Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 26. janúar 2011 Miðvikudagur
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokkins:
„Pólitískt óþægindaálag“
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Ríkislögreglustjóri hefur ákært Þór-
arinn Arnar Sævarsson, einn af eig-
endum Remax-fasteignasölunnar á
Íslandi, fyrir skattsvik. Í ákæruskjal-
inu er Þórarinn sagður hafa framið
„… meiri háttar brot gegn skatta-
og bókhaldslögum í sjálfstæðri at-
vinnustarfssemi sinni í fasteignavið-
skiptum.“ Þórarinn, sem hefur verið
stórtækur í fasteignaviðskiptum hér
á landi á undanförnum árum, er
ákærður fyrir að hafa skilað röng-
um skattaskýrslum árin 2005, 2006
og 2007 vegna tekna áranna á und-
an, með því að vanframtelja samtals
rúmar 42,3 milljónir króna í rekstr-
artekjur og hafa þannig ekki tal-
ið fram skattskyldar tekjur. Þannig
hafi hann komið sér undan greiðslu
tekjuskatts og útsvars samtals að
fjárhæð 12,6 milljónum króna.
Verði sviptur löggildingu
Aðalmeðferð í málinu átti að fara
fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á
miðvikudag, en samkvæmt upplýs-
ingum frá efnahagsbrotadeild rík-
islögreglustjóra, hefur lögmaður
Þórarins krafist frávísunar í málinu
vegna meintra formgalla í ákærunni.
Þórarinn er einnig ákærður fyrir
að hafa „… látið undir höfuð leggj-
ast að færa lögboðið bókhald og
vanrækt að varðveita bókhalds-
gögn vegna sjálfstæðrar atvinnu-
starfsemi sinnar árin 2004, 2005 og
2006,“ eins og segir í ákærunni.
Ákæruvaldið krefst þess að Þór-
arinn verði dæmdur til refsingar
og til greiðslu alls sakarkostnaðar.
Einnig er þess krafist að Þórarinn
verði sviptur rétti til að vera löggilt-
ur fasteignasali.
Telur málatilbúnaðinn ekki
halda
Ekki hefur náðst í Þórarin sjálfan,
en Garðar G. Gíslason, lögmað-
ur hans, segir við DV að frávís-
unarkrafan sé byggð á því að ekki
standi steinn yfir steini í málatil-
búnaði ákæruvaldsins. Um sé að
ræða túlkunarmál sem snúi að því
að maðurinn hafi gert réttilega
grein fyrir öllum sínum tekjum, en
deilt sé um hvenær menn teljist
vera í atvinnurekstri. „Þetta snýst
líka um að þessar tölur í ákærunni
eru rangar. Úrskurður yfirskatta-
nefndar hefur gengið í millitíð-
inni þar sem þessu er nánast öllu
fleygt út. Fyrir utan það taka þeir
ekkert tillit til þess að hann taldi
þetta allt fram sem fjármagnstekj-
ur og borgaði af þessu sem fjár-
magnstekjum. En skattayfirvöld
fóru af stað og ákæruvaldið beið
ekki einu sinni eftir úrskurði yf-
irskattanefndar,“ segir Garðar um
málið.
„Þetta snýst líka
um að þessar tölur
í ákærunni eru rangar. Úr-
skurður yfirskattanefndar
hefur gengið í millitíðinni
þar sem þessu er nánast
öllu fleygt út.
Eigandi REmax
ákæRðuR
fyRiR svik
n Þórarinn Arnar Sævarsson fyrir dóm vegna skattsvika n Grunaður um
að hafa komið sér undan að greiða 12,6 milljónir n Verjandi hans segir að
ekki standi steinn yfir steini hjá ákæruvaldinu n Tekist á um frávísun
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Héraðsdómur Reykjavíkur Þórarinn Arnar hefur verið ákærður fyrir skattsvik en
lögmaður hans krefst frávísunar og segir málatilbúnað ákæruvaldsins ekki standast.
„Ég var á fjölmennum fundi Sam-
taka atvinnulífsins í Stapanum í
gær, enn einum fundinum í Stap-
anum um atvinnumál á Suðurnesj-
um. Þar kom fram í máli forstjóra
Norðuráls og forstjóra Magma að
í fyrsta sinn á þeirra langa ferli í
orkugeiranum sem telur rúmlega
áratug, að minnsta kosti í öðru til-
fellinu, fari nú erlend fjármögn-
unarfyrirtæki fram á það að pól-
itískt óþægindaálag sé sett ofan á
fjármögnun sem íslensk fyrirtæki
eru að leita eftir,“ sagði Ragnheið-
ur Elín Árnadóttir, alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins, í umræðum á
Alþingi á þriðjudag.
Ragnheiður sagði í ræðustól Al-
þingis að pólitísk óvissa og póli-
tískur óstöðugleiki á Íslandi væri
svo mikill að í fyrsta sinn væru er-
lendir fjárfestar sem eru að skoða
fjárfestingu á Íslandi að hugsa um
að kaupa sér tryggingu vegna póli-
tískrar óvissu á Íslandi.
Í ljósi ummælanna sem Ragn-
heiður hafði eftir forstjórun-
um tveimur, spurði Ragnheiður
Steingrím J. Sigfússon fjármála-
ráðherra hvort hann stæði við orð
sín frá því fyrr í mánuðinum um að
umræða um eignarnáms- og þjóð-
nýtingartal mundi varla fæla frá
fjárfesta til Íslands.
„Er þetta ennþá stormur í vatns-
glasi?“ spurði Ragnheiður.
Steingrímur J. svaraði Ragn-
heiði: „Varðandi það að stefna um
opinbert eignarhald á auðlindum
og það að þjóðin fái eðlilegan arð
af þeim fæli frá erlenda fjárfesta tel
ég misskilning. Það er vel þekkt, og
fjárfestar þekkja það vel, að lönd
hafa yfirleitt í löggjöf sinni og jafn-
vel stjórnarskrá ýmis ákvæði til að
tryggja stöðu sína. Nægir að benda
á Kanada í þeim efnum. Fjárfestar
sem nýta svona auðlindir þekkja
þetta vel.“
valgeir@dv.is
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Telur ríkisstjórnina fæla frá
erlenda fjárfesta.
Ökumaður í
tómu tjóni
Karlmaður á fertugsaldri var stöðv-
aður tvívegis með skömmu millibili
á laugardagskvöld fyrir of hraðan
akstur. Bifreið mannsins fannst síð-
ar um kvöldið mannlaus og mikið
skemmd utan vegar.
Fyrst var maðurinn stöðvaður
á Miklubraut eftir að bifreið hans
mældist á 127 kílómetra hraða þar
sem hámarkshraði er 80 kílómetrar
á klukkustund.
Sami maður var stöðvaður á nýj-
an leik rúmum hálftíma síðar. Þá var
hann á ferð á öðrum stað í borginni
þar sem hámarkshraði er einnig 80
kílómetrar á klukkustund. Mældist
bifreið mannsins á 123 kílómetra
hraða. Í tilkynningu frá lögreglu
kemur fram að skýring mannsins
hafi verið einföld: Hann var á leið í
bíó.
„Ætla mætti að einhver hefði
nú lært af reynslunni en það virðist
þó ekki eiga við um þennan öku-
mann því bíll hans fannst mannlaus
og utan vegar í öðru sveitarfélagi
á höfuðborgarsvæðinu nokkrum
klukkutímum síðar. Af ummerkjum
að dæma er ekki ósennilegt að mað-
urinn hafi haldið uppteknum hætti
og síðan misst stjórn á bílnum með
fyrrgreindum afleiðingum. Bíllinn er
mikið skemmdur og þurfti að kalla
til dráttarbifreið svo koma mætti
honum af vettvangi. Þess má geta að
umræddur ökumaður hefur alloft
áður gerst sekur um umferðarlaga-
brot,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.
Fleiri flytja frá
landinu en til þess
Á síðasta ári fluttu rúmlega tvö
þúsund fleiri frá landinu en til
þess. Þetta kemur fram í nýjum
tölum Hagstofunnar. Mjög dró úr
brottflutningi á árinu miðað við
árið áður þegar rúmlega 4.800
fluttu úr landi umfram aðflutta.
Alls fluttu 7.759 frá landinu,
samanborið við 10.612 árið 2009.
Rúmlega 5.625 manns fluttu til
Íslands árið 2010, sem er svipað-
ur fjöldi og árið 2009 þegar 5.777
fluttu til landsins. Íslenskir ríkis-
borgarar voru fleiri en erlendir í
hópi brottfluttra, eða 4.340 á móti
3.419, samkvæmt tölum Hagstof-
unnar.