Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2011, Blaðsíða 22
22 | Úttekt 14. mars 2011 Mánudagur
Þ
egar Vísindakirkjan,
Church of Scientology,
kemst í fréttirnar kem-
ur það alla jafna ekki til
af góðu. Á meðal safnaðarmeðlima
kirkjunnar er að finna fjölda frægð-
armenna og eru sum meira áberandi
en önnur. Ekki einasta er kirkjan um-
deild heldur er það mat stjórnvalda
víða um heim að hún eigi lítið skylt
við trúarbrögð og hefur starfsemi
hennar víða verið bönnuð.
Vísindakirkjan komst síðast í
heimsfréttirnar fyrir tilstuðlan Star
Magazine sem bendlaði fræga Holly-
wood-stjörnu við lyfjafíkn. Með stríðs-
letri á forsíðu janúartölublaðsins stóð:
„Addiction Nightmare. Katie Drug
Shocker!“ Stjarnan sem fékk þennan
merkimiða er leikkonan Katie Hol-
mes. Katie er eiginkona Toms Cruise
sem ekki aðeins tilheyrir söfnuði Vís-
indakirkjunnar heldur er hann meðal
æðstu stjórnenda hennar.
Katie Holmes brást ókvæða við,
höfðaði mál á hendur tímaritinu og
krefst 50 milljóna bandaríkjadala í
skaðabætur. Og skyldi engan undra,
því inni í blaðinu er hvergi ýjað að
fíkniefnaneyslu stjörnunnar en gert
að umræðuefni að Katie sé „föst í
hringrás ávanabindandi meðferða“.
Lögfræðingur Katie Holmes sagði
að „illgirnislegar“ fullyrðingar tíma-
ritsins séu allt í senn ósannar, sið-
lausar og ólöglegar, og auk þess að
vera ærumeiðandi sé það lágkúru-
legt bragð af hálfu tímaritsins gagn-
vart almenningi að vera með ósann-
ar fullyrðingar á forsíðunni sem
hvergi séu rökstuddar inni í blaðinu.
Hlakka til að takast á við Katie
Forráðamenn Star Magazine láta sér
fátt um finnast og talsmaður Amer-
ican Media, útgáfufélags Star Mag-
azine, sagði að félagið myndi verjast
málsókninni hatrammlega. Þeir sögu
lögfræðinga sína hlakka til að takast
á við Katie Holmes og það sem hún
hefði að segja um reynslu sína af Vís-
indakirkjunni.
Ef fer sem horfir má leiða getum
að því að Star Magazine hafi komist
i feitt enda ekki óþekkt með öllu að
slúðurtímarit og -blöð fari frjálslega
með staðreyndir til að auka söluna og
taki jafnvel slaginn í réttarsal ef skaða-
bótakrafan er lægri en sem nemur
hagnaði af sölu blaðsins. Hvort sú er
raunin í þessu tilfelli skal ósagt látið
enda 50 milljónir Bandaríkjadala álit-
leg upphæð, um 6 milljarðar íslenskra
króna.
Lögræðingar Katie sögðu að leik-
konan væri neydd til að höfða mál til
að „... hreinsa mannorð sitt eftir að
American Media neitaði að draga til
baka svívirðilegar lygar um hana.“
Ljóst er að Katie Holmes lítur mál-
ið alvarlegum augum og er lítt skemmt
enda sagði hún að allur uppspuni sem
um hana hefði verið viðhafður blikn-
aði í samanburði við þann sem Star
Magazine birti á prenti.
E-mælirinn umdeildi
Sem fyrr segir eru Cruise-hjónin bæði
meðlimir Vísindakirkjunnar. Hef-
ur fimm ára hjónaband þeirra verið
botnlaus uppspretta vangaveltna og í
málshöfðun Katie á hendur Star Mag-
azine er fullyrt að tímaritið ýi að því
að hún hyggist segja skilið við Tom
Cruise, sem sé rakin lygi.
Það sem grein Star Magazine fjallar
um eru umdeildar meðferðir sem beitt
er innan Vísindakirkjunnar og sagði í
yfirlýsingu frá tímaritinu að umfjöllun
þess kveikti áleitnar spurningar og
áhyggjur af ýmsum aðferðum sem
Vísindakirkjan beiti, til dæmis notkun
svokallaðs e-mælis, tækis sem sagt er
nema andleg áföll þess sem notar það.
Í yfirlýsingu Star Magazine sagði að
notkun e-mælisins á einstaklinga væri
nokkuð alvarlegt áhyggjuefni og að
tímaritið stæði að fullu við sannleiks-
gildi þess sem skrifað var um notk-
un Katie Holmes á þessum umdeilda
mæli.
Hvað varðar hjónaband Katie Hol-
mes og Toms Cruise hefur það verið
slúðurblöðum og -tímaritum ærið um-
fjöllunarefni og oft og tíðum er fallað
um yfirvofandi skilnað. Hjónabandið
virðist vera ritstjórum Star Magazine
mikið hugðarefni og samkvæmt um-
fjöllun þess fylltist Katie óðagoti í kjöl-
far ítarlegrar greinar í tímaritinu New
Yorker þar sem meðal annars var fjall-
að um rannsókn bandarísku alríkis-
lögreglunnar F.B.I. á Vísindakirkjunni.
„Hangir á bláþræði“
Samkvæmt umfjöllun Star Magazine
varð greinin, eftir leikstjórann Paul
Haggis, til þess að reka fleyg á milli
Katie og Toms. Paul Haggis hafði ver-
ið meðlimur Vísindakirkjunnar í þrjá
áratugi og nærri hálfum betur þeg-
ar hann sagði skilið við hana síðla árs
2009. Þrátt fyrir að hann hafi ekki verið
jafn þekktur og áberandi og ákveðnir
safnaðarmeðlimir á borð við leikar-
ana Tom Cruise og John Travolta var
úrsögn hans mikið áfall fyrir Vísinda-
kirkjuna.
Í grein sinni í New Yorker sagði
Haggis meðal annars að sjóðir Vís-
indakirkjunnar hefðu verið notað-
ir til að mylja undir Tom Cruise og
vitnar Star Magazine í ónafngreindan
heimildarmann sem sagði að Katie
hefði flogið til Vancouver í Kanada þar
sem Tom var staddur við tökur á enn
einni Mission: Impossible-myndinni.
„Hún hefur áhyggjur af því að núna
gæti ástríða Toms fyrir kirkjunni hafa
komið þeim í lagaleg vandræði,“ hef-
ur tímaritið eftir heimildarmanni sín-
um. Tímaritið fullyrti aukinheldur að
hjónaband Katie og Toms „héngi á
bláþræði“.
Eðli málsins samkvæmt hefur ein-
hver innan kreðsa Toms Cruise vísað
þessu öllu á bug; Tom njóti engra sér-
fríðinda innan Vísindakirkjunnar og
því fari fjarri að hjónaband þeirra hvíli
á brauðfótum.
Áheyrnarprufur fyrir hentugt
kvonfang
Engan skyldi undra í ljósi sögusagna
um hjónaband Katie og Toms að það
sé oft og tíðum umfjöllunarefni slúð-
urblaða. Samkvæmt einni sögusögn
var ekki til þess stofnað eins og alla
jafna gengur og gerist.
Samkvæmt frásögn fyrrverandi
meðlims Vísindakirkjunnar, Marcs
Headley, þurfti Katie Holmes að
gangast undir „áheyrnarprufu“ til að
giftast Tom Cruise og var hjónaband
þeirra skipulagt af leiðtoga Vísinda-
kirkjunnar, David Miscavige.
Að sögn Marcs kvartaði Tom við
David vegna þess hve óheppinn hann
var með kvenfólk, en Tom hafði þá ný-
lega sagt skilið við leikkonuna Penel-
ope Cruz. „Svo Miscavige gaf háttsett-
um embættismanni skipun: „Finndu
konu handa Tom Cruise.“ Embætt-
ismaðurinn sendi út áheyrnarboð til
leikkvenna, þeirra á meðal meðlima
Vísindakirkjunnar, með skilaboðun-
um: „Það er á döfinni kvikmynd með
Tom Cruise sem þú gætir fengið hlut-
verk í. Komdu í áheyrnarprufu,““ var
haft eftir Marc Headley. Marc sagði að
á meðal þeirra leikkvenna sem komu
í áheyrnarprufu hefðu verið Jenni-
fer Garner og Jessica Alba, en hvorug
þeirra „beit á“.
Þegar Tom sá upptökuna af
áheyrnarprufu Katie Holmes var ekki
aftur snúið og síðar átti hann eftir að
tjá henni ást sína í þætti Opruh Win-
frey, eins og frægt er orðið, þegar
hann hoppaði eins og geðveikur væri
í sófanum.
n Vísindakirkjan hefur ávallt verið umdeild n Mörg
frægðarmenni eru á meðal safnaðarmeðlima
n Hjónin Tom Cruise og Katie Holmes eru í innsta
hring í Vísindakirkjunni n Katie Holmes bendluð við
ávanabindandi meðferðir á vegum kirkjunnar
Gustar um Vísindakirkjuna
Ástralía Árið 1983 úrskurðaði
hæstiréttur í Ástralíu að Vísinda-
kirkjan væri trúarleg stofnun. Stofn-
unin hafði átt erfitt uppdráttar fyr-
ir þann tíma og meðal annars verið
bönnuð í þremur fylkjum landsins
Belgía Skuggi málsóknar af hálfu
hins opinbera hefur hvílt yfir Vís-
indakirkjunni síðan 2007.
Frakkland Vísindakirkjan hefur átt
við ramman reip að draga í Frakk-
landi þar sem stofnunin er flokk-
uð sem hættulegur sértrúarsöfn-
uður í þingnefndarskýrslu. Árið
1996 var leiðtogi kirkjunnar í Lyon,
Jean-Jacques Mazier, dæmdur fyrir
svik og manndráp af gáleysi og gert
að dvelja á bak við lás og slá í eitt og
hálft ár. Fjórtán aðrir voru sakfelldir
fyrir svik.
Árið 2009 var Vísindakirkjan í
Frakklandi sakfelld fyrir svik og gert
að greiða 600.000 evrur. Fjórir með-
lima hennar fengu skilorðsbundna
dóma fyrir svik og var gert að greiða
sektir.
Þýskaland Viðhorf til Vísindakirkj-
unnar í Þýskalandi eru almennt
neikvæð og er hún talin ólýðræðis-
leg stofnun. Ýmsar öryggisstofnan-
ir fylgjast grannt með henni meðal
annars vegna gruns um að brotið sé
á rétti meðlima hennar, sem tryggð-
ur er í stjórnarskrá Þýskalands.
Innanríkisráðherra Þýskalands
upplýsti árið 2007 að til greina
kæmi að banna Vísindakirkjuna,
en um ári síðar var fallið frá þeim
áformum.
Írland Vísindakirkjan er ekki við-
urkennd opinberlega sem trúar-
leg stofnun á Írlandi en henni er þó
frjálst að boða kenningar sínar.
Rússland Árið 2007 úrskurðaði
Mannréttindadómstóll Evrópu að
Rússar hefðu, með því að banna
Vísindakirkjunni að skrá stofnun-
ina sem trúarsamfélag, brotið gegn
ákvæðum mannréttindasáttmála
Evrópu. Sama ár lokuðu yfirvöld í
Pétursborg kirkju safnaðarins þar í
borg.
Spánn Í október 2007 úrskurðaði
þarlendur dómstóll að Vísinda-
kirkjan skyldi sett á skrá yfir trúar-
félög landsins.
Bretland Frá 1968 til 1980 var út-
lendum meðlimum Vísindakirkj-
unnar bannað að koma inn í landið,
bannið var síðar lagt af. Beiðni Vís-
indakirkjunnar um að verða skráð
sem góðgerðafélag var hafnað árið
1999 á þeim forsendum að starf-
semin samræmdist ekki almanna-
hagsmunum.
Vísindakirkjan víða um lönd
Herra og frú Cruise Katie Holmes hefur höfðað mál á hendur Star Magazine. Tímaritið
fjallaði um umdeilda meðferð sem beitt er innan Vísindakirkjunnar. Sagt er að Tom Cruise
njóti sérmeðferðar innan vébanda Vísindakirkjunnar. Mynd Jay TaMBoli
Vísindakirkjan í los angeles Alríkislögregla
Bandaríkjanna rannsakar stofnunina vegna
ásakana um frelsisskerðingu og ofbeldi. Mynd MFiEld