Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2011, Page 18
18 | Umræða 17. janúar 2011 Mánudagur
Grey sjóræningjar!
„Mér finnst ekki alltaf
dregin upp sanngjörn
mynd af mér í fjölmiðlum,
mig grunar að þeir séu oft
tengdir stjórnmálaflokk-
um.“
n Jón Gnarr borgarstjóri um nýjan
spjallþátt sem hann verður með í
sjónvarpinu. – visir.is
„Þetta er illa rakaður
táfýluþáttur þar sem
karlar hanna spurningar
um karla, fyrir karla, um
enska boltann og allt
þetta sem strákar eiga að
vita en stelpur geispa
yfir.“
n Hallgrímur Helgason um spurninga-
þáttinn Gettu betur. – DV
„Heimsmeistarkeppnin er
sérstök, einkum þegar
maður er í góðu liði sem á
góðum degi getur unnið
alla en tapað fyrir flest-
um á slæmum degi.“
n Guðjón Valur um íslenska handbolta-
landsliðið. – visir.is
„Þessari hugarfars kreppu
þarf að vinna bug á til
þess að hægt sé að halda
áfram.“
n Kristín Pétursdóttir forstjóri Auður
Capital, um ástand þjóðarinnar. – vb.is
„Ég held að það sé stað-
reynd að þeir sem lenda í
því að vera lagðir í einelti
einhvers staðar á lífsleið-
inni verði oft sterkari fyrir
vikið.“
n Anna Mjöll Ólafsdóttir – DV
Hetjan og heigullinn
Vandræðagangur og gungu-háttur leiðtoga stjórnar-flokkanna hvað varðar
kvótakerfið er með miklum ein-
dæmum. Það er skýr stefna bæði
Samfylkingar og Vinstri grænna
að uppræta skuli kerfi sægreifanna
með því að innkalla aflaheim-
ildir til ríkisins og tryggja þannig
eignarhald þjóðarinnar á því sem
skapað hefur grundvöll velferð-
ar þjóðar við ysta haf. Og stjórn-
arsáttmálinn er alveg skýr hvað
þetta varðar. Ríkisstjórnin á að
fylgja þeim stefnumálum sem sett
voru fram í kosningabaráttunni og
síðar í sameiginlegri stefnuyfirlýs-
ingu. En raunin hefur orðið sú að
leiðtogarnir leita leiða til þess að
blekkja fólkið í landinu og viðhalda
lénsveldinu. Það mun þó ekki vera
af sannfæringu heldur heiguls-
hætti.
Samtök útgerðarmanna, LÍÚ,
hafa við hvert tækifæri haft uppi
hótanir um að beita þvingunum
og ofbeldi ef ekki verði horfið frá
áformum um að endurheimta góss-
ið. Jakkalakkarnir á kontórnum neita
að semja við launega sína, sjómenn-
ina, nema ríkisstjórnin haldi áfram
að svíkja loforð sín. Og heildarsam-
tök atvinnurekenda hóta á laun að
ganga í lið með þeim sem þykjast
einir eiga allt kvikt sem syndir í sjón-
um í kringum Ísland og steypa þjóð-
inni út í átök. Því var hótað á sínum
tíma að rifta stöðugleikasáttmál-
anum ef ekki yrði horfið frá þeirri
ákvörðun Jóns Bjarnasonar sjávar-
útvegsráðherra að taka skötusel út
úr kvóta. Minnstu munaði að horfið
yrði frá ákvörðuninni þótt þau Stein-
grímur og Jóhanna stæðust álags-
prófið.
Sáttanefnd stjórnarflokkanna
um það hvernig markmiðum verði
náð hefur boðað svokallaða samn-
ingsleið. Það þýðir að kvótinn verð-
ur innkallaður en honum síðan út-
hlutað aftur til útgerðarmanna.
Þessi niðurstaða yrði ein stærsta
pólitíska blekking sögunnar. Einn
ákafasti talsmaður þeirrar leiðar er
þingmaðurinn Björn Valur Gísla-
son sem hefur smám saman snú-
ist frá því að vilja rótækar aðgerðir í
þágu þjóðar í að mæla með blekk-
ingarleið í þágu sérhagsmuna.
Sá þingmaður sem staðið hef-
ur fastast á stefnunni er Ólína Þor-
varðardóttir sem orðið hefur fyrir
heiftarárásum handbenda sægreif-
anna fyrir vikið. En hún hefur
aldrei hvikað og uppsker nú fyrir
staðfestuna. Stórfundur aðildarfé-
laga stjórnarflokkanna í Reykjavík
um helgina undirstrikaði rækilega
þá almennu óánægju sem er með
undanbrögð stjórnarherranna
þegar kemur að því að bylta kvóta-
kerfinu. Allt að 300 manns mættu
á fund þar sem stuðningur við
baráttu Ólínu alþingismanns fyr-
ir því að staðið verði við stefnuna
var nær algjör. Hetjan á að leiða
starfið en heigullinn skal víkja með
skömmm. Skilaboðin til Steingríms
og Jóhönnu eru skýr. Þau eiga ekki
að leggja á flótta undan föntunum.
Kvótakerfinu skal bylt og ranglætið
upprætt.
Leiðari
Eigum við von
á gulli?
„Þetta silfur
verður að
gulli. Við fáum
gulldrengi heim,“
segir Katrín
Júlíusdóttir
iðnaðarráðherra.
Eftir fyrstu tvær
umferðirnar á
HM í handbolta
er íslenska karla-
landsliðið í handbolta eitt í efsta
sæti B-riðils með fullt hús stiga.
Spurningin
Bókstaflega
Mjög einhliða umfjöllun hefur verið um sómalska sjóræn-ingja í vestrænum fjölmiðlum.
Yfirleitt tala fjölmiðlar bara við gísla
þeirra og hermálayfirvöld sem ráðast
gegn þeim og lýsa þeim í neikvæðu
ljósi. Það er aldrei talað við sjóræn-
ingjana og leitað skýringa hjá þeim.
Aldrei nokkurn tímann er talað um
málefnin. Þetta er ófagleg blaða-
mennska og meiðandi í garð sjóræn-
ingjanna. Þeim er lýst sem skepnum
og aldrei er höfð hliðsjón af orðum
skáldsins: Aðgát skal höfð í nærveru
sjóræningjasálar.
Tíu sjóræningjar eru nú fyrir dómi í Þýskalandi og nú loks-ins hefur rödd þeirra fengið að
heyrast. Þeir hafa ekki verið dæmdir,
en það aftraði samt ekki fjölmiðlum
frá því að birta nöfn þeirra og myndir
af þeim! Það kemur í ljós að sómalsk-
ir sjóræningjar eiga sér töluverðar
málsbætur.
Sjóræninginn Carab sagði frá því fyrir dómi hvernig hann lenti í sjóræningjabransanum. Hann
var sex ára þegar foreldrar hans dóu
í handsprengjuárás. Hann ólst upp
aleinn og án umhyggju. Sú reynsla
kenndi honum mikilvægi þess að vera
til staðar sem faðir. En hann skuldaði
150 þúsund kall. Syni hans var rænt
út af skuldinni. Þannig varð Carab
sjóræningi og rændi í þeim göfuga til-
gangi að bjarga syni sínum.
Sjóræninginn Yssuf lýsti því fyrir dómi hvernig hann varð fórnar- lamb minnkandi fiskistofna.
Hann var sjómaður og átti tvær eigin-
konur og fimm dætur. Þegar fiskurinn
fór var enga vinnu að fá og hann lapti
dauðann úr skel. Þá gerðist hann sjó-
ræningi til að eiga fyrir salti í grautinn.
Þegar maður verður atvinnulaus í Sómalíu fer maður ekki á at-vinnuleysisbætur og kvartar yfir
leiðindum eða fer á námskeið. Maður
sveltur bara. Og börnin svelta líka. Það
þýðir ekkert að skera niður bíóferðir
og utanlandsferðir. Það er ekkert til að
skera niður. Maður reddar sér pening
eða deyr bara. Þetta á fólk hér á Ís-
landi erfitt með að skilja. Þess vegna
skilja Íslendingar ekki hvernig er að
vera sjóræningi.
Sómalía er líklega fátækasta land í heimi. Steinsnar undan strönd Sómalíu er siglingaleið
þar sem margar fallegustu snekkjur
veraldar fara um. Þar fara líka flutn-
ingaskip með alls kyns góss fyrir ríka
fólkið í heiminum. Upp á þetta horfa
Sómalíumenn þar sem þeir sigla og
fiska ekki baun. Einn daginn hefur ein
áhöfn hugsað með sér: Ansans árans,
við eigum ekki neitt, þau eiga allt. Það
er ekki rétt – leiðréttum það.
Hrói höttur stal frá ríkum og gaf fátækum. Steingrímur J. Sig-fússon og Jóhanna Sigurðar-
dóttir taka frá ríkum og gefa fátækum
með friðsamari hætti, en miklu um-
fangsmeiri, í gegnum skattkerfið. Hin
ágenga jafnaðarstefna sjóræningjanna
er engin nýlunda í grunninn.
Ef það væri sérstakur sjóræn-ingjaskattur þyrftu sjóræn-ingjarnir ekki að ræna og ríka
fólkið þyrfti ekki að lenda í þessum
leiðindasjóránum. Sjóræningjar
eru ekkert vondir, þeir bara voru
látnir verða það. Það er ekki þeim
að kenna að þeir séu lífsgæða-
hamlaðir.
Fleira sem hefur þurft að þola of skilningslausa umfjöllun í fjölmiðlum: Ögmundur
Jónasson og málefnin hans, Halla
Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður
Ögmundar, og staðgöngumæðr-
un sem vændi, Jón stóri sem fyr-
irmynd, Marinó G. Njálsson sem
heilagur, ósnertanlegur maður,
Þór Saari sem eini maðurinn sem
veit hvað á að gera, Bjarni Bene-
diktsson og sú staðreynd að hann
tæmdi ekki bótasjóð Sjóvár sjálfur,
Bændasamtökin og nauðsyn þess
að flytja áróður gegn ESB í Bænda-
blaðinu, Eiður Smári Guðjohnsen
og fjárfestingar hans sem eng-
inn ætti að mega vita af, Heiðar
Már Guðjónsson og hvernig hann
bjargaði næstum Íslandi, Svav-
ar Gestsson og Icesave-samning-
urinn hans sem hefði útrýmt at-
vinnuleysi á Íslandi og loks Besti
flokkurinn og hvernig hann lækk-
aði fargjöld í Strætó með því að
hækka þau.
Svarthöfði
Reynir Traustason ritstjóri skrifar:„ Jakkalakkarnir á
kontórnum neita
að semja.
Dökk fortíð
Rannveigar
n Margt er skrafað um mögulegan
arftaka Ólafs Ragnars Grímssonar
sem forseta Íslands. Nafn Rann-
veigar Rist er á
meðal þeirra
sem gjarnan
dúkka upp í um-
ræðunni. Þykir
Rannveig gjarn-
an vera sómi
íslenskra kvenna
með hreinan oog
farsælan feril
sem álforstjóri. En sá skuggi hvílir
yfir henni að hafa verið stjórnar-
formaður Skiptu, eignarhaldsfé-
lags Símans sem viðurkenndi eitt
svívirðilegasta brot íslenskrar við-
skiptasögu og greiddi 400 milljónir
króna í bætur. Forstjórinn, Brynjólf-
ur Bjarnason, fauk en þögnin umvef-
ur Rannveigu.
Gullæta læst inni
n Fyrir helgina varð umtalsverð og
byltingarkennd breyting á náttstað
Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi
bankastjóra
Landsbankans,
þegar hann var
lokaður inni í
fangageymslu.
Sigurjón hefur
um áratugaskeið
lifað í hásölum
íslensku útrás-
arinnar. Hæst
reis sól hans fyrir allnokkrum árum
þegar hann bauð þotuförmum af
vinum Landsbankans til Mílanó þar
sem hann og gestirnir átu gull í boði
bankans en að vísu aðeins í forrétt.
Eiði ekki stefnt
n Arnþrúður Karlsdóttir, hinn um-
deildi útvarpsstjóri Sögu, hefur um
nokkurra mánaða skeið haft í heit-
ingum við Eið
Guðnason, mál-
farsráðgjafa og
fyrrverandi ráð-
herra. Taldi út-
varpsstjórinn að
Eiður hefði með
skrifum sínum
vegið að heiðri
hennar með
þeim hætti að skaðabóta væri þörf.
Upplýsti Arnþrúður að hún myndi
krefjast milljóna úr vasa Eiðs. Síðan
hafa liðið mánuðir og ekkert bólar á
stefnu.
Halla trompaðist
n Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmað-
ur innanríkisráðherra, er ein af hópi
fjölmiðlafólks
sem grafið hef-
ur um sig inni í
Vinstri grænum.
Halla hafði fyrir
nokkrum árum
einstaklega
sterkar skoðan-
ir staðgöngu-
mæðrun sem
hún líkti við vændi og barnasölu.
Þegar svo DV rifjaði upp skrif henn-
ar trompaðist aðstoðarmaðurinn og
notaði ýmis orð um blaðamanninn
og blaðið fyrir að voga sér að birta
fréttina. Hún virðist þó enn vera
sömu skoðunar hvað málið varðar.
Sandkorn
tryGGvAGötu 11, 101 rEykjAvík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
jóhann Hauksson, johannh@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.