Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Mánudagur 21. febrúar 2011
„Ég er mjög sáttur við þessa niður-
stöðu og finnst hún vera í samræmi
við aðdraganda þess að forsetinn
komst að þessari niðurstöðu,“ seg-
ir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
formaður Framsóknarflokksins.
„Óháð því hver niðurstaðan verð-
ur þá held ég að úr því sem komið
var hafi ekki verið annað hægt en að
almenningur fengi að eiga síðasta
orðið. Auðvitað er forsetinn fyrst
og fremst að ákveða að almenning-
ur skeri úr um þetta frekar en að
taka beinlínis afstöðu til samnings-
ins eða samningsdraganna,“ segir
hann.
Aðspurður hvort hann hafi átt
von á þessari niðurstöðu, segir Sig-
mundur: „Já, með hliðsjón af því
sem hann hefur gert áður og rök-
semdafærsluna sem hann not-
aði þá fannst mér að þetta hlyti að
verða niðurstaðan hjá honum. Auð-
vitað var maður alls ekki viss og ég
er feginn að hann komst að þess-
ari niðurstöðu. Nú bara vona ég að
fólk fái tækifæri til að taka afstöðu
til málsins út frá staðreyndum og
rökumfrekar en að það verði út
frá hræðsluáróðri eða slíku,“ segir
hann.
Sigmundur Davíð vill sjá rúman
tíma líða áður en þjóðaratkvæða-
greiðslan fer fram. „Vegna þess að
tíminn vinnur með okkur og það
getur vel verið að hann vinni eins
vel með þeim sem vilja samþykkja
þetta, ef að hlutirnir sem skýrast í
millitíðinni gefa til kynna að eign-
ir þrotabús Landsbankans aukist
eða eitthvað slíkt. Alla vega, þá held
ég að æskilegt sé að við látum tím-
ann líða. Hvað varðar kosninga-
baráttu, þá hallast ég að því að það
væri heppilegt að stjórnarflokkarn-
ir væru ekki að beita sér sem slík-
ir í baráttunni og þar af leiðir ekki
stjórnarandstöðuflokkarnir heldur,
en ég er ekki búinn að velta því mik-
ið fyrir mér.“
Aðspurður segist Sigmundur
ekki treysta sér til að spá fyrir um
niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar. valgeir@dv.is
Sigmundur Davíð er ánægður með Ólaf Ragnar:
„Tíminn vinnur
með okkur“
Birgir Guðmundsson stjórnmála-
fræðingur segir ákvörðun forsetans
hafa komið sér frekar á óvart en að
færa megi rök fyrir því að þetta sé í
samræmi við ákvörðun hans í fyrra.
Hann telur ekki að þetta muni hafa
nein stórkostleg áhrif strax. „Áhrifin
munu verða gífurleg ef þjóðin fell-
ir málið í atkvæðagreiðslunni. Það
verður bæði efnislega með tilliti til
milliríkjsamninga en einnig pólit-
ískt fyrir ríkisstjórnina. Þá verður
spurning hvort ekki sé eðlilegast að
rjúfa þing og boða til kosninga,“ seg-
ir hann en bætir við að svo hljóti að
vera komi í ljós að 70 prósent þings-
ins séu ekki í samhljóm með þjóð-
inni.
Birgir segir að áhugavert sé hve
langt forsetinn fari með þá röksemd-
arfærslu að löggjafarþingið sé tví-
skipt. „Hann nefndi að löggjafar-
valdið sé annars vegar þingið og hins
vegar þjóðin og maður veltir því fyrir
sér hve langt er hægt að taka þá rök-
semdarfærslu. Eins hvað hún gildir
um víðtækt svið og hvort búast megi
við að forsetinn geti gripið inn í með
þessum hætti í mörgum umdeildum
málum.“
Aðspurður segir hann það tíma-
bært að fara yfir þetta vald forsetans
í stjórnarskránni. „Það þarf að skýra
þetta svo að það sé ekki bara komið
undir túlkun forsetans hverju sinni.
En ég tel að það þyrfti að vera mál-
skotsréttur, hvort sem hann verði hjá
þinginu eða forsetanum.“
gunnhildur@dv.is
Gífurleg áhrif ef þjóðin fellir málið:
Þingrof ef málið fellur
Þór Saari ánægður með ákvörðun forseta Íslands:
„Íslendingar eiga
ekki að borga“
„Ákvörðunin er eðlileg og rökrétt
með hliðsjón af forsögu og fram-
gangi málsins á þingi hingað til.
Það hefur alla tíð verið óeðlilega
staðið að þessu máli frá upphafi
af hálfu Alþingis og ríkisstjórnar.
Alþingi hefur í rauninni klúðrað
afgreiðslu þess í öll þrjú skiptin,“
segir Þór Saari, þingmaður Hreyf-
ingarinnar.
Þór segir að eðlilegt sé að þjóð-
aratkvæðagreiðslan fari fram eft-
ir tvo mánuði. Það sé nægjanlega
langur tími til kynningar á málinu
en gríðarleg ábyrgð sé á innanríkis-
ráðuneytinu að standa vel að þeirri
kynningu.
Hann segir Jóhönnu Sigurðar-
dóttur forsætisráðherra og Stein-
grím J. Sigfússon fjármálaráðherra
eiga að segja af sér sem ráðherrar og
formenn sinna flokka. Ef málið verði
fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu eigi að
boða til kosninga.
Hafni þjóðin samningnum breyt-
ist staða Íslendinga lítið að hans
mati. „Við skulum ekki gleyma því
að Lee Buchheit hefur ávallt sagt að
Íslendingar eigi ekki að borga þessar
skuldir. Það þýðir ekki að farin verði
einhver dómstólaleið. Það er mjög
mikið sem bendir til þess að Bretar
og Hollendingar vilji það ekki. Bret-
ar og Hollendingar fá greitt úr þrota-
búinu í samræmi við sínar kröfur og
samræmi við það sem endurheimt-
ist inn í þrotabúið. Þegar upp er
staðið og búið er að ganga frá þrota-
búinu má reyna að ná samkomulagi
um það sem út af stendur.“
Ekki skuldir Íslendinga Þór Saari
segir Íslendinga ekki eiga að borga skuldir
einkafyrirtækis.
Þjóðaratkvæðagreiðslan snýst um einn hlut að mati Lárusar Blöndals sem sat í Icesave-nefndinni:
„Að semja eða ekki semja“
„Ég lít svo á að þessar kosningar
snúast um eitt; hvort að það eigi að
semja eða ekki semja,“ segir Lárus
Blöndal, hæstaréttarlögmaður og
fulltrúi Icesave-samninganefndar
Íslendinga, um komandi þjóðarat-
kvæðagreiðslu um Icesave-samn-
inginn. Hann segir ágætt að þjóðin
fái að ljúka þessu máli með því að
kjósa um það.
„Í sjálfu sér held ég að það sé
heppilegt að það sé góð sátt um
það hvernig þessu máli lýkur. Ég
verð að segja það og hef sagt áður
að mér finnst kynningin á þessum
samningi hafa verið alltof lítil. Mér
finnst ekki gott að ljúka þessu máli
í miklu ósætti. Þess vegna skipt-
ir það máli að haga kynningunni
þannig að fólkið viti um hvað mál-
ið snýst þannig að það sé ekki nán-
ast að taka afstöðu út frá einhverj-
um sögum sem ganga um bæinn.“
Hann og Stefán Mar Stefánsson
hafa ritað greinar þess efnis að það
sé engin lagaleg skylda Íslendinga
að greiða þessar kröfur. „Á þeim
grundvelli að við teljum okkur ekki
eiga að greiða þessar kröfur þá
halda margir því fram að við eig-
um að láta reyna á málið fyrir dóm-
stólum, jafnvel þó það verði okkur
dýrara. Ég held að það séu mjög
litlar líkur á að menn setjist aftur
að samningaborði. Málið er í ferli,
þetta er inni í ESA og þetta fer frá
ESA inn í EFTA-dómstólinn. Það
ferli heldur bara áfram og menn
fá á endanum niðurstöðu í þessu
máli innan tveggja ára kannski. Ég
held að þetta snúist um það hvort
menn vilji ljúka þessu máli með
samningum eða ekki.“
Hann segir þó ljóst að það séu
aðrir sem séu ekki sammála því
að Íslendingum beri ekki lagaleg
skylda til að greiða þessar kröfur.
„Það endurspeglast meðal annars
í áminningarbréfi ESA. Eins og í
öðrum dómsmálum getur maður
aldrei verið viss hver niðurstað-
an verði. Það er auðvitað ástæða
til að gera ráð fyrir því að allt geti
gerst, að menn séu ekki að fullvissa
sig um að það sé engin áhætta fyrir
okkur að fara í þetta því það er auð-
vitað alltaf áhætta að fara í dóms-
mál.“
Ekki samið aftur Lárus Blöndal
segir að menn muni ekki setjast
aftur að samningaborði um Icesave.