Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Síða 15
Frekar „cheap“ páskaegg. Svokallað súkkulaði antiklímax.“ Þorbjörg Helga: „Óspennandi og bráðnar alls ekki eins og súkkulaði á að gera.“ Úlfar: „Ljóst og matt. Bragðlítið, feitt og sætt.“ Meðaleinkunn: 3,25 Nóa Síríus lakkrísegg Kristjana: „Sætt, aðeins of. En reynd­ ar mjög ljúffengt.“ Lilja Katrín: „Hreinn unaður! Ég mundir stúta þessu á 10 mínútum. Gott súkkulaði, úrvalslakkrís og kaloríuhimnaríki.“ Þorbjörg Helga: „Passlega mikið af lakkrís en allt of sætt súkkulaði með.“ Úlfar: „Ljómandi fínt. Góður lakkrís en of sætt.“ Meðaleinkunn: 6,5 Nóa Síríus karamellukuegg Kristjana: „Hrikalega er þetta sætt! Skemmtilega stökkt samt.“ Lilja Katrín: „Virkilega góð blanda en ég er hrædd um að ég fengi ógeð á því. Væri til í eitt svona númer 2.“ Þorbjörg Helga: „Karamellan kem­ ur sterk inn en gefur egginu of mik­ ið nammibragð. Ég gæti ekki borðað mikið af þessu.“ Úlfar: „Sniðugt að hafa núggat. Of sætt.“ Meðaleinkunn: 6,25 Góu Fígúruegg Kristjana: „Allt of salt. Mikið mjólk­ urbragð – ömurlegt egg.“ Lilja Katrín: „Ágætt egg en ekki sukksins virði.“ Þorbjörg Helga: „Lakkrísbragð eða eitthvert aukabragð sem passar illa.“ Úlfar: „Matt, þurrt og sætt.“ Meðaleinkunn: 3,25 Freyju Rísegg Kristjana: „Mikið mjólkurbragð og lítið kakóbragð.“ Lilja Katrín: „Rís á að vera súkkulaði­ stykki, ekki páskaegg.“ Þorbjörg Helga: „Sætt eins og súkku­ laðistöng. Virkar alvöru. Kemur á óvart miðað við útlit.“ Úlfar: „Mikið rís.“ Meðaleinkunn: 5,0 Síríus Konsúm Kristjana: „Svolítið of sætt, dökkt súkkulaði er góð tilbreyting.“ Lilja Katrín: „Ekki nógu vandað dökkt súkkulaði – frekar mikil vörusvik.“ Þorbjörg Helga: „Ekki eins gott og það lítur út fyrir að vera. Of sætt mið­ að við að vera dökkt súkkulaði. Líkist suðusúkkulaði.“ Úlfar: „Glansandi og fallegt. Með besta móti, of sætt.“ Meðaleinkunn: 6,5 Neytendur | 15Miðvikudagur 13. apríl 2011 Leiðrétting á verðsamanburði: Ekki fljúga eftir iPad 2 Fyrir nokkru birtist í DV grein um nýjan iPad 2 og var gerður verðsam­ anburður á tækinu hér á landi og er­ lendis. Samkvæmt útreikningum í umræddri grein er iPad 2 64GB 3G / Wi­Fi, sem keyptur er í Bandaríkjun­ um, 53.134 krónum ódýrari en hér á landi. Því var haldið fram að það gæti borgað sig að fljúga til New York til að kaupa slíkt tæki. Láðist að taka inn í útreikn­ ingana virðisaukaskatt sem leggst við kaupverðið. Virðisaukaskattur­ inn er mismunandi eftir löndum og misjafnt hvort hann sé innifal­ inn í verði. Til dæmis er hann inni í uppgefnu kaupverði á Norður­ löndunum – líkt og hér á landi – en ekki í Bandaríkjunum. Neytendur eru því hvattir til að kynna sér regl­ ur um virðisaukaskatt eða söluskatt í hverju landi fyrir sig. Eins skal tekið fram að hér á landi eru regl­ ur um tveggja ára neytendaábyrgð sem ekki eru erlendis. Eftirfarandi er leiðrétting á verðmun milli land­ anna tveggja. Ferðamenn mega koma með vörur að verðmæti upp að 65.000 krónum inn í landið en þar af má einn einstakur hlutur kosta helm­ ing þeirrar upphæðar. Svokölluð frímörk ferðamanna eru 32.500 krónur. iPad 2 64GB 3G / Wi­Fi kostar 829 dali í Bandaríkjunum en við það bætist 8,875 prósenta sölu­ skattur, sem er þó breytilegur eftir fylkjum. Þegar öll gjöld hafa lagst á tækið kostar það 123.938 krónur komið hingað til lands. Sambæri­ legt tæki kostar á Íslandi 149.900 krónur og munurinn er því 25.962 krónur en ekki 53.134 krónur eins og haldið var fram í greininni sem birtist þann 31. mars síðastliðinn. Tekið skal fram að hér er notast við gengi Bandaríkjadals þann 28. mars eins og í umræddri grein. gunnhildur@dv.is Serrano best í Svíþjóð Íslenska veitingahúsakeðjan Serrano hefur hlotið Gullkúna, hin eftirsóttu sænsku matvælaverðlaun, en þau voru afhent á Grand Hotel í Stokkhólmi að viðstöddu fjölmenni í síðustu viku. Verðlaunin eru veitt í fimm flokkum og bar Serrano sigur úr býtum í flokknum Besti skyndibitinn. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Ný hugsun og sköpunarkraftur gefur skyndibitanum sem fólk fær á Serrano nýja vídd. Gæði og metnaður einkenna matseðil Serrano enda er ferskt hráefni uppistaðan í fram- leiðslunni. Framsýni og eldmóður stofnenda og stjórnenda leiðir til þess að gesturinn fær þetta „litla aukalega“ sem dómnefnd var að leita eftir. Hér er á ferðinni úthugsað konsept og góður matur, sem samanlagt á stærstan þátt í jákvæðri upplifun sænskra neytenda.“ Prófaðu metanbíl Í tilefni af Grænum apríl verður opið hús hjá Vélamiðstöðinni en þá mun áhugasömum neytendum standa til boða að kynna sér allt sem vita þarf um metanbíla en slíkir bílar verða þar til sýnis og til prufu. Sérfræðingar Vélamiðstöðvarinnar sitja fyrir svörum og eins getur fólk óskað eftir föstu verðtilboði í breytingar á bílum sínum. Einnig mun Metanorka kynna starfsemi sína og framtíðarsýn. Bíleigendur sem hafa áhuga á peningasparnaði og umhverfisvernd ættu ekki að láta þetta fram hjá sér fara. Húsið verður opið á milli 16 og 18 á fimmtudaginn. Nánar á metanbill.is. Avókadó hreinsar andlitið Neytendum er talin trú um að nauð­ synlegt sé að eiga hinar og þessar snyrtivörur til að viðhalda fallegri og unglegri húð. Benda má á að hægt er að nota náttúruleg efni sem gera sama gagn. Á vefnum nattura.is eru ráðleggingar um hvernig hægt sé að nota matvæli sem snyrtivörur. Þar segir meðal annars að hægt sé að nota avókadóolíu til þess að hreinsa af sér andlitsfarða og að olían sé eitt besta hreinsiefnið fyrir húð­ ina. Maskari og annar farði hreins­ ist auðveldlega af með olíunni auk þess sem hún sé góð næring fyrir húðina. Þar segir einnig að ef laxer­ olíu er nuddað á augnhárin á hverju kvöldi fyrir svefninn verði þau lengri og mýkri. iPad 2 Í sumum löndum leggst virðisaukaskattur ofan á uppgefið verð á nýjustu útgáfu iPad2. „Dómarar smökk- uðu á hverju eggi fyrir sig án þess að vita hvaða egg var um að ræða. Lakkríseggið frá Góu best Engum er alls léð né alls varnaðar. (Ú Heilagra manna sögu) Bundinn er sá er barnsins gætir. Sá skal friðinn ei brjóta sem friðarins vill njóta. Menn brasa ekki við fjöllin, heldur hundaþúfurnar. Svo lifir hver sem lyndur er. Dómnefndin Þorbjörg Helga, Úlfar, Kristjana og Lilja Katrín ásamt aðstoðarmönnum. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.