Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Side 8
8 | Fréttir 26. janúar 2011 Miðvikudagur
Vísindamenn fylgjast með
Yellowstone:
Gæti valdið
fimbulvetri
á Íslandi
Jarðvísindamenn í Bandaríkjunum
fylgjast vel með framgangi mála í
Yellowstone-þjóðgarðinum í Wyom-
ing. Frá árinu 2004 hefur hreyfing
á bergkviku undir öskju sem þar er
aukist jafnt og þétt.
Aðeins hafa orðið þrjú eldgos á
svæðinu á síðustu 2,1 milljónum
ára. Fyrir sex hundruð þúsund árum
gaus þar síðast þegar þúsund rúm-
kílómetrar af gjósku komu þar upp.
Samkvæmt frétt Daily Mail myndi
eldgos þar verða þúsund sinnum
öflugra en eldgosið sem varð í St.
Helenu árið 1980 þegar einn rúm-
kílómetri af gjósku kom upp.
Í pistli um Yellowstone-svæðið
sem Sigurður Steinþórsson, prófess-
or í jarðfræði, skrifaði á Vísindavef-
inn árið 2000 kemur fram að stórgos
í Yellowstone myndi valda ólýsan-
legu tjóni í Norður-Ameríku og öllu
mannkyni talsverðum hremming-
um. „… en sennilega ylli það hvorki
ísöld né því að Ísland yrði óbyggilegt
nema þá mjög tímabundið – fimbul-
vetri í 2–3 ár?,“ sagði Sigurður í pistli
sínum.
Þó svo að vísindamenn séu á
varðbergi gagnvart hugsanlegu risa-
eldgosi getur liðið langur tími þar
til gos hefst þar sem kvikan er enn
á tíu kílómetra dýpi. Staðreyndin er
hins vegar sú, samkvæmt frétt Daily
Mail, að á síðustu sjö árum hefur of-
ureldstöðin undir Yellowstone-þjóð-
garðinum risið um 7,6 sentímetra að
meðaltali á ári. Það er langt umfram
meðaltal áranna og áratuganna á
undan frá því mælingar hófust árið
1923.
Þá er sagt í fréttinni að þegar
eldgos verði muni gosið sem varð í
Eyjafjallajökli í fyrra og afleiðingar
þess blikna í samanburði við gos í
Yellowstone.
„Þetta er mikil lyfting á svo
skömmum tíma. Við vorum ótta-
slegnir fyrst en þegar við sáum að
kvikan er á tíu kílómetra dýpi urðum
við rólegri,“ segir jarðvísindamaður-
inn Bob Smith í viðtali við National
Geographic.
Slitastjórn Sparisjóðsins í Kefla-
vík hefur fundið nokkur dæmi um
að skuldabréfum í sparisjóðnum
hafi verið breytt í innlán í honum
áður en íslenska ríkið yfirtók spari-
sjóðinn í apríl í fyrra. Þetta var gert
með þeim hætti að sparisjóðurinn
greiddi skuldabréfin upp þannig að
innlán voru stofnuð í staðinn sem
áttu að færast yfir í nýjan sparisjóð
sem var stofnaður á grundvelli þess
gamla. Þetta segir Soffía Eydís Björg-
vinsdóttir, starfsmaður slitastjórnar
Sparisjóðsins í Keflavík.
„Við höfum verið að skoða al-
mennt þau innlán sem voru flutt yfir
en við höfum ekki fjallað um það á
opinberum vettvangi hvaða mál um
ræðir. Við erum að skoða hvort þessi
innlán eigi öll rétt á sér eða hvort
einhver eigi eftir að sitja eftir í gamla
sparisjóðnum,“ segir Soffía.
Slitastjórnarmaðurinn segir yfir-
ferð starfsmanna stjórnarinnar hafa
leitt það í ljós að einhver dæmi væru
um að skuldabréfum í sparisjóðn-
um hafi verið breytt í innlán fyrir
hrun bankans. Með þessu voru fjár-
munir þeirra sem áttu skuldabréf-
in tryggðari en ella þar sem öll inn-
lán eru ríkistryggð og eiga að færast
yfir í nýja sparisjóðinn. Í stað þess
að geta lýst kröfu, sem flokkast sem
almenn krafa og væntanlega töpuð
krafa þar sem allt útlit er fyrir að al-
mennir kröfuhafar Sparisjóðsins í
Keflavík fái ekkert upp í kröfur sínar,
getur skuldabréfaeigandinn fyrrver-
andi tekið fjármuni sína í sjóðnum út
í beinhörðum peningum.
Skuldabréf hefðu orðið eftir
Skuldabréf á hendur gamla spari-
sjóðnum hefðu hins vegar orðið eft-
ir í gamla sjóðnum og hefði þurft að
lýsa kröfu í búið til að eiga möguleika
á að fá þau til baka. „Mér sýnist að á
þessari stuttu yfirferð okkar hafi ein-
hver slík tilfelli verið... Það er alþekkt
að það var verið að gera þetta, með-
al annars lífeyrissjóðir sem voru að
tryggja sína hagsmuni... Við fundum
nokkur tilfelli og þurfum að skoða
þetta betur,“ segir Soffía. Fjármálaeft-
irlitið og dómstólar hafa, eftir hrun,
rift slíkum gerningum í einhverjum
tilfellum. Hugsanlegt er að í tilfelli
umræddra viðskipta hafi ekki verið
heimild fyrir því í skuldabréfinu að
það yrði greitt upp.
Slitastjórnin hefur hins vegar ekki
sent nein slík mál til skoðunar hjá
Fjármálaeftirlitinu þar sem Soffía
segir að verið sé að ná utan um fjölda
þessara mála.
Í einni ákvörðun frá Fjármála-
eftirlitinu í sambærilegu máli þar
sem slíkri uppgreiðslu lífeyrisjóðs
á skuldabréfi var rift segir að „... lít-
ill vafi leiki á um að gerningarnir séu
riftanlegir þar sem umræddar skuld-
bindingar hafi verið greiddar fyrir
gjalddaga og/eða ríkari trygging veitt
fyrir eldri skuld.“
Færslunni rift
Soffía segir að slík tilfelli geti auðvit-
að haft veruleg áhrif á færslu eigna
á milli gamla sparisjóðsins og þess
nýja. „Eins og þetta snýr að okk-
ur erum við að semja um yfirfærslu
á öllum eignunum sem fóru yfir í
SpKef [nýja sparisjóðinn, innskot
blaðamanns]. Ákvörðun FME fjall-
ar meðal annars um það að öll inn-
lán eigi að flytjast yfir í nýja spari-
sjóðinn. FME undanskilur hins vegar
ákveðna tegund innlána, meðal ann-
ars ef skuldabréf hafa verið greidd
upp fyrir gjalddaga eða breytt í inn-
lán áður en komið var að gjalddaga.
Við vorum að skoða slík tilfelli vegna
þess að þau geta haft áhrif á yfir-
færslu verðmæta á milli sparisjóða.“
Soffía segir að ef einhver slík inn-
lán sé að finna í búi sjóðsins, sem
þýðir að þau njóti ekki verndar eins
og hefðbundin innlán, geti eigendur
þeirra lýst kröfu í þrotabú Sparisjóðs-
ins í Keflavík. Hún segir að breyting-
unni á skuldabréfunum yfir í innlán
verði þá rift og að FME verði tilkynnt
að umrædd innlán verði ekki færð
yfir í nýja sparisjóðinn. Sá aðili sem
verður fyrir riftingunni getur þá leit-
að réttar síns fyrir dómstólum.
Skuldabréfi Festu breytt í innlán
Heimildir DV herma að einn þeirra
sem áttu skuldabréf á hendur Spari-
sjóðnum í Keflavík sem var breytt í
innlán með áðurnefndum hætti hafi
verið lífeyrissjóðurinn Festa í Reykja-
nesbæ. Stjórnarformaður sjóðsins er
Kristján Gunnarsson, sem einnig er
formaður Starfsgreinasambandsins.
Athygli vekur að Kristján var einn-
ig stjórnarformaður í Sparisjóðnum
í Keflavík þar til íslenska ríkið yfir-
tók sjóðinn í apríl í fyrra. Festa tap-
aði sömuleiðis um 1.600 milljónum
við fall sjóðsins vegna stofnfjárbréfa-
eignar í sjóðnum.
Samkvæmt heimildum DV átti
Festa skuldabréf á hendur Spari-
sjóðnum í Keflavík fyrir 200 til 300
milljónir króna. Nokkrum mánuðum
fyrir fall sparisjóðsins var skuldabréfi
Festa í sjóðnum breytt í innlán með
þeim hætti sem greint er frá hér að
framan.
Segist hafa vikið af fundum
Kristján segist aðspurður hafa hætt
sem formaður Festu eftir að hann
varð stjórnarformaður sparisjóðsins.
Hann hafi þó setið áfram í stjórn líf-
eyrissjóðsins. Hann segist alltaf hafa
vikið af fundum hjá Festu þegar mál-
efni sparisjóðsins voru tekin fyrir og
hafa því varast hagsmunaárekstra
eftir fremsta megni. Kristján segist
jafnframt ekki hafa komið að þess-
um viðskiptum fyrir hönd Festu og
að umfjöllun um þau hafi ekki farið
fram í stjórn lífeyrissjóðsins.
Með þessum gerningi var vænt-
anlega verið að hugsa um hagsmuni
sjóðsfélaga Festu, líkt og í öðrum
sambærilegum málum sem komið
hafa upp eftir hrun. Hins vegar fela
slík viðskipti í sér mismunun gagn-
vart kröfuhöfum sparisjóðsins þar
sem fjármunir eins kröfuhafa verða
betur tryggð en annars sambæri-
legs kröfuhafa. Einhver annar sem
á skuldabréf á sparisjóðinn þarf
því að lýsa kröfu í bú hans á meðan
Festa þarf þess ekki leyfi slitastjórn-
in umræddum viðskiptum að standa
óhreyfðum. Miðað við hver lending-
in hefur verið í slíkum málum hingað
til er afar líklegt að slitastjórn Spari-
sjóðsins í Keflavík muni hafa betur
ef málið fer í hart. Líklega mun Festa
því þurfa að lýsa kröfu í búið á end-
anum, kröfu sem væntanlega ekkert
mun fást upp í.
Tekið skal fram að ekkert er ólög-
legt við þau viðskipti sem hér um
ræðir en dómstólar hafa hins vegar
almennt séð komist að þeirri niður-
stöðu að þessi viðskipti séu riftanleg.
Sat beggja
vegna borðS
n Slitastjórn Sparisjóðsins í Keflavík hefur fundið dæmi um óeðlilega færslu skulda-
bréfa yfir í innlán n Fjármunir skuldabréfaeigenda tryggðir þar sem íslenska ríkið
ábyrgist innlán fjármálafyrirtækja n Kristján Gunnarsson var stjórnarformaður spari-
sjóðsins og stjórnarmaður í Festu þegar skuldabréfi Festu var breytt í ríkistryggð innlán
„Mér sýnist að á
þessari yfirferð
okkar stuttu hafi einhver
slík tilfelli verið.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Mat slitastjórnar Slitastjórn Sparisjóðs-
ins í Keflavík vinnur að því að meta virði eigna
sparisjóðsins áður en stofnaður verður sjóður
á grundvelli þess gamla. Meðal þess sem
slitastjórnin þarf að gera er að meta hvort
breytingin á skuldabréfunum í innlán standi.
Báðum megin við borðið Kristján Gunnarsson, fyrrverandi
stjórnarformaður í Sparisjóðnum í Keflavík og lífeyrissjóðnum
Festu, sat í s tjórn beggja félaganna þegar skuldabréfi í eigu
sjóðsins var breytt í innlán fyrir fall hans í fyrra.
Endurnærir og hreinsar ristilinn
allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
30+
Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is
OXYTARM
Sól og
heilsa ehf
=
Losnið við hættulega
kviðfitu og komið maganum
í lag með því að nota náttúrulyfin
Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur
days
detox