Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 21. febrúar 2011 Mánudagur
Endurnærir og hreinsar ristilinn
allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
30+
Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is
OXYTARM
Sól og
heilsa ehf
=
Losnið við hættulega
kviðfitu og komið maganum
í lag með því að nota náttúrulyfin
Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur
days
detox
Fjárfestirinn Þórður Már Jóhannes-
son, fyrrverandi forstjóri Straums-
Burðaráss og Gnúps, virðist græða á
tá og fingri í kreppunni. Greiddi hann
sér 60 milljónir króna í arð árið 2010
út úr eignarhaldsfélaginu Brekku og
200 milljónir árið áður. Brekka hélt
á sínum tíma utan um sjö prósenta
eignarhlut Þórðar í fjárfestingarfélag-
inu Gnúpi sem var fyrsta stóra fjár-
festingarfélagið til að fara á hliðina í
upphafi árs 2008. Virðist rekstur fé-
lagsins ganga mun betur núna en árið
2007 þegar Brekka tapaði tveimur
milljörðum króna.
60 milljónir á síðasta ári
Í ársreikningi Brekku kemur fram að
félagið hafi hagnast um 72 milljónir
króna árið 2009. Vegna þessa hafi fé-
lagið ákveðið að greiða sér 60 milljón-
ir króna í arð árið 2010 vegna rekstrar-
ársins 2009. Árið 2009 Greiddi Þórður
Már sér 200 milljónir króna í arð fyrir
rekstrarárið 2008 þrátt fyrir að félagið
hafi skilað tæplega 62 milljóna króna
tapi árið 2008. Brekka á líka dóttur-
félagið Brekka II.
Engar skýringar eru gefnar á því í
ársreikningi Brekku í hvaða fjármála-
gjörningum félagið fjárfestir. Þó kem-
ur fram að félagið eigi verðbréf sem
metin séu á rúmlega 200 milljónir
króna og fjármagnstekjur árið 2009
hafi numið tæplega 58 milljónum
króna.
Stofnar félag með Birgi Leifi
Þórður Már virðist fást við ýmislegt
fleira en fjármálagjörninga í gegnum
eignarhaldsfélögin Brekku og Brekku
II. Árið 2010 stofnaði hann eignar-
haldsfélagið Project 58 ásamt kylf-
ingnum Birgi Leifi Hafþórssyni. Þórð-
ur Már og Birgir Leifur eru báðir frá
Akranesi þar sem þeir ólust upp. Að
undanförnu hefur Þórður Már sjálf-
ur sýnt golfíþróttinni mikinn áhuga.
Náði hann að lækka forgjöf sína úr
36 í 7 á einungis tveimur og hálfu ári
sem þykir mjög góður árangur. Virð-
ist hann hafa mikinn tíma til þessa
að sinna þessu áhugamáli sínu eftir
að hafa látið af störfum sem forstjóri
Gnúps.
Í hlutafélagaskrá kemur fram að
Project 58 fáist við íþróttastarfsemi.
Líklegt má telja að þetta sé félag sem
styrki Birgi Leif við golfiðkun sína á
erlendri grundu. Árið 1997 var félagið
ISL ehf. stofnað og var eina hlutverk
félagsins að veita Birgi Leifi fjárhags-
legan styrk til þess að stunda golf.
Kaupþing var líka duglegt að styrkja
kylfinginn. Ekki liggur ljóst fyrir hvað-
an hann hefur sótt fjármagn eftir
efnahagshrunið.
Á Reik með Straumsvini
Þórður Már kom líka nýlega að
stofnun eignarhaldsfélagsins Reik
ásamt Ægi Birgissyni. Þeir eru vinir
og störfuðu á sínum tíma saman hjá
Straumi-Burðarás. Síðar varð Ægir
forstöðumaður markaðsviðskipa VBS
fjárfestingarbanka og Þórður Már for-
stjóri Gnúps. Lítið er vitað um starf-
semi þessa félags. DV hefur áður fjall-
að um fjárfestingarfélagið Kríu sem
Þórður Már á með vini sínum Bjarna
Ármannssyni, fyrrverandi forstjóra
Glitnis. Tapaði Kría 94 milljónum
króna árið 2007. Samkvæmt heimild-
um DV gerði Kría framvirka samninga
með hlutabréf í FL Group sem félagið
virðist hafa tapað á.
Þannig má segja að efnahags-
kreppan hafi ekki haft mikil áhrif
á Þórð Má. Eignarhaldsfélag hans
Brekka græðir á tá og fingri og þess á
milli eyðir hann miklum tíma á golf-
vellinum við að lækka forgjöfina.
Hann fékk auk þess vel greitt fyrir störf
sín fyrir hrun. Árið 2006 var hann með
88 milljónir króna í laun auk þess sem
hann fékk 1.300 milljóna króna starfs-
lokasamning hjá Straumi. Talið er að
Þórður Már hafi verið með um 100
milljónir króna í laun árið 2007.
n Borgar sér nærri 300 milljónir í arð eftir hrun n Hefur stórbætt forgjöfina í golfi
n Gnúpur tapaði 34 milljörðum árið 2007 þegar hann var forstjóri félagsins
ÞÓRÐUR GRÆÐIR
Á TÁ OG FINGRI
„Náði hann að
lækka forgjöf sína
úr 36 í 7 á einungis tveim-
ur og hálfu ári sem þykir
mjög góður árangur.
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
Stórefnaður Fjárfestirinn
Þórður Már Jóhannesson
virðist vera vel efnaður þrátt
fyrir efnahagshrunið. Eyðir
hann miklum tíma við að
lækka forgjöfina í golfi.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráð-
herra mælti á fimmtudag fyrir þings-
ályktunartillögu um nýja áætlun um
alþjóðlega þróunarsamvinnu fyrir
tímabilið 2011 til ársins 2014. Í áætl-
uninni er einnig kveðið á um að Ís-
land eigi á næstu 10 árum að skipa
sér meðal þeirra þjóða sem verja 0,7
prósentum af vergri landsframleiðslu
til þróunarmála. Eins og staðan er í
dag verja Íslendingar 0,19 prósentum
af vergri landsframleiðslu til þróun-
armála og því má gera því skóna að
miðað við núverandi efnahagsástand
verði við ramman reip að draga við ná
settum markmiðum á 10 árum.
Markmiðið að verja 0,7 prósent-
um af landsframleiðslu er ekki nýtt
af nálinni, en það markmið má rekja
til skýrslu Pearson-nefndarinnar svo-
kölluðu sem lögð var fyrir allsherjar-
þing Sameinuðu þjóðanna árið 1970.
Það stefnumið var fest í lög um þró-
unarsamvinnu á Alþingi árið 1971, en
þess má reyndar geta að á þeim tíma
þáði Ísland í raun þróunaraðstoð og
ef til vill ekki í stakk búið til að hækka
framlög svo umtalsvert. Árið 1985
voru sett lög um að þróunaraðstoð Ís-
lands myndi ná 0,7 prósenta markinu
á sjö árum, eða fyrir árið 1992. Á þeim
sjö árum hækkaði framlag Íslands úr
0,05 prósentum í 0,12 prósent og ljóst
að sú áætlun gekk ekki eftir.
Í áætluninni sem Össur mælti með
á fimmtudag er gert ráð fyrir að Ísland
fylgi tímasettri áætlun um að hækka
framlag til þróunarmála, fyrst úr 0,19
prósentum í 0,23 prósent að ári liðnu.
Þess má geta að aðeins fimm ríki hafa
náð markmiði SÞ um framlag til þró-
unarmála, þar á meðal eru Norður-
löndin; Noregur, Danmörk og Svíþjóð.
Ekki náðist í Össur Skarphéðinsson til
að útskýra hvernig Ísland megi í þetta
skiptið ná 0,7 prósenta markmiðinu
sem elst hefur verið við í 40 ár. Þings-
ályktunartillöguna má sjá í heild sinni
á vef utanríkisráðuneytisins.
bjorn@dv.is
Össur Skarphéðinsson mælti fyrir þingsályktunartillögu um þróunarmál:
Meiru eytt í þróunarmál
Össur Skarphéðinsson Ísland hefur
stefnt að því að eyða 0,7 prósentum af
vergri landsframleiðslu til þróunarmála
síðan árið 1971.
Brotist inn
í verslun
Tvö innbrot voru framin aðfara-
nótt sunnudags á höfuðborgar-
svæðinu, annars vegar í Garðabæ
þar sem brotist var inn í verslun
og tækjabúnaði stolið, og hins
vegar í verslun í Grafarvogi en
ekki er enn ljóst hverju var stolið
þar.
Fjórir voru handteknir vegna
ölvunar við akstur. Í einu tilvikinu
hafði ökumaður ekið bifreið sinni
á aðra bifreið og eru báðar eitt-
hvað skemmdar. Einn var undir
áhrifum fíkniefna við akstur. Sjö-
tíu verkefni komu inn á borð lög-
reglu um nóttina frá miðnætti.
Vopnað uppgjör:
Axarárás í fíkni-
efnauppgjöri
Fjórir menn voru handteknir á Sel-
fossi á laugardag vegna líkamsárásar.
Þar var ráðist á mann með öxi en kalla
þurfti sérsveit ríkislögreglustjóra út
sem náði að handtaka mennina fjóra.
Lögreglan hefur sleppt öllum
fjórum mönnunum sem handteknir
voru. Málið er upplýst og fyrir liggur
að ástæða árásarinnar var uppgjör
þess sem beitti öxinni og hins sem
varð fyrir henni. Næst tekur við vinna
við úrvinnslu gagna svo ákæruvald
geti tekið afstöðu um framgang máls-
ins. Þess má geta að lögreglan á Sel-
fossi naut aðstoðar frá sérsveit og fjar-
skiptamiðstöð ríkislögreglustjóra og
lögreglustjórans á höfuðborgarsvæð-
inu í þessu máli og þegar mest var
voru um tólf lögreglumenn samtímis
að sinna þessu verkefni.
Lögreglunni á Selfossi barst til-
kynning frá tveimur mönnum á laug-
ardag dag sem höfðu verið á gangi
skammt frá N1 á Selfossi. Pallbifreið,
sem í voru fjórir menn, var ekið að
þeim. Mennirnir fóru út úr bílnum en
einn þeirra var vopnaður öxi. Hann
réðst að öðrum manninum og sló til
hans með öxinni.
Árásarþolanum tókst að víkja sér
undan fyrsta og öðru högginu en ár-
sármanninum tókst að koma þremur
lausum höggum í manninn sem féll
við það í jörðina. „Áverkar hans voru
minniháttar,“ segir varðstjóri lög-
reglunnar á Selfossi í samtali við DV.
„Þeim var náttúrulega brugðið,“ segir
varðstjórinn um árásarþolana.
Mennirnir fjórir voru handteknir
innan fjögurra klukkustunda en
lögreglan á Selfossi fékk aðstoð frá
sérsveit ríkislögreglustjórans. Tveir
fundust á Eyrarbakka en hinir tveir á
Selfossi. Árásarmennirnir og sá sem
var ráðist á þekktust en talið er að
árásin tengist fíkniefnaviðskiptum.