Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Síða 13
Nærmynd | 13Miðvikudagur 13. apríl 2011 Kaup Skúla Mogensen, sem gjarnan er kenndur við hugbúnaðarfyrirtæk- ið Oz, á stórum hlut í MP Banka hafa vakið talsverða athygli. Skúli hefur ekki áður komið að rekstri á fjármála- fyrirtæki, hvorki á Íslandi né annars staðar. Hann birtist allt í einu aftur á Íslandi með fullar hendur fjár í kjöl- far bankahrunsins. Þá hafði hann selt hlut sinn í Oz í Kanada til farsímafyr- irtækisins Nokia fyrir að minnsta kosti nokkra milljarða króna síðla árs 2008 – Skúli hefur alltaf neitað að tjá sig um söluverðið. Síðan þá hafa birst fréttir um að Skúli hafi fjárfest, eða hafi ætlað sér að fjárfesta, í hinu og þessu hér á landi, meðal annars gagnaverinu Thor Data Center. Stærstu viðskipti hans eru hins vegar umrædd kaup í MP Banka í gegnum fjárfestingarfélag hans Títan en hann mun eiga 17,5 prósenta hlut í bankanum í kjölfar eigendaskipt- anna. Hlutur Skúla er metinn á tæpan milljarð króna en nýir hluthafar leggja samtals 5,5 milljarða króna í formi nýs hlutafjár inn í reksturinn. Skúli á sér nokkuð litríka fortíð úr viðskiptalífinu líkt og DV komst að þegar blaðið ræddi við nokkra heim- ildarmenn um sögu hans. Þolinmóður sölumaður Einn viðmælenda DV segir að það helsta sem komi upp í hugann þegar talið berst að Skúla sé að hann hafi verið þolinmóður sölumaður. „Hann er búinn að vera mjög þolinmóður sölumaður. Það er kannski besta lýs- ingin á honum. Ég held að hann hafi keypt sig þrisvar inn í Oz. Á endan- um græddi hann fullt af peningum á þessu. Þannig að það er ákveðin þol- inmæði. Þetta er eitt af einkennum Skúla: Hann hefur úthald.“ Annar heimildarmaður tekur í svipaðan streng þegar hann segir að Skúli sé „staðfastur og hafi úthald“. „Hann er með heimspekilegan bak- grunn. Hann lærði heimspeki og þor- ir að fara ótroðnar slóðir – ég leyfi mér að segja að hann hafi verið eini maðurinn í MH á sínum tíma sem gekk með bindi. Ég vil ekki kalla hann áhættusækinn en hann hræðist lífið ekki. Hann er lífsglaður og þorir að velja erfiðar leiðir í viðskiptum,“ seg- ir heimildarmaður blaðsins sem tel- ur að kaup hans í MP Banka sýni að hann þori að taka vissa áhættu. „Ég held að hann hafi staðfasta trú á því að íslenskt viðskiptalíf muni rétta úr kútnum.“ Óskabarnið Oz Oz var hugbúnaðarfyrirtæki sem Skúli Mogensen tók þátt í að byggja upp á tíunda áratugnum ásamt helsta stofn- anda þess, Guðjóni Má Guðjónssyni sem enn er kenndur við fyrirtækið. Oz var stofnað árið 1989 og kom Skúli að rekstri þess árið 1991. Þeir Guð- jón og Skúli stýrðu félaginu næstu tíu árin og var talað með mikilli virðingu um Oz á þeim tíma. Margir Íslend- ingar fjárfestu í hlutabréfum í Oz á þessum tíma og unnu um 250 manns hjá fyrirtækinu þegar mest var. Upp- gangur fyrirtækisins leiddi til þess að Oz skrifaði undir samning við sænska farsímafyrirtækið Ericson árið 1996 sem metinn var á um milljarð króna. Meðal þess sem Oz vann að þróun á þá var samskiptahugbúnaður sem kallaðist iPulse sem Guðjón sagði, í viðtali við Fréttablaðið 2009, að kynni að hafa verið fyrirrennari samskipta- forritsins MSN. Þegar netbólan sprakk árið 2001 fór Oz á hliðina líkt og mörg önnur fyrirtæki sem störfuðu á sviði hug- búnaðar- og upplýsingatækni. Stærsti kröfuhafi Oz, Landsbankinn, tók fyr- irtækið yfir árið 2002 vegna rekstr- arerfiðleikanna – sama ár og bank- inn var seldur til Björgólfsfeðga. Skúli eignaðist Oz svo árið 2003 og flutti fyrirtækið til Kanada. Þá skildu leiðir Skúla og Guðjóns í Oz eftir rúmlega tíu ára samstarf. Keypti af Landsbankanum Upplýsingar um fjármögnun Skúla, og tíu annarra lykilstjórnenda fyrirtækis- ins, á Oz árið 2002 liggja ekki fyrir. Eft- ir því sem DV kemst næst voru kaup- in að mestu fjármögnuð með yfirtöku á skuldum sem Oz átti útistandandi við Landsbankann. Bankinn hafði þá ekki mikla trú á nýsköpunarfyrirtæki eins og Oz, eftir netbóluna nokkrum árum áður, og vildi losa sig við fyrir- tækið sem fyrst. Kaup Skúla á Oz og flutningurinn til Kanada áttu sér stað eftir einkavæðingu Landsbankans í lok árs 2002 þegar Björgólfsfeðgar keyptu bankann. „Oz var tekið yfir af Landsbankanum og Skúli samdi við nýja eigendur, Bjögga Thor og þá, um að fá bara lánað fyrir kaupverð- inu. Hann flutti starfsemina til Kan- ada þar sem hann fékk alls konar þró- unarstyrki og slíkt og svo seldi hann til Nokia 2008. Þá var hann búinn að vera inni í Oz frá 1992. Þannig að Oz er kannski í reynd eitt af farsælli fyrir- tækjum Íslands.“ Verðmæti Oz á þeim tíma var til- komið vegna þess að fyrirtækið hafði unnið að því um nokkurra ára skeið að gera vinsæl tölvusamskiptafor- rit aðgengileg í farsímum. Það voru þessar tæknilausnir sem Nokia hafði áhuga á og keypti. Tengslin við Björgólf Thor Þeir sem DV ræddi við um Skúla telja að tengslin við Björgólf Thor hafi að minnsta kosti ekki spillt fyrir þegar Skúli keypti Oz af Landsbankanum árið 2003. „Þeir eru auðvitað vinir og ráku meðal annars Hótel Borg saman á sínum tíma.“ Það hefur verið orð- rómur á kreiki um að Björgólfur Thor standi að kaupunum á MP Banka með Skúla en sjálfur hefur Skúli neit- að öllu slíku. Skúli hefur látið hafa það eft- ir sér að hann fjármagni kaup sín í MP Banka sjálfur, með eigin fé. Einn heimildarmanna DV orðar það svo að Skúli hafi sjálfur sagt að hann sé að „hætta“ eigin fé sínu með kaupunum á MP Banka og að enginn annar fjár- sterkur aðili sé á bak við hann. Hvort þetta er rétt eða ekki á væntanlega eft- ir að koma í ljós eftir að Skúli og aðr- ir nýir eigendur MP Banka taka við rekstrinum á næstunni. n Skúla Mogensen er lýst sem þolinmóðum sölumanni n Leggur MP Banka til tæpan milljarð í nýju hlutafé n Aðdáandi Einars Ben n Auðgaðist á útrás Oz til Kanada n Seldi fyrir milljarða„Á endanum græddi hann fullt af pen- ingum á þessu. Þannig að það er ákveðin þolinmæði. Tíu stærstu hluthafar MP Banka Nr. Nafn hluthafa Eigandi Hlutafé Eignarhlutur 1 Títan fjárfestingafélag ehf. Skúli Mogensen 965.000.000 17,45% 2 Lífeyrissjóður verslunarmanna Lífeyrissjóður 540.000.000 9,82% 3 Manastur Holding Joseph C. Lewis 530.000.000 9,64% 4 Linley Limited Rowland-fjölskyldan 530.000.000 9,64% 5 Mizar ehf Guðmundur Jónsson 500.000.000 9,09% 6 TM hf. Tryggingafélag 300.000.000 5,45% 7 Drómi hf. Slitastjórn SPRON 255.000.000 4,64% 8 VÍS hf. Tryggingafélag 250.000.000 4,55% 9 Moment fjárfesting Eiríkur Guðnason/Guðni Eiríksson 200.000.000 3,64% 10 MP Canada Iceland Ventures Inc. Robert Raich 200.000.000 3,64% Skúli og Einar Ben Skúli Mogensen hefur sérstakt dálæti á Einari Benediktssyni, samkvæmt því sem heimildarmenn DV segja, líkt og nafnið á fjárfestingarfélagi hans ber með sér. Fjárfestingarfélag Skúla heitir Títan, líkt og Fossafélagið Títan sem Einar Benediktsson stofnaði í byrjun tuttugustu aldar og ætlað var að byggja virkjanir í Þjórsá. Ekki er óeðlilegt að Skúli hafi Einar í hávegum þar sem hann hefur gefið sig út fyrir að vera frumkvöðull, líkt og skáldið, sem hafi miklar og háar hugmyndir sem hann vilji hrinda í framkvæmd. „Hann er mikill aðdáandi Einars Benediktssonar,“ segir einn heim- ildarmanna DV. Aðdáun hans á Einari Benediktssyni hefur meðal annars komið fram í því að Skúli hefur haldið erindi um hugmyndir Einars Benediktssonar um virkjanir á Íslandi, meðal annars á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs fyrr á þessu ári. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Skúli Mogensen fæddist í Keflavík þann 18. september 1968. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1989 og stundaði í kjölfarið heim- spekinám við Háskóla Íslands árið 1991 en lauk ekki námi. Árið 1991 byrjaði hann að vinna að rekstri Oz. Móðir Skúla er Anna Skúladóttir, fyrr- verandi fjármálastjóri Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur, og faðir hans er Brynjólfur Mogensen, þekktur bæklunarlæknir. Uppruni Skúla Þolinmóður sölumaður Nýr eigandi MP Banka Skúli er stærsti hluthafinn í nýjum eigendahópi MP Banka. Hann sést hér bak við Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóra MP Banka, og Þorstein Pálsson, nýjan stjórnarformann bankans, á blaðamannafundi sem haldinn var í húsakynnum bankans á mánudaginn. MyNd ANTON BriNK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.