Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Blaðsíða 19
Umræða | 19Miðvikudagur 9. febrúar 2011 Borðar ein- tómt van- illuskyr 1 Eftirlýstur! Skokkari sló dreng og snéri hann í götuna. Lögreglan á Selfossi lýsir eftir karlmanni á fertugsaldri sem veittist að tólf ára dreng í Hveragerði í gærkvöldi. 2 Hetjudáð á Tjörninni: „Ótrúlegt að ég hafi náð að sjá hann“ Andri Vilbergsson bjargaði 19 ára pilti upp úr Reykjavíkurtjörn aðfaranótt sunnudags. 3 Stórviðrið að byrja S- og V-til - hviður komnar upp í 30 m/s Búist er við stormi eða ofsaveðri sunnan- og vestanlands síðdegis og í kvöld, og um allt land í nótt. 4 Stórviðrið að byrja S- og V-til - hviður komnar upp í 30 m/s Búist er við stormi eða ofsaveðri sunnan- og vestanlands síðdegis og í kvöld, og um allt land í nótt. 5 Avril Lavigne á nærbuxunum: Fórnar pönkinu fyrir kynþokk- ann Töffaraklæðnaðurinn hefur vikið fyrir kynþokkafullum undirfötum. 6 Jón Gnarr á sjúkrahús Jón er með sýkingu í ennisholum sem hefur háð honum frá því í haust. 7 Traust Gula pressan: Hvar endar regnboginn? Davíð Fannar Gunnarsson er ungur frumkvöðull og annar stofnenda og stjórnenda nýja símafélagsins Hringdu. Hann lifir venjulegu lífi, nýtur þess að vinna og fara á veiðar með hundinn. Hver er maðurinn? „Maðurinn er 24 ára frumkvöðull.“ Hvað heldur þér gangandi? „Mín endalausa löngun til að gera eitthvað nýtt.“ Hvernig er venjulegur dagur í lífi þínu? „Venjulegur dagur er að vakna um sjö og heilsa upp á hundinn minn. Ég byrja svo á því að vinna heima en mæti annars í vinnuna klukkan tíu. Svo fer ég heim svona um miðnætti. Það er bara vinna frá morgni til kvölds.“ Finnst þér gaman í vinnunni? „Það er það skemmtilegasta sem ég geri, að vinna. Það hefur alltaf verið þannig.“ Hvað borðarðu venjulega í morgunmat? „Venjulega borða ég vanilluskyr. Bara KEA vanilluskyr, eintómt.“ Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? „Það er erfitt að velja en ætli það sé ekki bara að fara út að veiða með hundinum mínum.“ Ertu mikill veiðimaður? „Mér finnst alla vega gaman að veiða. Og þá sérstaklega rjúpur.“ „Já, ef þeir eru prófaðir eins og allir aðrir.“ Erna Margrét Oddsdóttir 20 ára vinnur í verslun „Já, alveg klárlega.“ Jakob Gunnarsson 18 ára nemi í MR „Já.“ Hafsteinn Ragnarsson alveg að verða 18 ára nemi „Já, ef þeir eru ekki smitaðir. Mér finnst það alveg sjálfsagt.“ Kristín Kristinsdóttir 62 ára eftirlaunaþegi „Já, að sjálfsögðu.“ Silja Þrastardóttir 28 ára afgreiðsludama Mest lesið á dv.is Maður dagsins Finnst þér að samkynhneigðir eigi að fá að gefa blóð? Landað í gáma við Reykjavíkurhöfn Hann lét ekki kuldann á sig fá þessi hafnarverkamaður þar sem hann sat dúðaður í lyftaranum og setti fiskikerin í gám. MYND RÓBERT REYNISSONMyndin Dómstóll götunnar M ikið hefur mætt á íslensku samfélagi umliðin miss- eri. Arfleifð einkavæðing- arinnar var ríkisvæðing á tapi ásamt hrakandi siðferðisvitund almennt. Sést best á þeim fjölda fólks sem lét glepjast af ágirnd og misnot- aði aðstöðu sína. Sýnu verst er þó sú staðreynd að talsmenn þrönghags- muna telja sig enn hafa erindi. Og hafa sitt fram í gegnum fjölmiðlana. Kíkjum á það sem er í gangi. Samtök atvinnulífsins blanda óhikað sjávarútvegsstefnu ríkis- stjórnarinnar inn í kjarasamninga og segja það í nafni þjóðarinnar. Þeirra skilningur á þjóðareign auðlinda er sá sami og alþingismanna samtak- anna, að nýtingarrétturinn skuli vera sem lengst í höndum þeirra sjálfra, helst 65 ár með annarri eins fram- lengingu. Í sömu andrá og þess- ir menn segja atvinnugreinina ekki þola fyrningu á 20 árum segja þeir kvótakerfið það besta og arðsam- asta í heimi. Þeir átelja auðlinda- gjald langt innan við 10% en leggja 80% á leiguliða sem stunda sjó náðarsamlegast með þeirra leyfi. Þeir telja sjálfsagt að árleg úthlut- un kvóta gangi aldrei annað en til þeirra sjálfra og komi inn á Íslands- mið nýjar tegundir sjálfgefið að þær falli þeim í skaut. Meira að segja grásleppukarlar og sportveiðimenn skulu lúta þeirra hrammi og mega ekki fanga nokkur kíló nema varði sektum. Samt stendur skýrum stöf- um í lögum um fiskveiðar að auð- lindin sé þjóðareign, að sjávarút- vegsráðherra sé heimilt að breyta úthlutunarvenjum og aflaheimild- ir megi ekki veðsetja. Ég segi fjár- festingar í sjávarútvegi ekki strand vegna stefnu ríkisstjórnarinnar heldur glórulausrar umgengni við það umboð sem mönnum var veitt með kvótanum. Málsvarar frelsisins gleymdu að því fylgir ábyrgð. Orkumál landsmanna er annar ólestur. Töluvert er af jarðvarma á þessari eldfjallaeyju og halda mætti að landsmenn nytu góðs af. En er það svo? Nýtur almenningur í land- inu nálægðarinnar við þennan hita? Hvers vegna geldur hann dýrum dómum fyrir upphitun húsa sinna meðan stórfyrirtæki úti í heimi valsa inn á þennan markað á svo lágu raforkuverði að halda verður því leyndu? Á meðan berjast innlendir ylræktendur við himinháa raforku- reikninga en eru þó að framleiða fyrir innanlandsmarkað. Og hverju hefur svo þessi stóriðjustefna í orku- málum skilað? Nánast gjaldþrota eða stórskuldugum orkuveitum, allskon- ar fjármálasukki og ómynd. Þjónkun stjórnmálamanna við einkafram- takið hefur ekki gefið góða raun og sumum reynst örðugt að halda að sér höndum. Samantekið ætti auðlinda- eigandi eins og Ísland að geta veitt öllum landsmönnum ókeypis hita og rafmagn eins og ókeypis vatn. Inn- lendir notendur rafmagns í atvinnu- skyni ættu sömuleiðis að njóta vild- arkjara en risafyrirtæki utanlands kaupa af okkur orkuna á þannig verði að fyrrgreindir kostir væru möguleg- ir. Þannig væri landið og íbúar þess að njóta sinna kosta. Sem kalla mætti ábyrgt frelsi. Nýlegasta dæmið um inngrip þessarar sömu krumlu er stjórn- lagaþingið. Þar var þjóðarkosning dæmd ógild af æðsta dómsvaldi þessa lands, Hæstarétti. Úrskurð- urinn kom á óvart og menn fóru að rýna. Kemur í ljós að rétturinn rök- styður niðurstöðu sína illa, notar al- mennt orðalag, sleppir sumu, sinn- ir ekki rannsóknarskyldu, gefur ekki kost á endurtalningu atkvæða og byggir úrskurðinn á hugsanlegum möguleika til lagabrots. Sem þýðir í raun að ógilda mætti öll landslög með sama rökstuðningi. En hvers vegna gengur Hæstiréttur svona langt að ógilda kosningu til ráðgef- andi þings? Er þetta æðsta dóms- vald kannski svo göfugt og óund- irorpið að ekki megi spyrja? Eða er þetta nauðvörn tiltekinna hags- muna sem kæra sig ekki um aðkomu almennings, vilja ekki að hlutirn- ir séu færðir úr stað? Kannski hitti Reynir Axelsson stærðfræðingur naglann á höfuðið þegar hann sagði eina annmarka stjórnlagaþing- skosninganna Hæstarétt sjálfan. Og þá má velta því fyrir sér hvort kjör- stjórn og ríkisstjórn, launþegasam- tök, sjómenn, stjórnlagaþingmenn og raforkunotendur séu ekki leik- soppar þessarar mjög svo lífseigu afturgöngu afturhaldsaflanna sem byggir á sjálfseyðingarhvöt persón- uraskaðrar þjóðar sem endurlífgar mórann æ ofan í æ. Afturganga afturhalds Kjallari Lýður Árnason„Ég segi fjárfestingar í sjávarútvegi ekki strand vegna stefnu ríkisstjórnarinnar heldur glórulausrar umgengni við það umboð sem mönnum var veitt með kvótanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.