Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 9. febrúar 2011 Miðvikudagur Lyfjafræðingurinn Erna Kristjáns- dóttir og synir hennar skulduðu Landsbankanum nærri 23 millj- arða króna við fall bankans. Lán- in voru veitt til átta aflandsfélaga í eigu fjölskyldunnar. Kemur þetta fram í lánabókum Landsbankans sem DV hefur undir höndum. Erna og synir hennar auðguðust gríðar- lega við uppgang lyfjafyrirtækis- ins Actavis þar sem þau voru stórir hluthafar. Öll lánin hjá Landsbankanum fóru til hlutabréfakaupa í sömu fyrir tækjum og Björgólfur Thor var stór hluthafi í á þeim tíma. Fékk fjölskyldan lánað til hluta- bréfakaupa í Landsbankanum, Straumi-Burðar ási, búlgarska síma fyrirtækinu BTC og pólska símafyrirtækinu Netia. Einnig fjár- festu þau í Novator Pharma Hold- ing I en það var eitt félaga Björg- ólfs Thors sem tók þátt í stærstu yfirtöku Íslandssögunnar, á Actavis sumarið 2007. Mikil lánafyrirgreiðsla Talið er að fjölskyldan hafi notið óeðlilega mikillar lánafyrirgreiðslu hjá Landsbankanum. Samkvæmt heimildum DV er lánafyrirgreiðsla fjölskyldunnar hjá Landsbankan- um eitt þeirra mála sem sérstak- ur saksóknari skoðar nú í rannókn sinni á málefnum Landsbank- ans. Að sögn Ragnhildar Sverris- dóttur, talsmanns Novator, hafði Björg ólfur Thor engin afskipti af lánveitingum Landsbankans til Ernu og sona hennar á árunum 2003 til 2008. Hvorki á Íslandi né í Lúxemborg. Kemur þetta fram í svari hennar við fyrirspurn DV um tengsl Björgólfs Thors við Ernu og syni hennar. Erna og synir hennar eru talin hafa tapað langstærstum hluta auðæfa sinna við fall íslensku bankanna haustið 2008. Sam- kvæmt heimildum DV var við- skiptasamband fjölskyldunnar við Björgólf Thor náið. Hins vegar hafi traustið á milli þeirra brostið eftir bankahrunið og nú ríki óvild á milli Björgólfs Thors og fjölskyldunn- ar. Ragnhildur Sverrisdóttir segir þetta ekki rétt. „Leiðir Björgólfs Thors og fjölskyldu Ernu hafa leg- ið saman í margvíslegum viðskipt- um undanfarinn áratug. Það sam- starf hefur alltaf verið með miklum ágætum og er enn,“ segir hún. Í rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að Erna Kristjánsdóttir hafi verið þriðji stærsti lántakand- inn í Landsbankanum í Lúxem- borg. Lánaði bankinn henni um 26 milljónir evra, eða sem nemur um fjórum milljörðum króna í dag. Það virðist þó einungis hafa verið brot af þeim 23 milljarða króna lánum sem hún og synir hennar fengu hjá Landsbankanum. 4,3 milljarða lán frá Lúxemborg Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Sig- urjóni Þ. Árnasyni er hann meðal annars sakaður um að hafa borið ábyrgð á 4,3 milljarða króna láni til félagsins Bruce Assets sem Lands- bankinn í Lúxemborg veitti. Bruce Assets var í eigu sona Ernu, þeirra Ólafs Steins og Kristjáns Sigurðar. Faðir þeirra var apótekarinn Guð- mundur Brynjar Steinsson sem lést árið 1991. Talið er að lánið til Bruce Assets hafi verið nýtt til hlutabréfakaupa í Landsbankanum sjálfum. Gekkst bankinn í ábyrgð fyrir láninu og þurftu þeir bræður ekki að leggja fram neina tryggingu. Lánið til Bruce Assets kemur ekki fram í lánabókum Landsbankans sem DV hefur undir honum. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur embætti sérstaks saksóknara tekið skýrslu af Ólafi Steini Guðmundssyni vegna lánsins til Bruce Assets. Gaf Ólaf- ur Steinn skýrslu í gegnum síma frá Bandaríkjunum þar sem hann er búsettur. Í tölvupósti sem Ólafur Steinn sendi blaðamanni DV sagðist hann ekki vilja tjá sig um fjárfestingar fjölskyldunnar og lánveitingarnar frá Landsbankanum. Sagði hann að það myndi ekki hjálpa í rann- sókn sérstaks saksóknara að fjalla um málefni fjölskyldunnar í fjöl- miðlum. Ekki náðist í Ernu Krist- jánsdóttur, móður Ólafs Steins. Öll fjölskyldan lyfjafræðingar Samkvæmt heimildum DV urðu Erna og synir hennar mjög um- svifamiklir fjárfestar samfara upp- gangi á íslenska hlutabréfamark- aðinum á árunum 2003 og allt til ársins 2008 við fall íslensku bank- anna. Guðmundur Brynjar Steins- son, faðir þeirra Ólafs Steins og Kristjáns Sigurðar, starfaði sem framleiðslu- og þróunarstjóri hjá Pharmaco á árunum 1965 til 1984. Átti hann hlutabréf í lyfjafyrirtækj- unum Pharmaco og Delta. Árið 1985 stofnaði Guðmundur apótek- ið Lyfjaberg sem hann rak þar til hann lést árið 1991. Erna Kristjánsdóttir, sem er 72 ára, starfaði sem lyfjafræðingur allt þar til hún fór á eftirlaun. Lengst af í lyfjabúri apóteks Borgarspítalans og síðar Landspítalans. Auk þess veitti hún apótekinu Lyfjabergi for- stöðu eftir að eiginmaður henn- ar lést. Hún sat í stjórn Pharm- aco á árunum 1992 til 2001 og í stjórn Delta til ársins 2001. Delta og Pharmaco sameinuðust und- ir nafninu Actavis árið 2003. Ólaf- ur Steinn og Kristján Sigurður eru báðir með doktorspróf í lyfjafræði og eru búsettir í Bandaríkjunum. Ólafur Steinn situr í stjórn Eyris In- vest, stærsta hluthafans í Marel og þess næststærsta í Össuri. Héldu áfram í Actavis Í júlí árið 2007 seldu Erna og syn- ir hennar öll hlutabréf sín í Acta- vis. Á þeim tíma fóru fram stærstu hlutabréfaviðskipti Íslandssögunn- ar, þegar Björgólfur Thor og Novator yfirtóku Actavis. Er talið að íslensk- ir hluthafar félagsins hafi fengið um 180 milljarða króna í sinn hlut á þeim tíma. Samkvæmt lánabók Lands- bankans í mars 2007 virðast þau þá hafa verið með um 1.500 milljóna króna skuld hjá Landsbankanum vegna bréfa í Actavis. Markaðsverð- mæti bréfanna nam hins vegar um þremur milljörðum króna. Eftir að Björgólfur Thor yfirtók Actavis að fullu sumarið 2007 fengu Erna og synir hennar lán hjá Lands- bankanum til hlutabréfakaupa í fé- laginu Novator Pharma Holding I. Það var eitt fimm félaga sem yfirtók Actavis. Í lánayfirliti Landsbankans 31. mars 2008 kemur fram að félag- ið Blossom Asso ciates Corp skuldi bankanum um 7,4 milljarða króna. Bak við lánin standi veð í hlutabréf- um Nova tor Pharma Holding I sem á þeim tíma voru metin á um þrjá milljarða króna, eða sem nemur minna en helmingi lánsupphæðar- innar. n Erna Kristjánsdóttir og synir fengu 23 millarða lán í Landsbankanum n Fjárfestu í félögum tengdum Björgólfi Thor n Sonur Ernu var yfirheyrður„Leiðir Björgólfs Thors og fjölskyldu Ernu hafa legið saman í margvíslegum viðskiptum undanfarinn áratug. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Náin tengsl Samkvæmt heimildum DV átti Björgólfur Thor Björgólfsson í nánu viðskiptasambandi við Ernu Kristjánsdóttur og syni. Traust- ið á milli þeirra hafi hins vegar brostið eftir bankahrunið. Lánayfirlitið Hér má sjá stöðu útlána til sjö aflandsfélaga í eigu Ernu Kristjánsdóttur og sona hennar þann 31. mars 2008. Þar kemur hins vega ekki fram 4,3 milljarða lán sem félagið Bruce Assets fékk sama dag. Lyfjafræðingur Erna Kristjánsdóttir er lyfjafræðingur sem auðgaðist á uppgangi Actavis. 23 MILLJARÐAR TIL LYFJAFJÖLSKYLDU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.