Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 14. mars 2011 Mánudagur
Matsnefnd segir bæjarstjóra Seltjarnarness hafa beitt einelti:
Vill láta reka bæjarstjórann
Dómkvaddir matsmenn hafa kom-
ist að þeirri niðurstöðu að Ásgerð-
ur Halldórsdóttir, bæjarstjóri Sel-
tjarnarness, hafi lagt Ólaf Melsted,
fyrrverandi framkvæmdastjóra
tækni- og umhverfissviðs bæjarins,
í einelti. Hann hefur þess vegna í
rúmt ár verið frá vinnu að lækn-
isráði. Matsmennirnir telja að Ás-
gerður hafi ótvírætt sýnt Ólafi
ámælisverða og ótilhlýðilega hátt-
semi sem stjórnandi. Hún hafi graf-
ið undan virðingu hans, gagnrýnt
hann ómaklega á fundi, veitt hon-
um áminningu að ósekju og hótað
honum árið 2009. Þá kemur fram
að hún hafi lítillækkað hann með
því að dreifa læknisvottorði til óvið-
komandi aðila í janúar í fyrra auk
þess að hafa gagnrýnt hann ómak-
lega á fundum og látið hjá líða að
grípa til ráðstafana sem væru til
þess fallnar að bæta samstarfið á
milli þeirra.
„Þeir telja enn fremur að þær
breytingar til hins verra á líðan, hög-
um og heilsu Ólafs Melsted, sem lýst
hefur verið hér að framan sé að rekja
til þessarar háttsemi bæjarstjórans,“
segir meðal annars í matsgerðinni.
Þá hefur Persónuvernd úrskurð-
að að Ásgerði hafi verið óheimilt að
framsenda læknisvottorð Ólafs til
samstarfsmanna hans.
Í bréfi til bæjarstjórnar Seltjarn-
arness, sent af Jóhanni H. Hafstein
fyrir hönd Ólafs, er þess krafist að
Ásgerði verði vikið úr starfi vegna
síendurtekins eineltis á vinnustað.
Það sé í samræmi við eineltisáætlun
sveitarfélagsins. Þá er bæjarstjórn
veittur 20 daga frestur til að taka af-
gerandi afstöðu til málsins þannig
að honum verði bætt tjónið sem
hann hefur orðið fyrir, ellegar verði
málið rekið fyrir dómstólum.
Ásgerður segist hissa á niður-
stöðunni en forseti bæjarstjórnar
hefur sagt að farið verði yfir kröfurn-
ar. baldur@dv.is
Endurnærir og hreinsar ristilinn
allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
30+
Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is
OXYTARM
Sól og
heilsa ehf
=
Losnið við hættulega
kviðfitu og komið maganum
í lag með því að nota náttúrulyfin
Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur
days
detox
„Ég er ekki að segja að við eigum ekki
að borga eitthvað fyrir kisurnar okk-
ar en þessar upphæðir eru alveg út úr
kortinu,“ segir Ragnheiður Gunnars-
dóttir, kattavinur á Akureyri.
Kattaeigendur á Akureyri þurfa
framvegis að borga skráningar- og
leyfisgjöld fyrir ketti sína auk þess
sem þær takmarkanir verða settar að
hver einstaklingur má ekki eiga fleiri
en þrjá ketti. Þeir sem fyrir eiga fleiri
ketti þurfa ekki að losa sig við þá. Ný
samþykkt um kattahald í bænum
kveður á um þetta. Eigendum katta
ber að skrá kettina, örmerkja þá og
tryggja. Alla fressketti eldri en fimm
mánaða skal gelda og allir kettir skulu
vera með ól og plötu um hálsinn þar
sem skráningarnúmer og símanúmer
eigenda hans kemur fram.
Kostnaðurinn úr hófi
Ragnheiður amast ekki við því að regl-
ur séu settar um kattahald í bænum,
jafnvel þótt bærinn gangi lengra en
flest önnur sveitarfélög sem sett hafa
reglur um kattahald á undanförnum
árum. Hún segir hins vegar að kostn-
aðurinn keyri úr hófi fram. Skráning
kattar mun kosta 10 þúsund krónur
en fyrirhugað er, að sögn Ragnheiðar,
að skráningin verði ókeypis fyrstu sex
mánuðina eftir að reglurnar taki gildi.
Flestir kattaeigendur ættu því að geta
losnað undan þeim kostnaði.
Aftur á móti ber kattaeigendum
að greiða árlega 6 þúsund krónur fyr-
ir að halda einn kött. Því til viðbótar
ber kattaeigendum að tryggja þá fyr-
ir 3 þúsund krónur á ári. Þá má ekki
halda fleiri en þrjá ketti en þeir sem
eiga fleiri ketti fyrir mega eins og áður
segir halda þeim.
Aðför að kattaeigendum
Ragnheiður segir að reglurnar setji
stórt strik í reikninginn hjá henni. Sjálf
haldi hún tíu ketti. Jafnvel þótt hún
sleppi við skráningargjaldið þarf hún
að greiða níu þúsund krónur á hvern
kött á ári. Það nemur 90 þúsund krón-
um á ári í hennar tilfelli, haldi hún
þeim öllum. Spurð hvort hún íhugi
að fækka þeim segist hún ekki vita
hvað verði – hún vilji helst ekki til þess
hugsa. Ljóst sé að kostnaðurinn verði
henni þungur baggi til viðbótar mat-
ar- og lækniskostnaði sem hún þegar
greiði. „Þessi aðför að kattaeigendum
í kreppunni er til háborinnar skamm-
ar,“ segir hún og bætir við að í ofan-
álag dirfist bæjarstjórnin að segja að
þetta sé gert fyrir kattaeigendur.
Fleiri kettir á þvælingi
Ragnheiður telur raunar að reglurnar
verði til þess að villiköttum muni
fjölga. Hún leggur til að bærinn
taki Grundarfjörð sér til fyrirmynd-
ar. Þar sé gjaldið 3.000 krónur á kött
en innifalið í því sé ábyrgðartrygg-
ing, merkispjald auk umsýslugjalda
sveitarfélagsins. Þar sé auk þess ekk-
ert takmark á fjölda dýra á heimili.
Hún fullyrðir að verði gjaldið lægra
en fyrirhugað er muni það skila sér í
betri innheimtum. „Þegar gjaldið er
eins hátt og Akureyrarbær vill setja
það þýðir það bara tvennt; Fleiri kettir
sem þarf að svæfa því fólk getur ekki
tekið að sér kisur vegna gjalda eða
að mun fleiri kettir lenda á þvælingi
sem þýðir aukinn kostnað fyrir Akur-
eyrarbæ við að farga villiköttum. Með
því að takmarka fjöldann á hverju
heimili við þrjá mun þetta verða enn
líklegra til að gerast. Er þetta virkilega
það sem bæjarstjórn Akureyrar vill
gera?“ spyr hún og hvetur þá sem séu
mótfallnir áformunum til að samein-
ast á Facebook undir hópnum „Gegn
nýjum reglum um hunda- og katta-
hald á Akureyri“.
Kettirnir kosta
90 þúsund á ári
n Akureyrarbær hyggst rukka 9 þúsund á ári fyrir að halda kött n Kattavinur
segir um aðför að kattaeigendum að ræða n Telur að villiköttum muni fjölga
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
*Samantekt Ragnheiðar
Sveitarfélag Gjald Innifalið Hámarksfjöldi
Akureyri 9.000 kr. Trygging 3 á heimili
Ísafjörður 7.500 kr. Trygging og örmerking Enginn
Seyðisfjörður 6.500 kr. Trygging, ormahreinsun og
örmerking
Enginn
Skagafjörður (þéttb.) 5.500 kr. Trygging, ormahreinsun,
örmerking og umsýslugjald
Enginn
Borgarbyggð 5.000 kr. Trygging, ormahreinsun,
númeraplata og umsýslugjald
Enginn
Akranes 3.500 kr. Ekkert Enginn
Norðurþing 3.000 kr. Trygging 2 á heimili
Grundarfjörður 3.000 kr. Trygging, merkispjald og
umsýslugjald
Enginn
Rangárþing 2.500 kr. Ekkert Enginn
Flúðir 2.500 kr. Ekkert Enginn
Hveragerði 2.500 kr. Ekkert Enginn
Árborg 1.700 kr. Ekkert Enginn
Gjald fyrir kattahald*
Mikill kattavinur Ragnheiður segir
reglurnar koma ákaflega illa við sig. Við-
bótarkostnaðurinn sé heilmikill. MYND HEIDA.IS
Ólga á nesinu Matsnefnd segir háttsemi
Ásgerðar ámælisverða.
Meint einelti í VR
Starfsmenn á skrifstofu VR eru
ósáttir við að formaður félagsins
hafi sakað þá um einelti í sinn garð.
Lögmaður félagsins hefur engar
skýringar á hinu meinta einelti feng-
ið. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í
gær. Þar sagði að nokkrir starfsmenn
félagsins hafi leitað til sáfræðings
vegna vanlíðunar á vinnustaðnum
en 45 starfsmenn vinna á skrifstofu
félagsins. RÚV hefur eftir nafnlaus-
um starfsmönnum að samskiptin
við Kristin Örn Jóhannsson formann
hafi verið afar erfið. Þeir séu meðal
annars ósáttir við að Kristinn hafi
sagt, þegar hann tilkynnti að hann
myndi bjóða sig fram til formanns
aftur, að hann nyti stuðnings starfs-
fólksins. Starfsmannamálin voru
rædd á stjórnarfundi fyrr í vikunni
þar sem varaformanni VR var falið
að kanna málið með sérfræðingum
Brotist inn í
Dýraspítalann
Lögreglan hafði í
nógu að snúast
aðfaranótt
sunnudags-
ins. Brotist
var inn í
Dýraspítal-
ann í Víðidal
í kringum mið-
nætti en ekki ligg-
ur fyrir hvort að verðmætum hafi
verið stolið. Einnig var nokkuð
um stympingar í miðborginni.
Þá voru rúður brotnar víðs
vegar um borgina, meðal annars
á Kaffi París við Austurstræti, í
verslun við Langholtsveg, í Fella-
skóla og í bifreið við Grensásveg.
Styrktartónleik-
ar fyrir Keran
Á miðvikudaginn verða haldnir tón-
leikar á Sódómu til styrktar hinum
tveggja ára gamla Keran Stueland
Ólasyni á Sódómu. Keran er með
tauga- og vöðvahrörnunarsjúk-
dóminnn SMA. Á meðal þeirra sem
koma fram á tónleikunum eru Lay
Low, Friðrik Dór, Jón Jónsson, Haffi
Haff og Sing For Me Sandra. Að-
gangseyrir er 1.000 krónur og mun
hann renna óskiptur til fjölskyldu
drengsins.