Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 21. febrúar 2011 Mánudagur
Fjögur gull, eitt silfur og fjögur brons á opna danska í BJJ:
Medalíuflóð Mjölnismanna
Ekkert lát virðist vera á sigur-
göngu keppenda Mjölnis í brasil-
ísku jiu-jitsu, BJJ, á alþjóða vett-
vangi. Um helgina fór vösk sveit
Mjölnismanna til Danmerkur og
keppti þar á opna danska mótinu
í BJJ. Uppskeran var glæsileg, fjög-
ur gull, eitt silfur og fjögur brons.
Á síðasta ári hélt hópur Mjöln-
ismanna til London og uppskar
þar ríkulega á sterku BJJ- og No-
Gi-(enginn galli)móti. Þá rúllaði
Mjölnir upp síðasta Íslandsmeist-
aramóti sem haldið var í nóvem-
ber í fyrra.
Á opna danska um helgina vann
Sighvatur Helgason 88 kg flokkinn
í keppni manna með fjólublátt
belti og einnig opna flokkinn. Sig-
hvatur fór gersamlega hamförum
en hann vann alla sína andstæð-
inga með uppgjafartaki að undan-
skildum félaga sínum úr Mjölni,
Þráni Kolbeinssyni. Sighvatur er
Íslandsmeistari í þessum flokki.
Þráinn Kolbeinsson, Íslands-
meistari í -94 kg flokki, vann flokk
manna með fjólublátt belti á opna
danska og þá náði hann einn-
ig þriðja sætinu í opna flokkn-
um. Sigurjón Viðar Svavarsson
hirti gullið í +100 kg flokknum en
í úrslitum hafði hann betur gegn
andstæðingi sem var ríflega 40kg
þyngri en hann.
Bjarni Kristjánsson náði silfri í
-94 flokki blábeltinga og tók brons-
ið einnig í þeim flokki. Þá nældi
Guðmundur Víglundsson í brons í
opnum flokki. Eina konan í hópn-
um, Íslandsmeistarinn Auður Olga
Skúladóttir, fékk brons í flokki -64
kg kvenna með fjólublátt belti.
tomas@dv.is
Alfreð aftur á
skotskónum
n Blikinn Alfreð Finnbogason sem
kjörinn var besti leikmaður Íslands-
mótsins eftir síðasta sumar er heldur
betur að fara vel
af stað með sínu
nýja félagi, Loker-
en. Alfreð skoraði
sitt annað mark
í jafnmörgum
leikjum helgina
þegar liðið tapaði
þó gegn stórliði
Club Brugge, 2–1.
Alfreð kom inn á sem varamaður í
hálfleik og náði að minnka muninn
fyrir Lokeren í 2–1 þegar átta mínútur
voru eftir af leiknum en þar við sat.
Lokeren er í fimmta sæti belgísku
úrvalsdeildarinnar og í mikilli baráttu
um að komast í sex liða umspil um
meistaratitilinn.
Kiel áfram og Björgvin
í góðum málum
n Þýska handknattleiksliðið Kiel sem
Alfreð Gíslason stýrir er komið í sextán
liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir
sigur á franska
liðinu Chambéry
um helgina,
28–26. Lands-
liðsmaðurinn
Aron Pálmarsson
skoraði eitt
mark fyrir Kiel
sem vann þessa
keppni í fyrra.
Þá er svissneska liðið Kadetten með
landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál
Hólmgeirsson innanborðs einnig
komið langleiðina í 16 liða úrslitin en
liðið vann gríðarlega þýðingarmikinn
sigur á ungverska liðinu Pick Szeged.
Gleymdist að skrá Eið
n Eiður Smári Guðjohnsen, sem breskir
fjölmiðlar töldu að ætti að hefja leik
fyrir Fulham í gær þegar liðið mætti
Bolton í ensku bikarkeppninni, var
fjarri góðu gamni. Fram kom á Vísi í
gær að Fulham hefði gleymt að útvega
Eiði keppnisleyfi í enska bikarnum en
landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi kom
til Fulham á síðustu klukkutímum
félagaskiptagluggans í janúar. Um ein-
föld mannleg mistök var um að ræða
en einhver seinheppinn starfsmaður
á skrifstofu Fulham gleymdi að sækja
um leyfið fyrir Eið Smára.
Vela bjargaði WBA
n Roy Hodgson stýrði West Bromwich
Albion í sínum fyrsta leik á sunnudag-
inn þegar liðið tók á móti Úlfunum í
miklum fallslag.
Jamie O‘Hara kom
Úlfunum yfir und-
ir lok fyrri hálfleiks
en Mexíkóinn
Carlos Vela, sem er
á láni frá Arsenal,
bjargaði stigi fyrir
WBA í uppbótar-
tíma. Markvörður
Úlfanna, Wayne Hennessey, verður þó
að taka markið á sig. Úlfarnir eru því
áfram á botni ensku úrvalsdeildarinnar
með 25 stig en WBA er í sautjánda sæti
með þremur stigum meira.
Taplaus í níu ár
n Real Madrid vann um helgina
auðveldan sigur á Levante í efstu deild
spænska fótboltans, 2–0, þar sem
Karim Benzema og
Ricardo Carvalho
sáu um marka-
skorun. Sigurinn
þýðir að Jose
Mourinho, þjálfari
Real Madrid,
hefur nú ekki
tapað heimaleik
í deildarkeppni í
níu ár. Hann tapaði síðast á heimavelli
sem þjálfari Porto gegn gegn Beira
Mar 23. febrúar 2002. Síðan þá hefur
Portúgalinn magnaði stýrt Porto,
Chelsea, Inter og Real Madrid í samtals
147 deildarleikjum á heimavelli án
þess að tapa einum einasta. Í þessum
147 leikjum hefur liðið skoraði 331
mörk og fengið á sig aðeins 81.
Molar
„Það er algjör draumur að vinnan
þennan bikar loksins,“ segir Fannar
Ólafsson, fyrirliði körfuknattleiksliðs
KR, en hann leiddi KR-liðið að fyrsta
bikarmeistaratitli félagsins í tuttugu
ár. „Þetta hefur verið eyðimerkur-
ganga,“ segir Fannar kampakátur. KR
fór létt með að leggja Grindavík að
velli í úrslitaleiknum. Aðeins munaði
einu stigi í hálfleik, 40–39, en í seinni
hálfleik átti Grindavík aldrei mögu-
leika. Breidd KR-liðsins var Suður-
nesjapiltum ofviða og höfðu Vestur-
bæingarnir á endanum tuttugu og
tveggja stiga sigur, 94–72.
Vannst á breiddinni
„Þetta var algjör hamingja, þvílíkur
dagur,“ segir Fannar sem var ánægð-
ur með spilamennsku liðsins. „Við
spiluðum flottan körfubolta, sér-
staklega í seinni hálfleik. Þar spil-
aðist leikurinn nákvæmlega eins og
við lögðum upp með. Við vissum að
þeir gætu aldrei hlaupið með okkur
í fjörutíu mínútur,“ segir Fannar sem
vill meina að breiddin hjá KR hafi
skapað sigurinn.
„Ég er eiginlega alveg klár á því.
Þeir hafa ekki þennan djúpa bekk
eins og við höfum. Við gátum leyft
okkur að spila á mörgum mönnum.
Undir lokin þegar við vorum enn á
fullu gasi fannst mér Grindvíking-
arnir vera orðir þreyttir. Við vissum
að Grindavík myndi alltaf gefa okk-
ur alvöru leik og því átti ég ekki alveg
von á svona stórum sigri,“ segir fyrir-
liðinn.
Notaði tapið frá 2009
Fyrir tveimur árum mætti KR í Höll-
ina með eitt besta lið sem sést hefur
hér á landi. Það ár spiluðu bæði Jón
Arnar Stefánsson og Jakob Örn Sig-
urðarson með liðinu. KR gat þá rof-
ið eyðimerkurgönguna með sigri á
Stjörnunni, og var búið að spá KR
sigri fyrirfram. Stjörnum prýtt lið KR
var aldrei rétt innstillt í leikinn og
tapaði í magnaðasta bikarúrslitaleik
sögunnar. Þetta flopp notaði Fannar
til að hjálpa sér í undirbúningnum
fyrir leikinn gegn Grindavík.
„Ég notaði þetta tap alveg heil-
mikið. Bæði fyrir sjálfan mig og lið-
ið. Ég reyndi að brýna fyrir mönn-
um að þetta yrði hörkuleikur og það
vissu allir. Fókusinn og hugarfarið
voru bara virkilega sterk alla vikuna.
Ég tók þetta tap gegn Stjörnunni mjög
nærri mér og það sveið heillengi. Það
árið áttum við að vera búnir að vinna
bikarinn fyrir fram. Tapið 2009, sem
ég kalla mistök, gerir sigurinn núna
enn sætari. Nú náðum við að koma
með bikarinn heim eins og ég vil kalla
það,“ segir Fannar en ekkert lið hefur
unnið bikarkeppni KKÍ jafnoft og KR
eða tíu sinnum.
Ætlum að vinna tvöfalt
KR-liðið hefur verið óstöðvandi eft-
ir áramót og af mörgum stjörnum
liðsins skín líklega Pavel Ermolins-
kij hvað skærast. Hann fer varla inn
á völlinn án þess að gera þrefalda
tvennu. Pavel bauð auðvitað upp á
eina slíka (21 stig, 11 frák., 11 stoð.)
og var valinn maður leiksins. „Það
er náttúrulega fáránlegt að vera með
næstum þrefalda tvennu að meðal-
tali í leik,“ segir Fannar og hlær. „Pavel
er auðvitað frábær leikmaður og það
sem hann hefur verið að læra núna
með okkur er að vera leiðtogi. Hann
hafði kannski verið meira í aukahlut-
verki í atvinnumennskunni. Hann er
okkur gríðarlega mikilvægur því hann
er ekki bara að stýra sóknarleiknum
heldur frákastar hann alveg helling.
Við stóru mennirnir viljum reyndar
meina að hann sé að stela fráköstun-
um okkar en hann gerir starf okkar
alla vega mun auðveldara,“ segir Fan-
nar og eins og svo oft áður fer hann
hvergi í felur með markmið liðsins.
„Í KR er ætlast til þess að við vinn-
um titla. Við ætlum að vinna tvöfalt
í ár. Það er einn kominn í hús og við
virðumst vera að toppa á réttum tíma.
Það vill enginn toppa í desember. Þá
vinnurðu enga titla,“ segir Fannar Ól-
afsson, fyrirliði KR.
n KR bikarmeistari í fyrsta sinn í 20 ár
n Auðveldur sigur á Grindavík, 94–72
n Fannar Ólafsson fyrirliði notaði
tapið 2009 sem hvatningu
á enda
Eyðimerkurgangan
Loksins, loksins! Fannar
Ólafsson vann sinn fyrsta
bikarmeistaratitli með KR.
MYND RÓBERT REYNISSON
Kampakátir KR-ingar Körfuknattleikslið KR hampar Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta
skipti í tuttugu ár og er að vonum ánægt með afrekið.
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is
Mjölnismaðurinn Þráinn Kolbeinsson (t.h.) Mjölnis-
menn hafa farið hamförum á BJJ-mótum undanfarið.