Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 21. febrúar 2011 Mánudagur
Tilnefningar til blaðamannaverðlaunanna tilkynntar:
DV með tvær tilnefningar
DV fær tvær tilnefningar til blaða-
mannaverðlauna Blaðamannafélags
Íslands fyrir árið 2010 en þær voru
tilkynntar á föstudaginn. Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður DV,
er tilnefnd í flokknum Rannsóknar-
blaðamennska ársins 2010 og hlýt-
ur hún tilnefninguna „fyrir áleitna
og vandaða umfjöllun um kynferð-
isbrotamál og forystu um skrif á
þessu sviði, svo sem biskupsmálið
og önnur meint kynferðisbrot innan
kirkju og trúfélaga,“ eins og segir á vef
Blaðamannafélags Íslands.
Ritstjórn DV fékk tilnefningu í
flokknum Blaðamannaverðlaun árs-
ins fyrir stjórnlagaþingsvef sinn sem
haldið var úti í kringum kosningar til
stjórnlagaþings. Í tilkynningu dóm-
nefndar segir: „Ritstjórn DV fyrir
stjórnlagaþingsvef sinn þar sem les-
endum var með nýstárlegum hætti
og lifandi framsetningu auðveldað
að kynna sér hinn mikla fjölda fram-
bjóðenda.“
Verðlaunin eru veitt í þrem-
ur flokkum: Besta umfjöllun ársins
2010, Rannsóknarblaðamennska
ársins 2010 og Blaðamannaverðlaun
ársins 2010. Auk Ingibjargar Daggar
fengu tilnefningar í flokknum Rann-
sóknarblaðamennska ársins Stígur
Helgason og Trausti Hafliðason hjá
Fréttablaðinu og Þorbjörn Þórðar-
son hjá Stöð 2 .
Fréttastofa RÚV, fréttastofa
Stöðvar 2 og ritstjórn Morgunblaðs-
ins fá sameiginlega tilnefningu fyrir
Bestu umfjöllun ársins en auk þess
eru Magnús Halldórsson hjá Við-
skiptablaðinu, Sigríður H. Björns-
dóttir og Þóra Arnórsdóttir ásamt
fréttamönnum fréttastofu RÚV til-
nefnd í flokkunum. Auk ritstjórn-
ar DV fengu Kristinn Hrafnsson hjá
RÚV og Wiki leaks og Pétur Blöndal
hjá Morgunblaðinu tilnefningar í
flokkunum Blaðamannaverðlaun
ársins 2010.
gunnhildur@dv.is
Fjölþrepa
bakbrettið
• Teygir á hrygg og bakvöðvum
• Minnkar vöðvaspennu
• Linar bakverki
• Bætir líkamsstöðu
• Auðvelt í notkun
Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16
Verð: 7.950 kr.
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Fjögur eignarhaldsfélög sem tóku
þátt í viðskiptum eignarhaldsfélags-
ins Stíms, sem verið hafa til rann-
sóknar hjá embætti sérstaks saksókn-
ara um nokkurt skeið vegna gruns
um markaðsmisnotkun með hluta-
bréf í Glitni og FL Group, hafa ver-
ið úrskurðuð gjaldþrota samkvæmt
auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Fé-
lögin fjögur, Hnokki ehf., Hvannborg
ehf., Skarfhóll ehf. og Yfir heiðar ehf.,
voru öll úrskurðuð gjaldþrota í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur þann 9. febrú-
ar síðastliðinn. Samkvæmt skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis var til-
gangur félaganna fjögurra, sem öll
voru í eigu Stíms, að kaupa samtals
um 80 prósent af eignum Stíms í apr-
íl árið 2008.
Líkt og oft hefur komið fram í fjöl-
miðlum gengur Stímmálið út á það
að félag með þessu nafni fékk tæp-
lega 20 milljarða króna að láni frá
Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni
og FL Group í nóvember árið 2007.
Seljandi bréfanna var Glitnir sjálfur
en um var að ræða rúmlega 4 pró-
senta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyr-
ir láni Stíms voru í hlutabréfunum í
Glitni og FL Group. Glitnir var sjálfur
seljandi bréfanna sem Stím keypti og
var jafnframt stærsti hluthafi Stíms.
Þá liggur fyrir að það var Glitnir
sjálfur sem setti saman hluthafahóp
Stíms með því að bjóða einstaka við-
skiptavinum bankans að taka þátt í
viðskiptunum.
Fengu samtals
12 milljarða að láni
Félögin fjögur fengu hvert um sig
þriggja milljarða króna lánveitingu
frá Glitni til að kaupa hlutabréf í
Glitni og FL Group af Stími og sat
Stím eftir með 20 prósent af þeim
hlutabréfum í félögunum sem félag-
ið hafði keypt upphaflega. Um þetta
segir í rannsóknarskýrslunni: „Öll fá
félögin lánsheimild hjá Glitni að fjár-
hæð 3 milljarðar kr. sem ráðstafa skal
á sama hátt, sem er: Að kaupa 0,85
– 0,86% hlutafjár í Glitni.og 0,61% –
0,64% hlutafjár í FL Group. Lánstími
er 1 ár. Lánshlutfall er 100%. Gjald-
fellingarheimild hvenær sem er á
lánstímanum. Stím ehf. selur síðan
félögunum fjórum Glitnisbréfin 1.
apríl 2008.“
Tekið skal fram að það var Glitnir
sjálfur sem ákvað, samkvæmt fund-
argerð áhættunefndar bankans sem
vitnað er til í skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis, að stofna ætti fé-
lögin fjögur. Um þetta segir í fundar-
gerðinni: „Stím ehf. stofni fjögur ný
félög sem hvert um sig kaupi u.þ.b.
20% af eignum Stíms. Stefnt er að því
að viðskiptin eigi sér stað fyrir lok
mars 2008.“ Í skýrslunni kemur jafn-
framt fram að sölu- og veðsetningar-
bann hafi verið á hlutabréfunum
sem félögin fjögur keyptu. Bréfin í
Glitni voru seld á markaðsgengi sem
var 17,15 en gengi bréfa í bankanum
var komið niður í 3,91 þegar bankinn
féll um haustið 2008.
1,5 milljarðar afskrifaðir
hjá Stími
Í skýrslunni kemur fram að tilgang-
urinn með því að selja eignarhalds-
félögunum fjórum hlutabréfin í FL
Group og Glitni hafi meðal annars
verið að greiða niður skuldir Stíms
við Glitni. Sökum þess að hlutabréf í
Glitni og FL Group höfðu lækkað frá
því Stím keypti bréfin síðla árs 2007
þurfti Glitnir að afskrifa 1,5 milljarða
króna af lánunum sem eignarhalds-
félagið hafði fengið. Um þetta seg-
ir í skýrslunni: „Þá kemur fram að
endanleg fjárhæð lánanna til nýju
félaganna taki mið af markaðsverði
hlutabréfanna á söludegi. Í árshluta-
uppgjöri Glitnis 30. júní 2008 voru
1,5 milljarðar kr. afskrifaðir á Stím
ehf.“ Í báðum hlutabréfakaupunum,
þegar Stím keypti bréfin og eins þeg-
ar dótturfélögin fjögur keyptu þau af
Stími, var lánveitandinn Glitnir og
í báðum tilfellum var það bankinn
sem tók ákvörðun um viðskiptin.
Stím, sem var stýrt af starfs-
mönnum Glitnis, hafði það svo í
hyggju að selja dótturfélögin fjögur
til fjárfesta. „Stím ehf. hefur síðan í
hyggju að selja öll dótturfélögin til
nýrra fjárfesta og félögin fari því út
úr samstæðu Stíms,“ segir í umfjöll-
uninni um viðskiptin í rannsókn-
arskýrslunni. Með þessu móti stóð
til að dreifa áhættunni af Stímvið-
skiptunum á fimm aðila í stað eins.
Ekki gekk hins vegar að selja um-
rædd dótturfélög Stíms og því voru
þau áfram í eigu félagsins fram að
bankahruninu og eftir það. Þau hafa
nú verið úrskurðuð gjaldþrota og má
ætla að ekkert fáist upp í kröfur gegn
félögunum.
n Fjögur félög sem keyptu hlutabréf af Stími tekin til gjaldþrotaskipta n Glitnir ákvað
að stofna ætti félögin til að kaupa hlutabréfin í Glitni og FL Group af Stími n Fengu sam-
tals 12 milljarða króna að láni n Stímviðskiptin til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara
FJÖGUR STÍMFÉLÖG
REKIN Í GJALDÞROT
„Öll fá félögin láns-
heimild hjá Glitni
að fjárhæð 3 milljarðar kr.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Markaðsmisnotkun til rannsóknar Fjögur eignarhalds-
félög sem voru stofnuð til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL
Group af Stími árið 2008 hafa verið úrskurðuð gjaldþrota. Jón
Sigurðsson var forstjóri FL Group á þessum tíma og Jón Ásgeir
Jóhannesson var stjórnarformaður félagsins. Stímviðskiptin
eru til rannsóknar vegna meintrar markaðsmisnotkunar Glitnis.
Lokuðu
skemmtistað
Nokkur erill var hjá lögreglu að-
faranótt sunnudags en meðal
annars þurfti að loka skemmti-
stað í Austurborginni vegna
nokkurs fjölda ungmenna. Þá
voru tvö innbrot framin og
nokkrir reyndust ölvaðir undir
stýri.
Laust fyrir klukkan eitt um
nóttina var skemmtistað lokað en
inni á staðnum voru ungmenni
allt niður í 16 ára aldur. Sex ein-
staklingar voru handteknir í mið-
borginni í nótt en þeir reyndust
vera með fíkniefni í fórum sínum.
Strandið í Oslóarfirði:
Sprengiefni
fjarlægt
Tveir gámar af sprengiefni voru fjar-
lægðir úr Goðafossi á sunnudag. Til
stendur að afferma skipið næstu daga
en gert er ráð fyrir að því ljúki um
miðja þessa viku. Þá hefur olíu verið
dælt úr sjónum við Goðafoss og nokk-
uð af dauðum fuglum hefur fundist.
Um 440 gámar eru um borð í skip-
inu sem nú situr á skeri í Oslóarfirði.
Nokkuð af olíu hefur lekið úr skipinu,
en norska strandgæslan hefur dælt úr
sjónum um 50 rúmmetrum af olíu og
olíublönduðum sjó. Samkvæmt frétta-
stofu RÚV er ekki vitað hversu mikil
olía hefur lekið úr tönkum skipsins.
Kalt er í veðri og því olían þykk, sem
gerir mönnum ókleift að mæla magn
hennar nákvæmlega.
Skipið er um 100 metra frá strönd-
inni nálægt Fredrikstad og hafa íbú-
ar lýst yfir áhyggjum sínum. Skip-
stjóri Goðafoss hefur viðurkennt að
um mannleg mistök hafi verið að
ræða. Hann hafi verið einn í brúnni
þegar atvikið átti sér stað. Hann var
þó hvorki sofandi né undir áhrifum
áfengis. Í kjölfar slyssins hafa tugir
dauðra fugla fundist við strendur
Oslóarfjarðar.
DV Blaðamaður og ritstjórn DV eru tilnefnd
til verðlaunanna.