Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2011, Blaðsíða 22
22 | Lífið 2. mars 2011 Miðvikudagur
n Kom að konunni með besta vini sínum n Var ham-
ingjusamur og leið vel n Í ástarsorg á áttræðisaldri
n „Þetta svíður“ n 23 ára hjónaband farið í vaskinn
Kuldinn nístir inn að beini þegar eldri
maður gengur álútur inn á höfuð-
stöðvar DV á Tryggvagötunni. Mað-
urinn óskar eftir því að fá að segja
sögu sína, sögu sem gæti kannski orð-
ið öðrum víti til varnaðar. Skjálfandi á
beinum og óstyrkur í máli sest hann í
rauða sófann inni í viðtalsherberginu
og sýpur á kaffinu. Hann hefur varla
sofið síðustu nætur, ekki síðan hann
fékk símtal frá vinkonu sinni sem kom
að manninum sínum með konunni
hans. „Þetta er allt farið til helvítis,“
segir hann aumur á meðan hann star-
ir tómlega ofan í kaffibollann.
Saman í rúm 20 ár
Maðurinn er talsvert eldri en konan,
hann er 73 ára og hún á sextugsaldri.
Þau hafa verið saman í 23 ár og eiga
saman eina dóttur. Hann ól þar að
auki upp tvo syni hennar frá því að
þeir voru þriggja og fjögurra ára.
Ástarlífið var enn í blóma, segir
hann. „Við stunduðum kynlíf og það
var gott. Hún kvartaði ekki, enda hef
ég aldrei þurft á stinningarlyfjum að
halda. Við ferðuðumst mikið saman
og vorum á ferð um landið allt síðasta
sumar. Við ætluðum okkur að halda
því áfram. Við vorum líka mikið uppi
í sumarbústað og ég hef verið að dytta
að honum í gegnum árin. Mér þótti
vænt um hana og það var alltaf gott
okkar á milli, eða ég hélt það. En nú er
þetta allt hrunið. Sumarbústaðurinn
er kominn á sölu og við náum varla
endum saman.“
Það kvað nefnilega við nýjan tón
þegar líða tók á veturinn. „Þegar kon-
an mín átti afmæli á síðasta ári vildi
hún fara til London en ég vildi fara til
Kanaríeyja. Hún rauk samt til London
þar sem hún var búin að kaupa miða
án þess að láta mig vita. Mig var far-
ið að gruna að það væri ekki allt með
felldu. Þegar hún kom að utan heimt-
aði hún skilnað. „Af því bara,“ var eina
svarið sem ég fékk þegar ég innti hana
eftir ástæðu. Ég hélt að við hefðum
það gott.“
Fjárhagserfiðleikar eftir skilnað
Í haust var hann farið að gruna að ekki
væri allt með felldu, þótt honum hefði
aldrei flogið til hugar að um framhjá-
hald væri að ræða. Á meðan hann, hei-
makær maðurinn, sat heima var hún
úti alla daga. „Hún sótti námskeið sem
stóð til hádegis en kom samt aldrei
heim fyrr en um kvöldmatarleytið. Ég
veitti því líka eftir tekt að hún var farin
að hanga mikið á Face book.“
En það var ekki fyrr en hún fór fram
á skilnað að það rann upp fyrir honum
ljós. Hún var ósátt í sambandinu og
vildi út. Hann sætti sig ekki við það og
fór fram á skýringar en fékk engar. Eftir
nokkurra mánaða þrætur vísaði hann
henni á dyr fyrir jólin. „Hún ætlaði að
fara að hreiðra um sig uppi í risi en ég
sagði að fyrst hún vildi skilnað en gæti
ekki gefið nein svör ætti hún að fara út
og bjarga sér á eigin spýtur. Hún gerði
það og fór á leigumarkað. Síðan höfum
við verið að borga bæði af húsinu og
þessari íbúð en við höfum ekkert efni
á því. Ég veit ekki hvert þetta stefnir.“
Vinkonan kom að þeim saman
Reiðarslagið kom svo síðastliðinn
sunnudag þegar maðurinn fékk símtal
frá góðri vinkonu. „Hún sagðist hafa
svolítið svakalegt að segja mér. Síðan
sagðist hún hafa komið að mannin-
um sínum uppi í rúmi með konunni
minni. Hún hafði gist hjá sjúkri móður
sinni síðustu daga en farið heim í há-
deginu til þess að sækja gleraugun sín
og komið að þeim saman. Þau voru
þarna uppi í rúmi. Hún lyfti sænginni
ofan af þeim, þau litu á hana og stirðn-
uðu upp. „Svipurinn á bestu vinkonu
minni, ég gleymi honum aldrei,“ sagði
hún. Hún bætti því svo við að hún
hefði lengi vitað að það væri eitthvað
að gerast í rúminu sínu en að henni
hefði aldrei dottið í hug að það væri
konan mín. Enda er þetta vinafólk
okkar frá fyrstu tíð.“
Bjóst ekki við þessu
Maðurinn efaðist aldrei um sannleiks-
gildi frásagnarinnar. „Ég þekki hana.
Hún myndi aldrei ljúga svona. En þeg-
ar hún spurði hvort mig hefði grunað
eitthvað, þá sagðist ég ekki vera viss.
Það er svo vont að vera ekki viss. Ég
vissi að það var eitthvað að en ég bjóst
ekki við þessu. Ég treysti minni konu
og hefði aldrei farið að saka hana um
framhjáhald.“
Hann réttir úr sér og lítur upp þeg-
ar hann segir frá ákvörðun sinni um
að fara sjálfur heim til þessa manns
daginn eftir. „Ég fór til hans í hádeg-
inu og sá bílinn hennar fyrir utan. Ég
hringdi dyrabjöllunni og þá kom hann
til dyra og hún hálfber á bak við hann.
„Bíddu, hvernig dettur ykkur þetta í
hug?“ spurði ég. „Maður tekur það
sem býðst,“ var svarið. Ég fór, var bú-
inn að fá staðfestingu á þessu. Það er
svo brenglað að fullorðið fólk skuli láta
svona.“
Hélt alltaf í vonina
Örvæntingin skín úr augum hans þeg-
ar hann segir frá þessu. Hann er ráða-
laus og órólegur í sætinu, á erfitt með
að sitja kyrr. „Mér hefur liðið voða illa
en þau halda bara áfram. Ef þetta hefði
verið eitthvert fólk úti í bæ hefði þetta
ekki verið eins sárt, en albesta vinafólk
okkar! Það er það sárasta,“ segir hann
með þunga.
„Bíllinn hennar er alltaf þarna
fyrir utan. Konan mín skrifaði undir
skilnaðarpappírana fyrir jólin en ég
var ekki búinn að því ennþá. Var að
vonast til þess að þetta yrði allt í lagi.
En við verðum ekki saman úr þessu.
Nú er bara komið upp hatur á milli
okkar.“
Eftir á að hyggja hefur hann lesið
í ýmislegt og veltir því fyrir sér hvort
þetta hafi jafnvel staðið lengi yfir.
„Þetta vinafólk okkar á sumarhús
á Spáni þar sem við vorum tíu daga
með þeim. Vinkona mín veiktist í
bakinu og varð að fara fyrr heim. Við
gistum í stúdíóíbúð á neðri hæðinni
en einn morguninn var konan mín
ekki hjá mér þegar ég vaknaði held-
ur sat hún uppi í stofu eins og ekkert
væri eðlilegra. Svona er ég hugsi yfir
ýmsu. Ég var bara grandalaus fyrir
þessu og treysti mínu fólki. Nú velti
ég því fyrir mér hvað sé búið að vera
í gangi.“
„Þetta svíður“
Hann horfir í gaupnir sér á meðan
hann segir að veröldin sé hrunin.
„Ég sá fyrir mér að við yrðum saman
í framtíðinni. Áður en hún bað um
skilnað var ég hamingjusamur og mér
leið vel.“
Eftir skilnaðinn hafa börnin verið
hjá móður sinni. Hann er því ekki
bara búinn að missa eiginkonu sína
Tíu leiðir til að
viðhalda ástinni
1. Talið eins mikið saman og þið getið.
Það skiptir máli að þið vitið hvað er að
gerast í lífi hvort annars, hvað þið eruð
að fást við og hugsa.
2. Segið satt. Ekki hika við að segja:
„Stundum óttast ég að við höfum svo
mikið að gera að við gleymum því að
gefa hvort öðru tíma, en mig langar til
að eiga góðar stundir með þér.“ Deilið
sönnum tilfinningum og talið af reynslu.
3. Lærðu að meta þig og maka þinn.
Taktu þér tíma til að átta þig á því hvað
það er sem þér líkar í eigin fari og maka
þíns.
4. Hlustið. Allir vilja að það sé hlustað
á þá og þeim sé veitt athygli.
5. Vertu fyrri til að sýna rómantík. Oft
reynum við að fá maka okkar til þess að
verða rómantískari í stað þess að huga
að því sem við getum sjálf gert.
6. Biddu um það sem þú vilt. Það
virkar. Nöldur, kröfur og stjórnsemi hafa
þveröfug áhrif.
7. Leikið ykkur. Munið að hafa það
gaman saman og hlæja.
8. Virðið hvort annað. Reyndu að
hafa trú á maka þínum í stað þess að
vanmeta hann.
9. Sýndu umburðarlyndi. Reyndu
að skilja að þið verðið alltaf ólík að
einhverju leyti og ósammála um sumt.
10. Styðjið hvort annað. Sýndu maka
þínum stuðning svo að hann geti sinnt
þörfum sínum.
Skilnaðir árið 2009
Lögskilnaðir eftir lengd hjónabands
0–2 ár 3–5 ár 6–9 ár 10–14 ár 15–19 ár 20 ár eða fleiri Meðallengd hjónabands Tíðasta lengd hjónabands
71 98 125 68 57 128 13,3 ár 5 ár
Lögskilnaðir eftir aldri hjóna
15–19 20–24 25–29 30–34 35–39 40–44 45–49 50–54 55–59 60+ Meðalaldur
Karlar 1 4 40 73 94 87 91 57 56 46 44,5
Konur 0 11 63 98 92 98 53 65 37 30 41,7
* Upplýsingar eru fengnar hjá Hagstofunni. Upplýsingarnar eru sambærilegar því sem hefur verið síðustu ár, þar sem meðalaldur karla sem skilja hefur
verið um 44 ár og kvenna um 41 ár frá árinu 2005. Meðallengd hjónabands fyrir skilnað hefur verið um 13 ár og tíðasta lengd hjónabanda verið um 4 ár.
„ÉG HÉLT AÐ
VIÐ HEFÐUM
ÞAÐ GOTT“
„Ég hringdi dyra-
bjöllunni og þá
kom hann til dyra og hún
hálfber á bak við hann.
„Bíddu, hvernig dettur
ykkur þetta í hug?“ spurði
ég. „Maður tekur það sem
býðst,“ var svarið.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is