Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólk 2. mars 2011 Miðvikudagur
Hildur Líf og Linda Ýr Kjerúlf:
BEÐNAR UM AÐ PLANA GÓÐGERÐAKVÖLD
Þ rátt fyrir að íslenska þotu-liðið hafi kannski vantað í VIP-partíið sem vinkonurnar
Hildur Líf og Linda Ýr Kjerúlf héldu
á skemmtistaðnum Re-Play um
helgina eru þær ekki af baki dottn-
ar. Strax í aðdraganda VIP-partísins
voru þær farnar að leggja drög að
góðgerðasamkomu sem þær voru
beðnar um að skipuleggja, en það
kom fram í samtali DV við Hildi í
síðustu viku.
„Það er búið að biðja okkur um
að halda góðgerðapartí og eitt-
hvað svona,“ sagði Hildur. Það væri
mjög gaman ef til þess kæmi og
að það væri heiður að fá að halda
slíkt góðgerðakvöld. Leiða má lík-
ur að því að kvöldið yrði með sama
sniði og sjá má í mörgum erlendum
kvikmyndum þar sem glæsilegar
stúlkur bera fram drykki og mann-
skapurinn borgar sérstaklega fyrir
að fá að vera viðstaddur.
Ásgeir Þór Davíðsson, betur
þekktur sem Geiri á Goldfinger, eig-
andi Re-Play, var sáttur með stúlk-
urnar eins og myndir, sem DV birti
úr partíinu, sýndu glöggt og er ekki
óeðlilegt að áætla að góðgerðasam-
koman færi fram á sama stað, verði
af henni. Þá er líka spurning hvort
Lilja Ingibjargardóttir, sem hætti
eftirminnilega við að taka þátt í
skipulagningu VIP-partísins fræga,
taki þátt í undirbúningi góðgerða-
kvöldsins.
Góðgerðakvöld Mæta þessar
glæsipíur næst á góðgerðakvöld?
MYND BJÖRN BLÖNDAL
Útgefandinn og stjórnarformaðurinn
Björn Ingi Hrafnsson hyggst opna
nýjan vef í vikunni undir nafninu
menn.is. Vefnum verður ritstýrt af
Helga Jean Claessen sem helst hefur
unnið sér til frægðar að hafa skrifað bók
byggða á æfi rukkarans Jóns Hilmars
Hallgrímssonar, sem oftast er kallaður
Jón stóri, og að skrifa reglulega pistla á
annan vef í eigu Björns Inga og félaga,
bleikt.is. Vefurinn sem Helgi ætlar að
ritstýra er líklega tilraun Vefpressunnar,
útgáfufyrirtækis Björns Inga, Róberts
Wessmann og fleiri aðila, til að koma í
loftið sams konar vef og bleikt.is nema
fyrir karlmenn.
Ritstjórinn
Helgi Jean
Ólína Þorvarðardóttir var fjarri öllum jarðskjálftum um helgina en hékk þess í
stað í þyrlu. Hundur þingkonunn-
ar, Skutull, tók þátt ásamt eiganda
sínum í þyrluæfingu hjá Vestfjarða-
deild Björgunarhundasveitar Ís-
lands á dögunum. Þar voru þau
Ólína og Skutull hífð upp í þyrlu í
kaðli sem var látinn hanga niður úr
björgunarþyrlunni TF-LÍF.
„Hundunum var leyft að kynnast
þyrlunni, fara um hana og kynnast
áhafnarmeðlimum. Síðan var þyrl-
an sett í gang og allir settir um borð í
hávaðanum,“ segir Ólína um æfing-
una. Eftir að hundarnir voru búnir
að fá að kynnast þyrlunni og áhöfn
hennar var öllum komið fyrir á Arn-
arnesi á Vestfjörðum og þyrlan lát-
in hífa hundana og eigendur þeirra
upp.
Skutull stóð sig vel
Í lýsingum sínum á æfingunni segir
Ólína að Skutull hafi verið farinn að
ókyrrast í sigvestinu augnabliki áður
en siglínan ver strekkt úr þyrlunni
og þau dregin upp. „Hann byrjaði
nú að sprikla í beltinu þegar það
átti að fara að hífa okkur upp. Hann
fór að brjótast um í sigbeltinu sem
hann var í en um leið og ég losnaði
frá jörðinni og við vorum í lausu lofti
þá bara hætti hann og lét þetta yfir
sig ganga,“ segir Ólína. „Greyið held
ég að hafi bara áttað sig á því að það
væri eins gott, að fylgja sínum for-
ingja.“ Skutull var orðinn nokkuð ró-
legur þegar í þyrluna var komið þrátt
fyrir að þar væru dyrnar opnar og
lætin í þyrlunni hafi ómað um allt.
Mikill tími í æfingar
Alls tóku fimm hundar og eigendur
þeirra þátt í æfingunni ásamt
þyrluáhöfn flugbjörgunarsveitar-
innar. Æfingin fór fram á Arnar-
nesinu við mynni Skutulsfjarðar á
Vestfjörðum. Allir hundarnir eru á
útkallslista björgunarsveitanna og
eru sérþjálfaðir leitarhundar. „Það
fer mikill tími í þetta. Maður sinnir
ekki mörgum öðrum áhugamálum
á meðan maður er í þessu,“ segir
Ólína sem segir að hundasveitin
æfi vikulega og fari svo reglulega á
helgar- og vikulöng námskeið.
n Ólína Þorvarðar fór með hundinn á þyrlu-
æfingu n Hékk í lausu lofti með hundinn í
fanginu n Hundurinn Skutull í Hundabjörg-
unarsveit Íslands
Glæsileg björgun-
arsveit Hundarnir í
björgunarsveitinni eru
sérþjálfaðir leitarhundar
og eru nú vanir þyrlum.
í lausu lofti
Þingmaður
Spurningakeppninni Vitraun verður hleypt
af stokkunum á Ölstofunni í kvöld, mið-
vikudaginn 2. mars. Fyrirkomulagið er ekki
ósvipað því sem þekkist á „pubquiz-um“.
Keppendur geta verið frá einum og upp í sex
í liði og hver þátttakandi greiðir 500 krónur
í þátttökugjald sem fer í vinningspottinn.
Liðið sem lendir í öðru sæti fær þátt-
tökugjaldið sitt endurgreitt en sigurliðið
hlýtur restina af pottinum í verðlaun ásamt
óvæntum glaðningi í boði Ölgerðarinnar
Egils Skallagrímssonar. Keppnin hefst
klukkan 20 og til stendur að Vitraun verði
reglulegur viðburður á Ölstofunni.
Vitraun
á Ölstofunni