Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Blaðsíða 26
Ægir og Vignir Þór Gunnarssynir: 26 | Fólk 9. febrúar 2011 Miðvikudagur Dætur Hemma Gunn gera það gott: „ÉG ER NÁTTÚRULEGA STOLTUR AF ÞEIM ÖLLUM“ Eva Laufey Kjaran, dóttir Hermanns Gunnarssonar, Hemma Gunn, er meðal keppenda í fegurðarsam- keppninni Ungfrú Vesturland. Hemmi Gunn segist vera stoltur af Evu Laufeyju, sem og öllum hinum börnunum sínum. „Ég mun styðja hana alla leið í þessu,“ segir hann og telur víst að hann muni mæta á úrslitakvöld fegurðarsamkeppninn- ar. „Verð ég ekki að gera það?“ segir hann og hlær. Eva Laufey er búsett á Akranesi og þaðan lauk hún stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Eva Laufey, sem er 22 ára, leggur nú stund á lögfræði við Háskóla Ís- lands. Hemma Gunn þekkja flestir en hann er einn þekktasti fjölmiðlamað- ur Íslendinga. Hann stjórnar nú út- varpsþætti á Bylgjunni. Hann stjórn- aði lengi spjallþættinum Á tali með Hemma Gunn, sem var einn vinsæl- asti sjónvarpsþáttur sögunnar. Hann var líka liðtækur fótboltamaður á sín- um yngri árum og spilaði meðal ann- ars með íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu. Hann segir að Eva Laufey hafi einnig verið liðtæk í fótboltanum. Yngstu dætur hans tvær verða báðar í sviðsljósinu á árinu en Edda, sem er aðeins eldri en Eva Laufey, stjórnar spurningakeppni framhalds- skólanna, Gettu betur. Hún mun eiga frumraun sína í sjónvarpi inn- an skamms þegar beinar útsending- ar þáttanna hefjast. „Hún fer alveg út í djúpu laugina þar,“ segir Hemmi. „Það hafa nú alltaf verið svona reynsl- uboltar sem hafa stjórnað því en gaman að henni skuli vera treyst fyr- ir þessu.“ „Ég er náttúrulega stoltur af þeim öllum og það verður engin breyting þar á. Bara bullandi stolt og ham- ingja,“ segir Hemmi aðspurður hvort hann sé ekki stoltur af dætrum sínum. D rengirnir mínir eru afskap- lega vel af Guði gerðir,“ segir Eygló Gunnþórsdóttir, móðir Ásdísar Ránar og bræðranna Ægis og Vignis Þórs Gunnarssona. Synir hennar reka verslunina Vaxt- arvörur í Hafnarfirði og vöktu at- hygli í síðustu viku þegar þeir tóku á móti hinum stóra og stælta Mark- us Ruhl. Markus hefur lengi verið talinn stærsti vaxtarræktarmaður í heimi og hefur um árabil verið einn vinsælasti IFBB (International Fed- eration of Bodybuilders) atvinnu- maður í vaxtarrækt í heiminum. Það var því margt um manninn af áhugafólki um vaxtarrækt og fæðu- bótarefni í versluninni sem vildi hitta Markus í heimsókn hans til landsins og móðir þeirra bræðra lét sig ekki vanta. Í frískasta lagi Eygló segist hafa rekið upp stór augu þegar hún sá Markus Ruhl í fyrsta sinn. „Þetta er alveg ótrúlegt og gaman að því að fá hann til landsins. Vaxtarvörur ehf. er einkaumboðs- aðili fyrir hin þekktu fæðubótarefni Ultimate Nutrition og Markus hef- ur tekið þátt í kynningu þeirra víða um heim. Það var mjög skemmtilegt að taka þátt í þessari kynningu með strákunum og auðvitað toppurinn að stilla sér upp við hliðina á tröll- inu sjálfu og fá myndir til minning- ar um skemmtilega heimsókn þessa mjög svo sérstaka manns. Sjálf er ég nú ekkert í vaxtarrækt þótt ég sé í allra frískasta lagi,“ segir Eygló og skellir upp úr. Vel upp aldir drengir Eygló veiktist af krabbameini fyrir nokkrum árum en hefur nú náð fullri heilsu og kröftum. „Ég er full af lífs- gleði og veit að nú verða mínir bestu dagar. Strákarnir mínir eru vel upp aldir og hafa hugsað vel um móður sína. Þeir hafa gefið mér góða ráðgjöf hvað varðar fæðubótarefni og vítam- ín. Ég tek fæðubótarefni frá Ultimate Nutrition, kalk og magnesíum og D3 vítamín. Þá tek ég mjög gott fjölvít- amín og passa að drekka mikið af vatni. Ég finn mjög mikinn mun á mér og sé það glöggt á húðinni. Hún er heilbrigðari en áður og ljómi yfir mér. Ég fer síðan út að skokka, hug- leiði og fer í sjúkraþjálfun í Heilsu- eflingu í Mosfellsbæ. Allt þetta gerir það að verkum að mér hefur aldrei liðið betur.“ kristjana@dv.is Eygló Gunnþórsdóttir Ásamt þýska vöðvatröllinu Markus Ruhl. Tvíburabræður Ásdísar Ránar Tóku á móti vöðvafjallinu Mark Ruhl. „Þetta hefur gengið eins og í sögu, eins og í lygasögu, kallinn minn,“ segir Andri Freyr aðspurð- ur hvernig þættirnir hafi gengið. Hundraðasti útvarpsþátturinn af Virkum morgnum með þeim Guðrúnu Dís Emilsdóttur, sem oftast er kölluð Gunna Dís, og Andra Frey Viðarssyni var sendur út síðastliðinn föstudag. Þáttur- inn hefur verið sendur út á Rás 2 frá því í haust en hann er í léttum dúr. Andri Freyr segir að samstarfið við Gunnu Dís hafi líka gengið vel og að gott sé að vinna með henni. „Samstarfið verður bara ferskara, það er alveg yndislegt að vinna með þessari stelpu,“ segir hann. Áfanganum var fagnað með kökum og kakói í einu af útsend- ingarstúdíóum Ríkisútvarpsins. „Það voru kókostoppar á borðum, kakó og póló-kex og svo eitthvert annað kex sem ég man ekki hvað heitir,“ segir Andri Freyr um veit- ingarnar. „Blöðrur í öllum horn- um, hangandi á öllu sem hægt var að hengja á, myndasería af okkur uppi á vegg og afmælisflautur. Þetta var mikið húllumhæ.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri mætti í gleðina og segi Andri að þau hafi aldrei ætlað að losna við hann. „Hann ætlaði að hanga yfir okkur allan tímann, hann fagnaði svo mikið. Einn- ig Sirrý, við þurftum að sparka henni burt, hún ætlaði aldrei að fara.“ Spörkuðu Páli og Sirrý burt Hundraðasti þátturinn af Virkum morgnum: n Bræður Ásdísar Ránar hugsa vel um móður þeirra n Veiktist af krabbameini en er óðum að ná kröftum n Hitti stærsta kraft- lyftingamann í heimi og dáðist að árangrinum n Borðar fjöl- vítamín og sojafæðubótarefni og fær ráðgjöf frá sonum sínum Tvíburabræður Ásdísar hugsa um mömmu Feðginin Hemmi Gunn ásamt dóttur sinni Evu Laufeyju. MYND BJÖRN BLÖNDAL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.