Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2011, Page 20
20 | Fókus 13. apríl 2011 Miðvikudagur Kanadíski grínistinn Jon Lajoie: YouTube-grínari á leið til landsins „Þetta byrjaði bara með því að ég sá myndbönd með honum á YouTube og mér leist svo vel á hann,“ segir Ragnar Hlöðversson sem stendur fyrir uppi- standskvöldi með kanadíska grínist- anum Jon Lajoie. Lajoie, sem sló fyrst í gegn í grínmyndböndum á YouTube, er á leiðinni til landsins til að skemmta Íslendingum og öðrum gestum í Há- skólabíói þann 12. maí. Ragnar er í forsvari fyrir fyrirtækið IceGigg En- tertainment sem skipuleggur viðburð- inn. Miðasala er komin á fullt í Skór.is í Kringlunni en hún hefur farið vel af stað að sögn Ragnars. Síðan Lajoie setti inn sitt fyrsta grínmyndband á YouTube, tónlistar- myndbandið Everyday Normal Guy, hefur frægðarsól hans risið skjótt. Hann fer með hlutverk í sjónvarps- þáttunum The League á bandarísku sjónvarpsstöðinni FX Network og hefur komið fram í grínþættinum Comedy Central Presents á banda- rísku sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Hann hefur þá einnig gefið út tvær hljómplötur, You Want Some of This?, sem kom út árið 2009, og I Kill People, sem kom út í fyrra. Lajoie mun ekki bara skemmta landanum heldur mun hann verja nokkrum dögum í að skoða landið og kynnast fólkinu. Ragnar segist hafa reynt að kynna Ísland fyrir honum og að Lajoie sé orðinn nokkuð spenntur fyrir komunni hingað til lands. „Hann ætlar að vera í einhverja daga og fá þetta bara beint í æð,“ segir Ragn- ar sem segir Lajoie án efa vera einn fyndnasta mann í heimi. adalsteinn@dv.is Gyrðir Elíasson fær 7,5 milljónir: Smásöguformið fær uppreisn æru „Ég átti ekki nokkra von á því að fá verðlaunin,“ sagði Gyrðir Elíasson rithöfundur rétt eftir að honum var tilkynnt að hann væri handhafi Bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Verðlaunin hlaut hann fyrir smásagnasafnið Milli trjánna. Í um- sögn dómnefndar verðlaunanna segir að safnið sé framúrskarandi skáldverk sem sé í samræðu við heimsbókmenntirnar, stílhreint en lýsi á sama tíma innri og ytri átök- um. Gyrðir segist ánægður með að smásöguformið fái uppreisn æru. „Skáldsöguformið hefur verið ríkjandi meðan smásögur hafa iðu- lega átt undir högg að sækja.“ Hann segist ekki hafa haft mikinn tíma til þess að velta fyrir sér þýðingu þess- arar viðurkenningar en segist vona að með henni fái hann ef til vill fleiri verk sín þýdd á Norðurlandamálin. Minna sé um að smásögur og ljóð séu þýdd en skáldsögur. Gyrðir gaf út sína fyrstu bók árið 1983, Svarthvít axlabönd, og eft- ir hann hafa komið út fjölmargar  smásagna- og ljóðabækur og fimm skáldsögur. Hann er einnig afkasta- mikill þýðandi og hefur meðal ann- ars þýtt verk Williams Saroyan og Richard Brautigan á íslensku. Gyrðir hafði betur en 13 rithöf- undar frá Norðurlöndunum og sjálf- stjórnarsvæðunum. Nokkrir þeirra koma hingað til lands á höfunda- kvöld sem haldin eru í Norræna húsinu. Verðlaunin nema 350.000 dönskum krónum, um 7,5 millj- ónum íslenskra króna. Verðlaun- in verða afhent formlega á Norður- landaráðsþinginu 2. nóvember 2011 í Kaupmannahöfn. Finnst Gyrði þetta ekki ágætis búbót?  „Ég mun ekki víkjast undan því að veita þeim viðtöku,“ segir hann og hlær. Þetta var í þriðja sinn sem verk eftir Gyrði er tilnefnt til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Auk Gyrðis var Ísak Harðarson tilnefnd- ur fyrir Íslands hönd þetta árið. Sameinast á tónleikum Hljómsveitirnar Andvari, Vigri og Útidúr sameina krafta sína á tón- leikum sem fram fara á Sódómu Reykjavík í miðbænum á fimmtu- dag. Húsið er opnað klukkan 21.00 en fyrsta hljómsveitin stígur á svið klukkutíma síðar. Andvari og Vigri vinna báðar að útgáfu hljómplatna en Útidúr sló í gegn með plötu sinni This mess we‘ve made sem kom út síðastliðið haust en sú hljómsveit er þekkt fyrir hressandi sviðsfram- komu. Aðgangseyrir er 500 krónur. Bíó Paradís sýnir Boy Græna ljósið stendur fyrir sýningu á nýsjálensku kvikmyndinni Boy í Bíó Paradís og verður myndin frumsýnd á föstudag. Myndin ger- ist árið 1984 þegar poppkóngur- inn Michael Jackson er upp á sitt besta. Fylgst er með 11 ára strák sem býr á bóndabýli með ömmu sinni, yngri bróður sínum, Rocky, og geit. Þegar amma drengs- ins fer í vikulangt ferðalag birtist faðir hans upp úr þurru á bónda- bænum til að ná í poka fullan af peningum sem hann hafði grafið á landareigninni mörgum árum áður. Myndin hefur hlotið góðar viðtökur bæði gagnrýnenda og áhorfenda en hún hefur meðal annars unnið til verðlauna á kvik- myndahátíðinni í Berlín. Ásatrú til umræðu Eggert Sólberg Jónsson flytur erindi á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi um ásatrú á Íslandi við upphaf 21. ald- ar. Erindið er byggt á nýlegri MA-rann- sókn Eggerts en þeirri rannsókn var ætlað að varpa ljósi á það hvort stofnun félags um ásatrú á seinni hluta 20. ald- ar á Íslandi hefði aðeins verið eitt skref í langri sögu endurgerðar og túlkunar á þeirri heiðnu trú sem var ríkjandi fyrir kristnitöku. Eggert mun í erindi sínu einnig varpa fram þeirri spurningu á hvaða hátt ásatrúarmenn í dag notast við þau verk sem til eru um trúar- brögð fyrir kristnitöku í trúarathöfnum sínum. Erindið er opið öllum en það verður flutt í stofu 102 í Gimli í Háskóla Íslands á fimmtudag klukkan 17.00. Sló í gegn á netinu Jon Lajoie varð frægur fyrir grínmyndbönd á YouTube. Fær 7,5 milljónir í verðlaun Gyrðir Elíasson er vel að Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs kominn. Hann fékk verð- launin fyrir smásagnasafnið Milli trjánna. í Reykjavík Okkur fannst mega lífga aðeins upp á tónlistarlífið að vori. Það er alltaf nóg að gerast á haust- in,“ segir Kristján Freyr Halldórsson hjá útgáfufyrirtækinu Kimi Records sem stendur fyrir tónlistarhátíðinni Reykjavíki Music Mess um helgina. Hátíðin stendur frá föstudegi fram á sunnudag og koma fram 31 listamað- ur og hljómsveitir á þessum þremur dögum. Uppistaða hátíðarinnar eru íslenskir listamenn en einnig eru at- riði frá fimm öðrum löndum. Þar ber helst að nefna sveitina Deerhunter frá Bandaríkjunum. „Upphaflega var hugmyndin sú að fá Deerhunter hingað til að halda tónleika og síðan vatt það upp á sig og við ákváðum að slá þessu upp í há- tíð,“ segir Kristján, en Deerhunter er bandarísk indíhljómsveit sem hefur gert það gott undanfarin ár. „Þeir hafa gefið út nokkrar góðar plötur en svo sprakk sveitin algjörlega út á síðasta ári þegar þeir gáfu út plötuna Hal- cyon Digest. Hún rataði inn á nánast alla topplista yfir bestu plötur ársins.“ Til dæmis valdi kana díska tímarit- ið Exclaim! plötuna í annað sæti yfir þær bestu á árinu 2010 og  Pitchfork Media valdi hana í það þriðja. Norræna húsið verður áberandi á tónlistarmessunni en starfsfólk þess kemur meðal annars að innflutn- ingi norrænna hljómsveita á hátíð- ina. „Við höfum átt í góðu samstarfi við starfsfólkið þar og heillast svo af húsinu að við vildum endilega halda tónleika þar,“ segir Kristján, en einn- ig verða staðirnir Nasa og Sódóma lagðir undir messuna. Auk íslenskra listamanna og Deerhunter koma fram á hátíðinni Fossils frá Dan- mörku, Tomutonttu frá Finnlandi, Nive Nielsen frá Grænlandi og Lower Dens frá Bandaríkjunum. Gamla kexverksmiðjan Frón kemur líka við sögu á hátíðinni með skemmtilegum hætti en þar hefur verið opnað gistiheimili sem heitir Kex Hostel: „Gömlu verksmiðjunni hefur verið breytt í glæsilegt gisti- heimili og má segja að báðir aðilar séu að stiga sín fyrstu skref í þessu. Við, í að halda hátíðina, og þeir, í að taka á móti gestum, því Kex Hostel ætlar að hýsa listamennina fyrir okk- ur.“ Hátíðargestir sem höfðu þegar keypt sér miða og áttu að sækja arm- böndin í verslun Kimi Records, Ha- varí í Austurstræti, þurfa að sækja þau í Kex Hostel. „Havaraí er lok- að um þessar mundir þannig að við munum opna verslunina tímabundið í andyri Kex undir nafninu Bríarí og fólk getur sótt armböndin sín þang- að,“ segir Kristján að lokum, en allar frekar upplýsingar og dagskrá er að finna á reykjavikmusicmess.com. n 15., 16. og 17. apríl n Miðaverð: 7.900 kr. á alla hátíðina, 1.500 kr. á staka viðburði, 3.900 kr. á Nasa á sunnudag. n Miðasala í Smekkleysu og á reykjavikmusicmess.com n Tónleikastaðir: Nasa, Norræna húsið og Sódóma n Dagskrá og allar nánari upplýsingar á reykjavikmusicmess.com n Armbönd sótt í verslun Havarí sem er tímabundið sett upp í Kex Hostel. Upplýsingar Agent Fresco (IS) AMFJ (IS) Borko (IS) Deerhunter (US) Einar Örn + SWC (IS) FM Belfast DJ set (IS) FOSSILS (DK) Hellvar (IS) Hljómsveitin Ég (IS) kimono (IS) Kippi Kaninus (IS) Lára Rúnars (IS) Lazyblood (IS) Lower Dens (US) Miri (IS) Mugison (IS) Nive Nielsen (GL) Nolo (IS) Orphic Oxtra (IS) Prinspóló (IS) Quadruplos (IS) Reykjavík! (IS) Samaris (IS) Sin Fang (IS) Skakkamanage (IS) Sóley (IS) Stafrænn Hákon (IS) Sudden Weather Change (IS) Swords of Chaos (IS) Tomutonttu (FI) Æla (IS) Tónlistarmessa n Reykjavík Music Mess haldin í fyrsta skipti um helgina n Alþjóðleg hátíð með Deer­ hunter í fararbroddi n 3 dagar og 31 atriði Hljómsveitirnar á hátíðinni: Kristján Freyr Kimi Records stendur að baki Reykjavik Music Mess. MynD SiGtRyGGuR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.