Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Side 18
A
magerbankinn, níundi
stærsti banki Danmerkur,
er gjaldþrota. Hugsanlega
þurfa danskir þegnar að bera
hundrað milljarða króna tap vegna
þessa.
Fyrir réttu ári ákvað stjórn Swed-
bankinn í Svíþjóð, fyrstur sænskra
banka, að stöðva bónusgreiðslur til
yfirmanna. Ástæðan var 170 millj-
arða króna tap bankans árið 2009.
Við slíkar kringumstæður þótti eig-
endum bankans dálítið ögrandi að
útdeila ofurlaunum og bónusum
til yfirmanna. Michael Wolf banka-
stjóri hafði verið annarrar skoðun-
ar en reyndi að halda andlitinu þeg-
ar hann sagði blaðamönnum að
ákvörðunin yrði áreiðalega til þess
að auka traust og tiltrú almennings
til bankans.
En á meðan bankastjórinn talaði
við fjölmiðla voru fúlir og sármóðg-
aðir yfirmenn bankans þegar búnir
að hafa samband við aðra banka og
bjóða þeim þjónustu sína. Gegn væn-
um bónusgreiðslum vitanlega.
Í engri grein er að finna jafn sjálf-
birgingslega yfirmenn, bólgna af
sjálfstrausti, og í fjármálageiranum.
Hvergi er græðgi og ágirnd ræktuð af
annarri eins alúð. Venjulegir Íslend-
ingar þekkja einkennin og kunna að
lesa skýrslu rannsóknarnefndar Al-
þingis. 100 milljóna króna kaupréttur.
12 milljóna króna mánaðarlaun. 300
milljóna króna starfslokasamningur.
Hlutabréfakaup í banka með fyrir-
fram gefnum hagnaði. Mörg hundruð
milljóna króna lífeyrisgreiðslur.
Hyldýpisgjáin
Þessi háu laun eru út af fyrir sig
merkilegt fyrirbæri. Þau eru eins og
slitin úr tengslum við kröfuna um 200
þúsunda króna lágmarkslaun á mán-
uði sem samtök launamanna fara
fram á. Eftir á að hyggja er það eins
og óraunveruleg martröð að hugsa
til þess tíma þegar millistjórnend-
ur íslenskra smábanka voru komnir
með hærri árstekjur en æðstu yfir-
menn stórfyrirtækja milljónaþjóða.
Þegar grannt er skoðað er ekki eins
og bankastarfsemi sé mjög flókið og
erfitt verkefni. Að skera upp höfðuð
á sjúklingi og fjarlægja æxli er erfitt
og flókið verkefni sem krefst mikillar
menntunar og þjálfunar. Skurðlækn-
ir er sennilega ekkert ofhaldinn með
1 til 1,5 milljónir króna á mánuði.
Það er einnig erfitt að stjórna sin-
fóníuhljómsveit og krefst langrar
þjálfunar og undirbúnings. En nán-
ast með því að ýta á einn takka tölv-
unnar er unnt að ganga frá hluta-
bréfakaupum fyrir viðskiptavini
banka. Eins og sænskur bankastjóri
útskýrði eitt sinn fyrir blaðamannin-
um og ritstjóranum Bengt Ericsson:
„Þú finnur hlutabréfið og kallar fram
kaup- og sölugengi á skjáinn. Þú ferð
miðja vegu milli kaupgengisins og
sölugengisins og ýtir svo á takkann.
Það er leitun að einfaldari vinnu.“
Sagði bankastjórinn við blaðamann-
inn sænska sem skrifað hefur ágæta
bók um nýju yfirstéttina þar í landi.
Hvaðan kom þessi græðgi?
Þegar lánsfjárkreppan skall á Svíum
haustið 2008 líkt og hér, höfðu
sænskir bankamenn lært sína lexíu
frá bankakreppunni í byrjun tíunda
áratugarins. Sænski seðlabankinn
ákvað að setja 22 þúsund milljarða
króna í þrautavarasjóð fyrir bankana.
Seðlabankinn setti eitt skilyrði fyrir
láni úr sjóðnum: að bónusgreiðslur
til bankastjóra og annarra yfirmanna
yrðu afnumdar.
Hvaðan kom þessi græðgi?
Hvernig verður til sú hyldýpisgjá sem
markast annars vegar af launum á
bilinu 200 til 600 þúsund króna og 15
milljóna króna bankalaunum á mán-
uði? Ofurlaunagreiðslur af þessum
toga bera vott um hroka, yfirlæti og
forherðingu innan tiltekins hóps
sem hættir að stunda sjálfsgagnrýni.
Innan hópsins strjúka menn hverjir
öðrum meðhárs í von um enn hærri
greiðslur. Eða í það minnsta til þess
að missa ekki þau ofurlaun sem þeg-
ar eru greidd. Innan hópsins mynd-
ast ákveðið viðhorf til umhverfisins.
„Við, hin útvöldu“ og „þið, sauðsvart-
ur almúginn“. Allir hafa tilhneigingu
til að réttlæta tilveru sína og enginn
lætur forréttindi af hendi átakalaust.
Tiltekin gildi eru í hávegum höfð inn-
an hópsins; að nota hvert tækifæri til
að auðgast jafnvel þótt starfsemin
gangi illa og að gagnrýna aldrei aðra
í klúbbnum. Óbreyttir starfsmenn
eiga að sýna yfirmönnum hollustu,
skilyrðislaust, en innan ofurlauna-
hópsins sýna menn aðeins hver öðr-
um hollustu. Og gagnrýna aldrei
neinn.
Því skyldi almenningur hafa til-
trú til helstu stofnana samfélags-
ins þegar svona er í pottinn búið en
bankarnir fallnir og heilt samfélag í
rúst? Því skyldi almenningur treysta
stjórnmálamönnum eða dómstól-
um? Hvernig stendur á því að bank-
arnir þurfa nú að verja háum fjár-
hæðum í auglýsingar til þess að
sannfæra almenning um að þeir ætli
að bera samfélagslega ábyrgð?
Liggur svarið ekki í augum uppi.
Hvenær kemur
sumarið?
„Þorranum lýkur 19. febrúar og þá
tekur góan við en upp úr því brosum
við breitt framan í sumarið. Annars
sýnist mér allar spár benda til þess
sumarið sé komið í hjörtum margra.“
segir Sigurður Þ. Ragnarsson
veðurfræðingur. Veðurfar hefur
verið heldur leiðinlegt suðvestan-
lands undanfarna daga. Í síðustu
viku gerði mikla snjókomu en
á þriðjudagskvöld gerði mikið
hvassviðri með asahláku. Sigurður
segir þó að sumarið sé á næsta leiti.
18 | Umræða 9. febrúar 2011 Miðvikudagur
„Ég get fullvissað alla um
að Árni Páll er ekki búinn
að segja af sér.“
n Hrannar B. Arnars-
son, aðstoðarmaður
forsætisráðherra, um
meinta afsögn Árna Páls
Árnasonar, efnahags- og
viðskiptaráðherra. – DV.is
„Ótrúlegt að ég hafi náð
að sjá hann.“
n Andri Vilbergsson um það að hafa
bjargað 19 ára pilti úr Reykjavíkurtjörn. –
DV.is
„Það bara kemur DV ekki
við, það er bara
á milli mín og
kaupanda.“
n Sveinn Andri
Sveinsson lögmaður um
kaupverð á félaginu SAM 10 sem nú er
gjaldþrota. – DV
„Ég er verð að komast út,
ég er svo hrædd.“
n 17 ára fíkniefnaneytandi sem kallaði á
hjálp til móður sinnar, Guðnýjar
Sigurðardóttur, á Facebook. – DV
„Já. Við erum
viðskipta-
félagar.“
n Gueorg Tzvetanski
um tengsl sín við Björgólf
Thor Björgólfssonar. – DV
Skattar Sveins
Hæstaréttarlögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson er dæmigerður Íslendingur af
þeirri gerð sem gjarnan er kennd
við 2007. Lögmaðurinn hefur verið
í tísku vegna áberandi lífsstíls þar
sem hann birtist á myndum, ýmist
ber að ofan með spennta vöðva eða
í smóking. Í samræmi við það hef-
ur hann verið kallaður stjörnulög-
maður. En það kostar sitt að standa
undir þeirri nafnbót. Lögmaðurinn
rak um árabil einkahlutafélagið
Reykvískir lögmenn ehf. sem hélt
utan um stærstan hluta af tekjum
hans. Félag Sveins greiddi honum
út lág laun en tugmilljónir króna í
arð, sem væri góðra gjalda vert ef
félagið hefði staðið skil á opinber-
um gjöldum. En þar liggur hund-
urinn grafinn.
Skattaskuldir hlóðust upp þar
til í óefni var komið. Lögmaður-
inn brá loks á það ráð í nóvember
að selja félagið með skattaskuld-
unum. Þá hét það SAM 10. Þremur
mánuðum síðar fór félagið í gjald-
þrot með nýja eigendur við stýrið.
Þegar DV spurði stjörnulögmann-
inn út í málið svaraði hann: „Þetta
var bara pínulítið.“ Þar liggur mis-
skilningurinn. Þegar skattar upp á
yfir 20 milljónir falla niður dauðir
og ógreiddir er það stórmál. Venju-
legt fólk þarf að standa skil á öllum
sínum gjöldum en stjörnumað-
urinn vill sleppa. Þegar DV gekk
eftir frekari svörum lét lögmað-
urinn eins og það væri einkamál
sitt að félag honum nátengt færi í
þrot með skattaskuld sem ekki var
greidd þótt arður fengist útborg-
aður. Hann neitaði að upplýsa
hvaða einstaklingar hefðu „keypt“
af honum félagið. „Það bara kem-
ur DV ekki við.“ Það getur vel verið
að DV komi það ekki við sem lög-
maðurinn brallar í skuggasundum
fjármála sinna. Almenningi í land-
inu kemur það fyrst og fremst við.
Lykilatriði í þessu máli er hvort um
raunverulega sölu var að ræða eða
hvort lögmaðurinn var á flótta frá
eigin félagi.
Það er rétt hjá Sveini Andra að
í samanburði við milljarðabrall
útrásarinnar er hans mál „pínu-
lítið“. Það réttlætir þó ekki und-
anbrögðin. Skattayfirvöldum og
lögreglu ber skylda til þess að taka
lögmanninn fræga sömu tökum og
alla aðra sem stunda skattaleikfimi
af umræddu tagi. Á meðan skatt-
áþján eykst á fólkinu í landinu er
beinlínis óþolandi að ekki sé sett
undir slíkan leka. Rannsókn á mál-
um Sveins Andra verður að fara
fram.
Leiðari
Spurningin
Bókstaflega
Reynir Traustason ritstjóri skrifar: „Það getur vel verið
að DV komi það
ekki við sem lögmaðurinn
brallar í skuggasundum
fjármála sinna.
Hlegið að Simma
n Gjörvallur stjórnmálaheimurinn
stóð á öndinni af hlátri eftir að hinn
umdeildi Sigmundur Ernir Rúnarsson,
þingmaður Sam-
fylkingar, lét uppi
þann vilja sinn
að kasta VG út
úr stjórn og taka
upp samstarf við
aðra flokka. Þykir
því fara fjarri að
Sigmundur hafi
umboð í þeim
efnum. Frægastur varð hann í þinginu
fyrir uppákomu þar sem hann
þvoglumæltur skammaði Sjálfstæðis-
flokkinn. Myndband af uppákomunni
fór á YouTube og sló í gegn. Sigmund-
ur er síðan neðstur í goggunarröðinni
hjá Jóhönnu og hefur örugglega lítið
að segja um stjórnarmyndanir.
Kolsvört niðurstaða
n Eftir borgarstjórnarkosningarnar
í fyrra gerðu sjálfstæðismenn í
borginni könnun meðal félaga
í fulltrúaráði
allra félaganna
í höfuðborg-
inni, sem eru
eitthvað á annað
þúsund manns.
Tölvupóstur var
sendur fulltrú-
um sem höfðu
tölvupóstfang,
alls um 600 fulltrúum. Rúmlega
helmingur þeirra svaraði fjölda
spurninga, meðal annars um
prófkjör, borgarfulltrúa og margt
fleira. Ekkert hefur fengist birt af
niðurstöðum þessarar könnunar,
en þar var óánægjan og neikvæðnin
ríkjandi eins og nærri má geta eftir
ófarirnar í kosningunum. Hermt er
að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi
fengið sinn skerf af harðri gagnrýni.
Skömmin og Valhöll
n Athyglisverð er ein spurning sem
lögð var fyrir fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins í könnuninni vegna borg-
arstjórnarkosninganna og klúð-
ursins þar. Spurningin var á þessa
leið: Telja félagar í fulltrúaráðinu
ástæðu til þess að halda fundi sína
í Valhöll? Ekki er fullkomlega ljóst
eftir hverju er verið að fiska. Þó má
leiða að því getum að þarna sé fólk
spurt hvort það vilji með fundar-
höldum sínum láta bendla sig við
höfuðvígið þar sem Jónmundur
Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóri
á Seltjarnarnesi, ræður ríkjum.
Ónot vegna málpípu
n Útvarpsmaðurinn snjalli Sigurjón
M. Egilsson var með Friðrik J. Arngríms-
son, framkvæmdastjóra LÍÚ, í miklu
drottningarvið-
tali í þætti sínum
Sprengisandi á
sunnudagsmorg-
un. Upplýsti
Sigurjón í Bítinu
á mánudag
að hann hefði
uppskorið ónot
frá hlustendum
eftir þáttinn. Sumir ýjuðu að því að
hann hefði fengið borgað fyrir að
flagga málpípunni sem hefði haft
frumkvæði að því að mæta í þáttinn.
Það væri að sjálfsögðu alrangt.
Sandkorn
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
Útgáfufélag: DV ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
Jóhann Hauksson, johannh@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„ Innan hópsins
strjúka menn
hverjir öðrum meðhárs
í von um enn hærri
greiðslur. Eða í það
minnsta til þess að missa
ekki þau ofurlaun sem
þegar eru greidd.
Græðgin og gjáin
Kjallari
Jóhann
Hauksson