Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 2. mars 2011 Miðvikudagur Bresk stjórnvöld vilja sjá breytingar á fiskveiðistefnu ESB: Bretar berjast gegn brottkasti Bresk stjórnvöld ætla sér að berjast gegn því gífurlega brottkasti sem tíðk- ast innan sameiginlegrar fiskveiði- stefnu Evrópusambandsins. Telja þeir núverandi kerfi í raun hvetja til brott- kasts. Kerfið er þannig uppbyggt að gefinn er út kvóti fyrir hvern fiskistofn fyrir sig. Þegar fiskveiðiskip veiða aðrar tegundir en þær sem kvótinn er gefinn út fyrir, neyðast þau til að henda „aukategundum“ fyrir borð – þar sem þau hafa ekki leyfi til að landa þeim. Sjávarútvegsráðherra Bret- lands, Richard Benyon, er nú staddur á neyðarfundi ásamt öðrum sjávarút- vegsráðherrum aðildarríkja ESB, en það var framkvæmdastjóri fiskveiði- mála, Maria Damanaki, sem boðaði til fundarins. Verða þar ræddar leiðir sem fara megi til að stemma stigu við brottkastinu. Benyon segir að Bretar séu leiðandi í baráttunni: „Það vilja allir binda enda á þessa hræðilegu sóun sem tíðkast innan núverandi kerfis og við í Bretlandi höfum tekið forystu í baráttunni gegn vandanum. Við þurfum nýja og vistvænni stefnu sem tryggir bæði verndun stofna sem og lífsviðurværi sjómanna.“ Um þessar mundir hafa bæði ensk og skosk fiskveiðiskip í Norðursjó prófað sig áfram með nýtt kerfi, sem gæti reynst vel gegn brottkasti. Kerf- ið er komið til að frumkvæði Skota, en þrátt fyrir það var sjávarútvegs- ráðherra Skotlands, Richard Loch- head, ekki boðið á fund Damanaki. Lochhead var mjög ósáttur við það og skilur ekki afhverju ráðherrar frá landluktum löndum eins og Tékk- landi eða Austurríki fá að sitja fund- inn – en ekki hann. Hann bindur þó miklar vonir við nýja kerfið. Sam- kvæmt því geta fiskveiðiskip veitt afla sinn óáreitt, en þær aukategund- ir sem veiðast verða þá taldar upp í kvóta þess stofns sem til stóð að veiða. Þar með minnkar hvatinn til að henda dauðum fiski fyrir borð. bjorn@dv.is Forsætisráðherra Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hlaut sannkallað- ar rokkstjörnuviðtökur á stjórnmála- fundi sem haldinn var í Düssel dorf á sunnudag. Rúmlega 10 þúsund manns hlýddu á forsætisráðherrann, en langflestir þeirra voru tyrkneskir innflytjendur eða Þjóðverjar af tyrk- neskum uppruna. „Þið eruð hluti af Þýskalandi, en þið eruð einnig hluti af hinu mikilfenglega Tyrklandi,“ sagði Erdogan við mikinn fögnuð við- staddra. Tyrkir í Þýskalandi hafa verið mik- ið í umræðunni þar sem hægrisinn- aðir stjórnmálamenn hafa kvart- að undan því að þeim hafi mistekist að aðlagast þýsku samfélagi. Þar bar hæst gagnrýni Thilo Sarra zin, fyrrver- andi seðlabankastjóra Þýskalands. Sarrazin skrifaði bókina „Þýskaland gerir út af við sjálft sig,“ þar sem hann kvartaði undan innflytjendum og þá sérstaklega múslimum. Fullyrti Sar- razin meðal annars að múslimar væru ekki jafn greindir og annað fólk. „Þið eruð ekki ein“ Erdogan er nú á ferð um Þýskaland þar sem hann mun hitta fyrir kanslar- ann Angelu Merkel. Markmið Erdog- ans með ferðinni er að blása löndum sínum í Þýskalandi baráttu í brjóst og hvetja þá til að láta ekki deigan síga þrátt fyrir mótlæti síðustu mánaða. „Ég er hingað kominn til að sýna að ég finn til með ykkur, ég er kominn hingað til að spyrjast fyrir um ykkar velferð. Ég er kominn til að sýna að þið eruð ekki ein.“ En það er líklega fleira sem býr undir. Kosningar eru á næsta leiti í Tyrklandi og hefur myndast hefð fyrir því að tyrkneskir innflytjend- ur í Þýskalandi ferðist til Tyrklands til að nýta kosningarétt sinn. Erdog- an vonast því líklega eftir atkvæðum frá Tyrkjum í Þýskalandi, en þeir eru rúmlega þrjár milljónir talsins. Er- dogan minnti á, að búseta skipti ekki höfuðmáli. „Þeir kalla ykkur farand- verkamenn, útlendinga eða þýska Tyrki. Það skiptir engu máli hvað þeir kalla ykkur. Þið eruð samborgarar mínir, þið eruð þjóðin mín, þið eruð bræður mínir og systur.“ Aðlagast, ekki samlagast Erdogan lagði áherslu á að Tyrkir í Þýskalandi ættu að halda í menningu sína. Hann hvatti þá til að gera sitt besta til að aðlagast þýsku samfélagi, án þess þó að samlagast því. „Enginn hefur rétt á því að svipta okkur menn- ingu okkar og sjálfsmynd.“ Erdogan sagðist gera sér grein fyrir því að þýsk- ir fjölmiðlar myndu setja þessi orð hans í fyrirsagnir blaðanna, en sagði jafnframt að það yrðu mistök hjá fjöl- miðlum. Tyrkland hefur breyst Erdogan lagði áherslu á að Tyrkland væri ekki lengur hið frumstæða land- búnaðarsamfélag sem það var áður fyrr. Miklar lýðræðisumbætur hafi átt sér stað og Tyrkland sé nú orðið að nútímalegu ríki þar sem frjáls skoð- anaskipti fari fram. Hann sagði að þeir listamenn og rithöfundar sem hafa flúið Tyrkland vegna ritskoðunar á undanförnum áratugum, ættu nú að snúa aftur til að njóta hins nýja Tyrk- lands. Erdogan biðlaði einnig til Angelu Merkel um að skipta um skoðun, en hún hefur verið andsnúin því að Tyrk- land fái aðild að Evrópusambandinu. Andstaða við aðild Tyrklands að ESB helgast að miklu leyti á stöðu mann- réttindamála í Tyrklandi sem Erdog- an fullyrðir að séu nú í hávegum höfð. „Aldrei hefur svo stór pólitísk hindrun verið lögð fyrir land sem vill gerast að- ildarríki,“ sagði Erdogan um andstöðu Merkel. n Recep Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, er á ferð um Þýskaland n Hvetur tyrk- neska innflytjendur til að aðlagast þýsku samfélagi en halda jafnframt í tyrkneska menningu n Biðlar til Angelu Merkel um að láta af andstöðu við aðild Tyrklands að ESB ERDOGAN HVETUR TYRKI Í ÞÝSKALANDI TIL DÁÐA „Það skiptir engu máli hvað þeir kalla ykkur. Þið eruð samborgarar mínir, þið eruð þjóðin mín, þið eruð bræður mínir og systur. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Recep Erdogan Kastaði blóm- um í mannhafið í Düsseldorf. Erdogan var fagnað líkt og um rokkstjörnu væri að ræða. Richard Benyon og Maria Damanaki Benyon vill sjá breytingar á fiskveiðistefnu ESB til að stemma stigu við brottkasti. Ritstuldur kostar ráðherrann embætti Karl Theodor zu Guttenberg, varn- armálaráðherra Þýskalands, hefur látið undan þrýstingi almennings og sagt af sér ráðherraembætti. Fyrir um tveimur vikum fóru þýskir fjölmiðlar að fjalla um ritstuld sem Guttenberg stundaði mögulega þeg- ar hann vann doktorsverkefni sitt í lögfræði við háskólann í Bayreuth. Í byrjun vildi Guttenberg lítið tjá sig um málið og lét spunameistara Kristilegra demókrata um að búa til afsakanir. Ekki leið á löngu þangað til Guttenberg viðurkenndi að hafa vissulega stundað ritstuld, en hann sagði að vísu að hann hefði gert það „óviljandi“. Guttenberg var í kjölfarið sviptur doktorsgráðu sinni. Madoff hittir geðlækni Bandaríski viðskiptamaðurinn og svindlarinn Bernie Madoff veitti sitt fyrsta viðtal á dögunum, en það hefur hann ekki gert síðan hann var dæmdur í fangelsi árið 2008. Mad- off komst í heimsfréttirnar fyrir eitt mesta fjármálamisferli sögunnar en talið er að hann hafi haft um 65 milljarða dollara af saklausum við- skiptavinum sínum. Sonur Madoffs framdi sjálfsmorð í desember í fyrra og síðan þá hefur Madoff hitt geð- lækni einu sinni í viku. „Ég grét og grét. Ég grét stanslaust í tvær vikur án þess að tala við nokkurn mann.“ Madoff vildi einnig koma því á fram- færi að hann væri ekki það skrímsli sem fólk teldi hann vera, hann hefði aðeins verið fórnarlamb aðstæðna. NATO gæti ráðist inn í Líbíu Ekki er með öllu útilokað að vestur- veldin, undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands, ráðist með hervaldi inn í Líbíu til að koma Muammar al-Gaddafi, leiðtoga landsins, end- anlega frá völdum. Mikill ótti hefur gripið um sig um að Gaddafi kunni að beita efnavopnum gegn sinni eig- in þjóð, en vitað er að Gaddafi hefur yfir talsverðu magni af sinnepsgasi að ráða. David Cameron, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði í viðtali á þriðjudag að ekkert væri útilokað: „Við getum ekki þolað þegar ríkis- stjórn beitir hervaldi gegn sinni eig- in þjóð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.