Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 14. mars 2011 Mánudagur
Valskonur deildarmeistarar í handbolta:
Valur valtaði yfir Fram
Valskonur urðu um helgina deildar-
meistarar í handbolta þegar þær völt-
uðu yfir sinn helsta keppinaut, Fram,
á heimavelli. Valur hafði öruggan sig-
ur, 31–23, eftir að hafa verið mest tíu
mörkum yfir í seinni hálfleik, 26–16.
Leikurinn var jafn, 4–4, í fyrri hálfleik
en þá skoruðu Valskonur fimm mörk í
röð og nýkrýndir bikarmeistarar Fram
náðu aldrei að halda í við Hlíðarenda-
stúlkur eftir það.
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var
markahæst Valskvenna með sjö mörk
en Anett Köbli skoraði fjögur. Guð-
ný Jenný fór á kostum í markinu og
varði sextán skot. Stella Sigurðardóttir
var að vanda markahæst hjá Fram en
hún skoraði átta mörk. Birna Berg Har-
aldsdóttir skoraði fjögur og þá varði
Íris Björk Símonardóttir þrettán skot í
markinu.
Náðu Valskonur þarna að hefna
fyrir tapið í bikarkeppninni um dag-
inn en stóri titilinn, Íslandsmeistara-
titillinn, er eftir. Með deildarmeistara-
titlinum er ljóst að Valur verður með
heimaleikjarétt út úrslitakeppnina.
Ein umferð er eftir í deildinni en
ljóst er að Valur endar í fyrsta sæti,
Fram í öðru sæti og Stjarnan í því
þriðja. Mikil barátta er þó um fjórða
og síðasta sætið. HK hleypti mikilli
spennu í baráttuna um fjórða sæt-
ið með því að leggja Fylki að velli um
helgina, 21–20. Fylkir er í fjórða sætinu
með tuttugu stig en rétt á eftir kem-
ur HK með nítján. Í lokaumferðinni á
HK töluvert léttari leik en Fylkir. Kópa-
vogsstúlkur mæta ÍR sem hefur ekki
unnið leik á tímabilinu á meðan Fylkir
fær Stjörnuna í heimsókn. Gæti HK því
komist í úrslitakeppnina og mætt þar
Val fái liðið smá hjálp frá nágrönnum
sínum úr Garðabæ. tomas@dv.is
Rooney gæti farið
n Breska götublaðið News of the
World greindi frá því um helgina að
Wayne Rooney hefði aftur lent upp á
kant við knatt-
spyrnustjórann
Sir Alex Ferguson.
Er hann ósáttur
við leikmanna-
hóp United,
gengi liðsins og
lífið í Manchest-
er. Ferguson á að
hafa sagt Rooney
að líta í eigin barm en hann hefur
verið skugginn af sjálfum sér á þessu
tímabili. Í fréttinni kemur fram að svo
gæti farið að Ferguson bjóði Rooney
að fara í sumar og þykir ekki ólíklegt
að Rooney muni taka því tilboði.
Coyle vill meira
n Bolton komst um helgina í undan-
úrslit enska bikarsins með frábærum
3–2 sigri á Birmingham. Bolton er
því komið á Wembley en Owen Coyle,
knattspyrnu-
stjóri liðsins, vill
meira. „Við erum
komnir í und-
anúrslit bestu
bikarkeppni
heims. Það er al-
gjörlega frábært
afrek. En nú vill
maður komast í
úrslitaleikinn,“ sagði Coyle við frétta-
menn eftir sigurinn á Birmingham.
Grétar Rafn Steinsson verður því þriðji
Íslendingurinn til að spila á nýja
Wembley á eftir Hemma Hreiðars og
Jóhannesi Karli Guðjónssyni.
Kenny fær samning
n Kenny Dalglish verður áfram stjóri
Liverpool en eigendur liðsins hafa
boðið Skotanum tveggja ára samn-
ing og fimmtíu milljónir punda til
þess að kaupa leikmenn í sum-
ar. Dalglish vill
horfa til framtíð-
ar og hefur beðið
Kanana um fjög-
urra ára samn-
ing. Þeir vilja þó
ekki binda sig
svo lengi. Dal-
glish hefur held-
ur betur rétt við
gengi Liverpool eftir að Roy Hodgson
var rekinn í janúar en liðið er nú í
baráttu um Evrópusæti í stað fall-
baráttu eins og fyrr á tímabilinu.
Beckham endar heima
n David Beckham ætlar bara að spila
eitt ár til viðbótar með LA Galaxy í
bandarísku MLS-deildinni. Hann
ætlar þó ekki að
hætta eftir næsta
tímabil þó hann
sé orðinn 35 ára
gamall. Hann
dreymir um að
ljúka ferlinum
í ensku úrvals-
deildinni og eru
sögusagnir um
að hann gangi í raðir Tottenham á
næsta ári. Þó Beckham sé harð-
ur United-maður ólst hann upp í
Tottenham-hverfinu og var afi hans
mikill stuðningsmaður liðsins. Þá
æfði hann með Spurs fyrr á árinu.
Gætu framlengt við
Schumi
n Mercedes hefur ekki útilokað
að framlengja samning sinn við
Michael Schumacher haustið 2012
þegar þriggja ára
samningi hans
lýkur. Norbert
Haug, einn yfir-
manna liðsins,
segir það vel geta
gerst að Schum-
acher aki fyrir
liðið tímabilið
2013 en þá verð-
ur hann orðinn 44 ára. „Ef Michael
vill halda áfram að keyra og við
komumst að samkomulagi um laun
þá er ég meira en til í að halda hon-
um. Michael lítur virkilega vel út
þessa dagana,“ segir Norbert Haug.
Molar
Jafnt á með liðunum í titlum Fram er bikarmeistari og Valur deildarmeistari, en sá stóri
er eftir.
Íslenska landsliðið í handbolta þurfti
að sætta sig við smánarlegt tap gegn
sterku liði Þýskalands, 39–28, þeg-
ar liðin mættust öðru sinni í undan-
keppni EM 2012 í gær. Ísland hafði
fyrr í vikunni valtað yfir Þýskaland í
Laugardalshöll en strákarnir okkar
voru ekki skugginn af sjálfum sér í
Þýskalandi og urðu sér til skammar.
Það stóð ekki steinn yfir steini í einu
né neinu sem íslenska liðið reyndi í
leiknum. Frá markverði, til varnar, til
sóknar, það var einfaldlega allt lélegt.
„Ég vil byrja á því að biðja þjóðina af-
skökunar fyrir hönd liðsins á þess-
ari spilamennsku. Við spiluðum illa
frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu,“
sagði hundsvekktur landsliðsþjálf-
ari Íslands, Guðmundur Guðmunds-
son, í viðtali við Henry Birgi Gunnars-
son á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Ég er
mjög svekktur yfir þessum úrslitum,“
bætti Guðmundur við. Úrslitin þýða
að Ísland verður að vinna síðustu tvo
leiki sína í riðlinum ætli það sér á EM
í Serbíu í janúar á næsta ári. Þeir leikir
eru gegn Austurríki heima og Lett-
landi ytra. Möguleikarnir eru því góð-
ir en spilamennskan gegn Þýskalandi
í gær myndi ekki duga til að vinna
hvaða landslið sem er.
Mættu ekki til leiks
Þjóðverjar voru ekki lengi að taka
forystuna í gær, 5–1, og var strax ljóst
hvað væri í vændum. Íslenska liðið
spilaði vondan varnarleik og þá var
sóknarleikurinn enn verri. Ekkert
flot var á boltanum í sókninni, lið-
ið kom sér í erfið færi og gerði Silvio
Heinevetter afar auðvelt fyrir í mark-
inu. Heinevetter, eins og á HM, var í
miklu stuði og varði allt sem á mark-
ið kom, þar af þrjú vítaköst.
Guðmundur tók leikhlé í stöðunni
5–1 og reyndi að útskýra fyrir strák-
unum hvað væri að. Það fór inn um
annað og út um hitt því Þýskaland
hélt áfram að skora auðveld mörk og
leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 20–
13. Sveinbjörn Pétursson kom inn í
markið um miðjan fyrri hálfleikinn
en hann mátti sín lítils með hripleka
vörn fyrir framan sig. Heilt yfir gekk
einfaldlega ekkert upp. Vörnin fann
sig ekki, markvarslan nánast eng-
in, sóknarleikurinn hægur, Róbert
greip varla boltann inni á línunni og
þá voru íslensku strákarnir ótrúlega
seinir til baka.
„Ég hafði áhyggjur af því að menn
væru enn að baða sig í ljómanum
eftir sigurinn í Höllinni. Því ræddi
ég um það við menn að mæta sterk-
ir til leiks,“ sagði Guðmundur Guð-
mundsson í viðtali á Stöð 2 Sport eftir
leikinn. Þær áhyggjur áttu svo sann-
arlega rétt á sér því strákarnir okkar
mættu aldrei til leiks í Gerry Weber
Halle. Andleysi sveimaði yfir lið-
inu og í seinni hálfleik mátti greina
hreina uppgjöf. Það var því ekki furða
að Aron Pálmarsson tók undir afsök-
unarbeiðni þjálfarans og sagði strák-
ana hafa spilað eins og aumingjar.
Litla markmiðið tókst ekki
Þegar tæpar tíu mínútur voru eft-
ir tók Guðmundur aftur leikhlé og
setti upp lítið markmið innan leiks-
ins. Þá munaði aðeins átta mörk-
um og þurfti liðið ekki annað en að
n Skammarlegt ellefu marka
tap gegn Þýskalandi, 39–28.
n Guðmundur þjálfari baðst
afsökunar n Enn fínn mögu-
leiki að komast á EM
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is
STRÁKARNIR OKKAR RASSSKELLTIR
Ekki búið enn Ísland getur enn komist á EM.
MYNDIR TOMASZ KOLODZIEJSKI