Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Blaðsíða 22
22 | Úttekt 9. febrúar 2011 Miðvikudagur Á hverju ári flyst fjöldi erlendra kvenna til landsins, margar í gegnum hjónabandsmiðl- anir á netinu. Á sama tíma er hlutfall erlendra kvenna sem leita í Kvennaathvarfið til þess að fá vernd gegn heimilisofbeldi afar hátt, eða 62 prósent. María Reyndal leikstjóri sýndi stuttmynd sína Yes Yes á Reykjavik Shorts and Docs í janúarmánuði. Myndin er byggð á viðtölum við taí- lenskar konur sem búa á Íslandi og lýsir því hvernig þær eru algjörlega háðar mönnunum sem þær flytjast til en jafnframt því hvernig þær ná að sigrast á erfiðleikunum sem þær lenda í. Maríu finnst standa upp úr hversu miklir sigurvegarar þær kon- ur sem hún hitti að máli eru. Þær séu fljótar að fá sér vinnu og öðlast sjálfstæði og þær myndi tengslanet við aðrar taílenskar konur sem komi þeim til aðstoðar í neyð. Þær eigi þó flestar sameiginlegt að hafa upplifað vanlíðan og óöryggi í upphafi dvalar sinnar og sumar þeirra höfðu ógur- lega sögu að segja. Kynferðisbrotamenn í kjöraðstæðum „Þær upplifa flestar vanlíðan og óör- yggi við komuna til landsins þegar þær flytjast til manns sem þær þekkja ekki og til stendur að giftast innan þriggja mánaða svo þær fái landvist- arleyfi hér. Það er mikil pressa á slíku sambandi, frá sjónarhóli beggja í rauninni,“ segir María. Hún bendir á að þótt margar endi í farsælu hjóna- bandi með góðum eiginmanni bjóði umgjörðin upp á kúgun og ofbeldi. Þeir karlmenn sem séu þannig gerð- ir hafi ákveðið svigrúm í þessum að- stæðum sem þeir geti nýtt sér. „Ég veit til þess að sömu mennirn- ir fá til sín konur sem þeir misbjóða og beita ofbeldi og losa sig síðan við til þess að fá sér nýja. Þetta komast þeir upp með að gera ítrekað og það er ekkert hægt að gera í því. Þetta geta verið dæmdir kynferðisbrotamenn og það virðast ekki vera nein mörk.“ Megum ekki hafa fordóma María segir málið vitaskuld flókið enda sé varla hægt að setja lög og regl- ur sem takmarki frelsi fólks af erlend- um uppruna til að gifta sig þeim sem það sé ástfangið af. „En eitthvað verður þó að gera, við verðum að slá skjaldborg um þess- ar konur því að karlmönnum er gert of auðvelt að stýra lífi kvennanna án þess að einhver grípi inn í ofbeldið. Fræðsla og umburðarlyndi eru lykil- orð í þessu sambandi. Við verðum að ná til þeirra en um leið megum við ekki hafa fordóma fyrir samböndum íslenskra karla og erlendra kvenna.“ Ofbeldismenn ljúga Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur er framkvæmdastjóri Mannréttinda- skrifstofu Íslands og ráðgjafi innflytj- enda hjá Reykjavíkurborg. Hún er ein þeirra sem létu vinna fræðslubækling til erlendra kvenna. Í bæklingnum er að finna upplýsingar um jafnan rétt og jafna stöðu kynja, dvalarleyfi, skilnaði, forsjármál, ofbeldi í nánum sambönd- um og hótanir og þar endurspeglast reynsla ráðgjafanna af sögum þeirra erlendu kvenna sem búa við ofbeldi og kúgun. Margrét segir bæklinginn nýtast ís- lenskum konum líka enda sé heimil- isofbeldi algengt hér á landi. Erlendar konur séu hins vegar einangraðri og með minni reynslu af íslensku jafn- réttissamfélagi en íslenskar og því tak- ist ofbeldismönnum frekar að kúga þær og halda markvisst að þeim rang- hugmyndum um rétt þeirra og stöðu. Íslenskur siður að sofa hjá vinum eiginmannsins „Í bæklingnum er að finna upplýs- ingar og úrræði um ofbeldi í nánum samböndum, skilnað og réttindi,“ seg- ir Margrét. „En við fundum líka að það var nauðsynlegt að svara spurn- ingum sem við fáum ítrekað og svara þeim skýrt svo enginn vafi léki á. Ég get nefnt sem dæmi að konur hafa sagt okkur frá því að þeim hafi verið talin trú um að íslenskar konur gangi um naktar innanhúss og aðrar sem lýsa því að þeim sé svo illa við þann íslenska sið að konur þurfi að sofa hjá vinum eiginmanna sinna. Svör við spurningum af þessu tagi eru í bæk- lingnum af því að við töldum ríka þörf á því. Ofbeldismenn beita oft hótun- um til að kúga og með kúgunum sín- um festa þeir konur sínar í nokkurs konar ánauð. Algengasta dæmið er að hann geti með einföldum hætti látið vísa konunni úr landi. Hann geti stýrt því með einhverjum tengslum sín- um við lögregluna eða Útlendinga- stofnun. Önnur algeng hótun er að á Íslandi fái feður alltaf forsjá barna vegna þess að konan sé af erlendum uppruna. Það er mikilvægt að þess- ar konur, og íslenskar konur í raun- inni líka, séu óhræddar við hótanir sem þessar því að það er staðreynd að niðurstaða í þessum málum er alltaf vandlega ákvörðuð og fer aldrei eftir vilja eða orðum eins einstaklings.“ Deila út bæklingnum Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir þvinguð hjónabönd vera eina tegund mansals og að þau séu afar erfið viðureignar, fyrst og fremst vegna þess að það sé erfitt að ná til kvennanna. „Við búum við löggjöf sem krefst þess að fyrsta skrefið sé að þolandinn stígi fram og lýsi brot- inu. Í þessum tilfellum gerist það þó sjaldnast og það er erfitt að kom- ast að þolendum. Við tókum upplýs- ingabæklingi um rétt erlendra kvenna fagnandi og höfum deilt honum út þar sem við höfum talið þörf á. Það er fyrsta skrefið.“ Björgvin segir vandann breiðast út um heiminn og að hann hafi stungið sér niður hér á landi í sí- vaxandi mæli síðustu ár. „Hér er starf- andi mansalsteymi sem sérhæfir sig í að vinna í þessum málum og lögregl- an er meðvituð um breyttar vinnu- aðferðir sem þessi mál krefjast. Við erum rétt að byrja þessa vinnu því að þessi vandi hefur verið lítt áberandi hér þangað til nú.“ Mæta nánast næsta fórnarlambi á flugvellinum Sigþrúður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastýra Samtaka um kvenna- athvarf, verður vör við að vandinn sé umfangsmikill og gríðarlega erfiður. „Við þekkjum vel þessa sögu af erlend- um konum sem kynnast íslenskum mönnum og flytjast til Íslands. Þeir byrja strax að beita grófu ofbeldi, kon- urnar gefast upp í sambandinu og of snemma til að eiga von um dvalarleyfi. Karlarnir henda þeim út og eru komn- ir í samband við nýja konu, gjarnan frá sama landi og fyrra fórnarlamb. Kon- ur nánast mæta næsta fórnarlambi á flugvellinum á leiðinni heim.“ Á hverju ári flyst fjöldi er- lendra kvenna til Íslands til að gifta sig. Margar í gegnum hjónabands- miðlanir á netinu. Í við- tölum við ráðgjafa kemur fram að þær sem lenda í ofbeldissamböndum hafa miklar ranghug- myndir um hjónabandið og réttindi sín. Einni konu mislíkaði til dæmis sá siður að þurfa að sofa hjá vinum eiginmanns síns. Fordómaleysi María Reyndal telur mikilvægt að verja þær konur sem hingað koma gegn misbeitingu og kúgun og vera fordómalaus og umburðarlynd. Hóta brottvísun Ofbeldis menn ljúga því að konum sínum að einfalt sé að vísa þeim úr landi og lögreglan sé með þeim í liði, segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindastofu Íslands. „Þið eruð bara rusl, sagði íslenskur maður við eigin- konu sína og börnin hennar. „… að þeim hafi verið talin trú um að íslenskar konur gangi um naktar innanhúss og aðrar sem lýsa því að þeim sé svo illa við þann íslenska sið að konur þurfi að sofa hjá vinum eigin- manna sinna. Taldar á að sofa hjá vinum eiginmanna sinna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.