Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2011, Blaðsíða 16
Helmingsafsláttur
af nýjum ísskáp
n Lofið fær verslunin Bræðurnir
Ormsson að þessu sinni. Viðskipta-
vinur hafði samband og vildi koma
eftirfarandi lofi til skila: „Við áttum
fimm ára gamlan ísskáp sem datt
úr ábyrgð í janúar. Þegar við fórum
með hann í verslunina litu þeir fram
hjá því að hann væri fallinn úr
ábyrgð þar sem það var ekki
pressan sem fór og ákváðu
að gefa okkur helmings afslátt
af nýjum AEG-ísskáp.
Ástæðan var að þeir
vildu bara koma til
móts við okkur þar sem
þetta var ekki hin klass-
íska bilun,“ segir við-
skiptavinurinn sátti.
Eyðublöð skulu
merkt Umferðar-
stofu
Umferðarstofa bendir fólki á að
þann 1. mars tóku gildi reglur um að
eingöngu verður tekið við tilkynn-
ingum um eigendaskipti á bifreiðum
á fullgildum eyðublöðum merktum
Umferðarstofu. Þetta er gert til að
einfalda úrvinnslu gagna og tryggja
áreiðanleika þeirra. Borið hefur á því
að að seljendur og kaupendur bíla
séu enn með gömul eyðublöð merkt
Skráningarstofunni. Eyðublöðin sem
nú skal nota eru aðgengileg á us.is og
hjá umboðsaðilum Umferðarstofu.
Jafnframt er hægt að tilkynna eig-
endaskipti rafrænt á vef Umferðar-
stofu. Þeir aðilar sem enn hafa undir
höndum eyðublöð um eigendaskipti
sem ekki eru merkt Umferðarstofu
eru hvattir til að farga þeim.
Má ekki kaupa
lottó með VISA
n Fjarðarkaup fær lastið núna. Fasta-
kúnni þar segist vera afskaplega
ánægður með verslunina en hann
vilji lasta að þar sé ekki tekið VISA
þegar greitt er fyrir lottó. „Ég fékk
þær skýringar að þeir lánuðu manni
ekki fyrir getspám. Þegar ég hváði
og spurði hvort það væri ekki frekar
VISA sem lánaði fyrir þessu sagði
hún að þeir greiddu beint úr
kassanum í getspána.
Mér er spurn hvort þeir
greiði ekki einnig beint
úr kassanum til birgja
fyrir aðrar vörur. Mér
finnst alla vega skýrtið, í
þessari annars ágætu búð, að
mega borga með VISA fyrir
eina vöru en ekki aðra.“
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
LOF&LAST
Tímabundin frysting Þegar matvæli eru fryst stöðvar það örveruvöxt og minnkar ens-
ímivirkni lífrænna afurða. Frysting getur þó aðeins verið tímabundin og háð því að hitastiginu sé haldið
jöfnu eða -18°C út allan geymslutímann. Eins þarf að standa rétt að frágangi matvæla og hreinlæti. Á
nattura.is er ráðlagt að geyma ekki mat lengur en í eitt ár í frysti og jafnvel skemur. Við frystingu hægi
einungis á niðurbrotsferlinu en það stöðvist ekki. Skoða skal upplýsingar um hve lengi varan geymist á
þeim vörum sem keyptar eru. Þegar um eigin framleiðslu er að ræða er ráðlegt að merkja umbúðirnar
með upplýsingum um hvenær maturinn var settur í frystinn. Þrátt fyrir að maturinn missi eitthvað af
næringarefnum sínum við frystingu getur verið mikill sparnaður í að eiga frysti. Sér í lagi fyrir stórar
fjölskyldur og þá sem hafa tækifæri til þess að geyma þar heilu eða hálfu skrokkana.
16 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 14. mars 2011 Mánudagur
E
ld
sn
ey
ti Verð á lítra 230,6 kr. Verð á lítra 235,5 kr.
Bensín Dísilolía
Verð á lítra 230,7 kr. Verð á lítra 235,6 kr.
Verð á lítra 231,9 kr. Verð á lítra 236,8 kr.
Verð á lítra 230,6 kr. Verð á lítra 235,5 kr.
Verð á lítra 230,7 kr. Verð á lítra 235,6 kr.
Verð á lítra 230,9 kr. Verð á lítra 235,8 kr.
Algengt verð
Almennt verð
Algengt verð
Höfuðborgarsv.
Melabraut
Algengt verð
Gosdrykki, majónes, beikon og aðra
unna kjötvöru má finna í ísskápum
landsmanna en slíkar vörur hafa lengi
verið taldar slæmar fyrir heilsuna. Jafn-
vel stórhættulegar ef þeirra er neytt
í óhófi. Það er hins vegar ekki víst að
þetta sé það versta sem finna má þar
því það er í raun ísskápurinn sjálf-
ur sem hættulegastur, eða öllu held-
ur óhreinindin sem þar er að finna.
Myglusveppir og listeríubakteríur geta
lifað þar góðu lífi sé skápurinn ekki
þrifinn reglulega.
Myglusveppurinn verstur
Það er góð ástæða til að þrífa ísskáp-
inn með stuttu millibili því bakteríur
sem þar lifa blandast matnum og geta
orsakað uppköst og niðurgang, sam-
kvæmt dönsku vefsíðunni söndags-
avisen.dk. Þar segir frá könnun sem
gerð var á hreinlæti í eldhúsum þar í
landi. „Verstur er þó myglusveppur-
inn sem myndast ef matvörur hellast
niður í ísskápnum eða matarafgang-
ar eru geymdir þar lengi í þessu raka
umhverfi. Það geta myndast eiturefni
og sum þeirra eru beinlínís hættu-
leg frumum líkamans,“ segir Morten
Lisby, starfsmaður matvælaeftirlitsins
(Födevareregion Öst). Hann sagði að
ísskápa ætti að þrífa að minnsta kosti
einu sinni í viku. Myglusveppur er tal-
inn geta verið krabbameinsvaldandi
finnist hann á vissum matvælum og
getur því óhreinn ísskápur verið stór-
hættulegur heilsu okkar.
Bakteríuveisla í grænmetisskúff-
unni
Það eru hins vegar ekki einungis gaml-
ar matarleifar sem láta ónæmiskerf-
ið vinna vinnuna sína. Verstu og mest
sjúkdómsvaldandi bakteríurnar geta
leynst í grænmetisskúffunni. Skúffa
sem er full af gömlu grænmeti, til
dæmis hálfspíruðum kartöflum, get-
ur hæglega orðið bakteríuveisla sem
mengar allan ísskápinn, alveg upp í
efstu hilluna. Þegar ísskápinn er opn-
aður og rótað í honum þyrlast upp
bakteríur og gró myglusveppsins sem
dreifast um allan skápinn. Eins þarf að
passa að hreinsa grænmeti vel áður en
það fer í ísskápinn þar sem bakteríur
lifa í moldinni auk þeirra baktería sem
berast um ísskápinn.
Í besta falli ógeðslegir
Í fyrrnefndri könnun kom í ljós að ís-
skápar á vinnustöðum eru þeir allra
verstu hvað þetta varðar. Þar ægir
saman súrri mjólk, gömlum mataraf-
göngum, mygluðum nestispökkum og
þar fram eftir götunum. Þessir ísskáp-
ar sem eru sjaldan þrifnir eru í besta
falli ógeðslegir, í því versta ástæða fyr-
ir almennri magapest á vinnustaðn-
um. Samkvæmt Lisby eru vinnustaða-
ísskápar ekki nægilega kaldir, þeir
eru sjaldan þrifnir og í þeim má finna
matarafganga sem geta breitt út list-
eríubakteríur og myglusveppi. Hann
segist sannfærður um að rekja megi
ýmsa kvilla og veikindi starfsmanna til
óhreinna ísskápa.
Íslendingar oftar með nesti
Íslendingar eru farnir að vera meðvit-
aðri um hollt mataræði en einnig um
sparnað síðustu árin. Það má því gera
ráð fyrir að algengara sé að við tökum
með okkur nesti í vinnuna. Mataraf-
gangar frá kvöldinu áður og nestis-
pokar ættu þess vegna að vera algeng-
ari sjón en áður fyrr þegar ísskápur á
vinnustað er opnaður. Við munum þó
vonandi hugsa til örsmáu íbúanna sem
þar lifa, fara eftir ráðum Danans og
sameinast um að halda honum hrein-
um. Það er ekki góð tilhugsun að bakt-
eríur sem lifa í skólpi og þörmum valsi
um í ísskápnum.
Hættulegir
ísskápar
n Mikilvægt er að þrífa ísskápinn oft og vel n Bakteríur grassera á matarleifum og
gömlu grænmeti n Þar geta myndast eiturefni og sum þeirra eru beinlínis hættuleg
Ýmislegt óæskilegt þrífst í ísskápnum
Samkvæmt heimasíðu Matvælastofnunar er listería mjög útbreidd í náttúrunni og
finnst í jarðvegi, plöntum, skólpi og þörmum bæði manna og dýra. Vegna gífurlegrar
útbreiðslu bakteríunnar er erfitt að koma í veg fyrir mengun af hennar völdum í unnum
matvörum. Dýr geta smitast af fóðri og frá dýrunum getur bakterían breiðst meira út
í umhverfið. Dýr sem smituð eru af listeríu eru oft á tíðum einkennalausir smitberar.
Bakterían finnst oft í hráum matvælum en hún getur einnig fundist í elduðum mat ef
um krossmengun er að ræða eftir hitameðhöndlunina. Þannig getur bakterían fundist
í ýmsum tegundum af matvælum eins og til dæmis hrámjólk, kjúklingi, kjöthakki,
kjötáleggi og grænmeti. Hún getur orsakað sjúkdóm bæði hjá mönnum og dýrum
og kallast þessi sjúkdómur listeriosis. Einkenni sjúkdómsins eru mild flensueinkenni,
vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niðurgangur. Alvarlegri einkenni eru heilahimnu-
bólga í ungbörnum, blóðeitrun og getur sjúkdómurinn einnig valdið fósturláti. Í einstaka
tilfellum getur bakterían valdið dauða, þá er yfirleitt um að ræða einstaklinga sem eru
með skert ónæmiskerfi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn
og einstaklingar með skert ónæmiskerfi.
„Það sem er hættulegast er ef óhreinindin
berast í matinn en fólk setur nú sjaldnast
matinn óvarinn í hillurnar. Það er líka
aðallega lyktin sem er slæm,“ segir Margrét
Dóróthea Sigfúsdóttir hússtjórnarfrú. Hún
segir að Íslendingar þrífi allt of sjaldan
ísskápana sína. Ef eitthvað hellist niður
og er ekki þurrkað upp geti verið ansi erfitt
að ná lyktinni úr ísskápnum. Fólk reyni
ýmislegt, svo sem matarsóda og klór, til að
ná burtu óhreinindum og vondri lykt. „Besta
ráðið er að reyna að tæma ísskápinn alveg
og bera innan í hann ab-mjólk eða súrmjólk.
Þannig skal hann standa í sólarhring og
síðan þrifið.“ Hún segir ísskápa oft rispast
að innan og þar setjist að bakteríur sem afar
erfitt sé að ná til. Því sé gott ráð að láta ab-mjólkina liggja á í um það bil sólarhring þar
sem hún inniheldur lifandi gerla. „Ab-mjólkin vinnur á þessu og étur þetta í rauninni
upp,“ segir hún. Eftir þetta þurfi svo að þrífa ísskápinn mjög vel og skrúbba.
Margrét segir að einnig þurfi að huga vel að gúmmíkantinum. Hann þurfi að þrífa
vel og fylgjast með hvort hann sé farinn að harðna og molna. Ef svo er þurfi að skipta
um hann því hann gegni ekki lengur hlutverki sínu þannig. Hann sé ekki lengur þéttur og
hleypi heitu lofti inn í ísskápinn sem kælir þá ekki nægilega vel.
Aðspurð um myglusveppi segir hún að fái sveppamyndun að grassera í ísskápnum
byrji að myndast gró sem geti borist í matinn á sama hátt og af mygluðu brauði. „Öll
mygla er hættuleg og maður borðar aldrei myglaðan mat.“
Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
„Þegar maður opn-
ar ísskápinn og
rótar í honum þyrlast upp
bakteríur og gró myglu-
sveppsins og dreifast um
allan skápinn.
Vinnustaðarísskápur Ísskápar geta
verið sælustaðir fyrir hinar ýmsu bakteríur og
myglusveppi. MYND: SIGTRYGGUR ARI JÓHANNESSON