Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2011, Blaðsíða 17
Erlent | 17Mánudagur 21. febrúar 2011 Forsetaframbjóðandi í Kasakstan með nýstárlegt kosningaloforð: Allar konur fái eiginmann Amanday Asilbek er einn þeirra sem ætla að bjóða sig fram í forsetakosn- ingum í Kasakstan sem fara fram í byrjun næsta árs. Asilbek er greini- lega með hugmyndaflugið í lagi þeg- ar kemur að því að lokka til sín kjós- endur, en það á eftir að koma í ljós hvernig nýjasta útspil hans heppn- ast. Asilbek ætlar sér að ganga í aug- un á kvenkyns kjósendum með því að lofa þeim að allar einhleypar kon- ur komi til með að giftast, verði hann kjörinn forseti. Asilbek telur þetta mögulegt ef fjölkvæni verður gert löglegt. „Það er allt of mikið um ein- hleypar konur í Kasakstan, sem er þjóðarharmleikur. Þannig missum við af mögulegum mæðrum,“ sagði Asilbek. Sjálfur er hann 70 ára að aldri og á bara eina konu, þó hann hafi reyndar íhugað að taka sér aðra. „Ungar stúlkur hafa iðulega stigið í vænginn við mig og beðið um hönd mína. Engin þeirra hefur hins vegar staðist gæðapróf eiginkonu minnar.“ Fréttaskýrendur hafa bent á að kosningaloforð Asilbeks gæti átt heima í kvikmynd breska grínist- ans Sacha Baron Cohen um fræg- asta fulltrúa Kasakstan frá upphafi, Borat Sagdiyev. Afar ólíklegt verður hins vegar að teljast að Asilbek nái kjöri. Hann hefur tvisvar áður boðið sig fram til forsetaembættisins, árið 1998 og árið 2005. Þá gaf hann svipuð ævintýraleg kosningaloforð en hlaut ekki brautargengi hjá kjósendum og var kjörfylgi hans undir einu pró- senti. Í Kasakstan ræður líka forset- inn Nursultan Nazerbæjev því sem hann vill ráða. Hann hefur verið for- seti síðan 1990, og ólíklegt að hann hverfi á braut öðruvísi en með eigin vilja. bjorn@dv.is Aðeins er liðin ein vika síðan rúm- lega milljón ítalskar konur söfn- uðust saman í meira en 100 borg- um og bæjum víðs vegar um Ítalíu til að mótmæla kynlífsbrölti Silvios Berlusconis, hins 74 ára forsætis- ráðherra Ítalíu. Vaxandi óánægja ríkir meðal ítalskra kvenna vegna framferðis forsætisráðherrans gagnvart konum, en sú ímynd af konum sem hann virðist beita sér fyrir að verði sem útbreiddust er sú að konur eigi að vera lítið ann- að en snotrir fylgihlutir karlmanna. Nú hafa hins vegar kvenkyns stuðn- ingsmenn Berlusconis, sem má þrátt fyrir allt telja í milljónum, tekið höndum saman og ætla sér á næstunni að safnast saman og „mótmæla mótmælendunum“ – og þar með lýsa yfir stuðningi sínum við Berlusconi. Ótrúleg orðræða Það eru fyrst og fremst stjórnmála- konur sem tilheyra Frelsisflokki Berlusconis sem standa á bak við þessa gagnhreyfingu til stuðnings honum. Hafa þær farið mikinn í ít- ölskum fjölmiðlum, þá einkum og sér í lagi þeim sem eru í eigu for- sætisráðherrans sjálfs. Hafa þær bent á að í síðustu þingkosningum á Ítalíu, sem fóru fram fyrir tæp- um þremur árum, voru konur um helmingur þeirra kjósenda sem kusu Frelsisflokkinn. Þær segja enn fremur að mótmælin sem fóru fram fyrir rúmlega viku hafi í raun verið skipulögð af leiðtogum stjórnarandstöðunnar, sem sam- anstendur af karlmönnum. Því séu konurnar sem mótmæltu ekki fem- ínistar í raun. „Það eru ennþá konur þarna úti sem vilja kljúfa Ítalíu, tefla Evu fram gegn Evu,“ sagði Daniela Sant- anché, meðlimur Frelsisflokksins. „Jafnvel nú á 21. öldinni kunna þær ekkert annað en að vera verkfæri í höndum karlmanna.“ Gera lítið úr mótmælunum Í sama streng tekur menntamála- ráðherra Ítalíu, Mariastella Gelmini. „Mótmælendurnir voru vinstrisinn- aðar snobbkonur, sem vilja helst brenna Berlusconi á báli eins og nornirnar voru brenndar í Salem.“ Konurnar sem skipulögðu mót- mælin gegn Berlusconi virðast einnig gera sér grein fyrir að staða Berlusconis er enn sterk meðal kvenna. „Ein milljón kvenna er lít- ið þegar fjöldi kvenna á Ítalíu er 31 milljón,“ sagði Lorella Zanardo, einn skipuleggjendanna. „Það eru 9 milljónir kvenna sem eru 55 ára og eldri á Ítalíu og margar þeirra búa einar, eru ekkjur eða fráskildar. Þeim líkar vel við Berlusconi vegna skemmtunarinnar sem hann býður upp á með sjónvarpsstöðvum sín- um því margar af þessum konum eiga engan annan félaga en sjón- varpið.“ Sætta sig við spillingu Mörgum kann að finnast ótrúlegt hvernig Berlusconi virðist ætíð ná að hrista af sér hvert hneykslið á fætur öðru. Sem stjórnmálamaður lítur út fyrir að hann eigi fleiri líf en kettir, alltaf tekst honum að snúa orðræðunni sér í hag. Það er engu líkara en Ítalir séu líka sáttir við það. Í nýlegri könnun sem gerð var á Ítalíu kom í ljós að 53 pró- sent þjóðarinnar telja Berlusconi vera sekan um að hafa borgað ófullveðja stúlku fyrir kynlíf og jafnframt reynt að hylma yfir glæpinn. En það kemur ef til vill ekki á óvart, að hin sömu 53 prósent telja líkurnar á því að Berlusconi verði sakfelldur litlar sem engar. Konur styðja Berlusconi n Þrátt fyrir kröftug mótmæli ítalskra kvenna gegn Silvio Berlusconi nýtur hann stuðnings kvenna n Fjölmiðlaveldi hans vinnur að því að snúa orðræðunni honum í hag Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „ Jafnvel nú á 21. öldinni kunna þær ekkert annað en að vera verkfæri í höndum karl- manna. Silvio Berlusconi Þótt ótrúlegt megi virðast nýtur forsætisráðherrann enn stuðnings fjölda kvenna. Borat Sagdiyev Persóna Sacha Baron Cohen þykir minna á forsetaframbjóðandann Amanday Asilbek. Stálu marijúana Tveir iðnaðarmenn sem voru ráðnir í vinnu af lögreglunni í smábænum Florence í Alabama-fylki í Banda- ríkjunum hafa verið handteknir fyrir stórfelldan fíkniefnastuld. Mennirnir voru ráðnir til að setja upp loftræsti- kerfi í sama herbergi og sönnunar- gögn eru geymd. Stóðust mennirnir ekki mátið og stálu um 20 kílóum af marijúana, sem þeir smygluðu út með því að fylla verkfærakassa sína í lok hvers vinnudags. Lögreglunni í Florence tókst ekki að endurheimta nema um tvö kíló af efninu, sem þýðir að iðnaðarmennirnir hafa væntanlega hagnast talsvert með því að selja það. Iðnaðarmennirnir eru komnir á bak við lás og slá. Palin gerir gys að Obama Sarah Palin, sem talin er líkleg til að tilkynna um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna innan skamms, gerði grín að Obama á fundi repúblikana í Long Island í New York-fylki á dög- unum. Það var hins vegar ekki Bar- ack Obama, forseti Bandaríkjanna, sem varð fyrir barðinu á kímnigáfu Palin, heldur forsetafrúin, Michelle Obama. Obama hefur verið tals- maður herferðar sem mælir með því að mæður gefi börnum sínum brjóstamjólk og hefur febrúarmán- uður í raun verið tileinkaður mál- staðnum í Bandaríkjunum. Palin sá sér leik á borði: „Það er ekki furða að hún vilji að mæður gefi brjósta- mjólk. Nýmjólk er orðin svo dýr að engin móðir hefur efni á henni.“ Stjórnlausir í 253 daga Belgar hafa nú verið án ríkisstjórn- ar í rúmlega 250 daga, en þar ríkir stjórnarkreppa. Hafa flæmskumæl- andi stjórnmálaflokkar ekki viljað starfa með vallónskum flokkum, en Vallónar tala frönsku. Í tilefni af þessu langa stjórnarleysi ákvað fjöldi ungmenna í bænum Ghent að halda upp á tilefnið, með því að fækka fötum og dansa. Vilja ungmenn- in benda á að Belgar hafi nú sett heimsmet í lengd stjórnarkreppu í lýðræðisríki. Stjórnmálaleg framtíð Belgíu er mjög óljós þar sem land- ið er í raun klofið milli Vallóna og Flæmingja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.