Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2011, Page 19
Umræða | 19Miðvikudagur 26. janúar 2011 Get farið í eldgosa- haminn Ábyrgð skussanna 1 Hjón úr Borgarfirði lánuðu ókunnugum mæðginum bíl Hjónin sýndu einstaka góðmennsku þegar þau lánuðu mæðginum sem voru á leið á sjúkrahúsið á Akranesi bílinn sinn. 2 Listaverk Sonju Zorilla seld: Hvar eru peningarnir? Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur og vinur Sonju, segir það sé stórfrétt að búið sé að selja listaverk hennar. 3 Að knúsa gæludýrin getur verið banvænt Ef þú leyfir gæludýrinu þínu að sofa uppi í rúmi hjá þér, þá geturðu átt það á hættu að fá í þig sníkjudýr eða jafnvel banvæna sjúkdóma. 4 Óttast risaeldgos: Gæti valdið fimbulvetri á Íslandi Jarðvísinda- menn í Bandaríkjunum fylgjast vel með framgangi mála í Yellowstone- þjóðgarðinum í Wyoming. 5 Hollur biti í nestisboxið Börnin þurfa mátulega mikið nesti til að hafa pláss fyrir hádegismatinn. 6 Kosning til stjórnlagaþings ógild Hæstiréttur hefur dæmt kosning- arnar til stjórnlagaþings í nóvember ógildar. Erla Björg Káradóttir komst áfram með lagið Eldgos ásamt Matthí- asi Matthíassyni í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn. Lagið er samið af Matthíasi Stefánssyni en textinn er eftir Kristján Hreinsson. Lagið hefur rokkaðan og austrænan blæ yfir sér og kemur Eyjafjallajökull ansi mikið við sögu í því. Jökulinn sjálfan túlkaði Erla Björg á kraftmikinn máta. Hver er maðurinn? „Erla Björg Káradóttir, alveg meinlaus ljóska. Ég er ekkert óhugnanleg þótt ég geti farið í eldgosshaminn.“ Hver er bakgrunnur þinn? „Ég byrjaði í Gospelkór Reykjavíkur fyrir nokkrum árum þegar hann var upp á sitt besta og söng popptónlist. Þá ákvað ég að einbeita mér að klassíkinni og fór utan til náms í tónlistarháskólann í Salzburg þar sem ég nam stíft klassískan söng í fjögur ár. Eftir námið kom ég heim í kreppuna en sé alls ekki eftir því. Ég hef haft nóg að gera. Í gamni má geta þess að ég syng í tríóinu Trio Blonde, þrjár ljóskur se-m syngja saman óperur.“ Heldur þú að söngur þinn hafi mælst á jarðskjálftamælum? „Já, það held ég alveg örugglega, það var að minnsta kosti mikil virkni.“ Hvernig leggst keppnin í þig? „Bara mjög vel, það er gaman að vera komin áfram í keppninni.“ Hvernig kom það til að þú túlkaðir eldfjall í söng? „Það er ekkert rosalega langt síðan ég stökk til í þetta verkefni. Ég söng með konunni hans Matthíasar lagahöfundar í Gospelk- órnum og hún sendi mér póst sem í stóð: Kemstu á háa-C-ið? Það stóð ekki á svari frá mér en mig hefði aldrei grunað að verkefnið væri Eurovision-lag. Í laginu átti upphaflega að vera þungarokksöngvari sem átti að túlka fjallið með öskrum en hann vildi síðan ekki vera með og ég kom inn í hans stað.“ Eruð þið bjartsýn á að fara alla leið? „Það sveiflast svona til frá hvað mér finnst. Lagið er náttúrulega öðruvísi og mjög ýkt, ekta við Íslendingar. Við fáum mjög mismunandi viðbrögð en það er gaman að vera með í lagi sem er svona umdeilt. Maður verður að venjast því strax. Ég sjálf er svo mikil keppnismanneskja að það kemur ekkert annað til greina en sigur af minni hálfu. Maður tekur Óla Stefáns á þetta.“ „Já, já, það er allt í lagi.“ Sigríður Júlíusdóttir 25 ára hjúkrunarnemi „Ég er alveg sátt.“ Hugrún Skúladóttir 23 ára hjúkrunarnemi „Nei.“ Jón Páll Björnsson 49 ára sagnfræðingur „Nei, ég er ekki sáttur við það.“ Steinar Karl Sveinsson 70 ára öryggisvörður „Nei, mjög ósáttur.“ Ingvar Ingvarsson 64 ára Mest lesið á dv.is Maður dagsins Ertu sátt/ur við að landsliðið komist ekki í undanúrslit? Björgunaræfing Menn létu ekkert hindra sig við að bjarga manni úr sjónum í Reykjavíkurhöfn á þriðjudag. Myndin er frá æfingu Slysavarnaskóla sjómanna. Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson Myndin Dómstóll götunnar Samtök atvinnurekenda hafna alfar- ið kröfum ASÍ um 200.000 króna lág- markslaun. Hér er ekki verið af fara fram á mikið í ljósi lágmarkslauna frændþjóðanna eins og meðfylgjandi tafla sýnir. Framfærslukostnaður hjá frænd- þjóðunum er einnig lægri eins og ótal kannanir sýna og sanna, meðal annars á verði landbúnaðarvara. Samtök atvinnulífsins hafna einn- ig framfærslu- eða neysluviðmiðum Sameinuðu þjóðanna, hvað þá heldur Hagstofu Íslands. Í Alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menn- ingarleg réttindi frá 1966 kemur meðal annars fram: Til að geta komist af þarf einstakl- ingurinn að geta endurgert sig og endurnýjað, hafa eitthvað að bíta og brenna, hafa í sig og á. Um leið þarf framfærslan að tryggja endurgerð/afkomu mannkyns, að sjá maka og börnum farborða. Framfærslan þarf að standa undir samneyslunni, afkomu sjúkra, öryrkja, aldraðra og annarra sem geta ekki framfleytt sér að minnsta kosti þar sem siðmenning hefur náð vissu stigi. Til að einstaklingurinn þurfi ekki stöðugt að vinna þarf framfærslan að geta gefið honum og fjölskyldu hans tómstundir. Framfærslan þarf einnig að gera honum kleift að gefa tómstundunum merkingu og inntak til dæmis að ferð- ast, njóta menningar, fara á veitinga- hús og svo framvegis. Varla þarf að taka fram að að mannréttindasáttmálar SÞ og Evrópu leggja þá kvöð á aðildarríkin að þau tryggi þegnum sínum vinnu að þeirra frjálsa vali. Þegar yfir 30.000 störf hafa horfið – gáum að því að opinberar at- vinnuleysistölur eru ómarktækar – og ekkert annað hefur komið í staðinn er engu líkara en að þessir sáttmálar séu til málamynda fyrir Ísland. Kostnaðarrök SA gegn mann- sæmandi lágmarkslaunum Rök Samtaka atvinnulífsins gegn sam- bærilegum launum og hjá frændþjóð- unum eru meðal annars þessi: 1.Að kröfur hins opinbera séu miklu meiri hér en þar, 2.að vextirnir séu mun hærri, 3.að hagsveiflurnar séu meiri, 4.að aðföng séu dýrari, 5.að flutningskostnaður sé meiri. Eitthvað er til í þessu, en ef tekið er mið af því að hið opinbera hefur reynt að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja, meðal annars með lægri álögum og einnig hinu að íslenskt verkafólk vinn- ur að jafnaði um fjórðungi lengur eða betur, eru þessi rök léttvæg. Framfærslu- og neysluviðmiðin Eitthvað annað hlýtur að skýra þessa makalausu stöðu lágmarkslauna á Ís- landi. Eins og forstöðumaður kaup- hallarinnar benti nýverið á er sam- keppnisstaða fyrirtækja mjög góð með þessi lágu laun. Þrátt fyrir það tekst atvinnurekendum ekki að nýta sér þessa kjörstöðu. Það er auðvitað mikið áhyggjuefni og hrikalegur vitnisburð- ur um stöðu íslensks atvinnulífs og þá einkum atvinnurekenda. Þetta stendur í velferðarráðuneyt- inu þegar ákvarða á framfærslu- eða neysluviðmið. Þau viðmið sem hafa verið framreiknuð út frá nefndum sáttmála SÞ og framfærslukönnunum Hagstofunnar sýna að hækka verður laun um 50 prósent. Ef ráðherra vel- ferðarráðuneytisins fer ekki eftir þeim mun hann undirstrika að íslenskir at- vinnurekendur séu upp til hópa ósjálf- bjarga eftirlegukindur fyrirgreiðslu- hagkerfis sem geti ekkert annað en að heimta verkefni frá ríkinu og maki krókinn á kostnað hins opinbera. Ef hann á hinn bóginn lætur þessi viðmið gilda mun það þýða fjölda- gjaldþrot kannski 50 prósenta fyrir- tækja og mikið atvinnuleysi. Þau fáu fyrirtæki sem myndu standa í lappirn- ar yrðu erlendu álfyrirtækin og íslensk fyrirtæki eins og Össur og Marel. Seinni valkosturinn verður ekki valinn. Slegið verður af nefndum við- miðum til að halda uppi vinnu. Þetta er sú leið sem hefur verið valin frá kreppuárunum. En með þessu vali er beinlínis undirstrikað að Íslending- ar hafi ekki burði til að standa undir skuldbindingum SÞ um sómasamlegt líf og bjóða upp á sambærileg lífskjör og hjá frændþjóðunum. Þá er kom- inn tími til að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort fólkið vill slíkt sjálf- stæði, hvort betur var heima setið en af stað farið 1918 og 1944. Hvers á lágtekjufólk að gjalda? Kjallari Dr. Sævar Tjörvarsson Lágmarkslaun 2010 Dagsetning Mánaðarlaun Gengi Ísl. krónur Ísl.= 100 Danmörk 1.3.2010 19.525 21,4 417.835 262,3 Ísland 1.6.2010 159.300 - 159.300 100 Noregur 1.3.2010 21.000 20,15 423.150 265,2 Svíþjóð 1.8.2010 18.113 17,8 322.411 202,4 Heimildir: Launatöflur frá stéttarfélögum á Norðurlöndum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.