Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Síða 6
6 | Fréttir 13. apríl 2011 Miðvikudagur Undirheimaklíka skartar merktum klæðnaði: Samtökin Semper Fi í búningum Semper Fi-klíkan, undir forystu Jóns Hilmars Hallgrímssonar eða Jóns stóra eins og hann kallar sig, er kom- in með sinn eigin einkennisklæðnað. Meðlimir klíkunar voru á skemmti- staðnum Vestur, sem er í eigu Dav- íðs Smára Helenarsonar, síðastliðna helgi, og klæddust þeir allir svörtum peysum með nafni klíkunnar áprent- uðu með hvítum stöfum á bakinu. Kann þetta að vera til marks um aukin umsvif hópsins. Nafn hópsins er eins konar kjörorð bandarískra landgönguliða og er stytting á orða- sambandinu „Semper fidelis“ sem merkir ávallt trúr. Nokkrir meðlimir hópsins hafa ítrekað komist í kast við lögin, aðal- lega í tengslum við fíkniefni en einn- ig eru tengingar við margvíslega brotastarfsemi á borð við rekstur á spilavítum, peningaþvætti, ofbeldi og hótanir. Opinber tilgangur hóps- ins er að æfa saman lyftingar og bardagaíþróttir en eins og kom fram í frétt DV í mars síðastliðnum hefur lögregla grun um að tilurð hópsins megi rekja til ótta íslenskra brota- manna við aukin umsvif þess glæpa- hóps sem Pólverjar og Litháar myndi í undirheimum. Með öðrum orð- um hafi íslenskir glæpamenn sam- einast til að geta mætt ógnunum og ofbeldisverkum erlendu mann- anna. Í skýrslu lögreglu um skipu- lagða glæpastarfsemi hér á landi sem DV hefur undir höndum, kem- ur fram að til standi að byggja Sem- per Fi upp eins og MC Iceland og Black Pistons. Innan hópsins munu menn bera stöðuheiti og félagsmenn greiða gjöld til að njóta verndar inn- an hópsins. hanna@dv.is Grensásvegi 8 & Nýbýlavegi 12 Opið mán–föst 11.00–18.00 og lau 11.00–16.00 Úrval af barnaskóm BORGARNESI S: 437 1240 St. 28-35 Verð kr. 4.995,- St. 24-35 Verð kr. 4.595,- St. 24-35 Verð kr. 4.795,- St. 19-24 Verð kr. 4.295,- Seðlabanki Íslands hefur hætt við fyrirhugað skuldabréfaútboð í Bandaríkjunum fyrir hönd ríkissjóðs í ljós niðurstöðunnar í Icesave-kosn- ingunum um liðna helgi, samkvæmt heimildum DV. Bankinn var búinn að ákveða að fara í skuldabréfaút- boð í Bandaríkjunum ef frumvarpið um Icesave yrði samþykkt af íslensku þjóðinni í nýafstaðinni þjóðarat- kvæðagreiðslu, samkvæmt heimild- um. Heimildir DV herma að bank- inn hefði farið í skuldabréfaútboðið á allra næstu vikum. Meðal þess sem DV hafði heyrt var að fjármálaráðuneytið hefði lagst gegn því að farið yrði í skuldabréfa- útboð fyrir Icesave-kosningarnar vegna þeirrar óvissu sem var til stað- ar um niðurstöðu kosninganna. Beinar afleiðingar af synjun þjóð- arinnar á Icesave-lögunum eru því þegar byrjaðar að koma fram, meðal annars í þeirri bið sem verður á áður- nefndu skuldabréfaútboði. Bankinn fylgist með þróun skuldabréfamarkaða DV sendi fyrirspurn um málið til Seðlabanka Íslands og spurði með- al annars að því hvort bankinn hefði ætlað í skuldabréfaútboð í Banda- ríkjunum. Í svari frá bankanum kemur fram að Seðlabankinn fylgist grannt með þróun skuldabréfamarkaða og að engin ákvörðun hafi verið tekin um útboð. „Seðlabankinn, fyrir hönd ríkissjóðs, fylgist náið með þróun skuldabréfamarkaða með það fyr- ir augum að efna til skuldabréfaút- boðs til endurfjármögnunar þeirra erlendu lána sem eru á gjalddaga á þessu ári. Það er í samræmi við áður birta áætlun í lánamálum rík- issjóðs. Engin ákvörðun hefur verið tekin um útboð, tímasetningu þess, eða hvort leitað verður á Evrópu- eða Bandaríkjamarkað. Frágangur málsins mun ráðast af markaðsað- stæðum.“ Þetta svar Seðlabanka Íslands úti- lokar hins vegar ekki að búið hafi verið að ákveða að fara í skuldabréfa- útboð í Bandaríkjunum ef Icesave- lögin hefðu verið samþykkt um liðna helgi. Enginn ágreiningur samkvæmt bankanum Blaðið spurði sömuleiðis að því hvort fjármálaráðuneytið hefði lagst gegn því að Seðlabanki Íslands færi í skuldabréfaútboð fyrir Ice- save-kosningarnar um liðna helgi. Samkvæmt svari Seðlabankans var þetta ekki raunin: „Seðlabankinn er framkvæmdaaðili þegar kemur að lánamálum ríkissjóðs. Ákvarð- anir í þeim efnum eru fjármála- ráðuneytisins. Enginn ágreiningur er uppi milli Seðlabankans og fjár- málaráðuneytisins um framkvæmd lánamála.“ Heimildir DV herma að í stað skuldabréfaútboðsins í Bandaríkjun- um muni Seðlabankinn nú endur- meta stöðuna í ljósi niðurstöðunnar í Icesave-kosningunni um helgina. Þó svo að niðurstaðan í Icesave- kosningunum hafi verið „nei“ þá er ekki útilokað að þessi niðurstaða breyti ekki það miklu varðandi stöðu Íslands að Seðlabanki Íslands geti samt samt sem áður farið í skulda- bréfaútboð í Bandaríkjunum eða Evrópu á næstunni og endurfjár- magnað lán ríkisins. Einn af heimildarmönnum DV segir að þetta muni skýrast á næstu dögum: „Kannski breytir þetta litlu; kannski breytir þetta einhverju. Það kemur ekki í ljóst fyrr en einhvern tímann á næstu dögum.“ Þó svo að Seðlabankinn hafi tímabundið hætt við fyrirhugað skuldabréfaútboð í Bandaríkjunum þarf ekki að vera að hætt verði við skuldabréfaútboð þar í landi á næstunni. „Markaðsaðstæð- ur“ munu ráða því samkvæmt svari Seðlabankans. Nú er sjá hvort Icesave-niður- staðan hafi það neikvæð áhrif á þess- ar markaðsaðstæður að Seðlabank- inn meti það sem svo að betra sé að bankinn fari ekki í skuldabréfaútboð á næstunni. „Frágangur málsins mun ráðast af markaðsaðstæðum. Hætt við skuldabréfa- útboð vegna Icesave n Seðlabanki Íslands hafði ákveðið að fara í skuldabréfaútboð í Bandaríkjunum n Hætt var við útboðið vegna Icesave n „Markaðsaðstæður“ munu ráða því hvort farið verður í skuldabréfaútboð þrátt fyrir niðurstöðuna í Icesave-kosningunum Skuldabréfaútboðið hefði farið fram á næstunni Skuldabréfaútboð Seðlabankans hefði farið fram í Banda- ríkjunum á næstu vikum, samkvæmt heimildum DV. Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Mynd SIgtryggur ArI Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Velunnarar Seljavallalaugar: Vilja bjarga lauginni „Við viljum fá sem flesta til að fara með okkur þangað á næstunni, með skóflur í hendi og uppbrettar ermar,“ segir á síðu sem velunnarar Selja- vallalaugar hafa stofnað á Face book. Yfirskrift síðunnar er: „Breytum Seljavallalaug úr sandkassa í sund- laug“ en laugin þykir ekki svipur hjá sjón miðað við hvernig hún var. Hún er full af sandi og með öllu ónothæf. Þessi sögufræga laug var byggð árið 1923 af ungmennafélaginu í sveit- inni og þykir afar sérstök enda byggð við klettavegg þar sem heitt vatn sytrar út úr berginu. „Okkur þykir alveg ótrúlega vænt um Seljavallalaug og af þeim sökum er frekar sorglegt að horfa upp á ástand hennar í dag. Þó hún sé vissulega ágætis sandkassi í dag, væri nú ekki betra að geta synt í henni eins og fyrir gos?“ spyrja stofnendur Facebook-hópsins á síð- unni. Fram kemur að tímasetning hreinsunarinnar verði ákveðin síðar. Eins og sjá má ef rýnt er í með- fylgjandi mynd, sem Lárus Sigurðs- son tók í vikunni, bíður velunnara laugarinnar verðugt verkefni. Hún er því sem næst sléttfull af sandi. mikael@dv.is „Ávallt trúr“ Nokkrir meðlimir Semper Fi-klíkunnar í einkennisbúningi. Mynd Björn BlöndAl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.