Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Page 2
2 | Fréttir 26. janúar 2011 Miðvikudagur
Margt bendir til þess að skuldir Fram-
sóknarflokksins í Búnaðarbankanum
hafi verið afskrifaðar að einhverju eða
nokkru leyti þegar Búnaðarbankinn
var einkavæddur árið 2002. Gengið
var frá kaupum S-hópsins, sem mjög
er tengdur Framsóknarflokknum, á
ráðandi hlut í Búnaðarbankanum í
ársbyrjun 2003 og var hann samein-
aður KB Banka á fyrstu mánuðum árs-
ins.
Framsóknarflokkurinn tók í apríl
1993 14,5 milljóna króna lán hjá Bún-
aðarbankanum sem jafngildir um 32
milljóna króna láni að núvirði. Útgef-
andi skuldabréfsins var Framsókn-
arflokkurinn og forsvarsmaður Hall-
dór Ásgrímsson, þáverandi formaður
flokksins. Ábyrgðarmenn voru Hauk-
ur Ingibergsson, Hákon Sigurgríms-
son og Þorsteinn Ingason, en þeir
höfðu allir setið í stjórn NT-blaðaút-
gáfunnar.
Bankinn stefnir vegna vanskila
Í september 1994 var lánið í vanskil-
um og stefndi Búnaðarbankinn Fram-
sóknarflokknum. Var honum gert
að greiða samtals um 15,2 milljónir
króna að teknu tilliti til nokkurra inn-
borgana. „Eftirstöðvar skuldarinnar
hafa ekki fengist greiddar þrátt fyrir
innheimtutilraunir og er því nauðsyn-
legt að höfða mál til greiðslu henn-
ar,“ segir í stefnu Búnaðarbankans
á hendur Framsóknarflokknum frá
þessum tíma. Hákon Sigurgrímsson,
framkvæmdastjóri Stéttarsambands
bænda 1980 til 1995 og síðar skrif-
stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt-
inu, varpar ljósi á vanda Framsókn-
arflokksins á níunda áratugnum í
ævisögu sinni sem út kom fyrir jólin,
„Svo þú ert þessi Hákon!“. Flokkurinn
hafði á níunda áratugnum gefið út
nýtt dagblaðið NT. Útgáfan, Nútím-
inn hf., varð á endanum gjaldþrota.
Auk Hákonar voru stjórnarmennirn-
ir Haukur Ingibergsson og Þorsteinn
Ingason ábyrgðarmenn fyrir skuldun-
um eins og áður segir.
Í bók Hákonar segir orðrétt:
„Eins og framan greinir skrifuðu
stjórnarmenn Nútímans hf. upp á
fjárskuldbindingar fyrir hönd fyrir-
tækisins. Framsóknarflokkurinn hafði
hins vegar ákveðið að ábyrgjast þess-
ar skuldbindingar. Ekkert af þessum
ábyrgðum féll því á okkur persónu-
lega. Það breytti hins vegar ekki því,
að ef þessar skuldbindingar lentu í
vanskilum bönkuðu innheimtumenn
fógeta upp á hjá okkur um kvöldmat-
arleytið. Þannig gekk þetta í allmörg
ár þar til þessum skuldum var komið
í fast form. Síðasta skuldabréfið sem
ég hafði áritað var greitt upp á árinu
2003.“
Engar skuldir eftir 2003?
Hákon segir í samtali við DV að með
„föstu formi“ (orðalagið í bókinni)
eigi hann við að skuldir flokksins hafi
verið hér og þar. Framkvæmdastjórn
Framsóknarflokksins hefði samþykkt
að hann bæri ábyrgð á því sem menn
skrifuðu upp á. „Það var svo Finnur
Ingólfsson sem safnaði þessu saman í
tvö stór bréf, annað var í Landsbank-
anum og hitt var í Búnaðarbankanum
sennilega. Og þá komst regla á þetta.
En eðlilega, meðan þetta var svona
dreift, komu eigendur skuldanna til
ábyrgðarmannanna. Þetta var afar
óskemmtilegt.“
Hákon telur að þessar skuldir hafi
verið greiddar upp og að framlög til
ýmissa deilda flokksins af opinberu fé
hafi verið skert vegna skuldanna auk
þess sem húseign flokksins á Rauðar-
árstíg í Reykjavík tapaðist.
Hákon kveðst ekki hafa vitneskju
um það hver hafi greitt skuldirnar í
Búnaðarbankanum eða hvort þær
hafi hugsanlega verið afskrifaðar.
„Þetta veit ég ekki. Ég man eftir því að
þetta skuldabréf kom í póstinum á ár-
inu 2003 og þá uppgreitt.“
Meint skjalafals
Þorsteinn Ingason, fyrrverandi út-
gerðarmaður, hefur lengi leitað rétt-
ar síns gagnvart Búnðarbankanum
og síðar Kaupþingi eftir sameiningu
bankanna. Hann segir gögn benda til
þess að S-hópurinn hafi í raun feng-
ið hundraða milljóna króna afslátt á
Búnaðarbankanum vegna hundraða
milljóna króna skaðabótakröfu sem
hékk yfir bankanum, meðal annars
frá honum. Bankinn hafði snemma
á tíunda áratugnum gengið að fyrir-
tæki Þorsteins sem lauk með gjald-
þroti. Þorsteinn telur að starfsmenn
bankans hafi falsað skjal og sakar
meðal annars embætti ríkissaksókn-
ara um að afla ekki augljósra sakar-
gagna í málinu. Hann lagði upphaf-
lega fram kæru í nóvember árið 2005
á hendur starfsmanni KB Banka fyrir
að hafa staðfest rangt skjal frá 1999 um
tugmilljóna vaxtatap í viðskiptum við
fyrirtæki Þorsteins. Hann hefur bent
á að sé skjalið borið saman við gögn
frá Reiknistofu bankanna og gögn úr
innri kerfum bankanna komi á dag-
inn að skjalið sé augljóslega falsað.
Þar munar meðal annars um 45 millj-
ónum króna í dráttarvaxtaútreikning-
um. Þorsteinn taldi sig með haldgóð-
um gögnum hafa sýnt fram á að skjal
KB Banka væri tilbúningur og því um
lögbrot að ræða er varðaði við hegn-
ingarlög.
Eins og DV greindi nýlega frá fór
embætti ríkissaksóknara yfir málið og
komst að þeirri niðurstöðu í maí 2008
að ekkert í gögnum málsins benti til
þess að hinn kærði hefði falsað efni
bréfsins. Þannig stæði sú ákvörðun
lögreglustjórans á höfuðborgarsvæð-
inu að hefja ekki rannsókn málsins á
ný.
Skuldir Framsóknarflokksins
Með ákveðnum hætti tengist mál Þor-
steins skuldum Framsóknarflokks-
ins þar sem Þorsteinn, líkt og Hákon,
hafði í raun verið í persónulegum
ábyrgðum fyrir flokkinn. „Þetta tengist
því að S-hópurinn lét færa út úr bók-
um Búnaðarbankans 420 til 670 millj-
ónir króna sem endanlega töpuð útlán
umfram það sem gert hafði verið ráð
fyrir þegar Búnaðarbankinn var verð-
lagður,“ segir Þosteinn í samtali við
DV. „Þetta var gert eftir að þeir keyptu
bankann en áður en Búnaðarbankinn
sameinaðist Kaupþingi snemma árs
2003. Þegar ríkissaksóknari skoðaði
sölu Búnaðarbankans til S-hópsins
rannsakaði hann ekki hvort S-hópur-
inn hefði látið afskrifa skuldir þeirra
sjálfra og Framsóknarflokksins við
bankann. Ef menn geta náð fram
þeim vilja sínum að sæta ekki rann-
sókn af hálfu ákæruvaldsins með því
að nauðga réttarvörslukerfinu er það
augljós ógn við samfélagið.“
S-hópurinn fyrir Hæstarétt
Lögmenn Þorsteins fóru fyrir
skemmstu fram á að sextán einstak-
lingar yrðu kallaðir til vitnis hjá Héraðs-
dómi Reykjavíkur vegna kaupa S-hóps-
ins á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum.
Vitnamálið er rekið til þess að draga
fram haldbærar sannanir fyrir því
að við einkavæðingu Búnaðarbanka
Framsókn fékk afskrifað
í Búnaðarbankanum
Hvað tefur ákvörðun þingsins?
Á þingfundi í byrjun október síðastliðins mælti Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylking-
unni, fyrir þingsályktunartillögu um rannsókn á einkavæðingu bankanna. Meðflutnings-
menn eru 13 aðrir þingmenn Samfylkingarinnar. Umrædd tillaga var lögð fram á þingi
þegar ljóst varð að ekki náðist samkomulag í sérstakri þingmannanefnd undir stjórn Atla
Gíslasonar um rannsókn á einkavæðingu bankanna. Tillaga um rannsókn á einkavæð-
ingu bankanna féll á jöfnu innan nefndarinnar; fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks voru andvígir rannsókn en fjórir þingmenn stjórnarliða og Hreyfingar-
innar voru hlynntir. Atli, formaður nefndarinnar, kaus að sitja hjá.
Í greinargerð með þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar eru rakin margvísleg rann-
sóknarefni. Þó er ekki minnst á möguleg mútubrot eða áhrifakaup af hálfu kaupenda
bankanna og viðtöku eins eða fleiri stjórnmálaflokka á eftirgjöf skulda í öðrum eða
báðum bönkunum. „Flutningsmenn telja nauðsynlegt að sjálfstæð og óháð rannsókn á
sölu ríkisbankanna árið 2002 svari meðal annars þeim spurningum sem varpað er fram
í tillögunni, ásamt öðrum þeim sem rannsóknarnefndin kýs að spyrja, og að rannsóknin
beinist að þeim atriðum sem þar eru talin upp.“
Þess má geta að málið hefur legið á borði allsherjarnefndar Alþingis síðan í byrjun
október í fyrra.
Úr fréttabréfi
iðnaðarráðu-
neytisins 2002
„Mikil tímamót urðu á íslenskum
fjármálamarkaði þegar ríkið gekk frá
sölu 45,8 prósenta í Landsbanka Íslands
hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. nú um
áramótin. Ríkið hefur verið ráðandi á
íslenskum bankamarkaði um áratuga-
skeið en með sölunni lýkur afskiptum
ríkisins af viðskiptabankastarfsemi sem
eiganda.
Ríkið seldi 45,8 prósent í Landsbank-
anum þann 31. desember síðastliðinn
til Samson eignarhaldsfélags. Kaupin
voru í tveimur áföngum. Fyrri hluti í
kjölfar undirritunar kaupsamnings og
samþykkis Fjármálaeftirlitsins og sá
seinni í desember næstkomandi. Núvirt
meðalgengi í viðskiptunum var 3,91 sem
þýðir að ríkið fékk í sinn hlut um 12,5
milljarða króna. Kaupverðið er greitt í
Bandaríkjadölum.
Þann 16. janúar seldi ríkið 45,8 prósent
í Búnaðarbankanum til Eglu hf., Sam-
vinnulífeyrissjóðsins, Vátryggingafélags
Íslands hf. og Eignarhaldsfélagsins
Samvinnutrygginga (S-hópurinn, innsk.
blaðamanns). Stærstu hluthafar í Eglu
hf. eru Ker hf. og þýski bankinn Hauch
und Aufheuser Privatbankiers KGAA.
Kaupin voru einnig í tveimur áföngum.
Núvirt meðalgengi í viðskiptunum var
4,81 og ríkið fær tæplega 12 milljarða
króna í sinn hlut. Kaupverðið er að hluta
greitt í Bandaríkjadölum.“
Trúnaðarmaður Framsóknarflokksins
„Ég man eftir því að þetta skuldabréf
kom í póstinum á árinu 2003 og þá
uppgreitt,“ segir Hákon Sigurgrímsson,
sem var í persónulegri ábyrgð fyrir skuldum
Framsóknarflokksins.
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johannh@dv.is
Skuldugur flokkur Búnaðarbankinn
stefndi Framsóknarflokknum í formannstíð
Halldórs Ásgrímssonar vegna vanskila-
skulda. Framsókn varð skyndilega skuldlaus
við bankann eftir að S-hópurinn keypti hann.
Ábyrgðist persónulega skuldir
flokksins Þorsteinn Ingason var í
persónulegri ábyrgð fyrir skuld Framsóknar-
flokksins við Búnaðarbankann líkt og Hákon
Sigurgrímsson og Haukur Ingibergsson.
Fjármál Framsóknarflokksins Finnur
Ingólfsson reyndi að koma skipulagi á
skuldir Framsóknarflokksins og safna þeim
saman í tveimur bönkum, Landsbankanum
og Búnaðarbankanum.
n Sterkar vísbendingar eru um að flokkar hafi fengið skuld-
ir við Búnaðarbankann afskrifaðar þegar hann var seldur
n Gömul skuld Framsóknarflokksins við bankann hvarf
n Stjórnendur afskrifuðu hærri upphæðir við samrunann