Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 13. apríl 2011 Miðvikudagur
Ekki hjá því komist að hætta að nota olíu og bensín:
Lestir eru framtíðin
„Það myndi að mörgu leyti breyta
ásýnd yfirborðs í þéttbýli, fría land,
það gæti minnkað útblástur, sót og
hávaða. Þannig að við erum að tala
um hugsanlega réttlætingu á að nið-
urgreiða slíkt meira af því við fáum
svo margt jákvætt í staðinn.“ Þetta
segir Þorsteinn Þorsteinsson, kenn-
ari á verkfræði- og náttúruvísinda-
sviði Háskóla Íslands og sérfræð-
ingur í samgöngumálum. Hann er
einn framsögumanna á málþingi
um framtíð almenningssamgangna,
sem haldið verður í dag, miðviku-
dag.
Málþingið er á vegum Metro-
hópsins, sem samanstendur af
núverandi og fyrrverandi starfs-
mönnum verkfræði- og náttúruvís-
indasviðs Háskóla Íslands, í sam-
vinnu við Strætó.
Þorsteinn segir hugmyndir
Metro-hópsins um samgöngur á Ís-
landi ná nokkra áratugi fram í tím-
ann. „Það er í fyrsta lagi að not-
ast við allt önnur samgöngutæki
en núna,“ segir Þorsteinn og nefn-
ir dæmi um neðanjarðarlestir, líkt
og þekkjast víða í heiminum. Hann
bendir á að það þurfi ekki að hafa
allar lestirnar neðanjarðar heldur
væri hægt að hafa tvöfalt kerfi þar
sem smáskutlur yrðu gerðar út frá
miðstöðvum neðanjarðarlestanna.
„Það myndi gjörbreyta skipulagi og
hvernig við nýtum og búum í þess-
ari borg. Þetta er það sem við ætl-
um að opna augu fólks fyrir.“ Þor-
steinn telur að neðanjarðarlestir séu
vel raunhæfur möguleiki á Íslandi.
„Við komumst ekki hjá því að hætta
að nota olíu og bensín,“ segir hann
og bendir á að 95 prósent Reyk-
víkinga nýti sér einkabílinn frekar
en almenningssamgöngur á með-
an í mörgum borgum sem við vilj-
um líkjast sé hlutfallið um 40 til 50
prósent. Málþingið verður haldið í
fundarsal Þjóðminjasafnsins á milli
klukkan 14 og 17.30. solrun@dv.is
Ingibjörg
Sólrún selur
Heimili Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur, fyrrverandi utanríkisráð-
herra, og eigimanns hennar Hjör-
leifs Sveinbjörnsonar að Nesvegi 76
er til sölu. Ásett verð er 75 milljónir
en húsið er einbýli, 267 fermetrar að
stærð og talsvert endurnýjað. Það
var byggt árið 1966.
„Við erum aðeins að losa um okk-
ur,“ sagði Ingibjörg Sólrún í samtali
við DV. „En við erum ekkert búin að
taka ákvörðun um neitt. Við seljum
auðvitað ekki nema að fá ásættan-
legt verð. En þetta er bara persónu-
legt mál,“ segir hún.
Erró slær í gegn
Sýning Errós í Pompidou-safninu
í París var þriðja best sótta sýning
safnsins í fyrra. Ríflega 271 þúsund
gestir sóttu sýningu Errós í fyrra, eða
ríflega 3.300 manns á dag þann tíma
sem sýningin stóð yfir. Þetta kemur
fram í aprílblaði breska listatíma-
ritsins The Art Newspaper. Fram
kemur að sýningin hafi verið níunda
best sótta sýning í París í fyrra og sé
í sextánda sæti yfir best sóttu sam-
tímalistasýningar í heiminum. Efst á
lista er Marina Abramovic en ríflega
7.100 manns sóttu sýningu hennar,
The Artist is Present, í Museum of
Modern Art, á dag. Hún var haldin í
New York.
Raunhæft Þorsteinn
telur að neðjanjarðarlestir séu
raunhæfur möguleiki á Íslandi.
„Ég veit ekki hvernig henni dettur í
hug að gera þetta svona en allavega
gerði hún það. Hún kannski veit ekk-
ert alla söguna. Hún er alveg svaka-
leg,“ segir Hafrún María Zsoldos, sem
var meðlimur í Krossinum, í samtali
við DV.
Hún fékk nýlega tölvupóst frá
Jónínu Benediktsdóttur, eiginkonu
Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum,
þar sem Jónína bað hana um að koma
Gunnari til varnar í máli kvennanna
átta sem stigið hafa fram og sakað
hann um kynferðislegt ofbeldi. Í póst-
inum, sem DV hefur undir höndum,
vísar Jónína til þess að Hafrún hafi
þekkt Sigríði Guðnadóttur, sem er
ein kvennanna átta. Hafrún gekk úr
Krossinum árið 1997 eftir að Sigríður
greindi henni frá meintu kynferðis-
ofbeldi Gunnars gegn sér. Sigríður er
jafnframt systir Ingibjargar, fyrrver-
andi eiginkonu Gunnars. Jónína sagði
í tölvupóstinum að saga Sigríðar hefði
breyst og að þau hjónin væru að reyna
að fá fólk til að tala um þessa hluti.
Aðspurð segist Hafrún ekki skilja
hvers vegna Jónína sendi henni póst,
einkum vegna þess að henni og
Gunnari hafi aldrei verið vel til vina.
Aftur á móti séu þær Sigríður ágætis
vinkonur. Hafrúnu finnst pósturinn
bera þess merki að Jónína reyni nú að
safna fólki saman til að tala gegn kon-
unum, en mál þeirra eru nú komin
inn á borð til lögreglu þó að hugsan-
lega séu þau fyrnd.
Hvatti hana til að losa sig við
Gunnar
Hafrún kannast við Jónínu því hún
vann fyrir hana í skamman tíma þeg-
ar hún var nýbúin að opna Planet
Pulse-líkamsræktarstöðina. Hún var
á báðum áttum með það hvernig hún
ætti að svara umræddum pósti; hvort
hún ætti að spila með og fá það bet-
ur á hreint hvað Jónínu gengi til eða
segja henni strax að hún stæði full-
komlega með konunum. Hún ákvað
að velja síðari kostinn. „Ég veit upp
á hann sökina! Trúi þeim öllum –
það er reyndar auðvelt því ég þekki
hann vel... veit hvað í honum býr...
þú örugglega líka Jónína... “ er með-
al þess sem stendur í svarbréfi Haf-
rúnar til Jónínu. Þá hvatti hún hana
jafnframt til að losa sig við Gunnar og
skrifa aðra bók.
„Þú hagaðir þér eins og hóra“
Jónína brást hin versta við svarbréfinu
og sakaði Hafrúnu meðal annars um
að hafa hagað sér eins og hóra. Hún
sagði marga hafa sagt henni að Haf-
rún hefði elt Gunnar á röndum. „Haf-
rún, þú hagaðir þér eins og hóra þegar
þú vannst hjá mér og hélst því áfram
í Krossinum. Mættir í latexsamfest-
ing til þess að auglýsa þig. Ertu fúl að
Gunnar féll ekki fyrir þér?“ er meðal
þess sem Jónína skrifaði Hafrúnu eft-
ir að hún lýsti yfir stuðningi sínum við
konurnar átta. Hún sagði konurnar
jafnframt fárveikar og sturlaðar.
Hafrún segir það af og frá að hún
hafi elt Gunnar á röndum, enda hafi
hún aldrei haft nokkurn áhuga á hon-
um. Hún segist aldrei í lífinu hafa
klætt sig í latexgalla og fullyrðir að
hún hafi ávallt fylgt reglum Kross-
ins um klæðaburð. Hún hafi gengið í
síðum pilsum, ekki klippt á sér hárið
og hafi hvorki rakað á sér leggina né
undir höndunum. Hafrún hefur þó
breytt um lífsstíl og í dag rekur hún
snyrtistofu í Noregi þar sem hún sér
meðal annars um að fjarlægja líkams-
hár af viðskiptavinum sínum með
vaxmeðferð.
Jónína sagðist ekki kannast við
tölvupóstana þegar blaðamaður hafði
samband við hana, en bætti því síðan
við að hún vildi ekki tjá sig um mál-
ið. „Þetta er það sem ég hef um mál-
ið að segja: Ég hef ekkert um málið að
segja.“
n Jónína sendi fyrrverandi meðlimi í Krossinum bréf og óskaði eftir stuðningi
við Gunnar n Brást ókvæða við þegar konan lýsti yfir stuðningi við konurnar
átta n Sagði hana hafa elt Gunnar á röndum og hagað sér eins og hóra
„Ertu fúl að Gunnar
féll ekki fyrir þér?“
„Ég veit upp á
hann sökina!
Trúi þeim öllum.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Gekk úr Krossinum 1997 Hafrún skilur
ekki af hverju Jónína sendi henni póst.
Sendir út pósta
Jónína sendi Hafrúnu
tölvupóst og bað
hana að koma Gunn-
ari til varnar. Mynd
RaKEl ÓSK
Íslenski limurinn
vekur athygli
Það hefur vakið heimsathygli að Hið
íslenzka reðasafn á Húsavík hafi nú
loks afhjúpað sinn fyrsta mannslim.
Associated Press-fréttastofan greinir
frá nýjasta meðlimi safnsins í dag og
er fréttin tekin upp af ótal erlendum
fréttamiðlum. Eins og DV.is greindi
frá á dögunum var limur Páls Ara-
sonar afhjúpaður í safninu á föstu-
daginn. Það var fyrir fjórtán árum
sem Páll ánafnaði safninu liminn.
Þykir það heimsfrétt að safninu, sem
sagt er það furðulegasta í heimi, hafi
nú loksins áskotnast sinn fyrsti karl-
mannslimur. Það eru því ekki bara
Icesave-fréttir sem berast heims-
byggðinni frá Íslandi þessa dagana.
Meðlimum í trúfélaginu Krossinum
fækkaði um 11 prósent á milli áranna
2010 og 2011, samkvæmt nýjum tölum
frá Hagstofunni. Meðlimir í fyrra voru
630 talsins en núna eru þeir 559; 326
karlar og 233 konur. Hafa þeir ekki verið
færri frá því árið 2003, eða í átta ár.
Fækkar í Krossinum