Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Side 12
12 | Fréttir 26. janúar 2011 Miðvikudagur n Biskupsstofa, Alþingi, ráðuneytin, sendiráðin, forseti og handhafar forsetavalds fá sérkjör á áfengi n Heimildina á að nota fyrir opinber boð n Biskupsstofa bauð starfsmönnum upp á áfengi á sérkjörum n Fólki þykir þetta óásættanlegt n Gömul hneykslismál rifjuð upp Í síðustu viku greindi DV frá því að Biskupsstofa hefði sem og aðrir útvaldir heimild til þess að kaupa áfengi á sérkjörum. Aðrir sem njóta þessara sérkjara eru forseti, handhafar forsetavalds, ráðuneyt- in, sendiráðin og Alþingi. Skil- yrði fyrir því að heimildin sé not- uð er að áfengið sé notað til risnu á vegum þessara aðila, kaupin séu færð í bókhald og greidd af þess- um aðilum. Samkvæmt fjármála- ráðuneytinu getur enginn starfs- maður nýtt sér þessa heimild en engar siðareglur eru til um þessi áfengiskaup. Þá hefur skrifstofu- stjóri Biskupsstofu greint frá því að Biskupsstofa nýti þessa heimild til áfengiskaupa fyrir starfsfólk og gerði það til dæmis á síðustu árs- hátíð þar sem boðið var upp á for- drykk og rautt og hvítt með matn- um. Ríkisendurskoðandi íhugar viðbrögð Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að ekki sé ætlast til þess að sérkjör séu notuð með þeim hætti að þau gagnist einstaka starfs- mönnum. „Auðvitað er hugmynd- in sú að þetta sé notað fyrir opin- ber boð. Þetta er ekki til einkanota. Það að kaupa áfengi fyrir ákveðna starfsmenn er ekki í samræmi við þá hugmynd sem er að baki heim- ildinni fyrir sérkjörum.“ Við nánari athugun vildi hann þó koma því á framfæri að ekki megi kaupa áfengi á sérkjörum fyr- ir starfsmenn og láta þá hafa á því verði en boð fyrir starfsmenn séu aftur á móti samþykkt risnuhöld af hálfu þeirra sem njóta þessara sér- reglna. „Það má halda árshátíð eða önnur boð og bjóða starfsmönn- um upp á áfengi en það má ekki láta starfsmenn fá flöskuna. All- ar stofnanir hafa ákveðnar risnu- heimildir og við teljum að þetta sé innan þeirra marka sem heim- ildirnar segja til um. Ég held að það sé nokkuð algengt að stofnan- ir greiði fyrir áfengi sem notað er í svona boð og þess háttar, þessar stofnanir geta boðið starfsmönn- um upp á áfengi.“ Fjármálaráðuneytið svarar ekki Sérkjörin hófust með ákvörðun ríkisstjórnar þann 15. september 1995. Ákvörðunin var byggð á ákvæði í lögum um gjald á áfengi og tóbaki þar sem segir að áfeng- isgjald skuli fellt niður eða end- urgreitt við innflutning og sölu áfengis til aðila sem njóta skatt- frelsis hér á landi samkvæmt DV greindi frá því í lok síðasta árs að áfengisgjöld hækkuðu fjórum sinnum á tveggja ára tímabili. Léttvín og bjór hækkuðu um fjögur prósent, sterk vín um eitt prósent. Áður hafði áfengisgjald hækkað um 12,5 prósent, svo 15 prósent og þá 10 prósent áður en þessi 4 pró- senta hækkun kom til. Margar tegundir hafa hækkað um allt að 50 prósent frá árinu 2008. Munurinn á gjaldinu sem þú greiðir og þeir sem fá áfengi á sérkjörum Verð Áfengisgjald Verð án áfengisgjalds Rauðvín 1.799 kr. 828 kr. 971 kr. Bjór 319 kr. 150 kr. 169 kr. Vodka 4.699 kr. 3.352 kr. 1.347 kr. Koníak 8.299 kr. 3.575 kr. 4.724 kr. Áfengisgjaldið hækkar stöðugt Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Karl Sigurbjörnsson biskup Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Steingrímur J. Sigfússon fjármála- Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Ögmundur Jónasson innaríkis ráðherra „Ég held að það sé nokkuð algengt að stofnanir greiði fyrir áfengi sem notað er í svona boð. ÞAU FÁ ÁFENGI Á SÉRKJÖRUM Alþingi Íslands Nokkrum sinnum hafa þingmenn barist fyrir því að sérkjörin yrðu afnumin. Það hefur ekki tekist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.