Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Blaðsíða 20
20 | Fókus 9. febrúar 2011 Miðvikudagur Sekkurinn bjargar deginum Þegar tölvuleikurinn Little Big Pla-net kom á markað þótti það bylt-ing. Leikurinn höfðaði til hug- myndaflugs og leikgleði með öðru lagi en áður hafði þekkst og þreytt- ur tölvuleikjamarkaður fékk innspýt- ingu því leikurinn náði til afar breiðs hóps. Foreldrar keyptu leikinn handa börnum sínum og gleymdu sér svo sjálfir við leikjatölvuna þegar börnin voru sofnuð. Leikurinn virtist líka ná jafnmikið til stúlkna og drengja. Sem sagt draumaframleiðsla framleið- enda, leikur með breiða skírskotun, skemmtanagildi en eitthvert þroska- gildi líka sem réttlætir kaupin. Framhalds leiksins hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu og aðdáendur Sekksins, aðalsöguhetj- unnar, verið hálfefins um að það væri í raun hægt að gera framhald á leik sem er jafntakmarkalaus og raun bar vitni. En nú er framhaldið komið á mark- að og enn á ný stækkar aðdáendahóp- urinn því Little Big Planet 2 tekst að koma á óvart svo um munar. Í þessum leik er mun meiri áhersla lögð á söguþráðinn og Sekkurinn er sendur af stað í mikla ævintýraför í ýmsa fjölbreytta heima þar sem hvert borð kemur spilaranum á óvart. Hvort sem er í útliti og söguþræði eða þeim aðferðum sem þarf að beita til að leysa þrautir. Þetta er í raun gjörbreytt- ur leikur frá LBP 1 sem þótti þó mikil bylting í formi og gerð tölvuleikja. Bylt- ingin fólst eins og áður sagði í þeirri áherslu sem hugmyndaflugi og leik- gleði spilara var gefin. Þær áherslur eru enn sterkari í LBP 2. Leikurinn er margskiptur. Einn hluti hans felst í spilun leiksins á hefð- bundinn máta og því að stýra Sekkn- um í gegnum fjölmörg borðin. Annar hluti leiksins felst í spilun hans með allt að fjórum félögum og þá má einnig spila á netinu. Áhugaverðasti hluti leiksins felst hins vegar í því að smíða eigin borð og LBP 2 skartar fullt af nýjum verkfær- um sem gerir spilurum kleift að skapa margvísleg borð, skotleiki og þrautir, kappakstur og fleira. Grafíkin er mikið meistaraverk og tónlistin er stórgóð líka. Það er varla nokkur missmíði á þessum leik og nú er hægt að segja aftur eins og við út- gáfu fyrri leiksins: Þetta er ekki hægt að toppa. Elektrópoppkvintettinn Kiriyama Family vann í hljómsveitarkeppni Ford-fyrirsætukeppninnar: Kiriyama með lag og myndband Elektrópoppkvintettinn Kiriyama Family hefur sent frá sér sitt fyrsta lag. Lagið heitir Sneaky Boots. Kiriyama Family var nýverið val- in af dómnefnd til þess að koma fram á Ford-fyrirsætukeppninni sem haldin var í Hafnarhúsinu síð- astliðið föstudagskvöld. Þar flutti sveitin fyrrnefnt lag, Sneaky Boots. Hljómsveitinni var ákaft fagnað á viðburðinum þar sem hún spilaði ásamt Feldberg og Sykri. Meðlimir hljómsveitarinnar eru: Björn Sigmundur Ólafsson, Guðmundur Geir Jónsson, Jóhann Vignir Vilbergsson, Karl Magn- ús Bjarnarson og Víðir Björnsson. Hljóðfæraskipan er mjög hreyfan- leg enda flestir meðlimirnir „multi- instrumentalistar“. Flestir með- lima koma nokkuð ferskir inn í poppið. Þó hefur Björn Sigmundur, öðru nafni Bassi, spilað með Benny Crespos Gang og Lay Low. Guðmundur Geir segir hljóm- sveitarmeðlimi enn vera að móta stefnu sína. „Það mætti kannski helst lýsa tónlistinni sem eins kon- ar „electro-groove“, en annars erum við enn að móta okkur.“ Nafn hljómsveitarinnar er kom- ið úr japönsku skáldsögunni Battle Royale eftir Koshun Takami. Sveitin var upprunalega stofnuð árið 2008 en er fyrst núna að koma út úr æf- ingarhúsnæðinu. „Við höfum komið fram tvisvar á tónleikum en annars höfum við verið að semja og stúd- era. Þess utan hafa nokkrir okkar verið í námi erlendis,“ segir Guð- mundur. Hann segir hljómsveitina nú vera komna á fullt skrið að taka upp demó og semja lög fyrir plötu sem vonandi kemur út seinna á ár- inu. Stefnt er að því að taka upp myndband við fyrsta útgefna lag sveitarinnar, Sneaky Boots, í byrjun febrúar. Meðlimir Kiriyama Leiðin er greið eftir að þeir slógu í gegn á módelkeppni í síðustu viku. Nýdönsk mætir áhorfendum á nýjan hátt í návígi í Litla sal Borgarleikhúss- ins. Hljómsveitarmeðlimir lofa því að þeir séu góðir sagnamenn og ætla að deila með áhorfendum sögunum á bak við lögin og textana, skandalana og stórsigrana. Kvöldstundin er þannig samansett að áhorfendur taka virkan þátt í sögustundinni auk þess að berja augum fágæt myndskeið með aðstoð nýjustu tækni. En auðvitað er það fyrst og fremst tónlistin sem verður alltumvefjandi fram á nótt. NýdöNsk í Návígi svo mælti Zaraþústra Sinfóníuhljómsveit Íslands býður gestum sínum upp á tónleikaröð sem kallast Gula röðin. Viðburðirnir eru fluttir á fimmtu- dögum næstu vikur og eru góður kostur fyrir þá sem vilja heyra klassíska tónlist af ýmsum toga. Á fimmtudagskvöld verður meðal annars flutt upphaf tónaljóðs Richards Strauss um ofurmennið Zara- þústra, sem flestir þekkja úr kvikmyndinni 2001: A Space Odyssey. draumurinn í loftkastalanum Draumurinn verður frumsýndur á fimmtudagskvöld á Nemendamóti Verslunarskólans í Loftkastalanum. Verkið byggir á Draumi á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare og það er Orri Huginn Ágústsson sem leikstýrir. Áhorfendur fá að fylgjast með fjórum ungmennum sem standa á krossgötum í lífinu og fylgja þeim inn í eina mestu örlaganótt lífs þeirra þar sem undarleg öfl eru á sveimi. Little Big Planet 2 Tegund: Ævintýraleikur Spilast á: PS3 Framleiðandi: Media Molecule / Sony Tölvuleikur Kristjana Guðbrandsdóttir Ferskur og frumlegur Það reynir á sköpunargáfuna í þessum leik sem reynist fjölskyldumeð- limum á öllum aldri spennandi. Þ að hefur stundum verið sagt að Lér konungur sé vonlaus- asta hlutverk leikbókmennt- anna. Á meðan leikarar hafi á annað borð það líkamsþrek og út- hald, sem hlutverkið krefst, séu þeir of ungir í það; þegar þeir séu komnir á réttan aldur, hafi þeir ekki lengur þá burði sem á þarf að halda. Ég er ekki frá því að þetta hafi sannast á þeim mikla leikara Laurence Olivier sem lék kónginn í sjónvarpi, eftir að hann var kominn á hinn rétta aldur. Sú uppfærsla er reyndar til á DVD, eins og sumar af betri Shakespeare-upp- færslum Breta frá síðari árum; menn geta nálgast hana og fleira góðgæti af þessu tagi á Netinu. Á fimmtudagskvöldið gafst þeim, sem lögðu leið sína í Sambíóin í Kringlunni, tækifæri til að sjá undr- ið gerast: stórkostlegan leikara, kom- inn til efri ára, túlka Lé konung með svo innblásnum hætti að annað eins er sjaldséð. Ég sé á vef Guardian að Michael Billington, kollega minn þar sem ég hef víst áður vitnað í, tel- ur Lé Dereks Jacobis einn af þremur bestu sem hann hefur séð – og Bill- ington hefur verið að í um fimmtíu ár; Bretar líta sem kunnugt er ekki á leikdómara sem einnota fyrirbæri. Og ég skal glaður éta ofan í mig það sem ég skrifaði hér í blaðið í dómi mínum um sýningu Þjóðleikhússins á leikritinu: að hugsanlega væri þetta óleikanlegt verk. Þessi sýning, undir stjórn Michaels Grandage, leikhús- stjóra Donmar, afsannar þá skoðun. Hún er einfaldleikinn sjálfur, flutt á sviði sem er mestan part berstrípað, án leikmuna; en það gerir ekkert til, sagan verður algerlega skýr þrátt fyrir það. Þetta er nú einu sinni allt í text- anum og þarf ekki annað en stuðning frá úthugsaðri lýsingu og leikhljóð- um sem hér teygja sig frá stílfærðum natúralisma yfir í óræðið – rétt eins og skáldskapur Shakespeares. Hrein snilld allt saman. Leikhópurinn er einnig samval- inn og yfirleitt mjög góður, þó að ég væri að sönnu ekki jafn hrifinn af öll- um. En fífl Rons Cooks var frábært; ég má til með að nefna það. Og auðvitað allir pottþéttir á textanum og hvern- ig ætti að flytja hann; það var nú ekk- ert kákið. Aðalatriðið var samt innri þungi sýningarinnar sem greip mann nánast heljartökum frá upphafi, og Jacobi knúði áfram, öllum öðrum fremur. Ég skal gera aðra játningu: þetta er í fyrsta skipti sem ég sé þetta leikrit á sviði og óska þess að það verði ekkert hlé, heldur fái snilldin að halda áfram ótrufluð allt til loka. Menn hafa deilt um hvað Lér kon- ungur fjalli um og sumir segja að það lýsi guðlausum heimi, heimi án rétt- lætis og vonar. Shakespeare hafi verið búinn að glata sinni kristnu barnatrú, hafi hann þá nokkurn tímann ver- ið trúaður. En ég held ekki að heim- spekin eða guðfræðin sé lykill að verkinu, þó að þarna sé mjög tæpt á ýmsum slíkum álitaefnum. Í mínum augum er Lér konungur umfram allt leikritið um þjáninguna. Og raun- veruleg þjáning verður aldrei skýrð með orðum. Hún er í eðli sínu óskilj- anlegt mysteríum. Andspænis henni skiptir aðeins eitt máli: hluttekning- in. Sá sem getur mætt þjáningu án hluttekningar er dauður maður. En hluttekningin ein og sér er lítils virði ef hún fer ekki saman við fyrirgefn- inguna. Þá fyrst reynir á það hversu sönn hún er. Annað orð fyrir hluttekningu er samlíðun. Hjá öðru miklu skáldi stendur að samlíðunin sé uppspretta hins æðsta söngs. Óm af þeim söng mátti heyra í nístandi túlkun Dereks Jacobis á hinum brjálaða konungi Shakespeares. King Lear eftir William Shakespeare Donmar-leikhúsið í London Leikstjóri: Michael Grandage. Aðalhlutverk: Sir Derek Jacobi, Gina McKee, Pippa Bennett-Warner, Justine Mitchell, Ron Cook, Michael Hadley, Paul Jesson. Bein útsending í Sambíóunum 3. febrúar sl. Leikrit Jón Viðar Jónsson svoNa leika Bretar lé koNuNg! Lér konungur Derek Jacobi í aðalhlutverkinu í Donmar-leikhúsinu í London.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.