Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 14. mars 2011 Mánudagur Skorið niður í Vinnuskóla Reykjavíkur: Áttundu bekkingar fá ekki vinnu Í nafni hagræðingar hefur Reykja- víkurborg ákveðið að nemendur í 8. bekk grunnskóla fái ekki vinnu í Vinnuskólanum í sumar. Þá verður vinnutími skertur hjá nemendum í 9. og 10. bekk í sumar en þeir munu starfa í þrjár vikur á sex vikna tímabili í stað fjögurra vikna áður. Nemendur í 9. bekk starfa hálfan daginn en þeir sem eru í 10. bekk fá vinnu allan dag- inn á þessu þriggja vikna tímabili. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Umhverfis- og samgöngu- sviði Reykjavíkurborgar. Vinnuskóli Reykjavíkur mun auk þess að skerða vinnutímann fella niður svokallaða Græna heimaþjónustu en í henni fólst að eldri borgarar og öryrkj- ar gátu sótt um þá þjónustu að láta nemendur Vinnuskólans hreinsa garða sína. Í tilkynningunni segir einnig að búist sé við því að rúmlega tvö þús- und ungmenni skrái sig í Vinnu- skólann í sumar en skráning hefst snemma í apríl. Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Vinnuskóla Reykjavík- ur höfðu nemendur í 9. bekk 403 krónur á tímann. Þeim gafst færi á að vinna 3,5 tíma á dag. Ef sama tímakaup verður í sumar getur 15 ára ungmenni því haft 21.158 krón- ur, með orlofi, upp úr krafsinu þær þrjár vikur sem vinnan er í boði. 16 ára ungmenni geta unnið sjö tíma á dag. Upphæðin sem þeir geta unnið sér inn er 56.175 krónur, með orlofi. baldur@dv.is Íslenskir fangar sem dæmdir eru fyr- ir alvarleg brot geta átt von á því að komast í opið fangelsi hagi þeir sér vel. Plássleysi í almennum fangelsum veldur því að glæpamenn eru sendir í opin fangelsi. Tvö slík fangelsi eru starfrækt á Íslandi. Í þeim er talsvert minni öryggisgæsla en í hefðbundn- um lokuðum fangelsum og ganga fangar nær frjálsir um á fyrirfram til- greindu svæði sem er þó ekki afmark- að með girðingu eða múrum. Ekki eru rimlar fyrir gluggum í slíkum fangels- um en þess í stað öryggismyndavélar og fangaverðir. Hvernig afbrot fangarnir eru dæmdir fyrir vegur ekki endilega þungt þegar ákvörðun er tekin um hvort fangi fái vistun í opnu úrræði og er það ástæðan fyrir því að kynferðis- brotamenn og fíkniefnasmyglarar geta fengið vistun í opnu fangelsi með lágmarksöryggisgæslu. Þarf fleiri rými í lokuðum fangelsum Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að vegna skorts á plássi í íslenskum fangelsum séu kynferðisafbrotamenn og ofbeldismenn meðal þeirra sem fái vistun í opnum fangelsum hér á landi. „Ef við hefðum stærri hóp manna sem væri dæmdur fyrir vægari brot eða ekki svona alvarleg brot myndi ég auðvitað heldur vilja sjá þá í opn- um fangelsum en þá sem eru dæmdir fyrir manndráp og meiri háttar brot,“ segir hann. Hann segir þó að vel sé farið yfir málin og að einhverju leyti sé litið til þess brots sem fangi er dæmd- ur fyrir þegar ákvörðun er tekin um hvort hann fái að vera í opnu fangelsi. Það snúist þó fyrst og fremst um það hvort hann hafi hagað sér vel og eftir settum reglum það sem af er vist hans þegar umsókn um breytta vistun er lögð fram. „Það verður að vera einhvers kon- ar gulrótarkerfi í okkar kerfi, menn verða að geta grætt eitthvað á því að haga sér vel, að þeir geti unnið sig upp,“ segir Páll og bætir við að nauð- synlegt sé að fangar sjái ástæðu til þess að fylgja settum reglum. Hann bendir hins vegar á að nóg sé komið af rýmum í opnum fangelsum í bili. „Núna er einfaldlega komið að því að við fjölgum rýmum í lokuðum fang- elsum.“ Næsta skref við áfangaheimili Áfangaheimilið Vernd er svo næsta skref fyrir fanga en það er í Reykjavík og er í raun sambærilegt opnu fang- elsi að undanskildu umhverfinu. Á Vernd gilda sambærilegar reglur og í opnu fangelsunum. Þar hefur þó húsnefnd Verndar lokaorðið um það hverjir fá vistun. Samkvæmt heim- ildum DV lítur húsnefndin ekki til af- brota þeirra sem sækja um vistun á heimilinu, frekar en í opnu fangels- unum, með þeirri undantekningu að barnaníðingum er hafnað. 10 prósent brjóta reglur Tilgangurinn með opnum fangelsum er að fækka föngum sem koma oftar en einu sinni í fangelsi. Opin fangelsi eru einungis í boði fyrir þá sem eiga minna en tvö ár eftir af fangelsisvist sinni og eru að undirbúa sig fyrir að refsivist ljúki. Önnur skilyrði sem sett eru fyrir því að fangar fái að afplána í opnu fangelsi eru að þeir séu ekki háðir vanabindandi lyfjum og séu færir um að stunda vinnu eða nám. Skriflegur samningur er gerður við fanga þegar þeir koma til afplánunar í opnu fangelsi. Rifti fangi samningn- um verður hann fluttur aftur í öryggis- fangelsi. Eins og áður segir eru svipaðar kröfur gerðar til fanga sem sækjast eftir því að fá vistun á Vernd og í opnu fangelsi. Af þeim föngum sem fengu að ganga lengra og ljúka vistun sinni á áfangaheimilinu Vernd eru rúm 10 prósent sem gerast brotlegir við þær reglur sem þeim eru þar settar. Regl- urnar snúa fyrst og fremst að hegðun og umgengni á áfangaheimilinu. Treystir öllum í opnu fangelsi Margrét Frímannsdóttir, fangelsis- stjóri á Litla-Hrauni og Bitru, seg- ir að þeir fangar sem fá flutning frá Litla-Hrauni í opið fangelsi séu metn- ir af starfsfólki fangelsisins áður en mælt sé með flutningnum. Hún seg- ir að það hafi ekki gerst oft að fangar séu sendir til baka í lokuð fangelsi frá Bitru. „Við erum með mjög stífar regl- ur á Bitru, húsreglur og umgengnis- reglur, og ef þær eru brotnar er mönn- um umsvifalaust vísað í burtu en sem betur fer er langstærsti hlutinn sem virðir alfarið þær reglur sem þar eru,“ segir hún. Margrét segir að fangar sem fluttir séu frá Litla-Hrauni og að Bitru þurfi að standast strangar kröfur og að allur ferill þeirra sé skoðaður. Þar á meðal hvort viðkomandi hafi farið eftir öll- um reglum fangelsisins. „Það fer eng- inn í opið úrræði nema að honum sé treyst til þess,“ segir hún. En hvað með öryggismálin í slíkum fangelsum? „Það eru eftirlitsmynda- vélar bæði inni og úti og mjög vel fylgst með. Það er bara ákveðið svæði sem þeir fara um. Þó að þeir hafi mun meira frelsi en í lokuðu fangelsi er það samt sem áður þannig að þeir eru ekki annars staðar en innan þess svæðis sem er fyrirframafmarkað.“ n Fangar sem fremja alvarlega glæpi eru í opnum fangelsum vegna plássleysis í öðrum n Tvö opin fangelsi eru starfrækt á Íslandi auk áfangaheimilis n Ekki litið til brota þegar ákvörðun er tekin um vist í opnum fangelsum HÆTTULEGIR FANGAR Í OPNUM FANGELSUM „Núna er einfald- lega komið að því að við fjölgum rýmum í lokuðum fangelsum. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Margrét Frímannsdóttir „Það fer enginn í opið úrræði nema að honum sé treyst til þess.“ Tvö opin fangelsi Kvíabryggja er annað opnu fangelsanna á Íslandi en hitt er Bitra. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON 8.15 Morgunverður framreiddur 8.30 Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, ávarpar fundinn 8.40 Hrefna Friðriksdóttir, höfundur skýrslu um ættleiðingar á Íslandi: Staða og framkvæmd ættleiðinga - er breytinga þörf? 9.05 Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar: Í upphafi var orðið. Í tilefni af skýrslu um ættleiðingarlöggjöfina og framkvæmd ættleiðingarmála á Íslandi 9.25 Snjólaug Elín Sigurðardóttir, MA-nemi og kjörforeldri: Fjölskyldur ættleiddra barna af erlendum uppruna – fræðsla og stuðningur 9.40 Umræður ÆTTLEIÐINGAR Á ÍSLANDI: Í þágu hagsmuna barns Innanríkisráðuneytið boðar til opins morgunverðarfundar um ættleiðingar á Íslandi miðvikudaginn 16. mars næstkomandi. Fundurinn fer fram í Iðnó og stendur frá 8.15-10.00. Hægt verður að kaupa morgunverð á staðnum fyrir 650 krónur. Fá vinnu í þrjár vikur Sextán ára unglingar geta unnið sér inn 56 þúsund krónur í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.