Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2011, Blaðsíða 29
Fólk | 29Miðvikudagur 2. mars 2011
www.birkiaska.is
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði
vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Birkilaufstöflur
www.birkiaska.is
Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið. Nýtist
fólki sem er undir álagi og fæst
við flókin verkefni. Hentar vel
fyrir eldri borgara, lesblinda og
nemendur í prófum. Dregur úr
streitu, eykur ró og bætir skap.
Charlie Sheen er brjálaður yfir því að sjónvarpsþættirnir Two and a Half Men hafi verið blásnir af og segist ekki bera
ábyrgð á því. „Ég ætla ekki að láta fara illa með
mig,“ sagði Charlie meðal annars í viðtalinu og hót-
aði því að fara í mál við CBS til að fá þær launagreiðsl-
ur sem hann tapar við að framleiðslu þáttanna sé hætt
bættar. Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla er
líklegt að hann fari fram á hundruð milljóna dala, sem
nemur milljörðum króna.
Charlie er þekktur partípinni og hafa fréttir af part-
íhaldi hans borist víða en í partíin býður hann jafnan
klámmyndastjörnum og býður upp á úrval fíkniefna, sam-
kvæmt því sem gestir úr partíunum segja. Charlie er tvískil-
inn og á nokkur börn en hann hefur lýst því yfir að hann vilji
fá báðar fyrrverandi eiginkonur sínar til að flytja í nágrenni
við sig svo að hann haldi betri tengslum við börnin sín. Sjálf-
ur býr hann með tveimur stúlkum sem hann kallar kærust-
urnar sínar.
Þegar Charlie var spurður út í fíkniefnanotkun sína byrjaði
hann á því að reyna að snúa út úr en sagðist svo ekki muna hve-
nær hann notaði síðast fíkniefni. „Að deyja er fyrir fífl,“ sagði
hann spurður hvort hann óttaðist ekki afleiðingar neyslunnar
en sagðist vera hættur að nota fíkniefni. Hann bauðst meira að
segja til að taka fíkniefnapróf í miðju viðtalinu, sem hann gerði.
Samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr prófinu fundust engin fíkni-
efni í líkama Charlies en nánari athuganir verða gerðar á sýn-
unum sem fengin voru hjá honum. Engu að síður segist hann
vera stoltur af partístandinu. „Auðvitað, af hverju ætti ég ekki að
vera það?“
Hin árlega Golden Rasp-berry-verðlaunahátíðin, eða Razzie-verðlaunin
eins og hún er ávallt kölluð, fóru
fram um helgina, daginn fyrir
Óskarsverðlaunahátíðina, en þar
voru veitt verðlaun fyrir verstu
frammistöðu í kvikmyndum á
síðasta ári.
Fátítt er að verðlaunahafar
mæti á þessi verðlaun en hátíð-
in hefur þó engu að síður skap-
að sér fastan sess. Í ár voru það
kvikmyndirnar Sex and the City 2
og The Last Airbender sem voru
sigursælastar en aðalpersónurn-
ar fjórar úr Sex and the City voru
saman valdar verstu leikkonur
síðasta árs. Þá voru allir leikarar
í kvikmyndinni valdir versti leik-
hópur 2010. The Last Airbender
var hins vegar valin versta kvik-
mynd síðasta árs og gerð eftir
versta handriti.
Versti leikarinn í aðalhlut-
verki er Ashton Kutcher fyrir leik
sinn í kvikmyndunum Killers og
Valentine‘s Day. Versta leikkona
í aukahlutverki er Jessica Alba
fyrir The Killer Inside Me, Little
Fockers, Machete og Valentine‘s
Day en versti leikarinn í auka-
hlutverki er Jackson Rathbone
fyrir leik sinn í kvikmyndunum
The Last Airbender og Eclipse.
Verðlaunin hafa á undan-
förnum árum orðið sífellt stærri
en þau hafa verið afhent árlega í
meira en þrjá áratugi. Verðlauna-
hafar á Razzie-hátíðinni virð-
ast þó ekki vera lélegri en svo að
margir hafa unnið til verðlauna
fyrir góða frammistöðu en ekki
bara slæma. Í fyrra gerðist það
til dæmis að Sandra Bullock fékk
bæði Razzie-verðlaunin og Ósk-
arsverðlaunin fyrir leik í aðal-
hlutverki í sömu vikunni.
Charlie Sheen
opnar sig í viðtali:
Verðlauna það versta
Razzie-hátíðin fór fram um helgina:
Verstu leikkonurnar
Leikkonurnar úr Sex and
the City voru saman
valdar verstu leikkonur
síðasta árs.
í sjónvarpinu
Elizabeth Taylor á sjúkrahúsi:
Fylgdist með
Óskarnum
Elizabeth Taylor eyddi 79 ára afmælisdeginum sín-um á sjúkrahúsi í Los
Angeles og neyddist til að horfa
á Óskarsverðlaunin í sjónvarp-
inu. Hún er á batavegi eftir að
hafa verið lögð inn eftir hjarta-
bilun. Sjálf hefur Elizabeth tví-
vegis unnið til Óskarsverðlauna
og hefur verið fastagestur á verð-
launahátíðinni á undanförnum
árum.
Fjölskylda hennar og nánir
vinir voru með henni um helg-
ina á sjúkrahúsinu til að horfa á
hátíðina. Fjölmiðlafulltrúi henn-
ar sagði í samtali við bandaríska
fjölmiðla að hún ætlaði að halda
upp á afmælið þegar hún kæmist
heim af sjúkrahúsinu.
Elizabeth hefur þó væntan-
lega verið ánægð með kvöldið
þar sem kvikmyndin The King‘s
Speech vann verðlaun sem besta
myndin en hún hafði lýst yfir
ánægju sinni með myndina og
að hún vonaðist til að hún fengi
Óskarinn.
„Ég ætla ekki
að láta fara
illa með mig“