanns í Landsbankanum n Félag í hans
eigu fékk 1.600 milljóna króna lán til að kaupa bréf í bankanum n Félagið er skráð í Lúxemborg n Ekkert
fæst uppgefið um tilgang og hugsunina á bak við viðskiptin. Lántakandinn var yfirheyrður um helgina
„Þú hefur þínar
heimildir einhvers
staðar frá; hafðu þær
bara þaðan.
Eitt af málunum sem sérstakur sak-
sóknari íslenska efnhagshruns-
ins rannsakar um þessar mundir er
lánveiting upp á um 1.600 milljón-
ir króna sem Landsbankinn veitti
félagi í eigu í fjármálastjóra vara-
hlutaverslunarinnar Stillingar, Stef-
áns Ingimars Bjarnasonar. Félagið,
Hunslow S.A. sem skráð var í Lúx-
emborg, fékk lánið í september 2008,
skömmu fyrir íslenska efnhagshrun-
ið og fall Landsbanka Íslands. Stefán
er bróðir Bjarna Bjarnasonar, þáver-
andi forstöðumanns fyrirtækjaráð-
gjafar Landsbankans.
Sérstakur saksóknari hélt áfram
að yfirheyra menn í tengslum við
rannsóknina á málefnum Lands-
bankans um helgina. Meðal þess
sem er til rannsóknar eru viðskipti
Landsbankans með bréf í bankan-
um þar sem talið er að markaðsmis-
notkun hafi átt sér stað. Fyrrverandi
bankastjóri Landsbankans, Halldór
J. Kristjánsson, kom til landsins um
helgina og mætti í yfirheyrslu hjá
sérstökum saksóknara á sunnudag-
inn. Einnig var von á Sigurði Bolla-
syni fjárfesti til landsins um helgina
en ekki er vitað hvort hann kom til
yfirheyrslu um helgina. Verið er að
rannsaka lánveitingu til félags í eigu
Sigurðar árið 2008 en lánið var notað
til að kaupa hlutabréf í Landsbank-
anum. Sigurjón Árnason, fyrrver-
andi bankastjóri Landsbankans, var
sömuleiðis yfirheyrður aftur, bæði á
laugardag og sunnudag.
Stefán ekki viðlátinn
DV hafði samband við Stefán Ingimar
á fimmtudaginn til að spyrja hann út
í aðkomu hans að þeim brotum sem
saksóknari hafði til rannsóknar þar
sem blaðið hafði heimildir fyrir því
að yfirheyra ætti Stefán vegna rann-
sóknarinnar. DV náði ekki tali af Stef-
áni Ingimar og bað eiginkona hans
um að ekki yrði hringt aftur heim til
þeirra. Heimildir DV herma að Stef-
án Ingimar hafi verið yfirheyrður um
helgina. DV reyndi aftur að ná tali af
Stefáni Ingimar á sunnudag en kona
hans sagði þá að hann væri ekki við-
látinn. „Þú hefur þínar heimildir ein-
hvers staðar frá; hafðu þær bara það-
an,“ sagði hún.
DV hafði sömuleiðis samband við
Bjarna á fimmtudaginn til að spyrja
hann um aðkomu hans að málinu
en hann benti á að hann væri ekki
aðili að því og því væri hann ekki
rétti maðurinn til að spyrja um það.
Heimildir DV herma að ekki standi
til að yfirheyra Bjarna. „Ef þetta
snertir einhverja aðra en mig þá
mæli ég með því að þú hringir í þá,“
sagði Bjarni.
Heimildir DV herma þó að tengsl-
in á milli Stefáns Ingimars og Lands-
bankans hafi komist á í gegnum
Bjarna á sínum tíma. „Í gegnum
bróður sinn,“ segir heimildarmað-
ur DV þegar spurt er hvernig Stefán
Ingimar hafi tengst Landsbankan-
um. Stilling, sem faðir þeirra stofnaði
árið 1960, var sömuleiðis í einhverj-
um viðskiptum við Landsbankann.
Stefán Ingimar var sömuleiðis einn
af stofnendum fjárfestingafélagsins
Grettis sem Björgólfur Guðmunds-
son átti og frændi hans stýrði, sam-
kvæmt upplýsingum frá Láns-
trausti.
Bréfberar bankans
Í fréttum Stöðvar 2 á sunnudaginn
kom fram að eigið fé hafi aldrei ver-
ið reitt fram af hálfu Hunslow í við-
skiptunum og að öll áhætta fyrir
lánveitingunni til félagsins hafi
verið hjá Landsbankanum. Í frétt
Stöðvar 2 kom fram að grunur léki
á að um umboðssvik hafi verið að
ræða í viðskiptunum.
Svo virðist sem hluti rannsókn-
arinnar hjá sérstökum saksóknara
snúi að því að Landsbankinn hafi í
reynd plantað hlutabréfum í sjálfum
sér inni í eignarhaldsfélögum í eigu
manna sem tengdust bankanum
með einum eða öðrum hætti. Þar
með fóru bréfin formlega úr eigu
bankans en áhættan hvíldi samt
sem áður áfram á bankanum þar
sem kaupendur bréfanna greiddu
ekkert fyrir þau heldur tóku einung-
is við þeim með lánum frá bankan-
um. Slík félög eru stundum kölluð
bréfberar í umræðunni um efna-
hagshrunið af því ekki er í reynd
hægt að segja að bréfin hafi skipt um
hendur líkt og í eðlilegum viðskipt-
um þar sem vara fer frá aðila A til B
í skiptum fyrir greiðslu. Fjöldamörg
dæmi er um slík viðskipti í tengslum
við íslenska efnhagshrunið, meðal
annars hjá sjeiknum Al-Thani, Imon
og eigarhaldsfélaginu Stím.
BRÓÐIR BJARNA FÉKK
1.600 MILLJÓNA LÁN
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Halldór yfirheyrður Halldór J.
Kristjánsson, fyrrverandi forstjóri Lands-
bankans, kom til yfirheyrslu hjá sérstökum
saksóknara á sunnudaginn. Hann sagði við
blaðamenn að allt sem hann hefði komið
nálægt í bankanum stæðist lög.
Grunur um umboðssvik Grunur leikur á að um umboðsvik hafi verið að ræða í viðskiptum
Hunslow. Ólafur Hauksson er sérstakur saksóknari.