Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2011, Blaðsíða 17
Erlent | 17Mánudagur 14. febrúar 2011 Vændiskonur í New York nýta sér Facebook til að finna viðskiptavini: Facebook í stað dólga Melludólgar munu brátt heyra for- tíðinni til ef marka má niðurstöður úr rannsókn um vændi sem gerð var í Columbia-háskólanum í New York. Nú er svo komið að vændiskonur notast mikið við Facebook og slíka miðla, og sleppa þannig afskiptum þriðja aðila. Þá gagnast Facebook einnig vel til að vændiskonur geti kynnt sér nýja viðskiptavini með því að skoða síður þeirra áður en fyrsti fundur á sér stað. Það var Sudhir Venkatesh, prófessor í félagsfræði, sem stýrði rannsókninni. Hann fylgdist með 290 vændiskonum í Manhattan á 12 mánaða tímabili og komst að því að átta af hverjum tíu notast við Facebook til að verða sér úti um nýja viðskiptavini. „Þetta er ný viðskiptagrein. Nú geta þær stjórnað ytri ímynd sinni, birt verð- skrá og komist hjá því að eiga sam- skipti við dólga eða maddömur sem hafa af þeim peninga,“ sagði Venkat- esh. „Starfsemin er sífellt að verða hættuminni og er nú vettvangur sem margar konur úr millistétt nýta sér til að drýgja tekjurnar.“ Lítið hefur hins vegar heyrst frá Facebook vegna þessa, en vændi er ólöglegt í flestum ríkjum Banda- ríkjanna – hvað sem tautar og raul- ar. Talsmaður Facebook sagði í við- tali við fréttastöðina Fox News að fyrirtækið gerði hvað það gæti til að koma í veg fyrir ólöglega starf- semi hvers konar. „Við tökum niður efni eða heilu síðurnar ef það leik- ur grunur á ólöglegri starfsemi. Við notum framvirkar rannsóknir og notendaskýrslur til að vera á varð- bergi og látum lögregluyfirvöldum upplýsingar í té ef um ólöglega starf- semi er að ræða.“ „ÉG FINN TIL ÁBYRGÐAR“ n Faðir fjöldamorðingja dæmdur fyrir manndráp af gáleysi n Sonurinn gekk berserksgang í bænum Winnenden í Þýskalandi, 16 féllu n Átti að hafa byssuskápinn læstan samkvæmt vopnalögum Dómstólar í Stuttgart hafa dæmt Jörg Kretschmer, 52 ára Þjóðverja frá Leutenbach í Baden-Würthemberg, í skilorðsbundið fangelsi til eins árs og níu mánaða. Kretschmer er dæmdur fyrir manndráp af gáleysi og alvarleg- ar líkamsmeiðingar. Það var hins veg- ar ekki Kretschmer sem framdi glæp- ina á beinan hátt. Hann er faðir Tims Kretschmers sem í mars árið 2009 gekk berserksgang í bænum Winn- enden í útjaðri Stuttgart. Tim hafði tekið Beretta-skammbyssu föður síns ófrjálsri hendi og áður en yfir lauk lágu 16 manns í valnum, bæði í fyrr- verandi gagnfræðiskóla Tims – auk einstaklinga sem urðu á vegi hans í æsilegri eftirför lögreglu. Er þetta í fyrsta skiptið í þýskri réttarsögu sem foreldri morðingja er dæmt ábyrgt fyrir gjörðum barns síns. Skápurinn átti að vera læstur Dómstólar staðfestu þar með ábyrgð föðurins en hann geymdi byssur sínar ekki í læstum skáp eins og lög kveða á um í Þýskalandi. Þar er reyndar al- menn byssueign háð mjög ströngum skilyrðum. Jörg Kretschmer var aftur á móti meðlimur í skotklúbbi í Leut- enbach og hafði því tilskilin leyfi til að eiga skotvopn, með því skilyrði að þau væru ávallt geymd í læstum skáp. Skápurinn var ekki læstur þegar hinn 17 ára gamli Tim gekk inn í her- bergi föður síns þann 11. mars árið 2009. Fann hann þar hálfsjálfvirka Beretta-skammbyssu og ómælt magn skotfæra. Tim Kretschmer náði að skjóta 111 sinnum úr byssunni áður en hann beindi henni loks að sjálfum sér og hleypti af 112. skotinu og batt þar með enda á líf sitt. Brast í grát Það voru foreldrar og makar fórnar- lamba árásarinnar sem höfðuðu mál á hendur Kretschmer. Fljótlega eftir að réttarhöld hófust varð Kretschmer sér úti um vottorð frá lækni sem af- sakaði hann frá viðveru í réttarsaln- um, en hann taldi sig ómögulega geta horfst í augu við aðstandendur fórn- arlamba sonar síns. Hann var þó við- staddur dómsuppkvaðninguna þar sem hann las einnig upp yfirlýsingu. „Ég finn til ábyrgðar yfir því sem son- ur minn gerði. Ég biðst afsökunar á því sem sonur minn gerði. Ég vil votta öllum sem málið snertir mína dýpstu samúð. Ég hefði viljað vera viðstadd- ur réttarhöldin en við [fjölskyldan] vorum í örvæntingarástandi. Við vilj- um enga samúð,“ sagði Kretschmer í þann mund sem hann brast í grát. Umdeild réttarhöld Réttarhöldin yfir Jörg Kretschmer hafa verið talsvert umdeild í Þýska- landi. Segja sumir að þau hafi ein- ungis verið haldin til að sefa reiði aðstandenda eftir árásina í Winn- enden. Aðrir vilja meina að dóm- urinn hefði átt að vera enn harð- ari. Rökin fyrir því eru þau að Jörg Kretschmer átti að vita að sonur hans gæti farið sjálfum sér, sem og öðrum, að voða. Tim hafði sagt for- eldrum sínum árið 2008 að hann þjáðist af geðhvarfasýki. Foreldr- ar hans brugðust rétt við, að því er sérfræðingar segja, með því að senda hann tafarlaust á geðsjúkra- hús til meðferðar. Jörg notaði hins vegar ekki þessa vitneskju til að gera syni sínum ómögulegt að nálgast skotvopn, en þannig hefði mátt koma í veg fyrir harmleikinn í Winnenden. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Ég biðst afsökun- ar á því sem sonur minn gerði. Ég vil votta öllum sem málið snertir mína dýpstu samúð. Albertville-gagnfræðaskólinn í Winnenden Svona var umhorfs dagana eftir fjöldamorðin. Þjóðarsorg var lýst yfir í Þýskalandi. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook Nú hafa vændiskonur tekið samskiptasíðunni opnum örmum. Slagur í þinginu Þingmenn í Venesúela létu hnefana tala síðastliðinn fimmtudag. Máls- atvik voru þau að Alfonso Marq- uina, sem er þingmaður stjórn- arandstöðunnar, fór upp í pontu og kvartaði yfir því að þingsalur- inn væri fullur af stuðningsmönn- um Hugos Chavez, forseta lands- ins. Eitthvað var annar þingmaður ósáttur við kvörtun Marquina. Sá gekk rakleiðis að Marquina og hrinti honum niður stiga. Upphóf- ust þá mikil slagsmál milli mann- anna og þurftu hermenn að lokum að ganga á milli þeirra. Atvikið náðist allt á myndband, en bein útsending var frá þingsalnum í Ven- esúela. Assange hatar ketti Daniel Domscheit-Berg, sem áður var nánasti samstarfsmaður Dani- els Assange, finnur nú fyrrverandi vini sínum allt til foráttu. Doms- cheit-Berg gaf nýverið út bók þar sem hann segir frá sambandi sínu við Wikileaks og Assange. Segir þar að Assange hafi sjúklega stjórnun- arþörf og hann eigi það til að stur- last, fái hann ekki það sem hann vill. Sturlun Assange hafi einnig bitnað á ketti Domscheit-Berg, Herr Schmitt. „Hann réðst að honum og reyndi oft að kyrkja hann,“ sagði Domscheit-Berg. Hann bætti því við að kötturinn hafi stundum náð að verja sig með því að klóra Ass- ange til blóðs. Konur gegn Berlusconi Konur fjölmenntu út á götur í helstu borgum og bæjum á Ítalíu á sunnudag. Konurnar söfnuðust saman til að mótmæla stjórnar- háttum Silvio Berlusconi, forsætis- ráðherra Ítalíu. Konurnar kröfð- ust þess að Berlusconi tæki poka sinn, en hann var nýlega ákærð- ur fyrir að hafa greitt ófullveðja stúlku fyrir kynlíf og reynt síðan að hylma yfir glæpinn. Ítalskar konur segja hegðun forsætisráðherrans vera hneyksli og líkar þeim ekki sú ásýnd sem athæfi Berlusconis hef- ur gefið Ítalíu. Samkvæmt frétta- stofu Reuters skiptu mótmælendur hundruðum þúsunda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.