Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2011, Qupperneq 13
Fréttir | 13Miðvikudagur 9. febrúar 2011 og annars staðar „Það er allt til hér á Íslandi. Ég er búin að starfa í þessum geira lengi þannig að ég hef séð ým- islegt og sum mál eru mjög alvarleg.“ Eins og Valgerður Rúnarsdóttir læknir á Vogi bendir á er þessi hópur ungmenna sem hleypur undan allri aðstoð í mikilli hættu. „Afleiðingarn- ar geta verið erfiðar ef fólk er líka í vímuefnaneyslu. Þessir krakkar eru í áhættuhóp varðandi sprautunotkun og dæmi eru um að ungt fólk sé með sýkingar eftir blóðblöndun eða smit á veirum eftir sprautufíkn. HIV og lifr- arbólga C eru þar á meðal.“ Harmsögur fíkla Ungir og hömlulausir einstaklingar í þessum aðstæðum eru líka í hættu varðandi slys, kynsjúkdóma, ótíma- bærar þunganir og annað slíkt. „Ég hef séð þetta allt hjá krökkum sem eru sautján, átján ára gamlir. Yngri krakkar koma yfirleitt ekki á Vog, þar sem þeirra aðalvandi er yfirleitt ekki vímuefnavandi,“ segir Valgerður. Hún bendir einnig á að á meðal vímuefnaneytenda sé tíðni kynferð- isofbeldis há. „Þeir sem eru í neyslu, hvatvísir og ekki alltaf með fulla fimm, lenda í ýmsu, meðal annars kynlífi, hvort sem það er með eða á móti. En það er svo margt annað líka, beinbrot, eigum við að telja þau líka? Það er svo margt sem kemur fyrir fíkla og alkóhólista sem eru virkir í neyslu.“ Oft þurfa þessi börn að fara aft- ur og aftur í meðferð áður en hægt er að ná til þeirra. „Það er algengt að þau komi oft og staldri stutt við. Það er allt í lagi þótt einhver ætli sér bara að vera edrú í nokkra mánuði – heil- margt getur gerst á þeim tíma. Og það er mikið í húfi. Sérstaklega þegar við tökum mið af þeim fylgikvillum sem hann væri að glíma við ef hann hefði haldið áfram í neyslu.“ Of fá pláss í neyðarvistun Flestir foreldrar telja að það ætti að vera hægt að ganga lengra í því að stoppa þessi ungmenni af segir Hall- dóra: „Sem foreldri upplifir þú ákveð- ið magnleysi gagnvart því að stöðva barn sem er orðið jafn stórt og þú en er í mótþróa og jafnvel að berjast við fíkn. Þessu fylgja mikil átök. Fólk vill að hægt sé að grípa inn í og setja barnið strax á meðferðarheimili eða í neyðarvistun en það getur tekið sinn tíma og er ekki alltaf hægt.“ Þau heimili sem barnavernd hef- ur hér í Reykjavík geta ekki tekið við börnum í mikilli neyslu. Neyðarvist- un Stuðla er eini staðurinn þar sem hægt er að loka börn af um tíma. Þar eru aftur á móti fá pláss, aðeins fimm, Ólögráða stúlkur í fangi eldri manna og þau eru ætluð börnum af öllu landinu. „Síðan þarf alltaf eitthvað annað að taka við en það er nokkuð ljóst að hvert sem við sendum barn- ið er það aldrei þannig að allar hurð- ir séu læstar. Ef barnið ætlar sér að strjúka þá gerir það það. Okkar starf felst í því að reyna að ná til barnsins, tala við það og fá það til að samþykkja að gera eitthvað í sínum málum.“ Vistuð utan heimilis Stundum er lausnin sú að vista barn- ið utan heimilis til skamms tíma, á einkaheimili á vegum barnavernd- ar, fósturheimili í Reykjavík. „Stund- um er hægt að gera samkomulag við stúlku um að hún búi þar að öllu jöfnu, stundi skóla og hitti kærast- ann sinn um helgar,“ segir Halldóra. „Þá geta foreldrar ekki sætt sig við að barnið þeirra flytji heim til kærast- ans en hún ber við alls konar sam- skiptavanda og vill ekki vera heima. Kannski er hægt að leysa svona úr málunum á meðan verið er að vinna fjölskylduna saman. Auðvitað myndi maður alltaf vilja hafa fleiri og fjölbreyttari úrræði,“ segir Halldóra. Sameinast á netinu Í langflestum tilfellum eiga þessi börn það sammerkt að þau hafa verið í mjög slæmum aðstæðum á meðan þau voru í hvarfi. Eins og sjá má á Fac- ebook-síðunni hans Jóns stóra tengj- ast þessi börn oft á netinu. Þar kynnt- ist hann til dæmis ólögráða stúlku sem lögreglan sótti heim til hans. Halldóra ítrekar það við foreldra að fylgjast með netnotkun barna og segir að í gegnum Facebook og aðr- ar samskiptasíður sé greiður og op- inn aðgangur að krökkunum. „Ung- ar stúlkur setja af sér myndir sem eru alveg á mörkunum siðferðislega, þó að þeim finnist það ekki sjálfum. Það kallar á viðbrögð karla úti í bæ. Sum- ar síður virðast helst snúast um kyn- líf og samskipti kynjanna. Mjög ung- ir krakkar skiptast á skoðunum, tala illa um hvort annað og nota niðrandi orð. Ég þreytist því aldrei á því að biðja fólk um að fylgjast með því hvað börnin þeirra séu að gera í tölvunni, hverjir séu vinir þess og hvar þau séu. Það þarf að tileinka sér það frá því að þau eru mjög ung að vera vel inni í þeirra lífi og vera í samskiptum við foreldra vina þeirra. Það er erfitt að ætla að byrja á því á þegar börnin komast á unglingsárin.“ Foreldrar á varðbergi Halldóra hvetur foreldra barna í þess- ari stöðu til að vera óhrædda við að leita sér ráðgjafar, hvort sem það er á þjónustumiðstöð, í Foreldrahúsi eða hjá barnavernd. „Fólk upplifir þetta oft sem frumskóg þar sem það þarf að fara í gegnum alls kyns hindranir en við reynum samt að fylgja því í gegn- um þessa vegferð. Í gegnum 112 get- ur fólk fengið þjónustu barnaverndar allan sólarhringinn. Ef neyðin er mikil er alltaf hægt að kalla starfsmann út. Annars fær barnavernd í viðeigandi sveitarfélagi tilkynningu að morgni. Að lokum segir Steinunn að allir séu af vilja gerðir til þess að hjálpa for- eldrum í þessari stöðu. „Það er til svo mikið af fólki sem vill öðrum illt og börn eru útsettari fyrir því. Foreldrar verða alltaf að vera á varðbergi. Í raun og veru er alveg ótrúlegt að í svona litlu samfélagi skuli svona viðgangast. Það vill þetta enginn.“ Lögreglan sótti stúlku til Jóns stóra Jón H. Hallgrímsson er er betur þekktur sem Jón stóri. Hann er 32 ára og hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum þar sem hann hefur tjáð sig um sig og um hann hefur verið skrifuð bók. Virðist Jón vera vinmargur maður ef litið er til þess að hann á 4.900 vini á Facebook. Síðan hans er opin og þar tjáir hann sig opinskátt um sitt hversdagslíf. Mælir með ungum stúlkum Þar segir hann: „er það að segja manni eitthvað þegar lögrelgan kemur heim til að sækja kær- ustuna að beiðni barnaverndar ... 6 mán í að hún verði 18 ... lenti í þessu í síðustu viku :S ... eigum við ekki bara að hækka sjálfræðisaldurinn uppí 25? ... 18 ára er ekki barn lengur ...“ Nokkrar athugasemdir eru við þessa færslu og sú fyrsta hljómar svona: „Minnir líka að þú hafir lent í svipuðu fyrir frekar mööööööörgum árum ;).“ Jóni líkar þessi athugasemd og segir: „við 17 ára aldur fá þær bílpróf og treyst fyrir lífi sínu og ann- arra en ekki klofinu ... hvað er málið með það ...“ Undirtektirnar láta ekki á sér standa og 22 aðilum líkar sú athugasemd. Einn spyr: „Ég hef heyrst svoldið vel af þessum úngu stelpum látið en mað- ur heyrir samt alskonar hérna, en mælir þú með þessu?“ Jón gerir það: „Já, ég mæli klárlega með þeim ;)“ Stundum veltir hann því þó fyrir sér hvort kærastan hans, sem hann kallar „mín litla kæró“, sé of ung, eins og þegar hann sagði: „er það að gefa manni smá clue að kærastan sé of ung ef hún tekur nammið út úr sér og geymir á maganum á manni á meðan hún gefur manni blow job??? ;D“ Honum fannst þetta samt „bara eitthvað svo súrt atriði á jákvæðan hátt.“ Eftirlýst og fræg Einn lesandinn stingur upp á því að gefin verði út bók um statusana hans og kommentin. Jóni líkar það. Jón er ófeiminn við að ræða opinskátt um hagi sína og hann færir fréttir af sambands- slitum, framhjáhaldi (því: „hún fór á stuðla og lögrelgan sagði mér að ég myndi ekkert sjá hana aftur fyrr en í sumar þegar hún yrði 18 ... átti ég að hætta að ríða en sorry er bara mannlegur) og öðrum hugðarefnum. Þar kommentar líka sextán ára stúlka sem lýst var eftir í fjölmiðlum og segir: „heyrðu ég er bara að ná þér í frægðinni elskan, við erum bara á fullu í fréttunum haha ;)..“ Tólf aðilum lík- ar þessi athugasemd og Jón segist hafa vitað að hann gæti treyst á hana. „hehe auðvitað,“ svarar hún. „Skilist vinsamlega til mín ;D“ Þegar líst var eftir stúlku sem hafði verið týnd í sólarhing, grannvaxinni, dökkhærðri og 159 sentimetrar á hæð, í svörtum strigaskóm, dökk- grænum buxum og svartri mittisúlpu óskaði Jón eftir því að stúlkunni yrði skilað til sín. Í at- hugasemdum við þessa færslu velta nokkrir sjálf- ræðisaldrinum fyrir sér, hvort að sextán sé ekki ennþá löglegt og Jón segir að það eigi örugglega að fara að breyta því í 35 ára. Einhverjir telja að stúlkan sé tólf, þrettán ára gömul og einn spyr hvort það sé ekki best, „komið smá gras á vollinn og svona ;)“ Annar bendir Jóni á að hún sé svo lág- vaxin að hún sé „eins og rúnkhólkur“ í höndun- um á Jóni. „hahaha hún er 12 ára .. þetta er sjúkt ...“ svarar stúlka og Jón segist ekki hafa „clue um hana“ en það sé nú oftast einhver ástæða fyrir því að krakki vilji ekki vera í faðmi fjölskyldunnar á jólunum. Síðan bætir hann því við að hann hafi nú bara verið að djóka með þetta. Hann hikar ekki heldur við að láta vita af því þegar hann er graður og „vantar 2-3 píkur að sjúga á mér skaufann eftir langa helgi“. Þegar hann er spurður út í fyrrverandi kærustu sína spyr hann til baka „WHO???“ en honum er þá tjáð að hún hafi fyrr um daginn sagt á Facebookinu sínu að þau væru saman. Hann kommentar ekki frekar á það. „Þetta eru ungar stúlkur sem óttast að þeim verði refsað. Þær eru hræddar. Fólk er hrætt. MynD SkjáSkOt aF FacEbOOk SV ið SE t t M y n D S ig tr y g g u r a r i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.