Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Qupperneq 10
10 | Fréttir 13. apríl 2011 Miðvikudagur
Allt á einum stað!
Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir
Þú færð fría olíusíu ef þú lætur
smyrja bílinn hjá okkur
Komdu með bílinn til okkar og
þú færð fría ástandsskoðun
„Þetta er ekki góð meðferð á dýr-
um, ég verð að segja það,“ segir Elín
Folha K., forstöðukona Kattholts.
Þegar hún mætti til vinnu á fimmtu-
daginn blasti við henni stór pappa-
kassi við útidyrnar á Kattholti. Á vel
innpökkuðum kassanum var merki-
miði frá Flugfélagi Íslands sem á stóð
„Lifandi dýr“. Þegar Elín opnaði kass-
ann reyndust tvær kisur vera í hon-
um, læða og högni. Eigandinn virð-
ist hafa ákveðið að losa sig við dýrin
og gripið til þess ráðs að troða þeim
í pappakassa og skilja eftir við úti-
dyrnar hjá dýravinunum í Kattholti.
Of langt gengið
„Þetta var með því furðulegasta sem
ég hef séð. Yfirleitt þegar fólk kemur
með svona kassa þá er eitt límband
yfir en þessi var rosalega vel lokaður
eins og hann hefði verið á einhverju
ferðalagi. Inn á milli þessara lím-
banda var miði frá Flugfélagi Íslands
sem á stóð Lifandi dýr. Ég varð afar
hissa og velti fyrir mér hvort kassinn
væri að koma úr flugi. Ég hringdi í
flugfélagið og spurðist fyrir um þetta.
Þeir neituðu því að þetta væri send-
ing á þeirra vegum. En mér fannst
þetta allt hið furðulegasta,“ segir Elín
í samtali við DV. Hún segir að þetta sé
ekki í fyrsta skipti sem pakkning sem
þessi berist til Kattholts. „En þetta er
einum of, þetta er farið að ganga of
langt.“
Aðspurð um ástand kattanna seg-
ir Elín að parið hafi ekki verið illa
haldið. „Hann er ógeltur og ómerkt-
ur en það er ekki ljóst hvort hún sé
gelt. Hún er alla vega skelfingu lost-
in ennþá. En hann er að koma til.
Þau voru ekki illa farin en skiljanlega
hrikalega skelkuð.“
Gæludýr skilin eftir í yfirgefnum
íbúðum
Elín segir að fólk verði að taka ábyrgð
á dýrunum sínum þrátt fyrir að hart
sé í ári í þjóðfélaginu. Ef fólk finnur
ekki ný heimili fyrir þau verði það
hreinlega að taka þá ákvörðun hvort
ekki sé betra að láta svæfa þau. „Það
getur verið erfitt að koma dýrum,
eldri en tveggja ára á nýtt heimili. En
annars enda þau hjá mér og ég enda
kannski á að þurfa að láta svæfa þau.
Það er það versta sem ég lendi í,“ seg-
ir hún.
Hún segir eitt hins vegar skýrt og
vill koma því á framfæri við gælu-
dýraeigendur: „Ekki losa ykkur við
þau á þennan máta. Ástandið í dag
er auðvitað ekki gott. Fólk hend-
ir þeim út fyrir, flytur burt, skilur
þau eftir – stundum í íbúðinni. Mér
finnst þetta ekki góð meðferð á dýr-
um.“
Undanfarið hefur borið á fleiri
vonleysislegum aðferðum fólks við
að losna við ketti. Þess er skemmst
að minnast þegar gangandi veg-
farandi fann níu illa leiknar kisur í
kartöflupoka í Heiðmörk. Þeim var
komið til Elínar og félaga á Kattholti
en þær voru frá þriggja mánaða til
árs gamlar. Elín segir að þrjár þeirra
séu enn í Kattholti.
n Kattholti barst sending í síðustu viku n Tveimur kisum hafði verið pakkað inn í pappa-
kassa n Kassinn stóð við útidyr Kattholts þegar forstöðukonan mætti til vinnu
Köttum troðið
í pappakassa
„Mér finnst þetta
ekki góð meðferð
á dýrum.
Sigurður Mikael Jónsson
blaðamaður skrifar mikael@dv.is
Kettir skildir eftir við útidyrnar Þegar
Elín kom til vinnu á fimmtudaginn beið hennar
pappakassi við útidyr Kattholts. Í kassanum voru
tvær kisur sem hafði verið pakkað rækilega inn.
Ákærðir í
38 liðum
Fyrirtaka í máli gegn tveimur ungum
drengjum sem saksóknari segir að
hafi farið ránshendi um Reykjavík
fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær, þriðjudag. Drengirnir sem eru
átján og nítján ára gamlir eru fyrir
dómi saman vegna 15 ákæruliða, sá
eldri er með 17 ákæruliði til viðbótar
en sá yngri 6 ákæruliði.
Meðal þess sem drengirnir eru
ákærðir fyrir eru ýmsir þjófnaðir þar
sem þeir hafa verið staðnir að því að
stela allt frá súkkulaði og ávaxtasafa
upp í tölvur og myndavélar.
Verðmæti þýfisins er ansi mis-
jafnt en til að mynda eru drengirnir
ákærðir fyrir að hafa stolið úr 11/11
á laugavegi fyrir rétt tæpar tvö þús-
und krónur. Þeir eru einnig ákærðir
fyrir viðameiri afbrot á borð við inn-
brot í Prentsmiðjuna Odda og inn-
brot í íbúð í Árbæ þar sem verðmæt-
um fyrir þrjár milljónir var stolið.
Hollendingar
íhuga þvinganir
Hollensk stjórnvöld íhuga að beita
Íslendinga efnahagslegum þving-
unum til að knýja fram efndir í Ice-
save-málinu, að því er Vísir greinir
frá. Þar segir að Hollendingar ætli að
beita sér fyrir því að sparifjáreigend-
ur þar í landi fái allt sitt til baka en
ekki bara lágmarkstryggingu á inn-
stæðunum. Þetta er samkvæmt bréfi
hollenska fjármálaráðherrans, Jan
Kees de Jager, sem Vísir hefur undir
höndum.
Fram kemur að niðurstaða
þjóðar atkvæðagreiðslunnar, þar sem
60 prósent þjóðarinnar höfnuðu
lögunum um Icesave, valdi miklum
vonbrigðum í Hollandi. Hollend-
ingar íhugi að koma á samstarfi við
Breta við að beita Íslendinga efna-
hagslegum þvingunum.