Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2011, Blaðsíða 29
Fólk | 29Mánudagur 14. mars 2011
www.birkiaska.is
Minnistöflur
Bætir skammtímaminnið. Nýtist
fólki sem er undir álagi og fæst
við flókin verkefni. Hentar vel
fyrir eldri borgara, lesblinda og
nemendur í prófum. Dregur úr
streitu, eykur ró og bætir skap.
www.birkiaska.is
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði
vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Birkilaufstöflur
L
eikarinn Mel Gibson hef-
ur samið við saksókn-
ara Los Angeles í málinu
sem fyrrverandi unnusta
hans, Oksana Grigorieva,
höfðaði gegn honum. Mel
mun svara „no contest“ við væg-
um ákæruliðum en það þýðir að
hann hvorki játar né neitar. Mel
verður hins vegar ekki sóttur til
saka fyrir alvarlegustu ákærulið-
ina og þarf ekki að sitja mínútu í
fangelsi.
Leikarinn
og leikstjórinn
taldi sig geta
unnið mál-
ið en er sagð-
ur hafa viljað
hlífa fjölskyldu
sinni við þeim
gríðarlega fjöl-
miðlasirkus
sem hefði fylgt
málinu.
Í yfirlýsingu
sem lögfræðingur Mels sendi frá
sér segir að það sé forgangsat-
riði hjá leikaranum að hlífa ungri
dóttur sinni sem hann á með Ok-
sönu og í raun öllum börnunum
sínum. „Með það í huga bað hann
mig um að nálgast saksóknarann
með sátt í huga til þess að binda
enda á þessi mál í eitt skipti fyrir
öll.“
Mál Oksönu og Mels reis sem
hæst fyrir um ári en þá láku upp-
tökur á netið þar sem leikarinn
úthúðaði barnsmóður sinni. Upp-
tökurnar vöktu hörð viðbrögð um
allan heim og er óhætt að segja að
vinsældir Mels hafi farið gjörsam-
lega í vaskinn.
Mel Gibson semur til að sleppa við réttarhöld:
Fer ekki
í FangeLsi
Oksana og Mel Eiga saman dóttur.
Mel Gibson Samdi
við saksóknara.
Grjótharður
Pitt
Svart hár og leðurjakki í stíl:
B
rad Pitt var eitursval-
ur við tökur á nýjustu
myndinni sinni, Cog-
an´s Trade, í síðustu
viku. Tökurnar fara
fram í New Orleans en hinn
47 ára gamli Pitt gaf sér tíma
til að drekka einn kaffibolla á
milli atriða. Pitt hefur dvalið
í New Orleans undanfarið en
Cogan´s Trade er spennumynd
sem Andrew Dominik leikstýr-
ir. Búist er við því að myndin
verði sýnd snemma á næsta
ári.
Í myndinni leikur Pitt Jack-
ie Cogan en hann starfar sjálf-
stætt við að rannsaka mál og
í þetta skiptið er það rán sem
átti sér stað þegar menn tengd-
ir mafíunni héldu pókermót.
Myndin er hlaðin stórleikurum
og má þar meðal annars nefna
Casey Affleck, Ray Liotta, Jam-
es Gandolfini,Mark Ruffalo, Ja-
vier Bardem og Sam Rockwell.
Brad Pitt Með honum í myndinni
leika Casey Affleck, Ray Liotta, Jam-
es Gandolfini, Mark Ruffalo, Javier
Bardem og Sam Rockwell.
a
ðeins tveimur mánuðum eftir skilnaðinn
virðast Ryan Reynolds og Scarlett Johansson
bæði vera farin að leita á önnur mið. Fyrst
var það Scarlett sem sést hefur með Sean
Penn og nú er orðrómur í gangi um að Ryan
eigi í sambandi við fyrirsætuna Agnes Fischer. Ryan
og Agnes hafa sést saman í Suður-Afríku þar sem
Ryan er við tökur á myndinni Safe House.
Þó að Agnes Fischer sé ekki mikið þekkt er fer-
ill hennar athyglisverður að mörgu leyti. Hún hefur
setið fyrir í auglýsingum fyrir Bebe, Reebok, Sure og
Adidas. Hún hefur líka setið fyrir á forsíðu tímarit-
anna Shape og Health & Fitness. Í fyrra sást hún í 30
sekúndur í tónlistarmyndbandinu Hurricane sem var
bannað á MTV í desember.
Ryan og Scarlett voru saman í nokkurn tíma en
þau eru bæði meðal skærustu stjarnanna í Holly-
wood um þessar mundir.
sambandsslitin
Ryan Reynolds og Scarlett Johansson:
Bæði komin yfir