Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólk 14. mars 2011 Mánudagur
Margeir Margeirsson, veitingamaður á Monte Carlo og Monaco:
„ÉG ER EKKI GLÆPAMAÐUR“
Margeir Margeirsson, eigandi stað-
anna Monte Carlo og Monaco á
Laugaveginum, hlær þegar hann
er spurður hvort hann taki þátt í
skipulagðri glæpastarfsemi. „Ég er
með hreinna sakarvottorð en Stef-
án Eiríksson lögreglustjóri,“ segir
hann. Nágrannar hans á Laugaveg-
inum hafa kvartað undan stöðum
hans og hafa nú lagst gegn því að
hann fái endurnýjað starfsleyfi.
Staðirnir hafa dregið að sér ógæfu-
fólk en Margeir segir sprautufíkla
og unglinga á eiturlyfjum vera í
straffi á sínum stöðum.
Sögusagnir hafa gengið um
Margeir og staðina hans tvo og hafa
þær margar gengið mjög langt þar
sem ímynd og orðspor hans eru
undir. Margeir segir að slíkur róg-
burður sé ekki til neins og leysi
engan þann vanda í miðborginni
sem snýr að ógæfufólki. „Það koma
þarna inn að meðaltali 50 til 100
manns, það eru 20 til 36 þúsund
innkomur á ári og á heilu ári á Mon-
aco eru 17 skýrslur frá lögreglunni,“
segir hann. „Ég er búinn að fara
fram á það við lögreglu og borgaryf-
irvöld að það verði myndaður um-
ræðuhópur um það að skilgreina
vandamálið og finna lausn á því. Ég
er alveg til í að leggja í það tíma að
reyna að finna lausn á þessu.“
„Ertu að spyrja hvort ég sé með-
limur í Hells Angels?“ spyr hann og
hlær þegar blaðamaður spyr hvort
hann sé í tengslum við einhverja
undirheimamenn. „Ég kannast við
margan manninn.“ Hann er þó góð-
kunningi Einars „Boom“ Marteins-
sonar, leiðtoga Vítisengla á Íslandi,
frá því að hann starfaði fyrir hann
sem barþjónn og síðar dyravörður
á Keisaranum. „Ef ég sé hann þá
spjalla ég við hann en ég finn ósköp
lítið slæmt í honum og kann bara
ágætlega við hann,“ segir veitinga-
maðurinn.
Góðir félagar Margeir
Margeirsson veitinga-
maður og Einar „Boom“
Marteinsson vítisengill.
MYND BJÖRN BLÖNDAL
Heimapartí 365
Árshátíð 365 fór fram um helgina og voru
allar stjörnur fyrirtækisins á meðal gesta.
Má þar nefna Friðriku Geirsdóttur, Sindra
Sindrason, Hjörvar Hafliðason, Steinda
Jr., Eddu Andrésdóttur, Egil Einarsson og
Auðunn Blöndal. Árshátíðin var haldin á
Hilton Reykjavik Nordica. Árshátíðin var
haldin á 2. hæð hótelsins og var þema
hennar „heimapartí“. Samkvæmið fór því
fram á fjölmörgum herbergjum hótelsins
og var boðið upp á fjölbreytta skemmtun í
hverju og einu þeirra. Til dæmis var að finna
pókerherbergi, hefðbundið svefnherbergi
og svokallað YouTube-herbergi þar sem
gestir gátu horft á hið ýmsa skemmtiefni af
myndbandavefnum fræga.
Bubbi vill
jákvæðni
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens
segist vera orðinn þreyttur á þeirri
neikvæðni sem ráði för á íslenskum
fjölmiðlum. Hann hefur undanfarið
skrifað um það í pistlunum sínum á
Pressunni að fjölmiðlar eigi að horfa
fram á veginn. „Hrunið varð 2008 og
í dag er árið 2011. Ætlum við árið 2015
að vera í sömu sporum með sömu
forsíðurnar þar sem hatri, öfund og reiði
er haldið að okkur?“ Facebook-notendur
hafa verið duglegir við að tjá sig um skrif
Bubba. Margir eru sammála og eru orðnir
langþreyttir á neikvæðri fjölmiðlaum-
fjöllun á meðan aðrir benda á að það sé
ekki sök fjölmiðla hversu mikila spillingu
sé að finna á Íslandi.
Í
sdrottningin og fyrirsætan Ásdís
Rán Gunnarsdóttir situr ekki auð-
um höndum eftir að hún fluttist
frá Búlgaríu til Þýskalands með
fjölskyldu sinni. Hún á í viðræðum við
þýsku útgáfu karlatímaritsins Playboy
auk þess sem hún er að setja á mark-
að kjólalínu undir merkinu Midnight-
Queen.
„Ég er búin að semja við þýska
Playboy um að myndaþátturinn minn
úr búlgarska blaðinu verði birtur á
næstu mánuðum,“ segir Ásdís en hún
prýddi eins og frægt er orðið forsíðu
búlgarska Playboy á síðasta ári. Þýska
útgáfa blaðsins er með um eina millj-
ón lesendur og því er um mikla lyfti-
stöng fyrir Ásdísi að ræða. „Það verða
jafnvel einhverjar óbirtar myndir í
blaðinu en hvenær og hvað margar
myndir þeir birta er ekki ákveðið enn-
þá.“
Fyrir jól setti Ásdís á markað hér
á landi snyrtivörur undir merkinu
IceQueen en þær voru meðal ann-
ars seldar í Hagkaupi. Ásdís vinnur
nú að hönnun sumarlínu í snyrtivör-
unum en ætlar einnig að setja af stað
sína eigin kjólalínu. „Hún mun heita
Midnight-Queen Collection og sam-
anstendur af súper sexí kjólum fyrir
þokkafullar skvísur. Það hefur verið
erfitt hingað til að finna svona kjóla
á íslandi og hef ég yfirleitt þurft að
kaupa mína erlendis. En fljótlega ætti
það vandarmál að vera úr sögunni.“
Ásdís segist nú þegar vera búin
að selja fyrstu 200 kjólana og að
framleiðsla þeirra hefjist í vikunni ef
allt gengur að óskum. „Ég verð með
aðsetur í Búlgaríu þar sem fram-
leiðslan fer fram og er í því að semja
við sölustaði.“ Hér heima verða kjól-
arnir seldir í Hagkaupi hér heima
en Ásdís á í samningaviðræðum við
búlgarska verslunarkeðju um söl-
una þar. „Kjólarnir verða að sjálf-
sögðu í IceQueen-stíl, sjúklega heit-
ir og ég hlakka mikið til að sjá fyrstu
sýnishornin í búðum,“ bætir Ásdís
við og stefnir á reyna fyrir sér í fleiri
löndum ef salan gengur vel.
Ásdís hefur lítið getað einbeitt
sér fyrirsætustörfunum eftir að hún
kom til Þýskalands og einbeitir sér
þeim mun meira að fjölskyldunni.
„Krakkarnir eru bara í leikskólan-
um fyrir hádegi þannig að ég er
mikið heima með börnin,“ segir Ás-
dís en hún vonast til þess birtingin í
Playboy færi henni fleiri atvinnutil-
boð. Ásdís segist enn fá fjöldann all-
an af atvinnutilboðum frá Búlgaríu
þrátt fyrir að vera flutt þaðan. Ekki
er útilokað að Ísdrottningin snúi
einhvern tímann aftur þangað en
samningur eiginmannsins, knatt-
spyrnukappans Garðars Gunn-
laugssonar, rennur út í sumar og
þá gæti fjölskyldan enn á ný verið á
faraldsfæri. „Þetta fer bara eins og
þetta á að fara.“
ÞÝSKA PLAYBOY
OG ÆSANDI KJÓLAR
n Búin að semja við þýska Playboy n Setur á laggirnar kynþokkafulla
kjólalínu n Er mikið heima með börnin n Þetta fer eins og það á að fara
Ásdís Rán Situr ekki auðum
höndum. MYND BJÖRN BLÖNDAL