Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2011, Blaðsíða 13
Fréttir | 13Mánudagur 14. mars 2011
Tryggvi Jónsson er stjórnarformaður sænska flugfélagsins Tor Air
Byggja upp nýtt ferðaveldi
Tryggvi Jónsson, fyrrverandi for-
stjóri Baugs Group er orðinn stjórn-
arformaður sænska flugfélagsins Tor
Air, samkvæmt frétt Sunday Times.
Breska blaðið segir að einn dyggasti
viðskiptavinur félagsins sé breski at-
hafnamaðurinn Phil Wyatt, sem var
forstjóri hinnar gjaldþrota ferðaskrif-
stofu XL Leisure. Félag Wyatts mun
á næstunni hefja flug frá Gatwick og
Manchester til Svíþjóðar, Íraks og
nokkurra áfangastaða við Miðjarð-
arhafið í gegnum flugfélagið sem
Tryggvi stýrir. Svo virðist sem Tryggvi
og Hallldór Sigurðarson, sem var
fjármálastjóri XL Leisure, séu í sam-
krulli með Wyatt um að byggja upp
nýtt ferðaveldi.
Wyatt er talinn tengjast nokkr-
um vefsíðum sem selja flugferðir til
þessara áfangastaða, þar á meðal fly-
torair.com og flyhellas.com.
Samkvæmt sænskum gögnum er
Phillip Lincott, sem áður var yfirflug-
maður hjá XL, skráður stjórnarmað-
ur í Tor Air. Lincott hefur einnig ver-
ið orðaður við annað félag sem Wyatt
kom að, en það er flugfélagið Viking
Airlines sem hætti starfsemi í kjölfar
fjárhagserfiðleika. Samkvæmt sömu
gögnum er Tryggvi stjórnarformað-
ur Tor Air.
XL skuldaði um 350 milljón-
ir punda þegar það varð gjaldþrota
árið 2008. Skuldaði félagið meðal
annars Landsbankanum 165 millj-
ónir punda og Straumi 36 milljónir
punda.
Halldór Sigurðarson, fyrrver-
andi fjármálastjóri XL er sagður vera
hægri hönd Wyatts í uppbyggingu
hins nýja félags. Hann starfaði einnig
með Wyatt í flugfélaginu Viking Air-
lines.
„Skjálftinn stóð yfir í heillangan tíma
og ef ég á að líkja því við eitthvað þá
væri það að hristast til innan í tunnu.
Síðan fóru bækur og pappírar á flug
og flestallt af því sem gat oltið um
koll gerði það, meðal annars vegg-
fastar hillur sem rifnuðu frá veggj-
um,“ segir Einar Andreas Helgason,
meistaranemi í málvísindum við
Tohoku-háskólann í Japan, um risa-
jarðskjálftann sem varð á föstudag-
inn. Einar býr í borginni Sendaí í
Japan en þar gekk stærsta flóðbylgj-
an á land og mannfallið er þar einna
mest.
Skriðu undir skrifborðin
Einar segir erfitt að lýsa því í orðum
hvernig það er að upplifa skjálfta af
þeirri stærðargráðu sem þessi var,
en stærstu skjálftarnir sem Íslend-
ingar þekkja af eigin raun eru eins
og smáskjálftar í samanburði við
þann sem varð undan ströndum Jap-
ans á föstudaginn. Einar segir erfitt
að líkja þessu við nokkuð sem hann
hafi upplifað. „Ég var staddur niðri
í skóla, í herbergi fyrir framhalds-
nema í málvísinum sem er á 4. hæð.
Skjálftinn byrjaði rólega og þar sem
það hafði verið annar tiltölulega stór
skjálfti tveim dögum áður og margir
eftirskjálftar eftir það þá vorum ég að
nokkur önnur sem vorum þarna vor-
um ekkert að æsa okkur fyrst í stað.
Þegar okkur varð ljóst að þetta var
eitthvað meira og stærra en bara eft-
irskjálfti þá vorum við samt fljót að
skríða undir skrifborðin okkar,“ seg-
ir hann.
Var ekki á flóðasvæði
Einar segir að skjálftinn hafi staðið
yfir í heillangan tíma. Allt hafi farið
um koll sem hugsast gat, veggfast-
ar hillur hafi meðal annars rifnað af
veggjum í látunum.
Þegar skjálftinn var yfirstaðinn þá
flýttu allir sér út og söfnuðust saman
á opnu svæði í grenndinni, segir Ein-
ar. Um klukkutíma síðar hafi hópn-
um svo verið sagt að fara inn í hús-
ið og sækja nauðsynjar. Eftir það hafi
flestir haldið heim á leið eða haldið
til í flóttamannaskýlum sem sett voru
upp við marga skóla. „Sem betur fer
vorum við stödd vel inni í landi, alla
vega 10 kílómetra, ef ég ætti að giska.
Við erum það hátt staðsett að það var
aldrei nein hætta á flóðbylgju hér,“
segir hann en tekur fram að vegna
rafmagns- og sambandsleysis hafi
hann ekki getað fylgst jafn vel með
öllu og þeir sem horfi á þetta utan frá.
Rafmagnið og gasið fór
Einar segir aðspurður að skjálftinn
hafi ekki haft eins mikil áhrif á íbúð-
ina hans og ætla mætti. „Brauðrist,
rafmagnsketill og nokkur glös duttu í
gólfið. Skrifborð og bókahilla hreyfð-
ust aðeins til, en það var líka allt og
sumt,“ segir hann en þó varð bæði
rafmagns- og gaslaust. Rafmagnið
hafi komið um tveimur sólarhringum
eftir hamfarirnar en enn sé gaslaust.
Hann hafi þó haft rennandi vatn, sem
betur fer, en því sé ekki að dreifa alls
staðar.
Eins og áður sagði býr Einar á
svæði sem ekki varð fyrir flóðbylgj-
unni í kjölfar skjálftans. Hann seg-
ist því nokkuð vel settur, miðað við
marga. „Sjálfur er ég það heppinn
að eiga nægar matarbirgðir, en ég
hef séð langar biðraðir fyrir utan
þær matvöruverslanir og sjoppur
sem hafa haft opið. Fyrir utan það þá
er voðalega lítið að sjá þegar mað-
ur gengur um göturnar hérna í mið-
bænum,“ segir hann og bætir við að
einstaka flísar hafi hrunið af hús-
veggjum, rúður séu brotnar og á ein-
um stað hafi honum sýnst svalir hafa
hrunið. Ástandið sé gott miðað við
það sem hafi gerst.
Ekki stætt
Einar hefur áður upplifað jarðskjálfta,
en þá heima á Íslandi. „Ég hugsa að
sterkasti skjálfti sem ég hafi upplif-
að sé skjálftinn sem varð 17. júní árið
2000 en hann var auðvitað af allt ann-
arri stærðargráðu,“ segir hann en þess
má geta að sá skjálfti mældist 6,5 á
Richter. Skjálftinn í Japan mældist lið-
lega 9 á Richter. „Það var mikill hrist-
ingur þá en ég átti samt ekki í miklum
vandræðum með að standa í lapp-
irnar,“ segir hann og heldur áfram. „Í
skjálftanum núna á föstudaginn var
það ekki mögulegt, ekki án verulegs
stuðnings alla vega. Hreyfingarnar
voru einnig mun meiri, bæði lárétt og
lóðrétt en það gildir einnig almennt
um jarðskjálfta hérna í Japan finnst
mér; hristingurinn finnst mér hafa
verið meira lóðrétt í jarðskjálftunum
sem ég hef upplifað heima á Íslandi,“
segir hann að lokum.
Eins og að
hristast
í tunnu
n Einar Andreas Helgason er í þeirri borg sem einna verst varð úti í hamförun-
um í Japan n Flóðbylgjan náði ekki til hans n Íbúðin hans slapp vel„Við erum það hátt
staðsett að það
var aldrei nein hætta á
flóðbylgju hér.
Einar Andreas
Helgason „Brauð-
rist, rafmagnsketill
og nokkur glös duttu
í gólfið. Skrifborð og
bókahilla hreyfðust
aðeins til, en það var
líka allt og sumt.“
Eyðilegging Afleiðingar jarðskjálftans og flóðbylgjunnar eru víða svakalegar. Hverfið
hans Einars slapp vel. Mynd REuTERS
Tryggvi Jónsson Stýrir sænsku flugfélagi
sem flýgur fyrir nýja ferðaskrifstofu sem er
rekin af manninum sem stýrði hinu gjald-
þrota XL Leisure þegar það varð gjaldþrota.
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is