Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2011, Blaðsíða 4
Ástæða þess að skilanefnd Lands-
banka Íslands hefur leyst til sín
þriggja milljarða króna íbúð í
eigu Jóns Ásgeirs Jóhannesson-
ar er að bankinn lánaði honum
fyrir fasteigninni árið 2007. Íbúð-
in er í Gramercy Park í New York
og keypti Jón Ásgeir hana í janúar
2007. Skilanefndin hefur unnið að
því í nokkurn tíma að ná íbúðinni
til sín samkvæmt heimildum DV.
Páll Benediktsson, upplýsinga-
fulltrúi skilanefndar Landsbank-
ans, segir að bankinn hafi ein-
faldlega gengið að veðum sínum
í íbúðinni. „Það er bara búið að
ganga að veðum sem bankinn átti,“
segir Páll. Jón Ásgeir heldur eftir
annarri íbúð sem hann á í húsinu
í New York. Glitnir mun eiga veð í
þeirri íbúð.
Ingibjörg Pálmadóttir, eigin-
kona Jóns Ásgeirs, sendi á þriðju-
dag frá sér tilkynningu þar sem
fram kom að íbúðin væri liður í
skuldauppgjöri hennar við Lands-
bankann. Orðrétt sagði í tilkynn-
ingunni: „Undirrituð hefur gert
upp allar sínar skuldir við Lands-
bankann með samkomulagi um
eignir og peningagreiðslur. Um-
rædd íbúð í New York er hluti af
því uppgjöri. Þá er rétt að komi
fram, að Landsbanki Íslands var
ekki með veð í nefndri íbúð sem er
partur af uppgjörinu.“
Veð færðist yfir á 101 Hótel
DV hefur reynt að fá upplýsingar um
hvaða áhrif yfirtaka Landsbanka Ís-
lands á íbúðinni muni hafa á eign-
arhaldið yfir 101 Hótel á Hverfis-
götu sem er í eigu Jóns Ásgeirs og
Ingibjargar. Fasteignamat hússins er
tæpar 500 milljónir króna. 7 millj-
óna dollara tryggingabréf, rúmar 800
milljónir íslenskra króna, hvílir á hót-
elinu á öðrum veðrétti vegna þess að
Landsbankinn krafðist aukinna veða
fyrir láninu út af íbúðinni í New York.
Ástæðan var sú að Jón Ásgeir veð-
setti íbúðina í New York hjá þriðja að-
ila án þess að bankinn vissi af því og
bað hann um frekari veð fyrir láninu
í kjölfarið. Þetta gerðist sumarið 2009,
tæpu ári eftir íslenska efnahagshrun-
ið.
Hugsanlegt er því að 101 Hótel
sé hluti af umræddu skuldaupp-
gjöri Ingibjargar og Landsbankinn
muni aflétta veðinu af hótelinu
vegna þess. Þetta hefur þó enn ekki
gerst samkvæmt nýjasta veðband-
ayfirliti hússins. DV sendi Ingi-
björgu Pálmadóttur fyrirspurn um
framtíð hótelsins á þriðjudaginn
en hún svaraði ekki erindi blaðs-
ins. Meðal þess sem DV spurði um
var hvort 101 Hótel væri hluti af
umræddu skuldauppgjöri hennar.
Unnið að sölu íbúðarinnar
Páll Benediktsson segir að skila-
nefnd Landsbankans muni nú
vinna að sölu á íbúðinni í New
York. „Bankinn er byrjaður að
undirbúa söluferli íbúðarinnar.
Þetta mun svo bara skila sér inn
í bú Landsbankans og punktur,“
segir Páll en íbúðin er í eigu eign-
arhaldsfélags Landsbankans sem
heitir Mynni ehf.
Meðal annarra eigna sem eru
í eigu Mynnis eru hús sem áður
voru í eigu Björgólfs Thors Björg-
ólfssonar og Jóhannesar Jónsson-
ar, föður Jóns Ásgeirs.
4 | Fréttir 2. mars 2011 Miðvikudagur
Lánayfirlit frá Landsbankanum sýnir viðhorf bankans til Styttulánsins:
Stytta tók yfir lán Fons
Lánayfirlit frá Landsbanka Íslands
frá árinu 2008, sem kyrfilega er merkt
trúnaðarmál og DV hefur undir
höndum, sýnir viðhorf Landsbank-
ans til lánveitingar til eignarhaldsfé-
lagsins Styttu í aðdraganda banka-
hrunsins. Samkvæmt yfirlitinu, sem
merkt er „Project Yale“ þar sem fjall-
að er um áhættuskuldbindingar ein-
stakra skuldara bankans, voru lán
eignarhaldsfélaganna Fons og Styttu
flokkuð með lánum FL Group hjá
bankanum.
Heildarlánveitingar til FL Group
og tengdra félaga voru tæpir 138
milljarðar króna í lok september
2008 samkvæmt yfirlitinu. Þar seg-
ir að lán til Fons séu flokkuð með
þessum lánum til FL Group: „Lán til
Fons eru flokkuð þar á meðal (þar
til 31/08/08) sem og lán til Styttu
(30/09/08) sem tók við lánum Fons.“
Þetta er önnur sönnun fyrir því
að eitt af markmiðum Styttuviðskipt-
anna hafi verið að gera Fons skuld-
laust við Landsbankann í aðdrag-
anda bankahrunsins og að Stytta,
sem var að hluta í eigu FL Group, hafi
tekið við þessum lánum.
DV greindi frá því á mánudaginn
að rúmlega 48 milljarða króna lán
Landsbanka Íslands til eignarhalds-
félagsins Styttu í aðdraganda banka-
hrunsins haustið 2008 var ákvarðað
nákvæmlega út frá skuldum eign-
arhaldsfélagsins Fons við bankann.
Í viðskiptunum seldi Fons, sem var
í eigu Pálma Haraldssonar fjárfest-
is, tæplega 30 prósenta eignarhlut
í bresku matvöruverslanakeðjunni
Iceland til Styttu, sem var í eigu Stoða
og þriggja lykilstarfsmanna Iceland-
keðjunnar, Malcolms Walker, And-
rews Pritchard og Tarsems Dhaliw-
al, fyrir tæpa áttatíu milljarða króna.
Um 50 milljarðar komu frá Lands-
bankanum og í formi yfirtöku skulda
Fons. ingi@dv.is
• Dregur úr vöðvaspennu
• Höfuð- háls- og bakverkjum
• Er slakandi og bætir svefn
• Notkun 10-20 mínútur í senn
• Gefur þér aukna orku og vellíðan
Opið virka daga kl. 9 -18
og á laugardögum kl. 11 - 16
Nálastungudýnan
Heilsudýn
an sem
slegið he
fur í gegn
Verð: 9.750 kr.
Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is
Flokkuð saman FL Group, Fons og Stytta
ehf. voru flokkuð sem einn aðili samkvæmt
lánayfirliti frá Landsbankanum sem DV
hefur undir höndum. Jón Sigurðsson var
forstjóri FL Group og Jón Ásgeir Jóhannesson
var stjórnarformaður félagsins.
Ekki Land Cruiser
Rangt var farið með í frétt DV á
mánudaginn um slys sem Gylfi
Arnbjörnsson lenti í fyrir nokkrum
vikum þegar jeppabifreið hans fór
niður um ís. Í fréttinni var bifreið
Gylfa sögð vera dýr gerð af Toyota
Land Cruiser-jeppa. Gylfi sendi frá
sér yfirlýsingu á mánudaginn þar
sem hann benti á að bíllinn sem
um ræðir er í raun og veru 11 ára
Nissan Patrol. Gylfi er beðinn vel-
virðingar á þessu.
Komu upp um
innbrotsþjófa
Lögreglan á Húsavík hefur að undan-
förnu fengist við rannsókn á sex inn-
brotum í heimahús, sumarhús og
verslun í nágrenni Lauga í Reykjadal í
Þingeyjarsveit, sem framin voru í nóv-
ember í fyrra. Í tilkynningu frá lögregl-
unni á Húsavík segir að síðustu daga
og vikur hafi gögn verið borin saman
og vísbendinga verið aflað. Niðurstaða
rannsóknarinnar varð sú að grunur
féll á tvo sem voru í kjölfarið boðaðir
í skýrslutöku hjá lögreglunni á Húsa-
vík. Þar voru sakborningunum kynnt
gögnin og í kjölfarið viðurkenndu þeir
brot sín og greindu frá málsatvikum á
skilmerkilegan hátt, að sögn lögreglu.
Málin teljast upplýst en mennirinr eiga
von á því að verða ákærðir fyrir brotin.
Leikvöllurinn var
heimurinn
„Leikvöllurinn var of lítill, nú er leik-
völlurinn allur heimurinn,“ sagði
ónafngreindur útrásarvíkingur í sam-
tali við Ragnhildi Bjarkardóttur. Þetta
kemur fram í mastersritgerð sem
hún skrifaði undir heitinu „Við erum
köldustu gangsterarnir“. Samninga-
hegðun Íslendinga á alþjóðavettvangi
1997–2007.
Alls ræddi höfundur við 15 kaup-
sýslumenn sem voru meðal þeirra
þekktustu á árunum fyrir hrun og
voru öll viðtölin nema eitt tekin árið
2007. Útrásarvíkingarnir koma ekki
fram undir nafni en Ragnhildur
vitnar nokkrum sinnum beint í þá
undir dulnefni. Einn
útrásarvíkinganna
lýsti því að þeir hefðu
þurft að temja sér nýjar
aðferðir í samning-
um þegar „leikvöll-
urinn“ var orðinn
stærri. Þá var ekki
lengur hægt að
treysta á að
hægt væri að
fá upplýs-
ingar um
viðsemjendur
sína með einu
símtali.
n Landsbankinn hefur leyst til sín íbúð Jóns Ásgeirs og Ingibjargar Pálma-
dóttur í New York n Bankinn lánaði fyrir íbúðinni árið 2007 n Ingibjörg
segir íbúðina vera hluta af skuldauppgjöri hennar við Landsbankann
101 HÓTEL HUGSANLEGA
HLUTI AF UPPGJÖRINU
„Umrædd íbúð í
New York er hluti
af því uppgjöri.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Skuldauppgjör Ingibjargar
Ingibjörg Pálmadóttir segir að
færsla íbúðarinnar til Lands-
bankans tengist skuldauppgjöri
hennar við bankann.