Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Side 4
4 | Fréttir 13. apríl 2011 Miðvikudagur Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Rafknúnir hægindastólar sem auðvelda þér að setjast og standa upp Fjölbreytt úrval Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björg­ ólfsson bjó yfir innherjaupplýsingum þegar eignarhaldsfélagið NP keypti 38 prósenta hlut Brú Venture Capi­ tal í tölvuleikjaframleiðandum CCP í mars árið 2006. Heimildir DV herma að Sigurður Ólafsson, náinn vinur Björgólfs Thors, hafi tilkynnt honum að bjartari tímar væru framundan hjá tölvuleikjaframleiðandanum. Sigurð­ ur var þá markaðsstjóri CCP og þekkti innviði félagsins því vel. Áskriftar­ tekjur EVE Online voru sem dæmi stöðugt að aukast á þessum tíma. Eftir að Sigurður hafði kveikt áhuga hjá Björgólfi Thor var eignar­ haldsfélagið NP stofnað. Sigurður hafði verið markaðsstjóri CCP frá árinu 2000 en lét af störfum í upphafi árs 2006 þegar hann hóf að vinna fyr­ ir Novator, félag Björgólfs Thors. Varð Sigurður jafnframt stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins NP en það félag er stærsti hluthafinn í CCP. Settist Sig­ urður í stjórn eignarhaldsfélagsins NP í janúar árið 2006 eða sex vikum áður en tilkynnt var um kaup félagsins á 38 prósenta hlut Brú Venture Capital í CCP. Heimildarmaður DV segir að það hafi þótt undarlegt á sínum tíma að Fjármálaeftirlitið (FME) hafi ekki séð ástæðu til að setja út á hagsmuna­ tengsl Sigurðar Ólafssonar við CCP en hann bjó yfir innherjaupplýsing­ um um tölvuleikjaframleiðandann sem hann tilkynnti Björgólfi Thor um og urðu þær kveikjan að stofnun eign­ arhaldsfélagsins NP. Ævintýralegur vöxtur Í mars árið 2006 seldi fjárfestingasjóð­ urinn Brú Venture Capital, dóttur­ félag Straums­Burðaráss 38 prósenta hlut sinn í CCP til eignarhaldsfélags­ ins NP. Á þeim tíma var rekstur CCP farinn að ganga mun betur en árin á undan. Árið 2005 hafði CCP skil­ að hagnaði en árið var þó erfitt fyr­ ir rekstur þess vegna sterkrar stöðu íslensku krónunnar. Félagið var þó komið yfir áhættumesta tímann í rekstri þess. Gott dæmi um það er að árið 2006 sexfaldaðist markaðsverð­ mæti CCP. Enginn arður hjá CCP Í síðasta helgarblaði DV var fjallað um tengsl Björgólfs Thors við CCP. Var þar sagt að um helmingur af hagnaði CCP rynni til erlendra eign­ arhaldsfélaga sem skráð eru í Lúx­ emborg, á Cayman eyjum eða í Road Town á Tortóla sem tilheyrir Bresku Jómfrúaeyjum. Þar sem CCP heftur ekki greitt sér arð á undanförnum árum var þessi fullyrðing röng. Var beðist velvirðingar á því á DV.is síð­ asta sunnudag. Hins vegar má benda á að félagið BeeTeeBee Ltd., sem skráð er í Road Town á Tortóla á um 16,7 prósent í CCP í gegnum eignarhaldsfélagið NP. Þrátt fyrir að arður renni ekki frá CCP til BeeTeeBee Ltd. hækkar verðmæti CCP í bókum aflandsfélags Björgólfs Thors. Þar með getur aflandsfélag­ ið greitt sér arð af fjárfestingu sinni. Í DV á föstudag var sagt frá því að Björgólfur Thor hefði hagnast um nærri fjóra milljarða króna á fjárfest­ ingu sinni í CCP. Var þá gengið út frá því að verðmæti CCP næmi 18 millj­ örðum króna. Hagnaður Björgólfs til aflandsfyrirtækja Heimildarmaður DV segir að verð­ mæti CCP sé enn meira. Að hans sögn var félagið metið á um 25 millj­ arða króna í síðasta lokaða hluta­ fjárútboði. Fjármálamenn nálægt fé­ laginu tali nú um að verðmæti CCP sé meira og slagi jafnvel hátt í 40 millj­ arða króna. Miðað við það ætti Björg­ ólfur Thor að vera búinn að hagnast um 7,5 milljarða króna á CCP. Um 6,5 milljarða króna í gegnum BeeTeeBee Ltd. auk þess sem félagið Novator Partners LLP, hefur þá fengið rúm­ lega milljarð króna vegna samnings við Novator One­sjóðinn. Þessi hagn­ aður Björgólfs Thors kemur þó lík­ lega aldrei inn í íslenska þjóðarbúið þar sem hann fer til aflandsfyrirtækja í hans eigu. n Markaðsstjóri CCP tilkynnti Björgólfi Thor um góðar horfur árið 2006 n Björgólfur stofnaði þá NP og settist markaðsstjórinn í stjórn félagsins sem keypti stóran hlut í CCP n Hluturinn sexfaldaðist n Fjármálaeftirlitið sá ekki ástæðu til að setja út á hagsmunatengsl Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is „Eftir að Sigurður hafði kveikt áhuga hjá Björgólfi Thor var eignarhaldsfélagið NP stofnað. 8. apríl 2011 Með Sigurði á mótorhjóla hátíð Björgólfur Thor sést hér á milli Orra Haukssonar og Sigurðar Ólafssonar á mótor hjólahátíð í Sturgis í Suður- Dakóta árið 2009. Báðir hafa þeir Orri og Sigurður unnið hjá Indian-mótor- hjólaframleiðandanum fyrir hönd Björgólfs. 18 | Fréttir 8.–10. apríl 2011 Helgarblað Tölvuleikjaframleiðandinn CCP er að stærstum hluta í eigu eignarhalds- félaga sem skráð eru í Lúxemborg, á Caymaneyjum eða í Road Town á Tortóla sem tilheyrir Bresku Jóm- frúaeyjum. Segja má að um 430 millj- ónir króna af nærri 800 milljóna króna hagnaði CCP árið 2009 hafi farið til félaga í skattaparadísum. Ekki liggur ljóst fyrir hvernig afkoma CCP var á árinu 2010. Fjárfestirinn Björgólfur Thor Björg- ólfsson er stærsti hluthafinn í CCP í gegnum eignarhaldsfélagið NP sem fer með 30,5 prósenta hlut í félaginu. Fjárfestingarfélagið Novator fer síðan með 55 prósenta hlut í NP og félagið Novator Telecom Poland á 45 prósent í NP. Fjárfestingarfélagið Novator er síð- an alfarið í eigu móðurfélagsins Bee- TeeBee Ltd. sem skráð er í Road Town á Tortóla sem tilheyrir Bresku Jóm- frúaeyjum. Novator Telecom Poland er skráð í Lúxemborg og er alfarið í eigu Novator One-sjóðsins sem skráð- ur er á Caymaneyjum. Hóf að fjárfesta í CCP árið 2006 Í byrjun árs 2006 keypti fjárfest- ingarfélagið Novator 38 prósenta eignarhlut fjárfestingarbankans Straums-Burðaráss (Straums) í CCP. Átti Straumur hlutinn í gegnum dóttur félag sitt sem heitir Brú Ven- ture Capital. Er talið að kaupverð- ið hafi numið 565 milljónum króna. Samkvæmt heimildum DV var það Sigurður Ólafsson, náinn vinur Björgólfs Thors og núverandi stjórn- armaður í CCP, sem kveikti áhuga hans á félaginu. Sigurður var á sínum tíma markaðsstjóri CCP og einn af lykilstarfsmönnum félagsins. Auk þess að sitja nú í stjórn CCP er Sig- urður stjórnarformaður eignarhalds- félagsins NP sem fer með stærstan hlut í CCP. Skömmu eftir að eignarhalds- félagið NP hafði keypt 38 prósenta hlut Straums í CCP keypti Novator One LP sjóðurinn, sem skráður er á Caymaneyjum, hlutinn. Sjóðnum var stýrt af Novator Partners, félagi í eigu Björgólfs Thors, þrátt fyrir að sjóðurinn væri alfarið í eigu Straums. Þar að auki þáði félag Björgólfs Thors árlega tveggja prósenta umsýslu- þóknun úr sjóðnum auk þess að taka 20 prósent af hagnaði hans. Vilhjálmur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Samtaka fjárfesta gagnrýndi þetta samkomulag í við- tali við Morgunblaðið árið 2009: „Þetta er bara enn eitt dæmið um hvernig tengdir aðilar skara eld að sinni köku og reyna að ná sér í aðeins meira en þeim ber.“ Þess skal auk þess getið að Nova- tor Partners, félag Björgólfs Thors, fær enn greitt fyrir að reka Nova- tor One LP sjóðinn sem nú er í eigu skilanefndar Straums. Fullyrti frétta- stofa Stöðvar 2 í október síðastliðn- um að Björgólfur Thor fengi enn hundruð milljóna króna árlega fyrir að reka eignir Straums. Óskiljanleg flétta fyrir Straum Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna Straumur samþykkti þessa viðskipta- fléttu. Á þeim tíma sem bankinn seldi hlut sinn var rekstur CCP far- inn að ganga mjög vel og hefur dafn- að enn frekar frá þeim tíma. Hag- stæðara hefði verið fyrir bankann að halda áfram utan um hlut sinn í CCP, í stað þess að selja hann fyrst til eign- arhaldsfélagsins NP og síðar að sam- þykkja að fara með hlutinn inn í sér- stakan sjóð sem félag Björgólfs Thors fékk þóknun úr. Árið 2009 tók Novator Telecom Poland síðan yfir 45 prósenta hlut Novator One sjóðanna í eignarhalds- félaginu NP. „Um endurskipulagn- ingu innanhúss var að ræða, en eng- in breyting varð á eignarhaldi,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmað- ur Novator, í svari við fyrirspurn DV um málið. Novator Telecom Poland er alfarið í eigu Novator One sjóðs- ins og fær félag Björgólfs Thors enn greitt fyrir að halda utan um þennan hlut eins og áður kom fram. Hlutur Björgólfs Thors talinn hafa tólffaldast Markaðsverðmæti CCP er talið hafa verið í kringum 1.500 milljónir króna í upphafi árs 2006 þegar Björgólfur Thor hóf að fjárfesta í félaginu. Er það miðað við að Brú Venture Capi- tal hafi fengið 565 milljónir króna fyrir 38 prósenta hlut sinn í CCP. Markaðsverðmæti tölvuleikjafram- leiðandans er talið hafa tólffaldast frá árinu 2006. Í dag er CCP metið á um 18 milljarða króna. Er þá miðað við nýlegt hlutabréfaútboð þar sem hver hlutur var seldur á 18 dollara, eða um 2.300 krónur. 4 milljarða hagnaður Ef miðað er við að fjárfestingar- félagið Novator hafi keypt hlut sinn í CCP á 314 milljónir króna árið 2006 og hann hafi síðan þá tólffald- ast er verðmæti hans 3,8 milljarð- ar króna í dag. Hagnaður Novator af þessum hlut er því um 3,5 millj- arðar króna á einungis fimm árum. Auk þess má áætla að Björgólfur Thor hafi fengið nærri 565 milljón- ir króna í þóknun frá Novator One vegna hagnaðar sjóðsins af hlut sín- um í CCP. Er það miðað við að hlut- ur sjóðsins sem nú er í eigu Nova- tor Telecom Poland hafi hækkað úr 254 milljónum króna árið 2006 í rúmlega þrjá milljarða króna í dag. Samkvæmt samkomulagi við sjóð- inn fékk félag í eigu Björgólfs Thors fimmtung af hagnaði hans. Því má áætla að samanlagður hagnaður Björgólfs Thors af fjárfestingu sinni í CCP nemi um fjórum milljörðum króna. Bandaríski hluthafinn skráður í Lúxemborg Næststærsti hluthafinn í CCP er félagið Teno Investments Sarl., sem er í eigu bandaríska fjár- festingarsjóðsins General Cata- lyst Partners, en er skráð í Lúx- Hagnaður CCP 2009: 778 milljón ir króna Félög: Staðsetning Hlutur í CCP Hluti af ha gnaði BeeTeeBee Ltd. Tortóla 16,7% 130 illjónir Novator One Caymaneyjar 13,7% 107 illjónir Teno Investment Lúxemborg 23,9% 186 illjónir Samtals: 54,4% 423 illjónir Hvert fer hagnaðurinn af CCP? Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is n Helmingur hagnaðar CCP fer til félaga sem skráð eru í Lúxemborg, á Caymaney jum eða Tortóla n Björg- ólfur Thor hefur hagnast um 4 milljarða á CCP frá 2006 n Undarleg sala Straums á hlut í CCP árið 2006 gróði ccp til tOrtólA „Árið 2009 skilaði félagið nærri 800 milljóna króna hagnaði ef miðað er við gengi dollars gagnvart krónunni í lok árs 2009. 4 milljarða hagnaður af CCP Talið er að Björgólfur Thor Björgólfsson hafi hagnast um fjóra milljarða króna á fjárfestingu sinni í CCP. Hefur markaðsverðmæti hlutar hans í tölvuleikjafyrirtækinu tólffaldast frá því að hann hóf að fjárfesta í CCP árið 2006. Fréttir | 19 Helgarblað 8.–10. apríl 2011 emborg. Skammstöfunin Sarl. táknar takmörkuð ábyrgð (f. Societee a Responsabilite Limi­ tee) og eru mörg félög í Lúxemborg sem notast við þetta rekstrarfyrir­ komulag. General Catalyst Partn­ ers kom inn í hluthafahóp CCP árið 2006 og hefur David Fialkow, forstjóri sjóðsins, setið í stjórn félagsins. Auk þess að fjárfesta í CCP ákvað bandaríski fjárfesting­ arsjóðurinn að fjárfesta í gagnaveri Verne Global í Reykjanesbæ. Hagnaður CCP úr landi CCP er með um 300 starfsmenn á Íslandi sem fá laun sín greidd í evrum. Árið 2009 skilaði félagið nærri 800 milljóna króna hagnaði ef miðað er við gengi dollars gagn­ vart krónunni í lok árs 2009. Meira en helmingur þess hagnaðar, eða 423 milljónir króna, fór til félaga í Lúxemborg, á Caymaneyjum og í Road Town á Tortóla. Þannig fóru um 130 milljónir króna af hagnað­ inum til félagsins NP ehf. sem er alfarið í eigu félagsins BeeTeeBee Ltd. sem skráð er í Road Town á Tortóla. 107 milljónir króna fóru til Novator Telecom Poland sem skráð er í Lúxemborg en er í eigu Novator One sjóðsins sem skráður er á Caymaneyjum. Stærsti hlutinn fór hins vegar til félagsins Teno In­ vestment, félags General Partners sem skráð er í Lúxemborg, eða 186 milljónir króna. „Þetta er kannski ekki sú hitatala sem við erum með í huga þegar við tölum um hitabylgju en jú, það verður hlýtt um helgina,“ segir Sigurður Þ. Ragn­ arsson veðurfræðingur. Íslendingar eru orðnir langeygir eftir hlýindum og væntanlega hafa margir glaðst þegar fréttir um gott veður um næstu helgi fóru að berast. „Ég vil meina að vor­ ið sé komið fyrir nokkru síðan og að veðrið um helgina verði svona for­ smekkur þess sem koma skal í sumar.“ Sigurður segir að búast megi við besta veðrinu á Norðausturlandi en þar geti hitinn farið upp í 18 til 20 gráður. „Við fáum suðrænt loft yfir til okkar og við erum að tala um að það verði Halló Akureyri og þar aust­ ar af um helgina.“ Sunnan­ og vest­ anlands má þó búast við smávætu en þegar hlýtt suðrænt loft kemur til okkar fylgir því oftast raki. Hitastigið í Reykjavík verður á bilinu 10 til 14 stig. Við erum þó ekki alveg laus við veturinn því Sigurður segir að fast­ lega megi búast við hreti. „Það er í rauninni í kortunum svo við skulum ekki slá neitt af með það. Þetta verð­ ur svona bland í poka næstu vikurnar. Hitinn sem kemur yfir landið verður skammvinnur en veðrið gott meðan á því stendur.“ Aðspurður um páskaveðrið segir hann að páskarnir líti alveg ágætlega út og ekkert sé tilefnið til að ætla að við fáum mikið bakslag. Maí geti oft verið leiðinlegri en apríl og það geti vel verið að sú verði raunin nú. „En ég er bjartsýnn. Við erum að tala um 18 til 20 gráður fyrir norðan og almennt góðu veðri um land allt um helgina. Ég stend og fell með því.“ gunnhildur@dv.is Skammvinn hitabylgja á laugardaginn með allt að 20 stiga hita: Einmuna blíða á kjördag Blíða um helgina Sigurður segir að besta veðrið verði fyrir norðan. Björgólfur bjó yfir innherjaupplýsingum Málstofa um peningastefnu í Háskóla Íslands: Höft í tíu ár hið minnsta „Reynslan sýnir að það tekur minnst tíu ár að vinna sig út úr gjaldeyrishöftum,“ sagði Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur á mál­ stofu um peningastefnu eftir höft í Háskóla Íslands á þriðjudaginn. Hann velti því fyrir sér hvort Seðla­ bankinn væri ekki að byrja á röng­ um stað í umræðunni um peninga­ stefnu framtíðarinnar því ekki væri ljóst hvaða stefna væri við lýði. Taldi hann núverandi stefnu ógegnsæja og frekar byggjast á gengismark­ miði en hinu formlega verðbólgu­ markmiði sem Seðlabankinn segist styðjast við. Á málstofunni, sem haldin var vegna skýrslu sem Seðlabankinn samdi fyrir efnahags­ og viðskipta­ ráðherra um peningastefnu eft­ ir höft, fór Þórarinn G. Pétursson, aðal hagfræðingur Seðlabankans, yfir helstu möguleika sem standa Ís­ lendingum til boða í gjaldmiðlamál­ um. Lítið nýtt kom fram í máli hans en farið var yfir þá fjóra valmögu­ leika sem við stöndum frammi fyr­ ir; fljótandi krónu, krónu með fast­ gengi og höftum, einhliða upptöku annars gjaldmiðils og tvíhliða upp­ töku annars gjaldmiðils. Það sem helst vakti athygli á málstofunni var að allir frummælendur, þeir Þórar­ inn og Yngvi Örn ásamt Friðriki Má Baldurssyni, voru á því að helsta vandamál Íslendinga væri og hefði alltaf verið slæm hagstjórn. Mátti jafnvel greina efasemdir þeirra um að breytinga væri að vænta. Þá kom einnig fram að litlu skipti hvaða peningamálastefna væri við lýði ef hagstjórnin í heild væri ekki byggð á traustum grunni. gudni@dv.is Höftin komin til að vera Yngvi Örn segir að það taki hið minnsta 10 ár að vinna sig út úr höftunum miðað við reynslu annarra. Boðaði endalok jarðhitanýtingar „Ríkisstjórnin fer nærri því að reka síðasta naglann í líkkistu jarðhita­ nýtingar á Íslandi með áformum sínum um að takmarka leigutíma jarðhitaauðlinda við þrjátíu ár, sagði Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku á fundi Jarðhitafélags Íslands í gær, þriðjudag. Júlíus gagnrýndi stjórnvöld fyrir tregðu við upp­ lýsingagjöf, erfitt væri að fá svör. Alls staðar væru tafir sem leiddu til aukins kostnaðar. Því fylgdi að ekki væri hægt að standa við þá samn­ inga sem gerðir hafa verið. „Það fjarar undan þessu smám saman,“ sagði Júlíus á fundinum. Hann sagði enn fremur að með 30 ára há­ marks leigutíma jarðhitaauðlinda væri komið að endalokum jarðhita­ nýtingar á Íslandi. Hann sagði líka að eina leiðin til að mæta þessum áformum væri að hækka orkuverð verulega. Bensínverð enn á uppleið Ekkert lát virðist á hækkun bens­ ínverðs. Í gær, þriðjudag, hækk­ aði útsöluverðið um þrjár krónur. Verð til neytenda er nú víðast rétt liðlega 240 krónur, eða 238,5 að meðaltali. Það þýðir að um tólf þúsund krónur kostar að fylla tóm­ an fimmtíu lítra tank. Sá sem á bíl sem eyðir tíu lítrum á hundraðið og ekur 20 þúsund kílómetra á ári má gera ráð fyrir því að eyða 477 þúsund krónum á árinu, miðað við óbreytt bensínverð. Fyrir einu ári var algengt verð 206 krónur á hvern bensínlítra. Verðið hefur hækkað um nærri 16 prósent á einu ári og um 112 prósent á fjór­ um árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.