Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 9. febrúar 2011 Skráningu á Range Rover-jeppa Jóns Ásgeirs Jóhannessonar var loksins breytt í Ökutækjaskrá um hádegisbil á þriðjudag. Bíllinn hafði verið skráður ótryggður upp á síð- kastið sem leiddi meðal annars til þess að lögreglan klippti af honum númeraplöturnar um síðustu helgi. Jón Ásgeir fullyrti sjálfur að bíllinn væri tryggður hjá Tryggingamið- stöðinni og að lögreglan hefði skilað númeraplötunum og beðið hann af- sökunar á því að hafa klippt þær af. Um það bil 196 milljónir króna hvíla á jeppanum, en það skýrist af kyrr- setningu á eignum Jóns Ásgeirs hér á landi að kröfu skilanefndar Glitn- is. Jeppinn umdeildi er því hluti af eignum Jóns Ásgeirs sem eru kyrr- settar, en lögmæti kyrrsetningar- innar er nú fyrir Hæstarétti Íslands. DV sagði frá því í síðustu viku að Range Rover-jeppi Jóns Ásgeirs væri ótryggður samkvæmt Öku- tækjaskrá. Jón Ásgeir mótmælti þessu og vísaði til staðfestingar máli sínu í tölvupóst sem Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona hans, fékk frá starfsmanni Tryggingamið- stöðvarinnar, þar sem stóð að bíll- inn væri tryggður hjá félaginu. Range Rover með rafmagnsrúðum Jón Ásgeir svarar því hins vegar ekki hvort vangoldin trygginga- gjöld af hans hálfu skýri það að bifreiðin hafi verið skráð ótryggð í Ökutækjaskrá. DV spurði Jón Ás- geir að þessu í tölvupósti. Hann svaraði spurningunni hvorki ját- andi né neitandi, heldur sagði ein- faldlega: „Bíllinn er tryggður hjá TM. Þeir staðfesta það, sjá email frá TM sem ég sendi ykkur í gær.“ Þeg- ar hann var inntur eftir frekari skýr- ingum á hvort einhver gjöld væru vangoldin af bílnum svaraði hann einfaldlega: „Bæði lögregla og TM telja bílinn tryggðan, það er nóg fyrir mig. Þegar númer var klippt af var það sagt vegna trygginga sem reyndist ekki rétt, eins og ég hef áður sagt.“ Jón Ásgeir virðist sjá húmorinn í málinu, því hann endaði tölvupóst- inn til blaðamanns með orðunum: „Þetta er nú öll sagan á bak við 4 ára gamlan Range Rover keyrðan 97 þúsund með rafmagnsrúðum.“ Lögreglan vísar á TM Samkvæmt upplýsingum frá Öku- tækjaskrá eru upplýsingar um tryggingastöðu bíla fengnar frá tryggingafélögunum sjálfum. Al- mennt verði því að segja að þegar bíll sé skráður ótryggður í gagna- grunninum sé það vegna þess að tryggingafélagið sjálft skrái bíl- inn þannig. Spurningar vakna því þegar starfsmaður TM segir bílinn tryggðan, á sama tíma og bíllinn er skráður opinberlega ótryggð- ur. Jafnvel þó engar upplýsingar liggi fyrir um ástæður þess að TM skráði bíl Jóns Ásgeirs ótryggðan eru heimildir fyrir því að ef iðgjöld eru vangoldin ábyrgist tryggingafé- lagið bílinn í fjórar vikur. Hvort svo hafi verið í tilfelli Jóns Ásgeirs ligg- ur ekki fyrir. Kristján Ó. Guðnason, yfirlög- regluþjónn hjá umferðardeild lög- regunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að númeraplötunum hafi verið skilað aftur. „Ég get stað- fest að skráningarnúmer voru tek- in af þessum bíl og afhent aftur í framhaldi af því að tölvupóstur frá tryggingafélaginu var sýndur lög- reglu þess efnis að bíllinn væri ekki ótryggður. Bifreiðin var hins vegar skráð ótryggð hjá Umferðarstofu og því voru númerin tekin af. Það að skráningin var röng er á ábyrgð tryggingafélagsins,“ segir Kristján. Ekki náðist í upplýsingafulltrúa TM við vinnslu þessarar fréttar. Náin tengsl við Björgólf Thor Allar fjárfestingar sem Erna og syn- ir hennar fóru í á árunum 2003 til 2008 virðast tengjast Björgólfi Thor. Á Íslandi í gegnum Landsbankann, Straum-Burðarás og Actavis. Einn- ig fjárfestu þau með honum í Pól- landi og Búlgaríu. Í lánabók Lands- bankans kemur fram að félagið Melwood Corp sem er í þeirra eigu hafi átt hlutabréf í pólska símafyrir- tækinu Netia sem metin voru á um þrjá milljarða króna. Skuldir Mel- wood Corp námu um 4,3 milljörð- um króna þann 31. mars 2008, sam- kvæmt lánabókinni. Björgólfur Thor var stærsti hluthafinn í Netia sem er næststærsta símafyrirtæki Póllands. Novator seldi 30 prósenta hlut sinn í Netia í mars 2009. Félagið Prominent Limited skuld- aði Landsbankanum um þrjá millj- arða króna, samkvæmt lánabók- inni, 31. mars 2007. Kemur fram að félagið hafi átt hlutabréf í búlgarska símafyrirtækinu BTC þar sem Björg- ólfur Thor var á þeim tíma stærsti hluthafinn í gegnum Novator. Erna og synir hennar áttu hlutabréf sem metin voru á átta milljarða króna. Í maí 2007 seldi Novator félagið BTC á 130 milljarða króna og er talið að Björgólfur Thor hafi grætt 60 millj- arða króna á þeim viðskiptum. Erna og synir virðast líka hafa grætt vel á þessum viðskiptum, eða um nærri fimm milljarða króna. Landsbankinn í Lúx stofnaði félögin Erna og synir hennar virðast hafa átt átta aflandsfélög sem koma fram í lánabókum Landsbankans. Í lánabókunum er þau þó alltaf nefnd í tengslum við félagið Geko Holding. Öll félög þeirra tóku þátt í viðskiptum sem tengdust sömu fjárfestingum og Björgólfur Thor. Þau virðast hafa notið mikillar fyr- irgreiðslu innan Landsbankans, bæði á Íslandi og í Lúxemborg. Ekki er vitað hver stofnaði félögin fyrir þau en líklegt má telja að flest þeirra hafi verið stofnuð af Lands- bankanum í Lúxemborg. Ekkert félaganna kemur fram á lista í greinaflokki Morgunblaðsins um aflandsfélög sem blaðið birti í upp- hafi árs 2009. Samkvæmt heimildum DV sáu þeir Arnar Guðmundsson og Guð- jón Sævarsson um málefni fjöl- skyldunnar hjá Landsbankanum í Lúxemborg. Arnar var viðskipta- stjóri Norrænna fjárfestinga hjá Landsbankanum í Lúxemborg. Arnar og Guðjón starfa í dag hjá fyrirtækinu Arena Wealth Manage- ment í Lúxemborg sem þeir stofn- uðu ásamt öðrum Íslendingum eftir bankahrunið. Arnar og Guð- jón héldu utan um félög Björgólfs Thors í Landsbankanum í Lúx- emborg. Voru þeir ávallt í mikl- um samskiptum við starfsmenn Novator. Fjárfestingar Ernu og sona hennar í félögum tengdum Björgólfi Thor í Búlgaríu og Pól- landi styðja við það að þau hafi átt samskipti við sömu menn inn- an Landsbankans í Lúxemborg og Novator gerði. Fjölskyldan til rannsóknar Lánveitingar Landsbankans til Ernu Kristjánsdóttur og sonar hennar eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. n Kyrrsettur Range Rover Jóns Ásgeirs loks skráður tryggður í Ökutækjaskrá n Svarar engu um ógreidd gjöld n Lögreglan bendir á Tryggingamiðstöðina TM BER ÁBYRGÐ Á RANGRI SKRÁNINGU „Þetta er nú öll sagan á bak við 4 ára gamlan Range Rover keyrðan 97 þúsund með rafmagnsrúðum. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Jón Ásgeir Jóhannesson „Bæði lögregla og TM telja bílinn tryggðan, það er nóg fyrir mig. Þegar númer var klippt af var það sagt vegna trygginga sem reyndist ekki rétt, eins og ég hef áður sagt.“ Jeppinn umdeildi Range Rover í eigu Jóns Ásgeirs, sem er kyrrsettur að kröfu skilanefndar Glitnis, var loks skráður tryggður um hádegisbil á þriðjudag. 23 MILLJARÐAR TIL LYFJAFJÖLSKYLDU Auðguðust á Actavis Erna Kristjáns- dóttir og synir hennar eru talinn hafa auðgast gríðarlega mikið við uppgang Actavis. Hins vegar hafi fjölskyldan tapað stærstum hluta auðæfa sinna við bankahrunið haustið 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.