Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Side 8
8 | Fréttir 14. febrúar 2011 Mánudagur Fjöldi atvinnulausra jafngildir íbúafjölda Garðabæjar og Seltjarnarness: 15 þúsund án vinnu Alls voru 14.688 einstaklingar án at- vinnu í lok janúar. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar yfir fjölda atvinnulausra. Nemur fjöldi atvinnulausra samanlögðum íbúa- fjölda sveitarfélaganna Garðabæjar og Seltjarnarness til samans en þeir voru tæplega fimmtán þúsund í lok síðasta árs. Í skýrslu Vinnumálastofnun- ar kemur fram að skráð atvinnu- leysi í janúar hafi verið 8,5 prósent og jókst það um 0,5 prósentustig frá desember, eða um 713 manns að meðaltali. Atvinnuleysið er sem fyrr mest á Suðurnesjum, eða 14,3 prósent, en minnst á Norðurlandi vestra, 3,8 prósent, þótt það hafi aukist hlutfallslega mest þar af öll- um landshlutum í janúar. Atvinnu- leysi á höfuðborgarsvæðinu mælist 9 prósent. Samkvæmt skýrslu Vinnumála- stofnunar hafa nú 7.205 einstakling- ar verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur, eða tæplega helmingur þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá í lok janúar. Þeim sem hafa verið á atvinnuleysisskrá í eitt ár eða leng- ur fjölgar lítillega. Töluverður fjöldi nýtir sér þó einhvers konar úrræði á vegum Vinnumálastofnunar, auk þess sem mikill fjöldi fer í ráðgjafar- viðtöl, á kynningarfundi og í vinnu- miðlun. Atvinnulausum ungmennum, á aldrinum 16 til 24 ára, fjölgar um 300 frá því í desember. Þeim hefur þó fækkað um 410 frá janúar á síð- asta ári. Alls voru 185 laus störf hjá vinnumiðlunum í lok janúar en í desember voru þau 147. Flest laus störf eru meðal sérfræðinga, eða 52. Vinnumálastofnun gerir ekki ráð fyrir að ástandið á vinnumarkaði batni í febrúar og gerir ráð fyrir að atvinnuleysi aukist og verði á bilinu 8,6 til 8,9 prósent. 2 dálkar = 9,9 *10 Opið: má-fö. 12:30 -18:00, lau 11:00-16:00 Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp.201 S: 517 7727 nora.is , facebook.com/noraisland fyrir bústaðinn og heimilið Svart fram undan Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist enn frekar í febrúar. Sala á áfengi dregst saman Sala áfengis dróst saman um 6,4 prósent í janúar miðað við sama mánuð í fyrra. Á föstu verðlagi nemur samdrátturinn sex prósent- um. Skýrist þetta að hluta til af því að verð á áfengi var 0,5 prósentum hærra í janúar síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Þetta kem- ur fram í tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Velta í dagvöruverslun jókst um 2,4 prósent á föstu verðlagi mið- að við sama mánuð í fyrra. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í janúar um 4,2 prósent. Áberandi aukning varð í sölu á raftækjum, um 26,5 prósent á föstu verðlagi frá því í fyrra. Skýrist það að því að verð á raftækjum lækk- aði um tíu prósent frá janúar 2010. Fær engar bætur eftir slys Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur sýknað lyfjafyrirtækið Actavis af bótakröfu konu sem slasaðist við vinnu í fyrirtækinu í febrúar árið 2005. Konan datt niður stiga með þeim afleiðingum að hún slasað- ist á fæti. Konan leitaði til bæklun- arlæknis og kom þá í ljós að liðþófi hafði rifnað og krossband slitnað. Konan krafðist sex milljóna króna í bætur og byggði hún kröfu sína á því að aðstæður á vinnustaðnum hefðu verið ófullnægjandi sökum þess að lýsingu hafi verið ábótavant á slys- stað og þrepin svört. Héraðsdómur hafnaði kröfu konunnar. „Það liggur alveg skýrt fyrir að Lands- samband íslenskra útvegsmanna er andvígt því að ríkið leigi út ein- hverjar veiðiheimildir,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri sambandsins. Rögnvaldur Hannesson, próf- essor í auðlindahagfræði við Versl- unarháskólann í Björgvin í Noregi, sagði í DV fyrir helgina upplagt að ríkið tæki til sín 5 prósent eða jafn- vel hærra hlutfall af útgefnum veiði- heimildum ár hvert, endurleigði út- gerðum og innheimti með því móti rentu af auðlindinni. „Ef kvótaeigandi kaupir tilbaka þessi 5 prósent, sem ég tel reyndar líklegt að hann geri, hefur hann aftur fullan kvóta. Ef hann kaupir ekki til- baka af ríkinu, heldur hann einung- is 95 prósentum og tapar hlutdeild í heildarkvótanum. Ef það sama ger- ist næsta ár, heldur hann einungis 90,25 prósentum, þannig að sá sem svona færi að myndi smám saman missa allan kvótann. Það má hanna þetta á ýmsan hátt. Setja má kvót- ann á uppboð og gefa mönnum kost á að kaupa þessi 5 prósent tilbaka á hæsta tilboðsverði, eða láta slag standa með það hvort menn bjóði nógu hátt í kvótann og láta hann fara til hæstbjóðanda hver sem hann er,“ sagði Rögnvaldur í viðtali við DV. Pattstaða í sjávarútvegi Friðrik segist enga trú hafa á þeirri aðferð sem Rögnvaldur vill fylgja. „Við vitum ekki enn hvað stjórn- völd vilja raunverulega gera. Við vit- um ekki hvort ríkið hyggst innleysa veiðiheimildirnar með fyrningar- leið en skilja eftir skuldirnar. Það fer aldrei vel.“ Friðrik segir að útvegsmenn hafi heldur ekki verið upplýstir um áform Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráð- herra um að auka kvóta tímabundið og leigja út umtalsverðan hluta hans. Eins og DV hefur greint frá ráðgerði Jón að afla ríkissjóði allt að 3 millj- örðum króna í tekjur með því með- al annars að leigja útgerðinni kílóið af þorski á um 160 krónur og ýsuna á um 80 krónur kílóið, en það er langt innan við helmingur verðs á ýsu- kvóta til leigu þessa dagana. Á móti má segja að andstaða LÍÚ við allar hugmyndir um útleigu rík- isins á kvóta miði einnig að því að halda sjávarútvegsmálunum í patt- stöðu. Rögnvaldur er andvígur því að innleysa allan kvóta samkvæmt fyrn- ingarleið á 20 árum og telur að út- gerðin verði að hafa nýtingarrétt til langs tíma til að skapa nauðsynlegt rekstraröryggi. Þótt ríkið tæki árlega til sín til dæmis 5 prósent haggaði það ekki rekstrarörygginu. Útvegs- menn gætu leigt þann hluta til sín aftur og ríkið og almenningur fengi þar með tekjur af auðlind í þjóðar- eign. Hvernig er þetta í Noregi? Norskar útgerðir hafa nýtingarrétt veiðiheimilda til 20 ára í senn. Veiði- heimildir eru í raun ekki framseljan- legar nema með því að úrelda við- komandi skip. Samkvæmt upplýsingum norsku fiskistofunnar eru réttindi, eins og veiðiheimildir, ekki veðsett sem slík. Engu að síður leikur enginn vafi á að norskir bankar taka mið af slík- um réttindum þegar þeir veita lán. Þannig var fyrir skemmstu selt full- búið nótaveiðiskipt í Noregi með veiðiheimildum fyrir 440 milljónir norskra króna. Virði skipsins án allra réttinda var hins vegar áætlað að- eins um þriðjungur eða fjórðungur af þessu verði. Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur aflað hjá norsku fiskistofunni eru dæmi þess í Noregi að eigandi fiskiskips hafi stofnað nýtt félag og fært veiðiheimildir af gamla skipinu yfir á nýtt. Bankinn, sem lánað hafði eldra félaginu og tekið veð í gamla skipinu, mátti þar með sæta því að veðið rýrnaði úr 80 milljónum ís- lenskra króna niður í 20 milljónir. Reglur hafa verið settar í Nor- egi um meðferð veiðiheimilda við nauðungarsölu eða gjaldþrotaskipti sem taka nokkurt mið af hagsmun- um lánardrottna. Veðhafar skulu vera upplýstir um allt sem gæti leitt til rýrnunar á rekstrargrundvelli við- komandi fiskiskips. Jafnframt hafa þeir möguleika til þess að tryggja að- gang að nauðsynlegum upplýsing- um sem tengjast tryggingum lána. Norska fiskistofan telur rétt banka gagnvart útgerðum þannig bærilega tryggan. Í íslenskum lögum um samnings- veð er ekki gert ráð fyrir að aflaheim- ildir séu aðskildar frá fiskiskipi nema með þinglýstu samþykki þeirra sem veð eiga í skipinu. Þetta atriði á reyndar einnig við um önnur rétt- indi, svo sem nýtingu orkuauðlinda. n Útgerðarmenn hafna öllum hugmyndum um að ríkið leigi út kvóta n Réttindi eins og veiðiheimildir eru ekki veðsetjanleg í Noregi n Bankar hafa engu að síður leiðir til að afla trygginga fyrir lánum HAFNA AUÐ- LINDAGJALDI Í FORMI KVÓTALEIGU Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is „Á móti má segja að andstaða LÍÚ við allar hugmyndir um útleigu ríkisins á kvóta miði einnig að því að halda sjávarútvegsmál- unum í pattstöðu. Hafna allri kvótaleigu Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir útvegsmenn algerlega andvíga útleigu ríkisins á kvóta hver svo sem tilgangurinn sé. Auðlindaprófessorinn Rögnvaldur Hannesson telur upplagt að ríkið taki til sín hlutfall af útgefnum veiðiheimildum ár hvert, endurleigi útgerðum og innheimti með því móti rentu af auðlindinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.