Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Page 17
Erlent | 17Miðvikudagur 13. apríl 2011 Silvio Berlusconi er kokhraustur: „Skítkast kommúnista“ Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, gerði sér lítið fyrir og mætti í dómhúsið í Mílanó til að hlusta á vitnaleiðslur í réttarhöldum sem fjalla um meint skattsvik og fjárdrátt forsætisráðherrans. í öðru máli er Berlusconi, sem kunnugt er, sakaður um að hafa greitt ólögráða vændis- konu fyrir kynlíf og nýtt sér síðan pólitísk tengsl til að hylma yfir glæp- inn. Berlusconi var ákaft fagnað af stuðningsmönnum sínum þegar hann gekk út úr dómhúsinu. Hann ávarpaði hópinn og virkaði kok- hraustur sem endranær. „Þetta hef- ur verið súrrealískur morgunn. Forsætis ráðherra ykkar þarf að liggja undir ásökunum vinstrisinnaðra saksóknara sem henda skít í bæði hann og land sitt, á tímapunkti sem við eigum að standa saman og verja landið okkar á alþjóðlegum vett- vangi,“ sagði glaumgosinn frá Sard- iníu, sem virðist hafa gaman af því að ræða um sjálfan sig í þriðju persónu. Berlusconi er mikið í mun að koma skoðun sinni á framfæri, að dómsvaldið sé krökkt af kommún- istum – sem þrá ekkert heitar en að bola honum frá völdum. Hann hef- ur sagt að ásakanirnar á hendur sér, hvort sem það varðar vændis- kaup, spillingu, fjárdrátt eða eitthvað annað, séu lítið annað en samsæri vinstrimanna. Vitnaleiðslurnar, sem fóru fram á mánudag, voru í máli ítalska ríkis- ins gegn fjölmiðlaveldi Berluscon- is, Mediaset. Er Berlusconi gefið að sök að hafa keypt sjónvarpsefni og kvikmyndir frá Bandaríkjunum fyrir háar upphæðir í gegnum skúffufyrir- tæki í skattaparadísum og því næst fært þau kaup til bókar á Ítalíu á mun lægra verði. Mismunurinn var settur inn á falda bankareikninga í Sviss, að því er talið er. Brennum dökkt gourmet kaffi á hverjum morgni Lifandi tónlist um helgar Geirsgötu 7b | Verbúð 2, 101 Reykjavík | S. 551 8484 BúrkuBann í Frakklandi n Umdeilt bann á búrkunotkun múslimakvenna tók gildi í Frakklandi á mánudag n Lögreglumenn eru óánægðir með bannið og segja ómögulegt að framfylgja því n Karlar sem neyða konur til að vera í búrkum geta búist við hörðum viðurlögum Á mánudag gengu í gildi umdeild lög í Frakklandi sem banna konum að nota búrkur, eða hvers konar and- litsblæjur sem hylja hár og andlit, í trúarlegum tilgangi. Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir framan Frúarkirkjuna í Paris, Notre Dame, og mótmælti banninu. Lög- reglan handtók 59, þar af 19 kon- ur sem huldu andlit sín með búrku. Lögin eru eins og áður sagði mjög umdeild, en það eru ekki aðeins múslimar sem mótmæla banninu. Það gera einnig lögregluyfirvöld, sem óttast afleiðingarnar af því að framfylgja banninu. Í Frakklandi búa um sex milljónir múslima og því ljóst að málið er mjög viðkvæmt. Ómögulegt að framfylgja banninu „Það verður sérstaklega erfitt að framfylgja banninu á tilteknum stöð- um,“ sagði Patrice Ribeiro, formaður Synergie, samtaka lögreglumanna . Átti hann þar sérstaklega við bæjar- félagið Trappes, rétt fyrir utan París, og einnig Venissieux, sem er fyrir utan þriðju stærstu borg Frakklands, Lyon. Þar eru múslimar í miklum meirihluta og er ekki óalgengt að þar brjótist út óeirðir þar sem múslimar telja að brotið sé gegn réttindum sín- um. Lögreglumenn hafa einnig áhyggjur af tvískinnungi í lögun- um, sem gæti birst í því þegar forrík- ar konur frá arabaríkjum ákveða að versla við Champs-Élysées breiðgöt- una í París, þar sem er að finna dýr- ustu og frægustu tískuhús í heimi. Myndu þær væntanlega njóta frið- helgi þar sem þær eru líklegar til að eyða fúlgum fjár. Denis Jacob er talsmaður Alli- ance, samtaka lögreglumanna. „Við höfum margt þarfara við tíma okkar að gera en að eltast við kon- ur í búrkum.“ Lögreglumenn hafa fengið afar flóknar leiðbeiningar í hendur en um er að ræða níu síðna „óbeinar reglur“ um hvernig lög- reglumenn eigi að bera sig að við að framfylgja lögunum. Konur mega til að mynda ganga með búrkur í námunda við moskur og einnig heima hjá sér. Þær mega bera búrk- ur inni í bíl, en þó ekki þegar þær aka sjálfar. Bannað að fjarlægja búrkur Í leiðbeiningunum, sem koma beint frá Claude Guent innanríkis- ráðherra Frakka, kemur einnig fram að lögreglumönnum er stranglega bannað að afhjúpa andlit kvenna – það er, að fjarlægja búrkur þeirra. Einnig eru ströng viðurlög við því að almenningur reyni slíkt hið sama með því að taka lögin í sínar hendur. Sjái almenningur konu með búrku ber að tilkynna það til lögreglu – en þá hefur hún fjórar klukkustundir til að bregðast við. Viðurlögin við því að nota búrku meðal almenn- ings er 150 evra sekt, sem sam- svarar um 25 þúsund íslenskum krónum. Sé karlmaður hins vegar uppvís að því að neyða eiginkonu eða annan nákominn ættingja til að bera búrku geta viðurlögin numið 28 þúsund evra sekt og allt að árs vist í fangelsi. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Við höfum margt þarfara við tíma okkar að gera en að eltast við konur í búrkum. Mótmælt fyrir framan Notre Dame Lögreglan handtók 59 í mótmælum á mánudag. Silvio Berlusconi Lék á als oddi fyrir framan dómshúsið í Mílanó. Þingmaður segir af sér vegna klámhneykslis Indónesískur þingmaður, Arfinito að nafni, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að upp komst að hann horfði á klámefni á tölvu sinni meðan á þingfundi stóð. Málið er talið enn alvarlega fyrir þær sakir að Arfinito, sem gegndi þingmennsku fyrir hinn íhaldssama Réttlætisflokk, var sá sem lagði fram frumvarp fyrir stuttu sem kvað á um að allt klámáhorf skyldi bannað með lögum. Blaða- maður nokkur náði að festa Arf- inito á filmu, þar sem hann skoðaði klámefni í nokkrar mínútur. Málið hefur vakið mikla athygli í Indónes- íu og er þess krafist að Arfinito verði nú leiddur fyrir dóm, svo hægt sé að sakfella hann fyrir brot á lögum sem hann samdi sjálfur. Zuckerberg sigrar Winklevoss-bræður Þeir sem hafa séð óskarsverð- launamyndina The Social Network muna væntanlega eftir deilum þeirra Winklevoss-tvíbura við Mark Zucker berg, stofnanda og stjórnar- formann Facebook. Tvíburabræð- urnir, ásamt Divya Narendra, fóru í mál við Zuckerberg og kröfðust skaðabóta – en þeir héldu því fram að Zuckerberg hefði stolið frá þeim hugmyndinni sem síðan varð að Facebook. Fyrir tveimur árum náðist sátt í málinu og greiddi Zuckerberg þremenningunum 65 milljónir doll- ara. Tvíburarnir voru hins vegar ekki sáttir og fóru ári síðar aftur í mál við Zuckerberg og þá var umkvörtun- arefnið að Zuckerberg hafði leynt upplýsingum um verðmæti fyrir- tækisins, sem er nú metið á um 50 milljarða dollara. Zuckerberg hefur nú haft betur í seinna málinu og þarf ekki að greiða tvíburunum meira fé.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.