Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 2. mars 2011 Miðvikudagur
Engin hreyfing er á þingsályktunar-
tillögu um rannsókn á einkavæð-
ingu bankanna sem 14 þingmenn
Samfylkingarinnar lögðu fram í byrj-
un október í fyrra. Tillagan var tekin
til umræðu 6. október, fyrir réttum
5 mánuðum. Eftir fyrri umræðu var
tillögunni vísað til allsherjarnefndar
Alþingis og þar er hún enn til með-
ferðar.
Allsherjarnefnd undir stjórn Ró-
berts Marshall, Samfylkingunni, ósk-
aði eftir umsögnum um tillöguna frá
14 mismunandi stofnunum. Svör
hafa borist frá 7 aðilum, en einkum
stendur á svörum frá mismunandi
háskólum og háskólastofnunum
ásamt umsögn frá Fjármálaeftirlitinu
ef marka má gögn Alþingis.
Tillaga um að rannsaka einka-
væðingu ríkisbankanna var felld
á jöfnu innan þingmannanefndar
Atla Gíslasonar, sem skilaði skýrslu
til þingsins og tillögum í fyrrahaust,
meðal annars um ákærur á hendur
fjórum ráðherrum í krafti laga um
ráðherraábyrgð frá 1963. Fulltrú-
ar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks lögðust gegn einkavæðingar-
rannsókninni en þeir flokkar voru
við völd þegar Landsbankinn og
Búnaðarbankinn voru einkavæddir
fyrir 8 til 10 árum.
Frumvarp um rannsóknarnefnd-
ir var til umræðu á Alþingi á þriðju-
dag. „Við viljum bíða eftir afgreiðslu
þessa frumvarps áður en tillagan um
rannsókn á einkavæðingu bankanna
verður afgreidd,“ segir Róbert í sam-
tali við DV.
Verðum að treysta niðurstöðum
Athyglisvert er að þeir aðilar sem
þegar hafa skilað umbeðnu áliti um
þingsályktunartillöguna gera fæstir
neinar athugasemdir við hana. Ríkis-
endurskoðun telur til að mynda það
ekki falla undir verksvið sitt að taka
afstöðu til erindis allsherjarnefndar.
Ríkislögreglustjóri tekur heldur ekki
afstöðu til rannsóknar á einkavæð-
ingu bankanna fremur en til dæmis
Seðlabankinn.
Viðskiptaráð Íslands beinir því til
allsherjarnefndar að meiri þörf sé á
að huga að því sem fram undan er og
ekki megi rýna eingöngu í það sem
gerst hefur, hvernig og af hverju, og
vill með því undirstrika að rannsókn
megi ekki tefja framþróun meðan á
henni stendur. Viðskiptaráð er með-
vitað um að rannsókn á einkavæð-
ingu bankanna gæti verið liður í að
uppræta tortryggni. „En til þess að
eyða umræddri tortryggni og byggja
traust á niðurstöðu slíkra rannsókna
er nauðsynlegt að nefndin sé skipuð
með þeim hætti að henni sé treyst.“
Viðskiptaráð telur fulla ástæðu til að
skoða hvort ekki eigi að fá til verksins
óháða erlenda aðila í von um að sátt
gæti ríkt um rannsókn, ekki aðeins
á einkavæðingu bankanna heldur
einnig Íbúðalánasjóði og fleiri mál-
um. „Hægt væri að gera rannsókn-
ir á rannsóknir ofan um ókomna tíð
um öll þau atriði sem tortryggni rík-
ir um og draga þarf fram í dagsljósið,
en það er til einskis ef niðurstöðum
slíkra rannsókna er ekki treyst,“ segir
í niðurlagi umsagnar Viðskiptaráðs.
Hæstiréttur vísar málinu frá
Á sama tíma og afgreiðsla tillögunn-
ar um rannsókn á einkavæðingu
bankanna hefur tafist mánuðum
saman á Alþingi hefur mál verið rek-
ið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og
Hæstarétti þar sem reynt hefur verið
að fá persónur og leikendur við sölu
Búnaðarbankans árið 2002 og 2003
í svokallað vitnamál. Þar voru leidd
rök að því að Þorsteinn H. Inga-
son, sem fyrir löngu höfðaði mál
gegn Búnaðarbankanum og krafð-
ist hundraða milljóna króna bóta,
gæti krafist þess að forvígismenn
S-hópsins svonefnda, Ólafur Ól-
afsson, Finnur Ingólfsson, Kristinn
Hallgrímsson og fleiri yrðu leidd-
ir fram sem vitni til þess að sann-
reyna hvort kaupendur hefðu í raun
notið afsláttar frá upphaflegu kaup-
verði vegna kröfu Þorsteins og fleiri
aðila. Ætlunin var einnig að leiða í
vitnastúku forsvarsmenn einkavæð-
ingarnefndar á þessum tíma, Ólaf
Davíðsson, Jón Sveinsson, Baldur
Guðlaugsson, Guðmund Ólason og
fleiri.
Héraðsdómur vísaði málinu frá í
desember síðastliðnum. Málinu var
áfrýjað til Hæstaréttar sem vísaði
því einnig frá fyrir skemmstu, töldu
dómstólarnir að tilgangurinn með
vitnaleiðslunni væri ekki sá að varpa
ljósi á þau atvik sem Þorsteinn taldi
grundvöll skaðabótakröfu sinnar.
Vildu afslátt af Búnaðarbanka
Þorsteinn hyggst nú í kjölfarið stefna
Arion banka, arftaka Kaupþings og
áður Búnaðarbankans, vegna kröfu
sinnar. „Forsætisráðherra hefur lýst
þeim ásetningi sínum að rannsök-
uð verði sala Búnaðarbankans og er
það löngu tímabært. Séu til dæmis
ársreikningar Eglu, félag Ólafs Ólafs-
sonar, fyrir árin 2002 og 2003 skoðað-
ir, kemur í ljós, að staðfesting á inn-
borguðu hlutafé til ríkisskattstjóra
vegna stofnunar Eglu var falsað. Þeg-
ar Egla gerði samkomulag um kaup
á bankanum var félagið ekki löglega
stofnað og var því Egla ekki til þegar
samkomulag um kaupin var undir-
ritað,“ segir Þorsteinn.
Við undirbúning máls Þorsteins
hefur margt athyglisvert verið leitt í
ljós, sem vekur spurningar og kallar
á frekari eftirgrennslan og rannsókn
á borð við þá sem Alþingi hyggst
beita sér fyrir þótt hægt gangi. Finn-
ur Ingólfsson, sem kom að kaupum
S-hópsins á Búnaðarbankanum fyr-
ir hönd tryggingafélagsins VÍS árin
2002 og 2003, hefur viðurkennt í bréfi
dagsettu 10. maí 2009 til Þorsteins,
að kaupendur bankans hafi haft
áhyggjur af skaðabótakröfunum,
sem héngu yfir Búnaðarbankanum.
Þann 14. janúar 2003, tveimur dögum
fyrir undirritun kaupsamningsins
af hálfu fulltrúa ríkisins og S-hóps-
ins, var haldinn fundur í einkavæð-
ingarnefnd. Um þennan fund segir
Finnur í bréfi sínu: „Á þeim fundi var
rætt um að ríkið sem seljandi bank-
ans bæri ábyrgð á útlánatapi vegna
lána til kjúklingaframleiðenda og
svo skaðabótaakröfu þinni á hendur
bankanum. (...) Það var alveg ljóst að
áhyggjur kaupanda af þessum tveim-
ur málum voru miklar þegar kaupin
áttu sér stað. Eins og fram kemur í
áreiðanleikakönnuninni og þú vitnar
til í bréfi þínu frá 24. apríl s.l. var hér
um verulega háar upphæðir að ræða
sem gætu haft mikil áhrif á verðmæti
bankans.“
Dularfullt hvarf minnispunkta
Bréf Finns Ingólfssonar sýnir á óyggj-
andi hátt að raunveruleg átylla var
til að veita afslátt af nærri 12 millj-
arða króna söluverði á um 46 pró-
senta hlut í Búnaðarbankanum til
S-hópsins. Tilraun Þorsteins til að
knýja fram vitnamál með liðsinni
dómstóla var því byggð á raunveru-
legum ágreiningsatriðum og því gat
hann haft raunverulega og lögvarða
hagsmuni af því að leiða hið sanna
í ljós. Sannist að afsláttur hafi verið
veittur frá kaupverðinu vegna kröfu
Þorsteins hlýtur hún að hafa verið
á rökum reist og veruleg hætta á að
Búnaðarbankinn hefði tapað máli
gegn honum.
Eitt af því sem leitt hefur verið í
ljós er dularfullt hvarf minnispunkta
úr forsætisráðuneytinu. Þrátt fyrir
eftirgrennslan hefur aðeins fundist
fyrsta blaðsíðan af minnispunktum
sem augljóslega var að finna á fleiri
síðum. Þessara minnispunkta er get-
ið í fundargerð einkavæðingarnefnd-
ar frá 6. janúar árið 2003, 10 dögum
áður en bankinn var endanlega seld-
ur S-hópnum.
„Verður því ekki annað séð en að
afgangur skjalsins sé glataður eða að
honum hafi verið eytt, sem verður
að teljast afar athyglisvert þegar um
eins stórt og umdeilt mál og einka-
væðing Búnaðarbankans var og er
enn,“ segir í greinargerð lögfræðinga
Þorsteins.
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johann@dv.is
„Það var alveg
ljóst að áhyggjur
kaupanda af þessum
tveimur málum voru
miklar þegar kaupin áttu
sér stað.
ÚTLENDINGAR
RANNSAKI
EINKAVÆÐINGU
BANKANNA
n Fimm mánuðir frá þingsályktunar-
tillögu um einkavæðingu bankanna
n Beðið eftir umsögn frá háskólum
og Fjármálaeftirlitinu n Minnis-
punktar hurfu úr forsætisráðuneytinu
Í aðalhlutverki Ólafur Ólafsson er
búsettur erlendis. Hann fór fyrir Eglu
hf. sem stofnuð var utan um kaup
S-hópsins á Búnaðarbankanum.
Bíður afgreiðslu laga um rannsókn-
arnefndir Róbert Marshall er formaður
allsherjarnefndar sem haft hefur tillögu um
bankarannsókn til meðferðar í 4 mánuði.
Samruni Búnaðarbanka og Kaupþings vorið 2003 Sólon Sigurðsson (t.v.),
Sigurður Einarsson, Hjörleifur Jakobsson og Hreiðar Már Sigurðsson undirrita samning um
samruna Kaupþings og Búnaðarbanka snemma árs 2003. MYND RÓBERT REYNISSON