Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Síða 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 26. janúar 2011 Framsókn fékk afskrifað í Búnaðarbankanum Íslands hafi S-hópnum verið veitt- ur um 500 milljóna króna afsláttur frá upphaflegu kaupverði vegna yfirvof- andi málaferla og skaðabótakrafna Þorsteins á hendur bankanum. Þorsteinn telur að gögn, meðal annars úr fórum einkavæðingarnefnd- ar um sölu ríkisbankanna, sýni að krafa hans á hendur Búnaðarbankan- um hafi leitt til þess að endanlegt verð var lækkað, eins og áður segir. Hafi svo verið þykir ljóst að Þorsteinn hafi málefnalegar ástæður til þess að leiða skaðabótamál sitt til lykta fyrir dómi, en í ársbyrjun 2004 var það fellt niður vegna ónógra gagna. Eftir það kærði hann starfsmann bankans fyrir skjala- fals eins og að framan greinir. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði á dögunum beiðni um vitamál og er málið nú fyrir Hæstarétti. Meðal þeirra sem leiða átti til vitnis voru Ólafur Ól- afsson í Samskipum, fulltrúi kaup- anda fyrir hönd Eglu hf. (S-hópurinn), Finnur Ingólfsson, fulltrúi kaupanda fyrir hönd VÍS (S-hópurinn), Kristinn Hallgrímsson, fulltrúi fjárfesta/kaup- endahópsins og stofnandi Eglu hf. (S-hópurinn), Axel Gíslason, fulltrúi kaupanda fyrir hönd Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga (S-hópurinn) og Margeir Daníelsson, fulltrúi kaupanda fyrir hönd Samvinnulífeyrissjóðsins (S-hópurinn). Auk þessara manna átti að kalla til vitnis fulltrúa í einka- væðingarnefnd, þeirra á meðal Ólaf Davíðsson, Baldur Guðlaugsson, Jón Sveinsson og Guðmund Ólason, sem var starfsmaður einkavæðingarnefnd- ar þegar ríkisbankarnir voru seldir. Misræmi vekur grunsemdir Afslátturinn, sem ríkið veitti S-hópn- um af Búnaðarbankanum, er at- hyglisverður í margvíslegu tilliti. Viðskiptafræðingur, sem farið hef- ur yfir áreiðanleikakönnun Price- Waterhouse Coopers um söluna frá árinu 2002 bendir á misræmi. Fyrstu níu mánuði ársins 2002 hafi endan- lega töpuð útlán Búnaðarbankans verið áætluð aðeins 337 milljónir króna. Í árslok 2002 hafi töpuð útlán skyndilega verið áætluð 746 milljónir króna. Í sjálfri áreiðanleikakönnun- inni um bankann er lagt til að framlag til afskifta verði 100 til 350 milljónir króna. Samkvæmt ársreikningi bank- ans var það á endanum 769 milljónir króna. Mismunurinn er 544 milljónir króna en það jafngildir nærri einum milljarði króna á núvirði. Með þessu telur Þorsteinn, eitt sinn ábyrgðarmaður fyrir skuldum Framsóknarflokksins, sig geta sýnt fram á að út úr bókum Búnaðarbank- ans hafi verið færðar 420 til 670 millj- ónum króna hærri upphæð en PWC taldi hæfilegt. Vakin er athygli á því að endanleg- ar afskriftir útlána voru háðar ákvörð- un bankaráðs á hverjum tíma og því ekki á færi endurskoðenda bankans að hafa áhrif á þær ákvarðanir. Þannig bendi margt til þess að um einhvers konar „tiltekt“ hafi verið að ræða í bókum bankans, eins og það er orð- að. „Við slíka tiltekt er líklegt að ýms- ir þeirra lántakenda sem með þessu fengu felldar niður skuldir sínar hafi ekki í raun verið ógjaldfærir, held- ur einfaldlega hyglað af hálfu banka- ráðsins.“ Ekkert að fela „Við höfum ekki neitt að fela í þessu og höfum aldrei haft,“ sagði Geir H. Haarde er hann kynnti frumvarp um fjármál stjórnmálaflokkanna árið 2006. „Þó er ekki minnst á mögu- leg mútubrot eða áhrifa- kaup af hálfu kaupenda bank- anna og eftirgjöf skulda eins eða fleiri stjórnmálaflokka í öðrum eða báðum bönkunum. Samruni Kaupþings og Búnaðarbanka Sterkar vísbendingar eru fram komnar um að skuldir að minnsta kosti eins stjórnmála- flokks – Framsóknarflokksins – við Búnaðarbankann hafi verið afskrifaðar þegar hann var seldur S-hópnum og sameinaður Kaupþingi 2003. Myndin er af Sóloni Sigurðssyni (t.v.), fyrrverandi bankastjóra Búnaðarbankans, Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnar- formanni Kaupþings, Hjörleifi Jakobssyni, þáverandi forstjóra Olíufélagsins og fulltrúa S-hópsins, og Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Myndin er tekin þegar samruni bankanna var kynntur fyrrihluta árs 2003. Sólon fékk 300 milljóna króna starfslokasamning og Finnur Ingólfsson tók sæti í stjórn Kaupþings ásamt Hjörleifi, Sigurði (stjórnarformanni) og sex öðrum körlum. Samkeppniseftirlitið rannsakar nú markaðshlutdeild Stjörnugríss á matvælamarkaðnum eftir að fyrir- tækið keypti tvö svínabú sem voru í eigu Arion banka. Hópur svína- bænda kærði kaupin til Samkeppn- iseftirlitsins og telur Stjörnugrís vera orðinn algjörlega markaðsráðandi eftir samrunann. Þeir vilja að kaupin gangi ekki í gegn. Búin sem um ræðir eru Hýru- melur í Hálsasveit í Borgarfirði og Brautarholt á Kjalarnesi. Stjörnu- grís er eftir kaupin með um 60 pró- sent markaðshlutdeild og er þar af leiðandi ráðandi á svínakjötsmark- aðnum, en áður voru Hýrumelur og Brautarholt með um 25 prósent markaðshlutdeild. Ósáttir svínabændur Ingvi Stefánsson bóndi á Teigi í Eyja- firði er einn af fimm svínabændum sem hafa kært kaup Stjörnugríss á Hýrumel og Brautarholti. „Við telj- um að Stjörnugrís verði orðinn al- gjörlega markaðsráðandi eftir þenn- an samruna og í raun teljum við að hann sé það að einhverju leyti fyrir samruna líka. Við teljum ekki rétt að aðili sem var fyrir stærstur á mark- aðnum fái 25 prósent af framleiðsl- unni í viðbót í sínar eigin hendur.“ Ingvi og fleiri bændur höfðu gert sér vonir um að geta keypt Hýrumel af Arion banka en segir að það hafi ekki gengið eftir þar sem Stjörnugrís hafi átt hæðsta tilboðið. Hann segir að þeir hafi í framhaldi af því kært kaup- in. Staðan í svínarækt er erfið um þessar mundir en framleiðslukostn- aður hefur rokið upp úr öllu valdi eftir hrun og samkvæmt Ingva eru svínabændur gríðarlega háðir verði á fóðri og segir hann afkomu svína- bænda hafa versnað í samræmi við að. Þungur rekstur Geir Gunnar Geirsson einn eiganda Stjörnugríss sagði í samtali við DV að nú væri bara að bíða og sjá að hvaða niðurstöðu Samkeppniseftir- litið kæmist. „Það eru mörg önnur fyrirtæki sem eru með svipaða eða meiri markaðshlutdeild en Stjörnu- grís. Hagar eru til dæmis með um 60 prósent markaðshlutdeild af smásölumarkaðnum. En annars vil ég ekkert tjá mig um þetta fyrr en Samkeppniseftirlitið hefur komist að niðurstöðu, það er þetta eðlilega ferli í íslenskri stjórnsýslu í dag,“ segir hann. Geir Gunnar segir að rekst- ur Stjörnugríss gangi eins og hjá mörgum öðrum fyrirtækjum í dag, frekar erfiðlega. „Þetta er þung- ur rekstur og mikið um kostnaðar- hækkanir eins og hefur ekki farið fram hjá neinum. Það er ákveðin matvælakreppa í heiminum og efnahagskreppa hérna heima og þetta er bara erfitt eins og hjá öll- um.“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segist ekki geta veitt nánari upplýsingar um málið en niðurstöðu rannsóknar er að vænta bráðlega. „Við teljum ekki rétt að aðili sem var fyrir stærstur á mark- aðnum fái 25 prósent af framleiðslunni í viðbót í sínar eigin hendur. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is SVÍNABÆNDUR TELJA AÐ SVÍNAÐ SÉ Á SÉR n Samkeppniseftirlitið rannsakar kaup Stjörnugríss á tveimur svínabúum n Stjörnugrís nú með um 60 prósent markaðshlutdeild n Svínabændur kæra Stjörnugrís Svínsleg samkeppni Rekstur svínabúa er erfiður um þessar mundir, en framleiðslu- kostnaður hefur rokið upp úr öllu valdi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.