Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2011, Blaðsíða 25
Sport | 25Mánudagur 21. febrúar 2011 Utandeildarlið Crawley tapaði ósanngjarnt gegn Manchester United, 1–0: Sendur heim með vínflösku Utandeildarlið Crawley varð sér svo sannarlega ekki til skammar á Old Trafford um helgina þegar liðið tap- aði með aðeins einu marki, 1–0, gegn Manchester United í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar. Eina mark leiksins skoraði varnarmaðurinn Wes Brown eftir tæplega hálftíma leik. Crawley-menn voru á löngum köflum betri en stjörnum prýtt lið Manchester United sem hvíldi þó ógrynni lykilmanna sinna vegna Meistaradeildarslagsins gegn Mars- eille í vikunni. Minnstu mátti muna að Richard Brodie jafnaði metin með skalla í uppbótartíma en boltinn fór í slána. „Það var gott tækifæri til að skora. Sumir strákanna héldu að boltinn væri á leiðinni inn og mér sýndist sumir leikmanna Manchester Un- ited halda það líka,“ sagði stoltur stjóri Crawley, Steve Evans, eftir leik- inn. „Við förum heim vonsviknir. Við héldum virkilega að við gætum unn- ið þennan leik.“ Evans er Skoti eins og Sir Alex Ferguson en hann hafði hlakkað gríðarlega til að mæta fyrirmynd sinni. Ferguson, sem þykir höfðingi heim að sækja, olli Evans engum vonbrigðum. „Ferguson veitti mér alvöru Glasgow-móttökur. Hvernig hann og Manchester United tóku á móti okkur gerir mig stoltan af því að vera frá sömu borg og Ferguson. Eft- ir leikinn gaf hann mér vínflösku og sagði mér að deila henni með kon- unni minni. Þetta var gjörsamlega frábær upplifun. Ekki bara stóðum við okkur vel inni á vellinum held- ur var þessi dagur skólabókardæmi um hvernig á að koma fram við fólk. Manchester United er frábært fót- boltalið en það eru fleiri ástæður fyr- ir því að félagið er kallað það besta í heimi,“ sagði Steve Evans kampakát- ur. tomas@dv.is Úrslit „Það var orðið helvíti erfitt að fara allt- af í Höllina og vinna aldrei gull í þess- um leik. Þetta er því auðvitað gríðar- leg hamingja og mikill léttir,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvenna- liðs Keflavíkur í körfubolta sem um helgina varð bikarmeistari með sigri á KR í úrslitaleik, 72–62. Þetta er fyrsti sigur Keflavíkur í bikarúrslitum síðan árið 2004. Það sem meira er, þá hefur Jón Halldór þrisvar áður farið í Höll- ina á undanförnum árum með Kefla- víkurliðið en tapað í öll skiptin. „Ég hélt ég ætlaði bara aldrei að vinna þennan bikar. Þetta var sá eini sem ég átti eftir og því gaman að landa hon- um loksins,“ segir Jón Halldór. Hertur varnarleikur lykillinn KR-konur leiddu í hálfleik í úrslita- leiknum, 33–30, í hálfleik en í þriðja leikhluta gerði Keflavík út um leik- inn. Suðurnesjastúlkur skelltu í lás í vörninni og gamla góða hraðlestin fór í gang. KR skoraði snemma í leik- hlutanum tíu stig í röð, breytti þar stöðunni í 48–38 og þegar þriðji leik- hluti var búinn hafði Keflavík skoraði í honum 24 stig gegn 11. Sama hvað KR reyndi í fjórða leikhlutanum hafði Keflavík alltaf frumkvæðið og ætlaði allt um koll að keyra þegar 72–62 sig- ur þess var í höfn. „Við hertum varnarleikinn í seinni hálfleik,“ segir Jón Halldór aðspurður um á hverju leikurinn vannst. „Vörn- in small í gang og það var lykillinn að sigrinum. Í fyrri hálfleik var KR að stýra hraðanum og láta okkur spila sinn leik. Í hálfleiknum ræddum við um að hætta því bara og fara spila okkar leik.“ Viljinn mikill Þrátt fyrir að hafa tapað síðustu þrem- ur bikarúrslitaleikjum segist Jón Hall- dór hafa verið nokkuð rólegur þegar hann kom í Höllina í gær. „Þegar ég kom inn í íþróttahúsið hafði ég góða tilfinningu fyrir leiknum. Við höfðum öll eytt morgninum saman og mér fannst leikmennirnir mínir mjög ein- beittir,“ segir Jón Halldór en það var augljóst hversu miklu máli sigurinn skipti liðið þegar lokaflautið gall. „Algjörlega. Ég er búinn að vera með sama mannskapinn síðastliðin fimm ár og við höfum gengið mjög grýttan veg saman. Þar á meðal hef- ur okkur aldrei tekist að landa þess- um titli og við vildum þetta bara gríð- arlega mikið. Við vorum búin að setja okkur markmið og þegar sama liðið er búið að vera saman svona lengi er ánægjulegt að landa loksins eina titl- inum sem eftir var,“ segir Jón Halldór en hvað var það sem endanlega skil- aði Keflavíkurliðinu sigri? „Aðallega viljinn og vörnin. Það kom bara ekki til greina að fara enn eina ferðina í Höllina og tapa. Mér fannst allar stelpurnar þannig inn- stilltar. Þegar við fórum í morgunmat- inn á leikdag fann ég að allir leikmenn mínir voru virkilega tilbúnir í þetta. Stelpurnar sýndu það líka og unnu þennan bikar verðskuldað,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson. Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is n Keflavíkurkonur bikarmeistarar eftir 72–62 sigur á KR n Búnar að tapa síðustu þremur bikarúrslitaleikjum n Jón Halldór þjálfari sá strax um morguninn að liðið var klárt í leikinn KOM EKKI TIL GREINA AÐ TAPA AFTUR Ekki lengur John Silver Jón Halldór Eðvaldsson hefur haft viðurnefnið John Silver en nú er hann Gull-Jón. MYND TOMASZ KOLODZIEJSKI Ótrúleg gleði Keflavíkur- konur hafa tapað þremur úrslitaleikjum á síðustu árum og því var fagnað vel og innilega í leikslok. Ganga stoltir af velli Crawley-menn munu seint gleyma deginum á Old Trafford. Bikarkeppni KHÍ KARLAR KR - Grindavík 94-72 Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 23, Pavel Ermolinskij 21, Hreggviður Magnússon 13, Fannar Ólafsson 11, Marcus Walker 9, Finnur Atli Magnússon 8, Jón Orri Kristjánsson 5, Ágúst Angantýsson 3, Ólafur Már Ægisson 1. Grindavík: Kevin Sims 18, Ólafur Ólafsson 17, Ryan Pettinella 12, Ómar Örn Sævarsson 10/, Páll Axel Vilbergsson 8, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Helgi Björn Einarsson 2, Mladen Soskic 2. KONUR KR - Keflavík 62-72 Stig KR: Chazny Paige Morris 19, Signý Hermannsdóttir 14, Hafrún Hálfdánardóttir 10, Hildur Sigurðardóttir 9, Margrét Kara Sturludóttir 6, Helga Einarsdóttir 2, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 2. Stig Keflavíkur: Jacquline Adamshick 19, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14, Bryndís Guðmundsdóttir 12, Pálína Gunnlaugsdóttir 9, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Marín Rós Karlsdóttir 4, Marina Caran 3, Hrund Jóhannsdóttir 3. Enski bikarinn Chelsea - Everton 1-1 (4-5) 1-0 Frank Lampard (104.), 1-1 Leighton Baines (119.). Birmingham - Sheff. Wed 3-0 1-0 Jean Beausejour (6.), 2-0 Obafemi Martins (17.), 3-0 David Murphy (53.). Stoke - Brighton 3-0 1-0 John Carew (14.), 2-0 Jon Walters (22.), 3-0 Ryan Shawcross (43.). Man. United - Crawley Town 1-0 1-0 Wes Brown (28.). Man. City - Notts County 5-0 1-0 Patrick Vieira (37.), 2-0 Patrick Vieira (58.), 3-0 Carlos Tevez (83.), 4-0 Edin Dzeko (88.), Michah Richards (90.+1). Fulham - Bolton 0-1 0-1 Ivan Klasnic (19.). Leyton Orient - Arsenal 1-1 0-1 Tomás Rosicky (53.), 1-1 Jonathan Téhoué (89.). Enska B-deildin Crystal Palace - Sheff. United 1-0 Ipswich - Hull 1-1 Leeds - Norwich 2-2 Millwall - Middlesbrough 2-3 Nott. Forest - Cardiff 2-1 Portsmouth - Barnsley 1-0 Preston - QPR 1-1 Reading - Watford 1-1 Scunthorpe - Derby 0-0 Swansea - Doncaster 3-0 Staðan Lið L U J T M St 1. QPR 32 16 13 3 51:20 61 2. Nottingham F. 31 15 11 5 42:26 56 3. Swansea 32 17 5 10 44:30 56 4. Cardiff 32 16 7 9 51:38 55 5. Norwich 32 15 10 7 51:41 55 6. Leeds 32 14 11 7 59:49 53 7. Leicester 32 15 6 11 50:48 51 8. Burnley 31 12 11 8 47:38 47 9. Millwall 32 12 10 10 42:34 46 10. Hull 32 11 13 8 38:34 46 11. Watford 31 12 9 10 57:47 45 12. Reading 32 10 14 8 46:35 44 13. Ipswich 31 12 6 13 43:39 42 14. Barnsley 32 11 8 13 37:46 41 15. Coventry 31 11 6 14 35:38 39 16. Portsmouth 31 10 8 13 42:46 38 17. Doncaster 31 10 7 14 41:57 37 18. Derby 31 10 6 15 41:44 36 19. Middlesbro 31 10 6 15 39:43 36 20. Bristol City 32 9 8 15 36:48 35 21. Cr. Palace 32 9 7 16 30:50 34 22. Sheffield Utd 32 7 8 17 28:50 29 23. Scunthorpe 30 8 4 18 28:52 28 24. Preston 31 5 8 18 32:57 23

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.