Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Blaðsíða 21
Gunnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Smáíbúðahverf-inu. Hann var í Breiðagerðis- skóla og Réttarholtsskóla, stundaði nám við Menntaskólann við Sund og við Fjölbraut í Ármúla og lauk þaðan stúdentsprófi, stundaði síðan nám í tölvunarfræði við Háskólann í Reykja- vík og lauk þaðan BSc-prófi 2008 og stundar nú nám til MSc-prófs við sama skóla. Gunnar starfaði við stíflueftirlit hjá Landsvirkjun á sumrin á mennta- skólaárunum, var síðan kerfisstjóri hjá Landsvirkjun og síðan hjá Landsstein- um – Streng á sumrin á háskólaárun- um. Hann starfar nú sem forritari hjá Betware. Gunnar sat í stjórn Tíundar, nem- endafélags tölvunarfræðinema við Háskólann í Reykjavík. Fjölskylda Maki Gunnars er Eva Rún Michelsen, f. 7.6. 1984, MSc-nemi í stjórnun og stefnumótun við Háskóla Íslands. Systir Gunnars er Þórunn Lilja Vil- bergsdóttir, f. 13.9. 1988, nemi í lög- fræði við Háskóla Íslands. Foreldrar Gunnars eru Vilbergur Kristinsson, f. 11.5. 1952, jarðeðlis- fræðingur hjá Landsvirkjun, búsettur í Reykjavík, og Jóhanna A. Gunnars- dóttir, f. 5.3. 1956, matvælafræðingur hjá Nóa–Síríusi. Kjartan fæddist á Akureyri en ólst upp á Mógili á Svalbarðsströnd. Hann var í Grunnskóla Sval- barðsstrandar, stundaði síðan nám við Verkmenntaskólann á Akureyri og lauk þaðan prófum í húsasmíði árið 2005. Kjartan var á námssamningi hjá frænda sínum, Kristjáni Kjartanssyni, húsasmíðameistara á Mógili. Kjartan ólst upp við öll almenn sveitastörf á Mógili og hóf ungur að fást við smíðar með afa sínum og nafna. Kjartan hefur lengst af stundað smíðar, m.a. hjá Þorgils á Svalbarðs- strönd, en starfar nú hjá Sigurgeiri Svavarssyni á Akureyri. Fjölskylda Kona Kjartans er Eva Hilmarsdóttir, f. 24.9. 1981, hjúkrunarfræðingur við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Systkini Kjartans eru Jón Davíðs- son, f. 22.10. 1974, rafiðnfræðingur á Akureyri; Hulda Pálsdóttir, f. 13.6. 1984, húsmóðir á Akureyri. Foreldrar Kjartans eru Halldóra Kjartansdóttir, f. 18.4. 1955, bóndi á Mógili, og Páll Hartmannsson, f. 31.1. 1959, bóndi á Mógili. Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is Ættfræði | 21Miðvikudagur 9. febrúar 2011 Til hamingju! Afmæli 9. febrúar Til hamingju! Afmæli 10. febrúar 30 ára „„ Leif Erik Williams Nónvörðu 1, Reykjanesbæ „„ Brynhildur Arna Jónsdóttir Vindakór 9, Kópavogi „„Wieslawa Bielawska Gilsbakka 16, Hvols- velli „„ Anna Trzonek Auðbrekku 8, Kópavogi „„ Jolanta Bukowska Fannarfelli 4, Reykjavík „„ Andrzej Zajac Fögruhlíð 4, Eskifirði „„ Katarzyna Maria Berczynska Æsufelli 4, Reykjavík „„ Berglind Hólm Ragnarsdóttir Leifsgötu 7, Reykjavík „„ Sveinbjörn Sigurbjörnsson Miklagarði, Akureyri „„ Elísabet Jónsdóttir Bjallavaði 9, Reykjavík „„ Elín Inga Hansen Stígsdóttir Sandavaði 1, Reykjavík „„ Jón Halldór Þráinsson Hamravík 16, Reykjavík 40 ára „„ Matthew Francis Kingdon Fiskakvísl 32, Reykjavík „„ Kristján Benjamínsson Þverholti 22, Reykjavík „„ Sigurjón Mýrdal Hjartarson Laugarásvegi 13, Reykjavík „„ Sveinn Sigurðsson Kópavogsbarði 5, Kópavogi „„ Már Másson Stangarholti 18, Reykjavík „„ Guðrún Margrét Björnsdóttir Stekkjar- hvammi 16, Hafnarfirði 50 ára „„ Haraldur Jóhannsson Bólstaðarhlíð 37, Reykjavík „„ Gottlieb G. Konráðsson Burstabrekku, Hellu „„ Stefán Valgarð Kalmansson Jaðarseli 10, Borgarnesi „„ Pétur Jónsson Spítalastíg 10, Reykjavík „„ Sólveig Jóhannsdóttir Ránargötu 9, Akureyri 60 ára „„ Elín Kristín Ólafsdóttir Rjúpufelli 33, Reykjavík „„ Rúnar H. Vilbergsson Sólvallagötu 6, Reykjavík „„ Guðlaug S. Sigurjónsdóttir Steinsstaða- flöt 8, Akranesi „„ Anna Katrín Hjaltadóttir Freyjugötu 18, Sauðárkróki „„ Elsa Björnsdóttir Nesvegi 53, Reykjavík „„ Nína Breiðfjörð Steinsdóttir Grundar- smára 9, Kópavogi „„ Áslaug I. Þórarinsdóttir Vitastíg 7, Hafn- arfirði „„ Þórunnborg Jónsdóttir Bragðavöllum, Djúpavogi 70 ára „„ Áslaug Ólafsdóttir Strikinu 4, Garðabæ „„ Helga Bjarnadóttir Ljótarstöðum, Kirkju- bæjarklaustri „„ Kristján Björnsson Fjóluhvammi 11a, Eg- ilsstöðum 75 ára „„ Guðný Halldóra Árelíusdóttir Vestursíðu 34, Akureyri „„ Steinunn Þorsteinsdóttir Sæbakka 8, Neskaupsta𠄄 Auður Valdimarsdóttir Bleiksárhlíð 58, Eskifirði 80 ára „„ Sigríður Haraldsdóttir Gilsbakka 4, Hvolsvelli 85 ára „„ Guðrún Hlíf Helgadóttir Borgarhlíð 1b, Akureyri „„ Ingibjörg Ólafsdóttir Hraunvangi 7, Hafn- arfirði 90 ára „„ Guðrún Jóhannsdóttir Efstakoti, Dalvík 30 ára „„ Alisa Horoz Vallholti 17, Ólafsvík „„ Sigurður Árnason Njálsgötu 112, Reykjavík „„ Brynjar Þór Óskarsson Eyrarholti 7, Hafn- arfirði „„ Olga Jenný Gunnarsdóttir Kleppsvegi 24, Reykjavík „„ Kristbjörg Bjarnadóttir Birkiteigi 16, Reykjanesbæ „„ Gunnar Bragi Magnússon Borgabraut 4, Hólmavík „„ Guðmundur Ingvi Einarsson Eskihlíð 8, Sauðárkróki „„ Einar Þorsteinsson Pósthússtræti 1, Reykjanesbæ „„ Kolbrún Ósk Eðvarðsdóttir Túnbraut 9, Skagaströnd 40 ára „„ Manfred Angelo Fait Hafnargötu 79, Reykjanesbæ „„ Einar Lyng Hjaltason Borgarheiði 6h, Hveragerði „„ Leifur Gíslason Elliðavöllum 17, Reykjanesbæ „„ Jónína Sigríður Elíasdóttir Hafrafelli 4, Egilsstöðum „„ Marta Dögg Pálmadóttir Lerkigrund 2, Akranesi „„ Þorgeir Jóhannes Kjartansson Efstuhlíð 2, Hafnarfirði „„ Hákon Hreiðarsson Goðaborgum 2, Reykjavík „„ Þór Guðmundsson Laugalind 5, Kópavogi „„ Sonja Guðrún Óskarsdóttir Skjólbraut 1, Kópavogi „„ Guðrún Karitas Garðarsdóttir Borgarhlíð 2f, Akureyri 50 ára „„ Sigurjón Kristinn Sigurjónsson Hafnar- stræti 19, Ísafirði „„ Hrafn Óskarsson Tumastöðum, Hvolsvelli „„ Helgi Konráð Thoroddsen Hjarðarhaga 19, Reykjavík „„ Ástríður Stefánsdóttir Holtsbúð 15, Garðabæ „„ Þuríður H. Benediktsdóttir Víðihvammi 20, Kópavogi „„ Guðbjörn Þór Óskarsson Vesturbergi 49, Reykjavík „„ Hannes Árnason Aðallandi 13, Reykjavík 60 ára „„ Steinar Þór Guðlaugsson Fiskakvísl 3, Reykjavík „„ Hrafnhildur Guðnadóttir Eyrarholti 1, Hafnarfirði „„ Anna Jónasdóttir Hamratúni 7, Akureyri „„ Hrafnhildur Helgadóttir Glaðheimum 16, Reykjavík „„ Sigurfríð Rögnvaldsdóttir Ægisvöllum 4, Reykjanesbæ „„ Laufey Kristinsdóttir Miðleiti 12, Reykjavík „„ Guðmundur Erlendsson Lágengi 19, Selfossi „„ Bjartmar V. Þorgrímsson Sóleyjarima 15, Reykjavík „„ Margrét Guðný Sölvadóttir Lóurima 13, Selfossi „„ Pétur Guðmundsson Kringlunni 47, Reykjavík „„ Björn Þór Sigurbjörnsson Lækjargötu 12, Hafnarfirði 70 ára „„ Hulda Halldórsdóttir Grænukinn 27, Hafnarfirði 75 ára „„ Kristján Reinhardtsson Hrauntungu 117, Kópavogi 80 ára „„ Einar Pétursson Funalind 11, Kópavogi „„ Ragnheiður Sigurðardóttir Vesturbergi 8, Reykjavík „„ Helga K. Kristvaldsdóttir Skúlagötu 11, Stykkishólmi 85 ára „„ Guðbjörg A. Finsen Vesturgötu 50a, Reykjavík 90 ára „„ Soffía Björgúlfsdóttir Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík Niels Parsberg fæddist í Reykja-vík, ólst þar upp og í Sölleröd í Danmörku. Hann varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944, lauk embættispróf í lögfræði frá HÍ 1950, var í framhaldsnámi í lög- fræði við University of Oxford 1950 og við Sorbonne, Université de Paris 1952, öðlaðist hdl.-réttindi 1951 og hrl.-rétt- indi 1966. Niels hóf störf sem fulltrúi í utan- ríkisþjónustunni 1952, var skipaður sendiráðsritari í París 1956 og jafnframt varafastafulltrúi hjá NATO og OEEC, starfaði síðan í utanríkisráðuneytinu á árunum 1961–67 er hann flutti til Bruss el og tók við stöðu fastafulltrúa Ís- lands gagnvart NATO. Hann var einn- ig skipaður sendiherra í Belgíu og hjá EBE, Efnahagsbandalagi Evrópu, og tók við stöðu sendiherra í London 1971. Jafnframt var hann sendiherra í Hol- landi, á Spáni, í Portúgal og Nígeríu. Við slit stjórnmálasambands við Bretland vegna 200 mílna fiskveiði- deilunnar varð Niels sendiherra í Sam- bandslýðveldinu Þýskalandi frá 1976, einnig í Austurríki, Sviss, Grikklandi, Vatíkaninu og frá sama tíma fastafull- trúi hjá Evrópuráðinu til 1982. Hann tók við störfum í utanríkisráðuneyt- inu í árslok 1978 og gegndi jafnframt störfum sem formaður sendinefndar Íslands á RÖSE, öryggismálaráðstefnu Evrópu, með dvöl í Madríd frá árslok- um 1979–83, var sendiherra í Ósló í árs- byrjun 1985 og jafnframt í Póllandi og Tékkóslóvakíu. Hann starfaði að lokum í utanríkisráðuneytinu frá 1989–96. Niels var formaður Vöku, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta, 1946–47, sat í stjórn Heimdallar 1950–52, var for- maður stjórnar Eimskipafélags Reykja- víkur hf. 1961–67 og formaður stjórnar Heildverslunar Ásgeirs Sigurðssonar hf. 1989–91. Hann hefur skrifað fjölda greina um vestrænt samstarf, öryggi og samvinnu í Evrópu. Fjöldskylda Niels kvæntist 21.3. 1953 Ólafiu (Lóu) Rafnsdóttur Sigurðsson, f. 19.11. 1930, d. 1.11. 1999, hússtjórnarkennara. Lóa var dóttir Ingveldar Einarsdóttur frá Garðhúsum í Grindavík og Rafns A. Sigurðssonar frá Dýrafirði, skipstjóra. Börn Niels og Lóu eru Rafn Alex- ander, f. 29.10. 1953, framkvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur Önnu Júlíönu Sveinsdóttur, óperusöngkonu og söng- kennara, og eru börn þeirra Svanheið- ur Lóa, f. 30.4. 1979, læknir í Reykjavík, Anna Þórdís, f. 6.3. 1983, lögfræðing- ur í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, og Sveinn Sigurður, f. 23.5. 1989, nemi í lögfræði við Háskólann í Reykja- vík; Karítas, f. 12.3. 1955, siðameistari Aþenu borgar í Grikklandi, gift Alex- ander Mitrogogos sendiherra; Sigurð- ur Baldvin, f. 17.8. 1960, framkvæmda- stjóri, nú búsettur á Spáni og er sonur Sigurðar Níels, f. 29.1. 1987. Bræður Nielsar: Björn, f. 15.5. 1924, d. 24.4. 1965, bjó lengi í Danmörku; Ás- geir, f. 29.12. 1932, verslunarmaður í Reykjavík. Foreldrar Nielsar voru Sigurður B. Sigurðsson frá Flatey á Breiðafirði, f. 4.6. 1897, d. 19.10. 1970, stórkaupmað- ur og ræðismaður Breta í Reykjavík, og k.h., Karítas Einarsdóttir frá Eyri í Skötufirði, f. 6.6. 1899 d. 18.1. 1978 Ætt Sigurður var sonur Björns Sigurðsson- ar, viðskiptafulltrúa og bankastjóra Landsbankans, frá Þverá í Hallárdal, og Guðrúnar Jónsdóttur frá Flatey á Breiðarfirði. Seinni maður Guðrún- ar var Niels Parsberg, læknir í Kaup- mannahöfn. Foreldrar Guðrúnar voru Jófríður Sigurðardóttir og Jón Guðmundsson, kaupmaður í Flatey. Jófríður var dóttir Sigurðar Johnsens, kaupmanns í Flat- ey, og Sigríðar Johnsen. Systur Jófríðar voru m.a. Bryndís, kona Geirs T. Zoega, rektors MR og amma Geirs Hallgríms- sonar forsætisráðherra, Guðrún, kona séra Sigurðar Jenssonar, prófasts í Flat- ey, og Ragnheiður, kona Boga Sigurðs- sonar, kaupmanns í Búðardal. Karítas var dóttir Einars Þorsteins- sonar, útvegsbónda að Eyri við Skötu- fjörð, og k.h., Sigrúnar Baldvinsdótt- ur frá Strandseljum. Bræður Karítasar voru m.a. Einar, verkstóri hjá Kletti í Reykjavík, Baldvin, forstjóri Almennra trygginga hf., Karl, verslunarmaður í Álfhóli, Kópavogi, Þorsteinn, bakari á Ísafirði, og Kristján Jón, verksmiðju- stjóri SR á Raufarhöfn og síðar á Húsa- vík. Einar var sonur Þorsteins, b. að Hrafnabjörgum í Ögursveit Einarsson- ar, að Ögri. Sigrún var systir Jóns, forseta ASÍ, og Hafliða, fisksala í Reykjavík. Sigrún var dóttir Baldvins, b. í Strandseljum Jónssonar, b. á Eyri og skutlara í Vatns- firði Auðunssonar, pr. á Stóruvöllum Jónssonar, og Halldóru Sigurðardóttur. Niels P. Sigurðsson sendiherra Gunnar Kristinn Vilbergsson Tölvunarfræðingur í Reykjavík Kjartan Pálsson Húsasmiður á Ási á Svalbarðsströnd 85 ára á fimmtudag 30 ára á fimmtudag 30 ára á fimmtudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.