Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2011, Side 4
4 | Fréttir 17. janúar 2011 Mánudagur
Sagt upp störfum hjá Arion banka eftir 28 ára starf:
„Enn í hálfgerðu losti“
Skuldugur bankastjóri
á 350 milljóna flugvél
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson,
forstjóri Sögu Fjárfestingarbanka,
flaug reglulega á milli Reykjavík-
ur og Akureyrar á þrjú hundruð
og fimmtíu milljóna króna skrúfu-
þotu. Hann segist í samtali við DV
ekki gera það lengur. Vélin, sem er
níu sæta Beechcraft King Air-vél,
kostar samkvæmt heimildum DV
um þrjár milljónir Bandaríkjadala,
eða sem nemur um þrjú hundruð
og fimmtíu milljónum króna. Vélin
er samkvæmt heimildum DV skráð
á félag í Bandaríkjunum.
Þorvaldur vill lítið tjá sig um mál-
ið. „Ég svara bara engu um þetta,
hvað ég geri í mínum frístundum
eða annað slíkt, það kemur eng-
um við,“ segir hann. Þegar hann er
spurður um það hvort að vélin sé
skráð á bandarískt fyrirtæki seg-
ir hann: „Hún er bara í operation
hjá flugfélagi og ég tjái mig ekkert
um það.“
Flaug hringinn með Loga
Auk þess að nýta vélina til einkanota
notaði Þorvaldur Lúðvík hana með-
al annars til að fljúga með sjónvarps-
manninn Loga Bergmann Eiðsson
hringinn í kringum landið á sólar-
hring sumarið 2008. Þá lék Logi átj-
án holur í golfi á átján golfvöllum víðs
vegar um landið til styrktar MND-fé-
laginu. Saga Capital styrkti framtakið
með því að „lána“ Þorvald sem flug-
mann, með flugvél og öllu tilheyr-
andi.
Eins og fram kom í fréttaflutningi
DV á miðvikudag er staða Þorvald-
ar Lúðvíks erfið þessa dagana. Hann
skuldar vel á annan milljarð króna
í bankakerfinu og hefur verið yfir-
heyrður í tveimur málum hjá sérstök-
um saksóknara. Skuldirnar eru bæði
í eignarhaldsfélagi og á honum per-
sónulega.
Vinsælar vélar
Beechcraft King Air-flugvélar eru
meðal vinsælustu flugvéla í sínum
stærðarflokki í heiminum. Fram-
leiðsla vélanna hefur verið stöðug frá
árinu 1964 þegar þær voru fyrst settar
á markað. Meira hefur verið selt af
flugvélunum en öllum öðrum sam-
bærilegum keppinautum vélarinnar
samlagt. Vélar af þessari tegund eru
fremur litlar en rúma þó með góðu
móti að minnsta kosti sjö farþega auk
eins manns áhafnar.
Meðal alþjóðlegra aðila sem
nota King Air-flugvélarnar eru
bandaríski herinn, Varnarmála-
stofnun Japans og Konunglega flug-
læknasveitin í Ástralíu. Þá er vélin
einnig notuð af lögregluyfirvöldum
víðs vegar um heim auk þess sem
hún er notuð til að þjálfa íraska her-
menn.
Skuldugur bankastjóri
Einnig kom fram Í DV á miðviku-
daginn að félag í eigu Þorvaldar
hefði fengið lán hjá bankanum sem
hann stýrir til að fjármagna kaup á
flugskýli og flugvél. Ekki er hægt að
fullyrða að flugskýlið hafi verið fyr-
ir umrædda flugvél, þó hægt sé að
draga þá ályktun en Þorvaldur hef-
ur aðra flugvél til umráða.
Þorvaldur er mikill áhugamaður
um flug og hefur sem flugmað-
ur flogið um árabil. Það hefur hins
vegar kostað sitt, því eins og fram
hefur komið skuldar eignarhalds-
félag Þorvaldar, Cirrus ehf., tæplega
100 milljónir króna en það félag
heldur meðal annars utan um for-
láta Dornier-flugvél af árgerð 1959
og fyrrnefnt flugskýli á Akureyri.
n Bankastjóri Sögu Fjárfestingarbanka flaug 350 milljóna króna flugvél
n Rúmar að minnsta kosti átta manns n Vélin er skráð í Bandaríkjunum
n Önnur af tveimur flugvélum sem bankastjórinn hefur haft afnot af
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
„Þorvaldur er mikill
áhugamaður um
flug og hefur sem flug-
maður flogið um árabil.
Skuldugur bankastjóri Þorvaldur
er reyndur flugmaður og hefur afnot af
tveimur flugvélum, auk flugskýlis á Akureyri.
Opið virka daga kl. 9 -18
og á laugardögum kl. 11 - 16
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
AIR-O-SWISS
rakatækin
Bæta rakastig og vinna gegn:
• Slappleika og þreytu
• Höfuðverkjum
• Augnþurrki
• Astma
Auka vellíðan og afköst
Verð 23.950 kr.
Konungleg vél Flugvélin þykir
mjög góð og hefur meira selst af
henni um allan heim en af öðrum
flugvélum í sama klassa.
Jónu Hjálmarsdóttur var á föstudag-
inn sagt upp starfi sínu hjá Arion
banka í Garðabæ.
Jóna, sem er 49 ára, var búin að
starfa hjá bankanum í 28 ár, fyrst í að-
albankanum svo Búnaðarbankanum
og Kaupþingi og nú síðast hjá Arion.
„Ég var kölluð inn á skrifstofu
til útibússtjórans klukkan fjögur á
föstudag og tjáð að vegna hagræð-
ingar væri mér sagt upp störfum taf-
arlaust. Það var engin undanfari að
þessu og maður fær náttúrulega bara
vægt taugaáfall,“ segir Jóna sem er
sár og reið vegna uppsagnarinnar.
Jóna segist enn vera í hálfgerðu
losti. „Maður man allt í þoku þegar
maður fær svona beint í andlitið á sér
og getur ekki spurt um eitt né neitt.
En það sem mér finnst óréttlátt er að
það er verið er að ráða nýtt fólk inn
í staðinn.“ Samkvæmt Jónu var ráð-
in ung kona á Ráðgjafarstofu heim-
ilanna sama dag og henni var sagt
upp, en ráðgjafastofan tengist bank-
anum og er í sama húsi. Hún hafi
heyrt að unga konan muni seinna
færast niður í sama útibú og Jóna
starfaði í. „Ég er svo hissa á afhverju
þeir gátu ekki boðið mér annað starf
innan bankans,“ segir Jóna.
Jóna hefur unnið í Garðabæjar-
útibúinu síðan 1983 og var með
marga rótgróna viðskiptavini á sín-
um snærum. Hún segist hafa unnið
sín störf af samviskusemi og nánast
aldrei farið í veikindaleyfi fyrir utan
eitt skipti þegar hún þurfti að fara í
aðgerð.
Aðspurð segist hún ekki vita hvað
taki nú við. „Ég verð fimmtug eftir
mánuð og það er ekki auðvelt fyrir
konu á mínum aldri að fá nýja vinnu.
En ég ætla ekki að leggjast í kör held-
ur hlúa vel að líkama og sál. Kannski
maður söðli bara alveg um og fari í
skóla.“
hanna@dv.is
Ætlar ekki að leggjast í kör Jóna
segir skrýtið að henni sé sagt upp vegna
hagræðingar þegar verið sé að ráða nýtt
fólk í bankann. MYND SIGTRYGGUR ARI
Alvarleg líkamsárás í Kópavogi:
„Út af einhverju
gömlu máli“
„Það var eitthvert rifildri við barinn
til að byrja með sem ég stoppaði, en
þetta hefur greinilega haldið áfram
því rifrildið færðist yfir í andyrið,“
segir Mikael Nikulásson, eigandi
Players, um alvarlega líkamsárás fyr-
ir utan skemmtistaðinn aðfaranótt
sunnudags. Nokkrir einstaklingar
réðust þá á karlmann á fimmtugs-
aldri og veittu honum lífshættu-
lega áverka. Samkvæmt upplýsing-
um DV þótti um tíma tvísýnt um líf
mannsins en á sunnudag var hann
úr lífshættu og var hann útskrifaður
af gjörgæsludeild.
Mikael var á
staðnum um-
rædda nótt og
samkvæmt hon-
um byrjaði rifr-
ildi á milli fórn-
arlambsins og
árásarmannanna
inni á staðnum
fyrr um nóttina.
„Þetta er út af
einhverju gömlu
máli skilst mér. Það var stelpa með
árásarmönnunum og þetta tengist
víst eitthvað henni og hennar fjöl-
skyldu heyrði ég.“
Mikael segir fólkið hafa verið
mjög æst og ljóst hafi verið í hvað
stefndi. Dyraverðir staðarins hafi
því tekið manninn afsíðis og ráðlagt
honum að fara og taka leigubíl heim
til sín. Hann hafi þó ekki farið að
þeim ráðleggingum og hugsanlega
ætlað að fara á annan skemmtistað
skammt frá. „Árásarmennirnir hafa
greinilega elt hann og réðust síðan
á hann á planinu á milli Players og
skemmtistaðarins Spot. Þeir voru
þrír, fjórir og réðust bara á hann
þarna.“
Stúlkan sem var með árásar-
mönnum hafði sig í frammi inni á
staðnum að sögn Mikaels, en það
hefur ekki fengist staðfest hvort hún
hafi tekið þátt í árásinni. Samkvæmt
heimildum DV var hún þó handtek-
in seinna um nóttina ásamt manni,
en við vinnslu fréttarinnar voru aðrir
árásarmenn ófundnir. Lögreglan
hefur farið yfir myndbandsupptökur
frá staðnum og er málið nú í rann-
sókn.
hanna@dv.is
Lögregla fer yfir
upptökur
Players í Kópavogi